Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Á MORGUN, sunnudag, er haldinn dagur umhverfisins, en það er gert hinn 25. apríl á hverju ári. Í tilefni dagsins munu Fuglavernd og Félag umhverfisfræðinga taka að sér leiðsögn kringum Reykja- víkurtjörn og Vatnsmýri þar sem í boði verður fræðsla um líf- fræðilega fjölbreytni í og við Tjörnina, þar á meðal fuglalíf og gróður. Lagt verður af stað frá Norræna húsinu kl. 13 og 15. Þetta verður þægileg ganga full að fróðleik. Frekari upplýsingar eru á vef félagsins, www.fugla- vernd.is og á vef umhverfisráðu- neytisins. Tjörnin Fjölsrkúðugt fuglalíf. Fuglaleiðsögn Í DAG, laugardag, kl. 11-15 verður fjölskyldudagskrá í Öskju, náttúru- fræðahúsi Háskóla Íslands, undir heitinu „Líf á eldfjallaeyju“ þar sem fjallað verður um jarðfræði- lega og líffræðilega fjölbreytni Ís- lands. Fjölmargir sérfræðingar Há- skóla Íslands á sviði náttúrufræði og jarðvísinda munu segja frá í máli og myndum í samfelldri dag- skrá. Ljósmyndir og kvikmyndir verða sýndar, rannsóknarstofur í Öskju verða opnar og fjölbreytni höfð í fyrirrúmi. Dagskráin er ætl- uð öllum aldurshópum. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. Fjölskyldudagskrá í Öskju í dag HELGINA 24.-25. apríl verður haldin atvinnu-, mannlífs- og menn- ingarsýningin „Skagafjörður 2010 - lífsins gæði og gleði“ í íþróttahús- inu á Sauðárkróki. Á sýningunni munu ríflega 100 sýnendur í rúm- lega 70 sýningarplássum troðfylla húsið og kynna allt það sem Skaga- fjörður hefur upp á að bjóða í fjöl- breyttu vöruúrvali, þjónustu, menningu og félagsstarfi. Samhliða sýningunni verða haldnar fjölmarg- ar málstofur í Árskóla en inn- angengt er á milli húsanna. Mál- stofurnar verða eins og sýningin bæði á laugardag og sunnudag og á þeim verða m.a. flutt fjölmörg er- indi. Sýna á Króknum Samskiptabú naður Polycom fjar fundarbúnað ur og fundarsímar · Cisco og AV AYA IP lausn ir · Plantronics s íma- og tölvu búnaður BETRI FUNDIR Þegar halda þarf símafundi er lykilatriði að hljómgæðin séu í lagi. Polycom er leiðandi íframleiðslu fundarsíma og býður fjölbreytt úrval fyrir allar stærðir fundarherbergja. Hafðusamband við sérfræðinga Nýherja og við finnum rétta fundarsímann fyrir þig. Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 www.netverslun.is VoiceStation 300 Fundarsími fyrir minni herbergi, hentar vel fyrir 1-4 þátttakendur. Soundstation 2 Fundarsími fyrir stærri herbergi, hentar vel fyrir 1-20 þátttakendur. Soundstation IP7000 IP fundarsími með HD stereo hljómgæðum fyrir stærri herbergi, hentar vel fyrir 1-20 þátttakendur. C100S Fundarsími fyrir tölvusíma, hentar vel fyrir 1-3 þátttakendur. FYRSTA sumardag var tíu börnum og fjöl- skyldum þeirra afhentur ferðastyrkur úr sjóðn- um Vildarbörn Icelandair. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til þess að fara í drauma- ferð sem þau ættu annars ekki kost á. Alls hafa um 270 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans. Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostn- aður greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Við síðustu úthlutanir hafa margar fjölskyldnanna valið að fara til Flórída og heim- sækja Disneyland. Nemendur og stjórnendur Hagaskóla voru viðstödd úthlutunina vegna söfnunarátaksins Gott mál sem þau stóðu fyrir hinn 24. mars síðastliðinn, en frá söfnun þeirra runnu 508.000 krónur til Vildarbarna. Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggist á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eig- inkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var for- stjóri Flugleiða og nú stjórnarformaður Ice- landair Group. Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. TÍU BÖRN Á LEIÐ Í DRAUMAFERÐINA HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og rík- ið til að greiða Guðmundi Kristjáns- syni hæstaréttarlögmanni 3,5 milljón- ir í miskabætur. Guðmundur var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara við Hér- aðsdóm Norðurlands eystra. Taldi dómurinn að Árni hefði, sem settur dómsmálaráðherra, framið ólögmæta meingerð á æru og persónu Guð- mundar með því að hafa með ólög- mætum og saknæmum hætti í skiln- ingi almennu skaðabótareglunnar, gengið á svig við niðurstöður lögboð- innar dómnefndar og skipað einstak- ling sem flokkaður var tveimur hæfn- isflokkum neðar en Guðmundur og með brot af starfsreynslu hans. Árni ætlar að áfrýja dómnum. Verði dómurinn staðfestur í Hæsta- rétti gerir ríkislögmaður ráð fyrir að ríkið muni greiða bæturnar, þar sem Árni var starfsmaður ríkisins. Þvert á vilja Alþingis Árni skipaði Þorstein Davíðsson, fyrrv. aðstoðarmann Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra, í embættið. Í dómnum er farið hörðum orðum um ákvörðun Árna. „Í hnotskurn er málið það að með skipan þess er fékk emb- ættið er gengið þvert gegn vilja lög- gjafans, þ.e. að styrkja sjálfstæði dómstólanna og auka traust almenn- ings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdavaldsins. Þetta var gert án þess að sá er fékk embættið hafi haft uppi athugasemd- ir við niðurstöðu dómnefndarinnar. Þá tók það stefnda, Árna, mjög stutt- an tíma, að undirbúa veitingu emb- ættisins. Ekki aflaði hann frekari upplýsinga eða gagna. Í ljósi mennt- unar sinnar og starfsreynslu verður að telja að hann hafi ekki faglega þekkingu á störfum dómstólanna. Við ákvörðun sína byggir hann á því að 4 ára starfsreynsla sem aðstoðarmaður ráðherra, en lögfræðimenntun er ekki skilyrði fyrir því starfi, upphefji 35 ára starfsreynslu stefnanda sem öll tengist dómstólunum. Þessi háttsemi stefnda, Árna, er órafjarri skyldum hans sem veitingarvaldshafa við skip- un í dómaraembætti og eðlilegt að stefnandi höfði mál á hendur ráð- herra persónulega,“ segir í dómnum. Árni og íslenska ríkið voru á hinn bóginn sýknuð af kröfu um skaðabæt- ur vegna veitingarinnar, þar sem ekk- ert liggur fyrir um að hann hefði feng- ið embættið, fremur en hinir sem voru metnir jafnhæfir. Sigrún Guð- mundsdóttir kvað upp dóminn. Fór ekki að lögum  Fyrrverandi ráðherra og ríkið greiði 3,5 milljónir í miska  Dæmt fyrir meingerð en sýknað vegna skaðabótakröfu SEX einstak- lingar sem eru grunaðir um að- ild að innflutn- ingi á þremur kg af hreinu kóka- íni frá Spáni hafa verið úr- skurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fólkið var allt handtekið um síðustu helgi. Þrír til viðbótar hafa verið handteknir vegna málsins og því eru alls níu manns í haldi. Þrír verða í varð- haldi til 21. maí. Lögregluliðin á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum rannska málið auk ríkislögreglustjóra, Europol og tollsins. Rannsóknin er umfangsmikil og hefur verið leitað í húsum og hald lagt á fjármuni og skartgripi. Níu í haldi vegna fíkni- efnamáls Duft Flutt voru inn 3 kg. af kókaíni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.