Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 KEPPNISSKAP má finna í fleirum en mann- skepnunni. Þessi hundur lagði sig allan fram þar sem hann tók virkan þátt í knattleik við tvífæt- ling á vordegi í síðustu viku. Sá svarti var aftur á móti enginn Ronaldo, hann var meira að skottast á kantinum og skemmta sér, virtist ekki hafa mikið vit á fótbolta. Kannski þessa hunda dreymi báða um að komast á heimsmeistaramótið í fót- bolta sem hefst í júní, hvutti veit. VORIÐ VEKUR LEIKINN Í DÝRUM OG MÖNNUM Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Andra Karl andri@mbl.is HLUTUR Novators, félags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, í Verne holding var til umræðu á fundi iðn- aðarnefndar Alþingis í gærmorg- un, en nefndin er með til umfjöll- unar frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ. Engin niðurstaða varð af fundinum en annar er boð- aður strax eftir helgi. „Við erum að vinna með mögu- legar lendingar í málinu og þurfum að viða að okkur frekari upplýs- ingum áður en hægt er að ná nið- urstöðu,“ sagði Skúli Helgason, formaður nefndarinnar. Þó hann þori ekki að segja fyrir um það, vonast hann til þess að málið verði klárað í næstu viku. Einn þeirra sem hvað mest hafa þrýst á að málið verði klárað er Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og nefndarmaður í iðnaðarnefnd. Hann segir siðferð- isþáttinn sitja í mönnum, og sé það svo sem ekkert óeðlilegt. „En það liggja m.a. fyrir hugmyndir um, að girt verði fyrir að fyrirtæki Björg- ólfs Thors muni njóta þess arðs sem myndast vegna þeirra skattí- vilnana sem fyrirtækið fær, heldur komi það með öðrum hætti til baka.“ Jón bendir einnig á, að eitt öfl- ugasta fjárfestingafélag í Bretlandi verði meirihlutaeigandi í félaginu og eignarhlutur Novator muni rýrna mikið í nánustu framtíð; stefni jafnvel niður í 5-7%. Hann minnir á að málið hefur verið til meðferðar í nefndinni síðan í des- ember og í dag sé 15% atvinnu- leysi á Suðurnesjum. Hugmynd uppi um að Novator njóti ekki arðgreiðslna af Verne Gagnaver Mun skapa ríflega 500 störf þegar allt er talið með.  Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði í hádeg- inu í gær um gagnaver á Suðurnesjum Í HNOTSKURN »Jón segir skjóta skökku viðað á sama tíma og stórir þátttakendur í efnahags- hruninu stýri stærstu fyrir- tækjum landsins á sínum svið- um, s.s. í smásölu, sé þetta mál tafið í þinginu. »Novator á um 40% hlut íVerne holding. Ríkisstjórnin samþykkti í gær viðbótarfjárveit- ingu upp á 106 milljónir til at- vinnumála náms- manna. Atvinnu- leysistrygginga- sjóður leggur fram fjármagn á móti. Þetta tryggir að hægt verður að greiða kjarasamnings- bundin laun til samtals 1.200 náms- manna sem eru á atvinnuleysiskrá. 800 námsmenn fá vinnu með ákvörð- un sem tekin var í gær en áður höfðu 400 námsmönnum verið tryggð störf. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir að þetta ætti að létta verulega á varðandi sumarvinnu námsmanna. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðið að setja 500 milljónir til við- bótar í endurbætur á opinberu hús- næði. Þetta kemur til viðbótar 2,7 milljörðum í þetta verkefni sem áður var ákveðið. Jóhanna segir að stefnt sé að því að setja svipaða upphæð í þessi verkefni á árunum 2011 og 2012. Jóhanna segir þetta fjármagn fara í viðhald á skólum, söfnum, sjúkrahúsum, heilsugæslu og Há- skóla Íslands, svo dæmi sé tekið. egol@mbl.is Um 1200 námsmenn fá vinnu Jóhanna Sigurðardóttir Aukið fjármagn til viðhalds á húsnæði STEINGRÍMUR J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, hefur skipað nýja fulltrúa í starfshóp sem ætlað er að móta og setja fram heildstæðar til- lögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu. Starfshópurinn var fyrst skipaður 19. apríl og sátu þá í honum 6 karlar og 1 kona. Bent var á, að þetta upp- fyllti ekki ákvæði jafnréttislaga um jöfn hlutföll kynja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og því óskaði Steingrímur eftir nýj- um tilnefningum. Starfshópnum er ætlað að skila áfangaskýrslu til fjármálaráðherra eigi síðar en 15. júlí nk. með helstu stefnumarkandi tillögum og tillögum um þær lagabreytingar sem hægt verði að leggja fram til afgreiðslu á haustþingi 2010. Skulu þær tillögur vera í samræmi við áætlun um jöfn- uð í ríkisfjármálum. Skipar nýjan starfshóp Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur. | Í ÍÞRÓTTAHÚSINU á Sauðárkróki var allt á ferð og flugi er tæpur sólarhringur var í að opn- uð yrði þar skagfirsk stórsýning á öllu milli himins og jarðar, eins og Áskell Heiðar Ásgeirsson sýningarstjóri og titlaður „aðalkallinn“ orðaði það. „Þetta eru rúmlega eitt hundrað sýnendur, allir af Skagafjarðarsvæðinu. Allt er þetta í bland, einstaklingar, fyrirtæki, stórfyr- irtæki, opinberar stofnanir og félagasamtök.“ Nokkuð er frá því að hugmyndin að sýningunni kvikn- aði, en rétt um tveir mánuðir eru síðan ákveðið var að gera áformin að veruleika, og þá þurfti að vinna hratt. „Okkur fannst tilvalið að marka upphaf Sæluviku, sem hefst næstkomandi sunnudag, með sýningunni.“ Bæði í dag og á morgun verða starfræktar málstofur þar sem fjallað verður um nýsköpun í víðasta samhengi við at- vinnulíf og þjónustu. Það eru heimamenn í bland við ut- anaðkomandi fagaðila sem stýra umræðum. Að sögn Áskels Heiðars er sýningin, sem haldin er af sveitarfélaginu Skagafirði og Skagafjarðarhraðlestinni, í senn hugsuð til að létta mönnum lundina í sumarbyrjun og koma þeim boðum áleiðis að kominn sé tími til að bretta upp ermar og láta hjólin fara að snúast aftur. Því sé ánægjulegt hve þátttaka hafi verið góð. Bretta upp ermarnar  Rúmlega hundrað þátttakendur sem allir koma af Skagafjarðarsvæðinu taka þátt í skagfirskri stórsýningu Morgunblaðið/Björn Björnsson Atvinnulífssýning Góð þátttaka er meðal skagfirsks athafnafólks, sem var ekki lengi að setja upp sýninguna. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Listmunauppboð á næstunni Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.