Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 ✝ Björn Ragn-arsson (Bjössi) fæddist á Frosta- stöðum í Blöndu- hlíð í Skagafirði 1. október 1943. Hann lést á heimili sínu, Miðleiti 5 í Reykjavík, 9. apríl 2010. Foreldrar hans voru Ragnar Björnsson, f. 25. mars 1915, d. 28. maí 1990 og Oddný Egilsdóttir, f. 8. apríl 1916, búsett í Garðakoti. Björn var annar í röðinni af fimm systkinum. Systkini Björns eru Egill Ingvi, f. 1939, Pála, f. 1949, Árni, f. 1952 og Pálmi, f. 1957. Hinn 17. júní 1969 kvæntist Björn Jónu Bergsdóttur frá Nautabúi, f. 17. júní 1949 og börn þeirra eru 1) Bergur Hólm, f. 7. júní 1968, kvæntur Svanbjörgu Gróu Hinriksdóttur, f. 19. maí 1973. Börn þeirra eru: Arnór björg Anna, f. 24. febrúar 1977, ógift og barnlaus. 5) Hólmfríður, f. 24. júní 1980, gift Jóni Grétari Heiðarssyni, f. 29. júlí 1979. Börn þeirra eru: Jóna Guðbjörg, f. 23. september 2002, Agnes Brá, f. 28. nóvember 2004 og Birna Rún, f. 8. janúar 2009. Björn ólst upp í Garðakoti í Hjaltadal, hóf ungur búskap að Ingveldarstöðum þar sem hann ásamt bústörfum sinnti mjólk- urflutningum og síðan skóla- akstri. Síðar fluttist Jóna til hans þangað sem þau bjuggu saman þar til þau fluttust að Nautabúi, í sömu sveit 1974. Árið 1985 flytja þau á Sauðárkrók þar sem hann sinnti ýmsum störfum, en lengst af starfaði hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en síðustu árin á Króknum vann hann á smurstöð bílaverkstæðisins. Vorið 1997 var vendipunktur í lífi þeirra hjóna þegar þau fluttu búferlum til Reykjavíkur þar sem Björn tók við húsvarðarstöðu í Miðleiti 5-7 og starfaði fram á síðasta dag. Björn verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 24. apríl 2010, og hefst athöfnin klukkan 14. Ingi og Bergrún Lilja, f. 29. október 1996, Matthildur Gróa og Hinrik Jón, f. 9. nóvember 2004. 2) Ragnar, f. 30. apríl 1970, kvæntur Joanne David, f. 17. júní 1976. Barn hennar er Jodyanna Dor- vil, f. 30. ágúst 2000. Börn Ragn- ars frá fyrra hjóna- bandi eru: Andri Björn, f. 18. sept- ember 1992, Bjarni Gunnar, f. 11. ágúst 1996, Ísgerður Sandra, f. 1. febrúar 2000, Ágústa, f. 10. desember 2001 og hálfsystir þeirra er Ásta Margét, f. 25. febrúar 2005. 3) Árni, f. 19. júní 1971, giftur Sigríði Hinriks- dóttur, f. 26. desember 1970. Börn þeirra eru: Linda Björk, f. 22. janúar 1993, Sólrún Eva, f. 25. ágúst 1994, Hildur Birta, f. 28. febrúar 1998 og Hinrik Logi, f. 22. desember 2001. 4) Ingi- Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín elskandi eiginkona, Jóna. Elsku pabbi minn. Ég gleymi því seint þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú vær- ir dáinn, ég trúði því ekki þá og ég trúi því ekki enn, að þú værir farinn á fund æðri máttar. Þið mamma sem eruð búin að ganga í gegnum svo margt saman, enda 40 ára hjónaband að baki og enn fleiri ár síðan þið kynntust, en þessi ár áttu að verða miklu fleiri. Ég bíð eftir að þú þrammir inn á þinn rösklega máta og segir einn brandara eða svo og síðan skellum við öll uppúr, eins og þér ein- um var lagið, að koma öllum í kring- um þig til að hlæja og brosa. Minn- ingarnar um þig eru svo margar, en allar þessar minningar eru hlýjar og góðar, eins og þér yrði best lýst. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra, varst alltaf boðinn og búinn til að aðstoða og aldrei heyrði maður þig kvarta. Ég gleymi aldrei þegar ég var lítil og fékk að fara með þér á fóðurbílinn og þú vissir alltaf hvað mér þótti mest spennandi við þessar ferðir okkar, það var ekki að fara í sveitirnar, held- ur þegar þú dróst upp pokann þinn og við fengum okkur malt í gleri og prins póló og síðan að sjálfsögðu góða spjallið sem við áttum í þessum ferð- um. Strax og Jón Grétar kom í fjöl- skylduna tókstu mjög vel á móti hon- um enda urðum þið miklir vinir og brölluðuð mikið saman og oftar en ekki hringdust þið á bara til að spjalla. Og allar stundirnar okkar í bústaðnum eru ógleymanlegar, alltaf hlakkaði þér til að fara í þangað og brasa. Þú varst mikill náttúrumaður sem hafðir gaman af öllu sem tengd- ist henni, og ekki get ég sleppt því að nefna mannamótin okkar sem gaf okkur öllum svo mikið. Krökkunum fannst svo gaman að því hvað þið mamma voruð virk í leikjunum með okkur. Þú varst líka frábær afi og öll barnabörnin þín hafa misst mikið að missa þig, og ekki eru mínar dætur undanskildar.. Þær eru búnar að segja margt fallegt um þig síðan við sögðum þeim fréttirnar, t.d. hafði Jóna Guðbjörg áhyggjur af því hver ætti að halda áfram að segja henni sögurnar. Stóru stelpurnar mínar eiga margar minningar um þig, en því miður á Birna Rún ekki eins margar, en hún á nafnið þitt í staðinn. Við fjölskyldan erum búin að vera svo rík að búa nálægt ykkur mömmu og fá að njóta ykkar. Þið voruð alltaf boðin og búin að passa fyrir okkur og þökkuðuð þið fyrir að fá að passa, þótt það hafi verið í okk- ar hlut að þakka fyrir pössunina. Eins og Agnes Brá sagði, þá varst þú besti vinur ömmu og munum við fjöl- skyldan passa hana vel. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína og takk fyrir allar yndislegu minningarnar, ég sakna þín. Þín dóttir, Hólmfríður. Elsku hjartans pabbi minn. Ég er alveg viss um að þú ert jafn undrandi á þessari snöggu ferð þinni frá okkur eins og við hin erum. Við erum slegin og hugsum til þín á hverjum einasta degi eins og við höfum gert í mörg ár, en bara á aðeins öðrum nótum núna. Þegar mamma hringdi í mig föstu- daginn 9. apríl var þetta það síðasta sem ég átti von á að hún myndi segja mér, ég trúði ekki mínum eigin eyr- um og brunaði eins hratt til ykkar og ég gat, en það var of seint þú varst farinn frá okkur og það löngu áður en mamma kom heim af vaktinni. Við bara skiljum þetta ekki, þú sem varst alltaf í fullu fjöri, að vinna öllum stundum í að smíða gömlu bæina, þrífa bíla eða bara dúllast við okkur krakkana. Þú sást aldrei eftir einu handtaki í okkur sama hversu lítil- fjörlegt það var. Alltaf varstu reiðubúinn að aðstoða alla sem þurftu á því að halda, vini, kunningja, ættingja og okkur krakk- ana svo ekki sé minnst á barnabörnin sem áttu hug þinn allan. Það var nokkuð oft sem þau komu í ömmu og afa kot og fengu alla þá umhyggju og hlýju sem hægt er að hugsa sér. Missirinn í okkar fjölskyldu er mikill, hver á núna að benda mér á að núna eigi að skipta um dekk, smyrja bílinn, samþykkja hugmyndir mínar eða bara koma með hugmyndir að gjöfum til annarra í fjölskyldunni. Þú varst með allt svona á hreinu, skrifaðir hjá þér allt sem þú þurftir að minna aðra á. Að leita í viskubrunninn þinn var ávallt ómetanlegt, þú kunnir svör við flestöllu sem við spurðum þig að, sama hversu kjánalegt það var þá gerðir þú bara góðlátlegt grín að manni og þá mundi maður það næst þegar maður þurfti á því að halda. Það var alltaf svo gott og gaman að tala við þig, þú áttir sögur og brandara sem gaman var að hlusta á og hlæja að. Það er sama hvar maður er og við hvern maður talar þá muna allir eftir þér með gleði, jákvæðni og umhyggju fyrir öðrum, muna eftir manninum sem líkaði við alla og brosti til allra. Kom fram við aðra eins og hann vildi að aðrir kæmu fram við sig. Það verð- ur gott að leita í þann brunn og reyna að gera slíkt hið sama, frábær fyrir- mynd sem allir litu upp til. Ég er svo óendalega þakklát fyrir spjallið okkar á fimmtudagskvöldinu þar sem við vorum að skeggræða hin ýmsu málefni og ræða hvað við ætl- uðum að gera í sumar m.a. mannamót þar sem við ætluðum að leika okkur saman. Ég held í þessa minningu lengi og nú þegar er ég búin að klára eitt af þessum þremur málum sem þú sagðir mér að þú ætlaðir að gera með mér um helgina. Já og þá eru tvö at- riði eftir og er ég búin að ákveða dag- setningar í að klára þau mál með að- stoð frá Árna bróður þínum. Elsku pabbi minn, þúsund þakkir fyrir alla aðstoðina, hlýhug í minn garð og vina minna. Takk fyrir að vera alltaf þú sjálfur með fallegasta hjarta í heimi. Ég mun alltaf elska þig. Þín, Ingibjörg. Elsku pabbi minn, mikið var þetta snöggt. Þegar þú varst hjá okkur núna um páskana, þá var svo gaman hjá okkur og þú svo hress og áttir góð- ar stundir með barnabörnunum þín- um. Það var líka gott að við náðum að- eins að grípa í spil sem þér þótti svo gaman. Þegar svona atburðir gerast og maður lítur yfir farinn veg, þá er huggun í því að hugsa til allra dýr- mætu minninganna sem við eigum saman og allar minningar með þér eru svo góðar minningar. Það er af svo mörgu að taka en bara sem dæmi um hvernig þetta var svo oft er þegar við vorum í sveitinni heima og ég var eitt- hvað að keyra um á dráttavélinni að vetri til og þú varst að gefa kindunum. Það var þannig fyrir neðan fjárhúsin að það hafði skafið í nokkuð mynd- arlegan skafl en alveg autt sín hvorum megin við skaflinn. Hvar keyrir strákpjakkur dráttarvélinni við svona aðstæður, nú auðvitað þar sem skafl- inn er dýpstur. Það gekk nú bara nokkuð vel þangað til allt varð pikk- fast og „Deutsinn“ alveg á kviðnum. Ég byrjaði eitthvað að moka frá og hugsaði með mér að pabbi yrði nú ekki ánægður með þetta, autt sín hvorum megin og dráttarvélin pikk- föst í miðjum skaflinum. Stuttu síðar tek ég eftir því að þú komst til mín með skóflu og fórst síðan að hjálpa við að losa dráttarvélina. Það gekk síðan vel og ég var enn að hugsa hvers vegna þú værir ekki pirraður við mig að fara í skaflinn þar sem hann var dýpstur og fór eitthvað að afsaka mig á þessu. Þá man ég svo vel að þú sagðir: „Á þínum aldri, ég hefði gert það sama“. Svona varst þú, skilningsríkur og tilbúinn til þess að gera gott úr öllu og sjá björtu hlið- arnar á tilverunni. Þú kenndir mér snemma að í lífinu væru engin vandamál, aðeins verk- efni til þess að leysa og það lífsvið- horf hefur reynst mér vel. Það stefndi allt í það að þið mamma færuð aftur í fjörðinn fagra, Skagafjörðinn þar sem rætur ykkar beggja liggja, en þar verður þú svo sannarlega í anda. Ég vil þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir öll dýrmætu árin okkar saman og fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þinn elskandi sonur, Árni. Elsku tengdapabbi, hér sit ég tóm við eldhúsborðið á Laugavöllunum og skrifa minningarorð til þín. Til þín! Þú sem varst hér hjá okkur á Egils- stöðum um páskana, fyrir nokkrum dögum, svo fullur af gleði, hlýju og fjöri í faðmi fjölskyldunnar við ferm- ingu tvíburanna. Föstudagsmorgunninn 9. apríl 2010 er dagur sem mun ekki líða okk- ur úr minni. Hér sátum við fjölskyld- an saman við morgunverðarborðið og minntumst ástkærs föður míns, vinar þíns og kollega sem varð bráðkvadd- ur þennan sama dag fyrir sex árum síðan langt fyrir aldur fram. Þetta var svona „afastund“ við ræddum saman um lífið og tilveruna, m.a. um gildi minninganna og hve heppin við séum að eiga ömmurnar tvær og þig, „afa Bjössa“ að í lífinu. Börnin mín skokkuðu svo léttstíg í skólann grun- laus um þau sorglegu tíðindi sem fað- ir þeirra færði mér skömmu síðar. Höggið er þungt þegar ástvinir kveðja svo fyrirvaralaust, engin kveðjustund eða tækifæri til þess að þakka liðna tíð og segja þér einu sinni enn hve dýrmætur þú varst okkur. Margs er að minnast frá þeim tutt- ugu árum sem liðin eru síðan við Árni minn fórum að vera saman. Þið Jóna voruð ávallt höfðingjar heim að sækja og tókuð mér strax opnum örmum. Ég fann það strax að ég var velkomin á heimili ykkar þegar þú komst ásamt litlu stúlkunum þínum Ingu og Hófí keyrandi með kerru aft- an í bílnum upp á heimavist til þess að flytja mig og dótið mitt niður á Grundarstíg 8 í herbergið hans Árna míns sem þá var í skóla á Akureyri. Mannkostir þínir voru miklir, svo hlýr og glaðvær að eðlisfari og vinnu- samur, vandvirkur, handlaginn og hjálpsamur varstu með eindæmum. Þú varst góður faðir, tengdafaðir og afi, fjölskyldan og vinirnir voru þér það mikilvægasta í lífinu og það sýndir þú ævinlega í verki. Mann- kostir þínir öðluðust enn meiri dýpt þegar þú varðst afi, því hlutverki sinntir þú af alúð og ást og kenndir þú þeim margt sem mun reynast þeim gott veganesti í framtíðinni. Orðstír sá sem þú skilur eftir þig hér, karlinn minn, talar sínu máli um það hvern mann þú hafðir að geyma. Fyr- ir þér voru engin vandamál, aðeins verkefni sem þurfti að leysa. Elsku Bjössi, ég vil þakka þér fyrir árin okkar á Króknum, í Reykjavík og allar gleðistundirnar sem við átt- um saman í heimsóknum ykkar hing- að austur, á hinni árlegu fjöl- skylduhátíð Manna í sælureitnum ykkar Jónu í Skagafirði og í ógleym- anlegu ferðinni í Kolbeinsdal sl. sum- ar. Hjartans þakkir fyrir allt það sem þú varst okkur og gafst okkur Árna og börnunum í lífinu. Það er mér sannur heiður að hafa fengið að kynnast þér og vera tengdadóttir þín, ég minnist þín með söknuði og virðingu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé ætíð minning þín, Björn Ragnarsson. Þín tengdadóttir, Sigríður. Elsku afi okkar. Við söknum þín alveg rosalega mikið, þú varst alltaf svo góður við okkur, alltaf svo skemmtilegur og við erum búin að bralla svo margt skemmtilegt með þér. Við systur er- um svo ríkar af minningum um þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Á,E.) Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og takk fyrir að vera allt- af svona góður afi. Við pössum ömmu fyrir þig. Jóna Guðbjörg, Agnes Brá og Birna Rún. Elsku afi, ég og þú höfum átt dýr- mætar stundir saman. Fyrstu árin mín, þegar við bjuggum á Króknum, brösuðum við margt saman, bæði á Grundarstígnum og úti í bústað þar sem ég rótaðist í trjá- og blómabeð- um með þér með bláu hjólbörurnar mínar, ég var svo stolt að hjálpa afa. Þú kenndir mér að spila, reyta arfa og svo átt þú heiðurinn af því að hafa gefið mér mat í fyrsta sinn, smá skyr- slettu við eldhúsborðið á Grundar- stígnum. Þau voru ófá skiptin sem ég þurfti að fara til Reykjavíkur þegar ég var í tannréttingum. Ég man varla ferð suður án þess að elsku afi minn stæði við komuhliðið á flugvellinum bros- andi og tilbúinn til að knúsa mig og keyra mig um borgina. Það var alltaf gleði í kringum hann og ef hann gekk inn í herbergi fékk hann alltaf alla til að hlæja á örskotsstundu. Ég hef aldrei verið þekkt fyrir hæð mína og það var hann afi minn ekki heldur og stóðum við því ávallt saman þegar upp komu spakmæli eða skop um hve lítil við værum. Afi var alltaf athafnasamur maður, verkefni sem hann tók sér fyrir hend- ur voru nánast búin áður en hann byrjaði á þeim og hann vildi alltaf hjálpa öllum á sem flesta mögulega vegu. Minning mín um þennan hlýja, glaða og ástríka mann mun lifa með mér til æviloka, takk fyrir allt. Ég sakna þín afi. Linda Björk. Elsku afi minn. Þú varst hress, kátur og alltaf glaður, hlýr og góður afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég hugsa til baka um elskulega afa minn, þá man ég ekki eftir þér öðru- vísi en alltaf brosandi, jákvæðum og alltaf eitthvað að gera fyrir aðra. Þú varst rólegur og ekki voru til nein heimsins vandamál, þú sagðir alltaf „þetta reddast“. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum sam- an. Ég lærði mikið af þér, margt gott Björn Ragnarsson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi. Þú ert rosalega sérstakur karl og pabbi. Ég var svo glöð að fá að vera í fjölskyldu þinni. Þú ert alltaf í hjartanu mínu og ég gleymi þér aldrei. Takk ynd- islega fyrir að vera pabbi minn líka. Mér þykir leitt að geta ekki verið hjá þér til að kveðja, en ég kveiki á kerti fyrir þig og hugur minn er hjá þér. Þín Kristy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.