Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Landspít-alinnstendur í ströngu við að ná niður rekstr- arkostnaði og uppfylla þær hagræðingar- kröfur sem til hans eru gerðar. Stjórn- endur spítalans taka alvar- lega það hlutverk sitt að halda rekstrinum innan fjár- heimilda og hafa gert áætl- un fyrir þetta ár og næsta um hvernig það markmið megi nást. Hagræðingarkröfurnar eru talsverðar og ef gengið er út frá árinu 2007 sem grunnári þá verður hagræð- ingin á þessu ári komin í 21% á föstu verðlagi, að sögn forstjóra spítalans. Það munar um minna því að all- ar tölur í rekstri þessa stóra spítala eru gríðarlega háar. Í ár er til að mynda gert ráð fyrir hagræðingu upp á 3,4 milljarða króna. Markmiðinu um aukið hagræði á ekki síður að ná með því að spara margt smátt en með því að einblína á fáa stóra kostnaðarliði. Þannig leitaði yfirstjórn spítalans til að mynda eftir hugmyndum starfsmann- anna um hvernig mætti ná fram sparnaði og ekki stóð á tillögunum. Alls bárust á fjórða þúsund sparnaðar- tillögur sem safnað var sam- an á yfir sextíu starfs- mannafundum með um átján hundruð starfsmönnum. Þar komu til að mynda fram til- lögur um að nota þegar hægt væri ódýrari sprautur og ódýrari gúmmíhanska en gert hefði verið, en með slíkum einföldum aðgerðum getur spítalinn sparað millj- ónir króna á ári. En þó að al- mennar hagræð- ingar- og sparn- aðaraðgerðir séu af hinu góða og lofsvert sé hve stjórnendur og starfsmenn spít- alans leggja sig fram um að spara, þá er undirliggjandi vandi í heil- brigðiskerfinu sem verður ekki leystur með bættum innkaupum og skynsamlegri nýtingu rekstrarvara. Landspítalinn glímir til að mynda við mikla starfs- mannaveltu og stefnir að því að ná henni niður. Að óbreyttri stefnu heilbrigð- isyfirvalda verður þó erfitt að ná því markmiði og hætt við að læknar og hjúkr- unarfræðingar kjósi að starfa erlendis í meira mæli en verið hefur. Núverandi heilbrigðisyfir- völd hafa haft horn í síðu annarra rekstrarforma en ríkisrekstrar á heilbrigðis- sviðinu og hafa beinlínis þvælst fyrir því að tækifær- um á þessu sviði verði fjölg- að með auknu framtaki einkaaðila. Breytt viðhorf stjórnvalda til aukinnar fjöl- breytni í heilbrigðisgeir- anum eru nauðsynleg, ann- ars vegar til að stíga frekari skref í átt til aukins hag- ræðis og hins vegar til að tryggja að hér á landi verði næg áhugaverð tækifæri fyrir starfsfólk á heilbrigð- issviði. Á meðan gamlar kreddur ráða viðhorfum heilbrigðisyfirvalda er stað- an því miður þannig, að segja má að starfsmenn í heilbrigðisgeiranum glími við takmarkaða fjármuni og rekstrarvanda með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Mikill sparnaður hefur náðst á Land- spítalanum, en breytt viðhorf yfir- valda þarf til að ná frekari árangri } Margt smátt Bretar ganga tilkosninga 6. næsta mánaðar. Miklar vangavelt- ur eru um hvort kosningaúrslitin geti leitt til þess að svo kallað „hung parliament“ verði nið- urstaðan. Sumum þykir það alvarleg staða. Hér er verið að tala um að vera megi að enginn einn flokkur fái hrein- an meirihluta þingsæta í kosningunum. Einmennings- kjördæmin leiða til þess, þar sem þrír stórir flokkar keppa, að einn flokkur getur fengið afgerandi meirihluta í þinginu með aðeins rúm- lega 35 prósent at- kvæðanna. Þó er það svo að Íhalds- menn þurfa mun fleiri atkvæði til að ná hrein- um meirihluta en Verka- mannaflokkurinn vegna kjör- dæmaskipunarinnar. En óneitanlega kemur það spánskt fyrir sjónir að mesta hættan skuli vera, að mati sumra, að samsteypustjórn þurfi að koma til eftir kosn- ingarnar. Slík stjórn hefði þó meirihluta kjósenda á bak við sig. Slíkt hefur ekki hent í Bretlandi í háa herrans tíð. Margir Bretar óttast samsteypustjórn}Óvenjulegt vandamál V ið héldum upp á afmælið okkar sumardaginn fyrsta, Þjóðleik- húsið og ég. Reyndar ekki í sam- einingu því sú glæsilega dama átti merkisafmæli en ekki fulltrúi alþýðumenningarinnar norður í landi. Hann varð bara fjörutíu og eitthvað. En við, þessar tvær merku menningarstofn- anir, eigum ýmislegt fleira sameiginlegt, þeg- ar að er gáð en afmælisdaginn, ómældan glæsileika og hrjúft yfirborð. Bæði lítum við til að mynda óvenju vel út miðað við aldur. Sjaldan verið tignarlegri og fallegri en einmitt um þessar mundir. Hún sextug, ég ögn yngri. Að vísu verður að taka með í reikninginn að ég hef ekki enn farið í lýtaaðgerð. Enn hefur ekki beinlínis verið gert við kalkskemmdir utan á mér en það skal viður- kennt að kvölds og morgna er ég makaður dýrum smyrslum og það hefur verið til siðs á mínu heimili árum saman. Innvolsið er líka í þokkalegu lagi. Blóðþrýsting- urinn að vísu í hærri kantinum og heimilislækninum stendur ekki á sama, en við því finnur hann örugglega einhver ráð. Til þess er hann menntaður. Ég man ekki betur en fyrir fáeinum árum hafi verið skipt um lifur, lungu, stóla, svalir, ljósabúnað og allt hvað eina í döm- unni. Raunverulega flest nema tungumálið. Við daman eigum það líka sameiginlegt að kunna að meta Halldór Laxness. Við Hverfisgötuna í 101 var Ís- landsklukkan í boði á afmælisdaginn og í tilefni dagsins klingdi ég minni Íslandsklukku í huganum; kannski Íslandsbankaklukku. Eða á sá banki ekki einhver kjúklingabú eins og nú er í tísku? Vel má vera að Jón Hreggviðsson hafi skenkt kampavín og kavíar vegna tímamót- anna en við mína hverfisgötu í 603 var sem sagt grillaður kjúklingur á borðum; kjúk- lingabringur marineraðar í Dijon sinnepi, hunangi og fleiru. Gómsætt kolsýrt vatn með. Úr vatnsbóli Akureyringa, 2010 árgerðin. Kolsýran sunnan af landi. Bringurnar voru gómsætar, eins og ég geri ráð fyrir að Íslandsklukkan hafi verið. Hef þó ekki séð verkið en bíð spenntur. Benedikt matreiðslumaður í 101 er (líka) snjall og meistarar eyðileggja sjaldan gott hráefni. Það sannaðist á mér við grillið á fimmtudag- inn. Meira að segja dæturnar ljómuðu og það gerist ekki í hvert skipti sem ég þykist elda. „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti að- eins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á Þíngvöll- um við Öxará, fest við bjálka uppí kverkinni. Henni var hríngt til dóma og á undan aftökum.“ (Rétt er að taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að textinn innan gæsalappanna er ekki höfundarverk mitt. Hann fékk ég lánaðan í góðri bók. Líka er rétt að nefna að gott væri að eiga svona klukku hér á landi núna.) Við lengi lifum, Þjóðleikhúsið og ég! Gleðilegt sumar! skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Þjóðleikhúsið, ég og klukkan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S amkvæmt málamiðlunar- tillögum Alþjóðahval- veiðiráðsins, sem kynntar voru í fyrrakvöld, er með- al annars lagt til að vís- indahvalveiðar Japana dragist sam- an um 75% á næstu fimm árum og að Íslendingar og Norðmenn fái að halda áfram atvinnuveiðum í að minnsta kosti áratug. Gert er ráð fyrir að Íslendingar megi veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur árlega fram til ársins 2010. Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri Hvals, segir að Al- þjóðahvalveiðiráðið sé alltaf við sama heygarðshornið. Bandarísku emb- ættismennirnir, með stuðningi félaga sinna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi, vilji halda öllu fyrir sig og aðrir geti síðan étið það sem úti frýs. Þess vegna komi þessar tillögur ekki á óvart. „Þetta er kjaftshögg, það er ekki að spyrja að því, en þessar til- lögur skipta bara engu máli,“ segir Kristján og bætir við að eingöngu sé um að ræða tillögur til málamynda og þær verði aldrei samþykktar á ársfundi ráðsins í Agadir í Marokkó í júní næstkomandi, þar sem þær þurfi ¾ atkvæða til að öðlast sam- þykki. Óbreytt ástand best Samkvæmt viðauka við reglugerð nr. 163 1973 um hvalveiðar, með síð- ari breytingum, skal leyfilegur heild- arafli á langreyði og hrefnu á ár- unum 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013 nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar. Hafró hefur lagt til að árlega megi veiða að hámarki 200 hrefnur og 200 langreyðar. Kristján segir eðlilegast að halda óbreyttu ástandi. Hann áréttar að formaður og varaformaður IWC hafi lagt fram þessar málamiðlunar- tillögur og þær fái hvergi hljóm- grunn. Hvalveiðiþjóðir sætti sig ekki við niðurskurð og þjóðir andsnúnar hvalveiðum og þar með talið Evrópu- sambandið vilji ganga lengra í nið- urskurðinum. Á ársfundinum megi því búast við tillögum sem gangi þvert á þessar tillögur. Með öðrum orðum liggi ekkert samkomulag um hvalveiðar í loftinu og það sé enginn akkur fyrir Ísland og þess vegna Noreg og Japan að breyta núverandi stöðu. Kjaftæði um heimamarkað Síðan í október sl. hafa fulltrúar 12 ríkja fundað reglulega og reynt að ná málamiðlunarsamkomulagi milli hvalveiðiríkja og ríkja sem eru andstæð hvalveiðum. Fyrr í mán- uðinum settu Bandaríkjamenn fram þá kröfu að allar afurðir, sem falla til við hvalveiðar, yrðu aðeins nýttar á heimamarkaði. Þessi krafa er innan hornklofa í nýjustu tillögunum. Kristján bendir á að IWC hafi ekkert að gera með verslun og við- skipti með hvalaafurðir. Tillaga Bandaríkjamanna sé ámóta fáránleg og ef Alþjóða flugmálastofnunin skipaði svo fyrir að framleiðendur flugvéla mættu aðeins notað eigin framleiðslu, að Svíar mættu til dæm- is aðeins fljúga í vélum af gerðinni Saab. „Í þessu felst, ef menn horfa á stóru myndina, að þarna sé verið að sporna við því að það sé verslað með matvæli.“ Hvorki sátt um hval- veiðar né viðskipti Morgunblaðið/Ómar Hvalveiðar Langreyður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri Hvals, telur engar líkur á að samkomulag náist um hvalveiðar á ársfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í júní þrátt fyrir framlagðar málamiðlunartillögur. Meðaltalsveiði á langreyði hérlendis var 234 dýr á ár- unum 1948 til 1985 og með- altalsveiði á hrefnu var 192 dýr á árunum 1975 til 1985. Í fyrra veiddust 125 langreyðar og 81 hrefna og voru fulltrúar Íslands í Alþjóðahvalveiði- ráðinu tilbúnir að draga úr veiðunum ef það yrði til þess að stuðla að samkomulagi. Á fundi 12 ríkja hópsins í Hono- lulu í janúar sem leið brugð- ust Bandaríkin, Nýja-Sjáland, Svíþjóð fyrir hönd ESB og fleiri ríki við því með tillögu um kvóta upp á 60 langreyðar og 60 hrefnur. Íslendingar töldu sig ekki getað gengið að því. Tómas H. Heiðar, aðal- fulltrúi Íslands í Alþjóðahval- veiðiráðinu, hefur áréttað í samtali við Morgunblaðið að í allan vetur hafi verið unnið að því að ná samkomulagi sem fæli í sér aukna verndun hvala og bætta stjórnun hvalveiða. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill ekki tjá sig um tillögurnar, sem voru kynntar í fyrrakvöld, fyrr en eftir helgi, en málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Tekist á um kvóta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.