Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 40
40 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010
Sudoku
Frumstig
3 6 5 9
1 3 6
2 8
8
7 5 9 1
2 7
3
3 1 8
7 5 8 2
5 1 9
3 6 8
7 9 3
6 5 3 4 1
8
8 4 5 7
9 6 4
3
6 8 9
7 3
7 1 2
1 8 2
2 3 6 7
9 8
4 3
6 9
3 1 8
8 7 5 2 4 3 9 6 1
2 1 3 9 5 6 4 7 8
6 4 9 1 8 7 2 5 3
4 9 8 5 6 1 7 3 2
1 5 7 4 3 2 6 8 9
3 2 6 8 7 9 5 1 4
9 3 4 7 1 5 8 2 6
5 8 1 6 2 4 3 9 7
7 6 2 3 9 8 1 4 5
1 6 7 2 4 8 9 3 5
5 8 3 6 9 1 7 2 4
9 2 4 5 7 3 8 1 6
7 3 5 4 8 9 2 6 1
6 4 8 3 1 2 5 7 9
2 9 1 7 5 6 4 8 3
4 1 2 8 3 5 6 9 7
8 5 9 1 6 7 3 4 2
3 7 6 9 2 4 1 5 8
3 8 6 9 4 7 5 2 1
4 2 5 8 1 3 6 9 7
9 7 1 5 2 6 8 4 3
6 9 7 2 3 8 1 5 4
2 3 4 1 7 5 9 8 6
5 1 8 6 9 4 7 3 2
1 6 3 4 5 9 2 7 8
8 4 9 7 6 2 3 1 5
7 5 2 3 8 1 4 6 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 24. apríl,
114. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trú-
ir í því sem annars er, hver gefur yður
þá það, sem yðar er?
(Lúk. 16, 12.)
Víkverji fór í sund á sumardaginnfyrsta, til að lyfta sér upp eftir
drungalegan vetur. Sólin brosti sínu
blíðasta, þótt aðeins væri eins stigs
hiti úti. Ekki var hægt að sleppa því
að fara í rennibrautina, sem var end-
urbyggð fyrir ekki svo löngu.
Skemmst er frá því að segja að þessi
rennibraut er frábær. Eftir sund-
laugarferðina var svo tekið til við að
grilla fyllta svínalund. Sumarið er
tíminn, eins og skáldið sagði.
x x x
Norskir gárungar sækja að Vík-verja þegar eitthvað fer miður
á Íslandi. Eins og alþjóð veit eru
Norðmenn fullkomnir á allan hátt og
eiga þar að auki hlutfallslega stærsta
gjaldeyrisforða heimsins. Þeir búa
ekki í glerhúsi og geta því kastað
steinum að vild. Einn úr þeirra röð-
um framsendi Víkverja tölvubréf um
daginn, sem hann sagðist hafa fengið
frá íslensku ríkisstjórninni. Í bréfinu
var verið að krefjast lausnargjalds.
Þar sagði, á því máli sem hann telur
að sé íslenska: „Leggja 30 milliærðir
Euro í SÝPPELKASSIN ÍslenÞska
ámbasaÞins I nátt, og vi skrür af
vulkÁnín! Ekki ringja pólísín!“ Orð-
sendingin var samansett úr stöfum
sem klipptir höfðu verið út úr fyr-
irsögnum dagblaða, að mannræn-
ingjasið.
x x x
Og ekki linnir sendingunum. Þaðnýjasta er að Norðmenn ætli að
senda ævintýrapersónuna Askeladd-
en til að hjálpa Frónbúum að takast
á við kreppuna og eldgosið.
Askeladden, eða öskusnáðinn, kemur
fyrir í mörgum norskum ævintýrum.
Hann er holdgervingur lítilmagnans
sem tekst að afreka það sem öðrum
mistekst, þótt aðferðir hans séu ekki
alltaf heiðvirðar. Hans helsta hlut-
verk í upphafi sögu er yfirleitt að
skara í eldinn heima hjá foreldrum
sínum, á meðan eldri bræður hans
láta ljós sitt skína. Þetta fékk Vík-
verji sent í formi blaðagreinar, með
fyrirsögninni „Norðmenn senda
öskusérfræðing til Íslands. –
„Hlakka til að takast á við verk-
efnið,“ segir Askeladden.“ víkver-
ji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 spítali, 8
plantna, 9 erfðafé, 10
fauti, 11 fiskur, 13 látna,
15 grunn skora, 18 slótt-
uga, 21 löður, 22 karl-
dýr, 23 gestagangur, 24
röskar.
Lóðrétt | 2 grafa, 3
heimting, 4 stétt, 5
ósætti, 6 bjartur, 7
mergð, 12 dugur, 14
reið, 15 skott, 16 fugl, 17
afsögn, 18 grön, 19 píp-
una, 20 fengur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 spons, 4 frísk, 7 rella, 8 Óttar, 9 peð, 11 kofa,
13 magi, 14 ræddi, 15 bjóð, 17 spik, 20 urt, 22 lærin, 23
jólin, 24 ræðni, 25 níska.
Lóðrétt: 1 sprek, 2 orlof, 3 skap, 4 flóð, 5 ístra, 6 korði,
10 eldur, 12 arð, 13 mis, 15 bylur, 16 ófróð, 18 pilts, 19
kenna, 20 unni, 21 tjón.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e6 2. Rf3 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7
5. d4 c5 6. dxc5 Bxc5 7. Bd3 Rc6 8. Bf4
a6 9. De2 b5 10. 0-0-0 Da5 11. Hhe1
Rb6 12. Rd2 Ra4 13. Rxa4 bxa4 14. Be3
Be7 15. f4 Hb8 16. a3
Staðan kom upp í Skákþingi Íslands,
landsliðsflokki, í Mosfellsbæ. Sverrir
Þorgeirsson (2.177) hafði svart gegn
alþjóðlega meistaranum Degi Arn-
grímssyni (2.383). 16. … Dc3!! drottn-
ingin er friðhelg þar sem eftir 17. bxc3
Bxa3 yrði hvítur mát. 17. Rc4 Hxb2!
18. Bd2 Hxc2+! 19. Bxc2 Da1+ 20.
Bb1 Bxa3+ og hvítur gafst upp. Dagur,
eins og sumir aðrir keppendur á
mótinu, þurfti að hætta keppni vegna
veikinda. Það gerði að verkum að úrslit
þeirra skáka sem hann tefldi voru
þurrkuð út. Það haggar ekki því að
flétta Sverris er ein sú fallegasta í sögu
Íslandsmótsins í skák.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Von og viðbúnaður.
Norður
♠Á765
♥873
♦D64
♣Á76
Vestur Austur
♠DG10 ♠K8543
♥G964 ♥10
♦K1032 ♦G985
♣42 ♣1093
Suður
♠9
♥ÁKD52
♦Á7
♣KDG54
Suður spilar 6♥.
Það er góð regla að vona það besta,
en gera ráð fyrir hinu versta. Útspilið
er ♠D. Sagnhafi vonar auðvitað að
hjartað skili sér í þrjá efstu, en veltir
jafnframt fyrir sér möguleikum sínum
í slæmri tromplegu. Hvaða úrræði á
hann þá?
Hugsanlega má neyða vörnina til að
hreyfa tígulinn. En þá þarf sá með
hjartalengdina að eiga ♦K og ekki
fleiri en þrjá spaða. Með slíka sýn í
huga trompar sagnhafi spaða í öðrum
slag. Tekur svo ♥Á-K-D og legan kem-
ur í ljós. Þá er laufi spilað á ás og spaði
aftur stunginn. Síðan er laufum spilað
fram á vor. Fyrr eða síðar mun vestur
trompa, en þar eð útgönguleið hans í
spaða hefur verið lokað verður hann að
spila frá ♦K. (Neiti vestur alfarið að
trompa fær hann bara einn slag á ♥G í
lokin).
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Vertu óhrædd/ur við að létta af
þér þeim hlutum, sem þú hefur ekki leng-
ur not fyrir. Vertu opin/n fyrir nýjum við-
skiptavinum og leiðum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú hefur tækifæri til að afla þér
aukatekna ef þú sýnir útsjónarsemi.
Treystu á sjálfa/n þig og haltu þínu striki
ótrauð/ur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú finnur fyrir aukinni þörf til að
vera skapandi. Með því að fylgjast betur
með tíðarandanum mun skilningur milli
þín og ungs fólks aukast.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Stundum hafa þeir sem greina,
fylgjast með og þróa vinnu þína eitthvað
til málanna að leggja líka. Reyndu að
komast að því hver ástæðan er fyrir þessu
ótrúlega aðdráttarafli sem þú hefur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Raðaðu hlutunum í röð. Reyndu um
leið að finna allar mögulegar leiðir til að
eyða minna og spara meira.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Fylgstu vel með fjármálum þínum.
Ekki vera hrædd/ur um að biðja um að-
stoð. Haltu ímyndunaraflinu gangandi.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú tekur eftir hlutum sem fara fram
hjá öðrum. Láttu ekki pirring bitna á þín-
um nánustu, Þú vinnur of mikið og sefur
of lítið.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Aðstæður koma og fara,
þannig er lífið. Hér kemur tillaga; ekki
gera neitt. Brjóttu odd af oflæti þínu,
hreinsaðu andrúmsloftið og leitaðu sátta.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Fjölskyldan og sérstaklega
foreldrarnir gætu gagnrýnt gerðir þínar í
dag. Mundu að enginn er eins heyrn-
arlaus og sá sem ekki vill heyra.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Eignirnar skilgreina mann
ekki, en gera þeim sem ekki þekkja til
kleift að flokka mann. Gerðu eins vel og
þú getur núna. Athugaðu samt hvert þitt
skref.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Hlutirnir sem virðast mik-
ilvægir, eru það ekki og hið sama gildir
um það sem virðist töfrandi, áhugavert og
brýnt. Ef þú segir óskin upphátt þá gæti
hún ræst.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Leggðu þig fram um að halda góðu
samkomulagi við samstarfsmenn þína. Al-
vöruvinum er sama hvar þú færð ráð, svo
lengi sem þau duga þér.
Stjörnuspá
24. apríl 1840
Sveinn Pálsson læknir og nátt-
úrufræðingur lést, 77 ára.
Hann ferðaðist mikið um land-
ið og gerði merkar uppgötv-
anir á hreyfingu skriðjökla.
Ferðabók hans þykir merk.
Sveinn var lengst af læknir á
Suðurlandi.
24. apríl 1970
Níutíu námsmenn ruddust inn
í skrifstofur mennta-
málaráðuneytisins við Hverf-
isgötu í Reykjavík til að lýsa
stuðningi við kröfur náms-
manna erlendis um úrbætur í
lánamálum o.fl. Ungmennin
settust í ganga og lögregla bar
flest þeirra út.
24. apríl 1982
Jón Páll Sigmarsson setti tvö
Evrópumet á móti í Sjónvarp-
inu, lyfti 362,5 kg í rétt-
stöðulyftu og samanlagt 940
kg. Orð hans að afrekinu
loknu urðu fleyg: „Þetta er
ekkert mál fyrir Jón Pál.“
24. apríl 1994
Magnús Scheving vann til silf-
urverðlauna í heimsmeistara-
keppni í þolfimi í Japan með
9,12 stig en sigurvegarinn
hlaut 9,16 stig. „Frábær
frammistaða,“ sagði Morg-
unblaðið.
24. apríl 1996
Feðgarnir Arnór Guðjohnsen,
34 ára, og Eiður Smári Guð-
johnsen, 17 ára, léku báðir í
landsleik í knattspyrnu í Tall-
inn í Eistlandi, en það hafði
ekki gerst áður í sögu knatt-
spyrnunnar. Arnór var að
leika sinn 65. landsleik.
24. apríl 2007
Viðbúnaðaræfing vegna fugla-
flensufaraldurs var haldin á
Selfossi. Um 2.500 fuglar voru
aflífaðir.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
GÍSLI Benóný Kristjánsson, fyrrverandi skrif-
stofustjóri hjá prentsmiðjunni Eddu, fagnar 90 ára
afmæli sínu í dag, kl. 15-18, í samkomusalnum í
Gullsmára 13 í Kópavogi.
Gísli vann lengi að íþróttamálefnum og kveðst
enn fylgjast með, einna helst fótbolta. „Jújú, mað-
ur reynir nú að fylgjast með þeim,“ segir hann, að-
spurður hvort HK sé hans lið, en sonur hans tók
þátt í að stofna það og Gísli sat í fyrstu stjórninni.
„Þetta varð strax gott félag. En ég var nú ÍR-
ingur alla tíð og er kannski enn, inn við beinið.“
Gísli stundaði knattspyrnu, handbolta, frjálsar
íþróttir, fimleika og skíðaíþróttir á sínum yngri árum. Hann var um
skeið einn fremsti skíðamaður landsins og liðsstjóri Íslendinga á
mörgum stórmótum.
Í dag hreyfa hann og kona hans, Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir,
sig með því að fara í göngutúra þegar vel viðrar. Gísli hefur gegnt
mörgum trúnaðarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, verið skáta-
foringi og fyrir félagsmálastörf sín er hann heiðursfélagi í ÍR, HK,
Skógræktarfélagi Kópavogs og Lionsklúbbi Kópavogs.
onundur@mbl.is
Gísli Benóný Kristjánsson er 90 ára í dag
ÍR-ingur inn við beinið
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is