Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 38
38 Minningar MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 AÐVENTKIRKJAN: AÐVENTKIRKJAN Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred Lemke prédikar. AÐVENTKIRKJAN Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Manfred Lemke prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN Suðurnesjum | Samkoman í dag, laugardag, kl. 11, í Reykjanesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. Einar Valgeir Arason prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN Árnesi | Sam- koma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Guðsþjónusta kl. 11. Þóra Jóns- dóttir prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Eric Guð- mundsson prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boð- ið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag Aðventista á Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Guðsþjónusta kl. 12. AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11, lokahátíð barnastarfsins. Lilli klifurmús kemur í heimsókn. Yngri barna- kór kirkjunnar syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Umsjón Sunna Dóra, Sólveig Halla og Svavar Alfreð. Æðru- leysismessa kl. 20. Prestur er sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir. Stefán Ingólfsson, Bald- vin Ringsted, Arna Valsdóttir og Inga Eydal annast tónlistina. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar, Sigríður Rún Tryggvadóttir sér um stundina. Kirkjukaffi á eftir. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta á hjúkr- unarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sr. Mar- íu Ágústsdóttur. Forsöngvari N.N., org- anisti er Magnús Ragnarsson. Vandamenn heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra vel þegin. Messa í Áskirkju kl. 14 með þátt- töku Barðstrendingafélagsins í Reykjavík, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari, kór Áskirkju syngur, org- anisti er Magnús Ragnarsson. Messukaffi Barðstrendingafélagsins í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, að athöfn lokinni. Sjá askirkja.is. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá Nínu Bjargar Vilhelms- dóttur djákna. Fjársjóðsleit og brúður koma í heimsókn. Djús og ávextir í safn- aðarheimili á eftir. Tómasarmessa kl. 20. Orð Guðs, fyrirbæn og máltíð Drottins. Þor- valdur Halldórsson sér um tónlistina. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Stund fyrir yngri sem eldri. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahússprestur, organsti er Jónas Þórir. Kaffi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl 11. Prestur séra Gunnar Sigurjónsson, organisti er Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju A hópur. Norskur kór syngur í messunni ef hann kemst til landsins. Sunnudagaskóli á neðri hæð á sama tíma. Síðasti sunnu- dagaskóli vetrarins. Pylsupartí á eftir. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdótir prédikar, Dómkórinn syngur, organisti er Bjarni Jónatansson. Barnastarf á kirkjuloftinu. Hádegisbæn á þriðjudag, kvöldkirkjan á fimmtudag EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 14. mánudaginn 26. apríl. Kyrrðarstund í safn- aðarheimili kl. 18. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11, lokahátíð barnastarfsins. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Bjarki Freyr Andr- ésson, 10 ára, leikur forspil á orgel, org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Listasmiðjan Litróf syngur og leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Ragnhildar Ásgeirs- dóttur djákna. Dansarar úr Listdansskóla Íslands sýna dansatriði úr fallegu verki eftir Alvin Ailey. Meðhjálpari og kirkjuvörður er Kristín Ingólfsdóttir. Boðið verður upp á hressingu í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messu. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Æðruleysismessa kl. 20. Fluttur verður vitnisburður og Fríkirkjubandið leiðir sönginn. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðrún Hlín, Narfi Ísak og brúðuhvolp- urinn Hvati kenna börnunum. Almenn sam- koma kl. 14. Souleymane Sonde verður gestur og prédikar. Lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir fyrir þá sem vilja. Að samkomu lokinni verður kaffi og samvera. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Margrét Lilja og Ágústa munu sjá um barnastarfið. Bryndís Valbjarnardóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Tónlistina leiða tónlistarstjórinn Anna Sigga og Aðalheiður Þorsteinsdóttir ásamt Fríkirkjukórnum. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Færeysk messa verður í Háteigskirkju kl. 14. David Johannesen prestur talar. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Hákon Leifsson. Að lokinni guðsþjónustu er aðalsafn- aðarfundur Grafarvogssóknar. Sunnudaga- skóli kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason, um- sjón hefur Guðrún Loftsdóttir, undirleikari er Stefán Birkisson. Borgarholtsskóli | Guðsþjónusta með börnum og fullorðnum kl. 11. Séra Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Margrét Grétarsdóttir leiðir söng, organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfi. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Gideonfélagsins. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og organisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12. Hvers- dagsmessa á fimmtudag kl. 18. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta klukkan 14. Séra Hans Markús Hafsteinsson prédikar og organisti er Krist- ín Waage. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Ferming- armessa kl. 11. Prestar sr. Sigríður Guð- marsdóttir og sr. Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir, organisti er Ester Ólafsdóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskóli verður í tónmenntastofu Ingunnarskóla á sama tíma undir yfirskriftinni „Ótal, ótelj- andi fuglar“, umsjá Árni Þorlákur Guðna- son. Barnamenningarhátíð í Grafarholti lýk- ur. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíðarmessa á sumri kl. 11. Hugrekki og von. Sr. Guð- björg Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari. Bar- börukórinn í Hafnarfirði flytur Messu nr. 7 í C dúr eftir Charles Gounod, organisti og kórstjóri er Guðmundur Sigurðsson. Mola- kaffi í safnaðarheimili að messu lokinni. Messunni verður útvarpað á Rás 1. HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Augliti til auglitis í samræðu og sál- gæslu. Sr. Birgir Ásgeirsson. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór leiða safnaðarsöng, organisti er Hörður Áskelsson. Aðalsafn- aðarfundur að lokinni messu. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. HAUKADALSKIRKJA | Fermingarguðsþjón- usta kl. 14. Fermd verða Aron Freyr Mar- geirsson og Marta Margeirsdóttir, Brú, Biskupstungum. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Gídeon- félagar koma í heimsókn og kynna starf- semi félagsins. Barnastarf á sama tíma í umsjá Páls Ágústs, organisti er Douglas Brotchie. Léttur málsverður að messu lok- inni. Prestur sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Tónlistarmessa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng, Gísli Valdemarsson leikur á gít- ar, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Ferðalag barnastarfsins kl. 12.15. Farið út fyrir bæjarmörkin, leikið og grillað. Sjá www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sam- koma kl. 17. Bænastund kl. 16.30, unga fólkið sér um samkomuna. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 14. Gestir eru majórarnir Anne Gurine og Daníel Óskarsson og hópur her- manna frá Danmörku, sem munu syngja, vitna og tala. Bænastund kl. 13.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma og starf fyrir alla aldurshópa kl. 11. Unglingablessun. Ræðumaður er Jón Þór Eyjólfsson. Alþjóðakirkjan kl. 14. Samkoma á ensku. Ræðumaður er Paul Ramses. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11 í aldursskiptum hópum. Fræðsla fyrir fullorðna á sama tíma. Örn Leó Guðmunds- son kennir. Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson prédik- ar. www.kristskirkjan.is KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingarguðsþjón- ustur kl. 11 og 14 í Keflavíkurkirkju. Börn frá Myllubakkaskóla fermast. KOLAPORTIÐ Helgihald verður á Kaffi Port klukkan 14. Þorvaldur Halldórsson spilar undir og hefur leik klukkan 13.30. Sr. Anna Sigríður Páls- dóttir leiðir stundina ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur djákna og sr. Maríu Ágúst- dóttur sem annast prédikun. KÓPAVOGSKIRKJA | Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur flytur kl. 10 erindi um Upprisuna í safnaðarheimilinu Borgum. Tónlistarmessa í Kópavogskirkju kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari, kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma í umsjón Ingu Harðardóttur, Sigríðar Stef- ánsdóttur og Sólveigar Aradóttur. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta í Fossvogi kl. 10.30 á 4. hæð. Prestur Vigfús Bjarni Al- bertsson og organisti er Helgi Bragason. Félagar úr Góðum grönnum syngja. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir kveður Langholtssöfnuð og messar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Hrynhópur úr Kór Lang- holtskirkju syngur, organisti er Jón Stef- ánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Rut og Aroni í safn- aðarheimilið. Veitingar í hádeginu. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sigurbjörn Þorkels- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri, þjónar ásamt hópi messuþjóna. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Snædís Björt Agnarsdóttir og Hákon Jóns- son leiða sunnudagaskólann. Kaffi að at- höfn lokinni. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 14. Þóra Gísladóttir tónlistarmaður leiðir safnaðarsönginn og flytur eigin tónlist. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar, með- hjálpari Susanna Fróðadóttir. Aðalsafn- aðarfundur að lokinni athöfn. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Tónlistarguðs- þjónusta kl. 14. Flutt verður þjóðlaga- messa að sænskri fyrirmynd og svo mun tríóið flytja valin lög eftir djasspíónistann Bill Evans. Tríóið skipa Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, Scott McLemore á tromm- ur og Árni Heiðar Karlsson á píanó. Barna- starfið í umsjón Elíasar og Hildar verður á sama tíma. Maul eftir messu. Aðalfundur safnaðarins hefst um kl. 15.30 í Kirkjubæ. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Grensáskirkju. Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Ath. breyttan samkomustað. SELTJARNARNESKIRKJA | Lokahátíð barnastarfsins í Seltjarnarneskirkju, kl. 11. Stoppleikhópurinn mun sýna leikritið Kamilla og þjófurinn eftir Karl Vinje. Eftir stund í kirkjunni er gestum boðið í pylsu- veislu og andlistmálun fyrir börnin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð, prédikun og fyr- irbæn. Kolbrún Dagbjört Sigurðardóttir pré- dikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur erindi sem ber yf- irskriftina: Hvernig öðlast maður traust. Kór Vídalínskirkju syngur á milli sálma und- ir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista og Sigurður Flosason leikur undir á saxó- fón. Altarisganga að loknu erindi. Sunnu- dagaskóli á sama tíma undir stjórn Mar- grétar Rósar Harðardóttur. Tónleikar kl. 20.30 þar sem kór Vídalínskirkju kemur fram ásamt gospelkór Jóns Vídalíns og fullt af frábærum hljóðfæraleikum. Frítt inn á tónleikana. Sjá gardasokn.is Morgunblaðið/Andrés Skúlason Djúpivogur Orð dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh 16) Elsku bróðir minn hafðu þökk fyrir allt. Elsku Erla þakka þér fyrir hvað þú hef- ur verið honum yndislegur lifsföru- nautur. Missir þinn er mestur, guð gefi þér styrk í þínum veikindum og þinni miklu sorg. Elsku Rósa, Kolla og fjölskyldur guð styrki ykkur öll. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur Sveinn Filippusson ✝ Sveinn Filipp-usson fæddist í Mjóafirði eystra 28. maí 1947. Hann and- aðist á heimili sínu aðfaranótt 2. apríl 2010. Útför Sveins fór fram frá Siglufjarð- arkirkju 10. apríl 2010. mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði elsku bróðir minn. Þín systir Ingirós Filippusdóttir. Góður drengur er fallinn frá. Gylfi Gunn- arsson hafði aðeins verið félagi í Lions- klúbbnum Víðarr í tvö ár er hann lést. Engu að síður höfðum við félagar hans þar tekið eftir ýmsum góðum kostum sem hann var búinn. Hann var hæg- ur í framgöngu, sótti fundi vel og Gylfi Gunnarsson ✝ Gylfi Gunnarssonfæddist í Bolung- arvík 24. september 1946. Hann lést 29. mars síðastliðinn. Útför Gylfa fór fram frá Árbæj- arkirkju 13. apríl 2010. lagði gott til mála. Enda leið ekki á löngu þar til honum voru fal- in trúnaðarstörf fyrir klúbbinn. Í maí næst- komandi átti hann að taka við starfi gjald- kera í nýrri stjórn sem þá tekur við. Þótt and- lát Gylfa sé áfall fyrir klúbbinn er það þó lít- ilvægt í samanburði við það áfall sem það er fyrir aðstandendur hans, vini og ættingja. Við sendum þeim öll- um samúðarkveðjur. Lionsklúbburinn Víðarr, Reykja- vík, Jón G. Briem. Mig langar að minn- ast ástkærs mágs míns til margra ára. Margs er að minnast í gegnum árin. Palli var blíður og góður maður sem sagði alltaf já við öllu og vildi alltaf allt fyrir alla gera. Ein setn- ing er mér minnisstæð; já maður lif- andi, minnstu ekki á það. Eitt sinn var ég með veislu og ætlaði ég að ávarpa gesti og vissi ekki hvernig ég ætti að gera það. Þegar ég spurði Palla sagði hann mér að segja: „Kæru vinir, vel- komnir.“ Í hvert sinn sem ég hringdi til Dúdú- ar og Palla þá spurði hann mig alltaf um son minn sem er vangefinn, hvern- ig hann hefði það og því næst spurði hann hvort ég vildi ekki tala við systu. Ég heimsótti ykkur á Flateyri um jólin þegar þið áttuð heima þar og eitt sumar fórum við hjónin til Súganda- fjarðar og áttum þar góðar stundir saman. Þegar ég spurði Dúdú um þig þá sagði ég oft við hana setningu sem fyrrum nágrannakona mín sagði mér eitt sinn: kysstu Palla á hægri kinnina og þá botnaði hún setninguna: því við Páll Janus Þórðarson ✝ Páll Janus Þórð-arson fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 23. febrúar 1925. Hann lést á öldrunardeild Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði 1. apríl sl. Útför Páls Janusar fór fram frá Ísafjarð- arkirkju 10. apríl 2010. heilsum með hægri hendi. Palli var góður hag- yrðingur og var fljótur að svara. Árið 1989 gaf Palli út bókina „Geislabrot“ með myndskreyttri kápu eftir son hans, Þorleif Pálsson. Bókina gaf hann okkur hjónun- um áritaða í jólagjöf eitt árið. Seinna sendi hann mér nokkrar bækur sem ég seldi til vina og kunningja á Akranesi fyrir hann. Oft hef ég gripið til bókarinnar og lesið. Eitt af því er minningarljóð sem mér finnst eiga vel við. Hafðu hjartans þökk mér horfin stund er kær. Í minni mínu klökk er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðilönd, þér glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur fram á leið. Elsku Palli, hafðu þökk fyrir gamalt og gott. Biðjum þig að flytja bestu kveðjur blæinn yfir Dulahaf. Guð geymi þig, minningin lifir. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Þín mágkona, Ingibjörg Þorleifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.