Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 114. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Kann að segja Eyjafjallajökull 2. Höskuldur H. Ólafsson ráðinn 3. Stúlka sem lýst var eftir fundin 4. Ekkert millilandaflug ....  KRISTJÁN Árnason hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvíd. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Tilnefnd til verðlaunanna voru El- ísa Björg Þorsteinsdóttir fyrir Mála- vexti eftir Kate Atkinson, Guðbergur Bergsson fyrir Öll dagsins glóð, safn portúgalskra ljóða frá 1900–2008, Kristján Árnason fyrir Ummyndanir eftir Óvíd, María Rán Guðjónsdóttir fyrir Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones og Sigurður Karlsson fyrir Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivukari. Í umsögn dómnefndar segir með- al annars: „Kristján Árnason snarar ljóða- bálki Óvíds úr löngu útdauðu tungu- máli yfir á lifandi og skemmtilegt lausamál og gerir það einkar glæsi- lega. Hann hefur unnið að þýðingu sinni áratugum saman og verður hún að teljast bæði stórvirki og menningarviðburður. Kristján býr yf- ir miklum orðaforða, skáldgáfu, innsæi og þekkingu á myndmáli og stíl sem birtist vel í þýðingu hans. Hún er afar læsileg og aðgengileg, það er hægt að grípa niður hvar sem er og sökkva sér ofan í sögur af örlagaglettum hinna fornu guða. Alls staðar eru dæmi um útsjónar- semi og næmi þýðandans fyrir blæ- brigðum tungumálsins, bæði frum- máls og þýðingar.“ Dómnefnd skipuðu þau Hjörleifur Sveinbjörnsson, Þórdís Gísladóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir. Kristján Árnason hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvöss austanátt, einkum syðst og dálítil væta þar. Þurrt og bjart með köflum annars staðar á landinu. Hiti 2 til 7 stig að deginum. Á sunnudag Norðaustan 8-15 m/s. Rigning eða slydda SA-til, dálítil él fyrir norðan, ann- ars yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 7 stig, en nálægt frostmarki norðantil yfir daginn. Á mánudag Austan 8-13 m/s við suðurströndina, annars yfirleitt hægari vindur. Dálítil rigning eða slydda með köflum S- og SV-lands, en bjart í veðri í öðrum landshlutum. Keflvíkingar fengu liðsstyrk á lokakafla Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Bandaríski leikmaðurinn Nick Bradford gekk í raðir Keflvíkinga í gær. Hann lék með Njarðvíkingum í vetur. Bradford gæti því leikið sinn fyrsta leik í dag gegn Snæfelli í þriðja úrslitaleiknum um Ís- landsmeistaratitilinn. Staðan er jöfn, 1:1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. »1 Keflavík fékk liðsstyrk á elleftu stundu Gríðarlegur áhugi er á Akur- eyri fyrir leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Íslands- mótsins í handbolta karla í kvöld. Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari Vals, er ánægður með að liðið skuli ferðast saman í rútu norður yfir heiðar. Hannes Karls- son, formaður Akureyrar handboltafélags, segir að handboltabærinn sé vakn- aður til lífsins á ný. »2 Handboltabærinn er vaknaður á ný Björgvin Björgvinsson ætlar að taka þátt í 11 heimsbikarmótum á næsta tímabili. Betri æfingaað- staða á skíðasvæðum á Akureyri, Dalvík og Siglufirði gerir skíða- manninum frá Dalvík kleift að æfa meira á Íslandi en áður. Grjót- harðar skíða- brekkur eru efstar á óskalista Björgvins. »4 Björgvin kýs grjót- harðar skíðabrekkur FRAM kom í veg fyrir að kvennalið Vals næði að fagna Íslandsmeistaratitlinum í handknattleik í gærkvöld með góðum sigri á útivelli, 29:27. Liðin eigast við á ný á morgun á heimavelli bikar- meistaraliðs Fram. Valur þarf aðeins einn sigur til viðbótar til þess að fagna Íslandsmeistaratitl- inum í fyrsta sinn í 27 ár. „Ég hugsa jákvætt og er bara mjög bjartsýn á að við getum unnið þrjá leiki í röð,“ sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyr- irliði Fram, í gær en staðan er 2:1 fyrir Val en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslands- meistari. kris@mbl.is | Íþróttir FRAM SÝNDI STYRK SINN ÞEGAR MEST Á REYNDI Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MATTHILDUR Haraldsdóttir er laus úr öndunarvél eftir flókna og viðamikla skurðaðgerð í München í Þýskalandi í liðinni viku. Þetta var önnur aðgerðin af þremur sem hún þarf að fara í vegna sjaldgæfs æða- og hjartagalla en stúlkan er aðeins um fjögurra og hálfs mánaðar gömul. „Aðgerðin gekk mjög vel,“ segir Haraldur Ægir Guðmundsson, faðir stúlkunnar. „Skurðlæknarnir voru ánægðir með viðbrögð líkama hennar og sína vinnu.“ Foreldrar stúlkunnar, Haraldur og Harpa Þorvaldsdóttir, söngnemi, eru með dóttur sinni á sjúkrahúsinu í München, en móðir Haraldar er hjá Halldóru Björgu, eldri dóttur þeirra, í Salsburg í Austurríki, þar sem sú stutta gengur í skóla. Þær komu til München um liðna helgi og fjöl- skyldan sameinast aftur á spítalanum um þessa helgi. Haraldur segir að veittur stuðn- ingur hafi verið ómetanlegur. Hann hafi gert foreldrunum mögulegt að vera saman hjá dótturinni á spítal- anum og þeim veiti ekki af að hafa stuðning hvort af öðru í þessum erf- iðu aðstæðum. | 6 Laus úr öndunarvél  Foreldrar fjögurra mánaða stúlku þakka fyrir stuðning fjölskyldu, vina og annarra og segja hann ómetanlegan Á réttri leið Matthildur Haralds- dóttir hefur staðið í ströngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.