Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 1
BIKSVÖRT aska liggur eins og mara yfir ökrum og túnum undir Eyjafjöllum. Hreinsunarstarf er þegar hafið en ljóst er að mikið verk er óunnið og óvíst hvernig búskapur í sveitinni þróast. Víða er skaðinn mikill, svo sem á stórbýlinu Þorvaldseyri, sem hér sést á myndinni. Þar hefur búskap raunar verið hætt um stundarsakir og aðrir bændur í sveitinni eru að meta stöðu sína. | 18 ÞORVALDSEYRI UNDIR SVÖRTUM MÖTTLI ÖSKUNNAR Morgunblaðið/RAX L A U G A R D A G U R 2 4. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 94. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF MJAÐMAHNYKKIR Í BOLLYWOOD-DANSI HARALDUR FREYR GÍSLASON POLLAPÖNK FYRIR KÁTA KRAKKA 6 KRÖFUHAFAR Byrs og Spari- sjóðs Keflavíkur þurfa að afskrifa um 80 milljarða króna í kjölfar yfir- töku ríkisins á sjóðunum tveimur. En greint var frá því að kvöldi sum- ardagsins fyrsta að Fjármálaeftir- litið hefði tekið yfir stjórn beggja sjóða. Talið er að erlendir kröfuhafar láti reyna á hvort lögmætt sé að beita neyðarlögum 18 mánuðum eft- ir hrun. Beiting laganna, og þá sér í lagi færsla innistæðna fremst í kröfuröð, hafi verið réttlætanleg í október 2008 þegar neyðarástand hafi ríkt á íslenskum fjármálamark- aði og bankaáhlaup að eiga sér stað. Hins vegar sé allt annað ástand í dag og því hæpið að beita lögunum nú. | 20 Reyni á lög- mæti neyð- arlaganna Afskrifa 80 milljarða  Kristján Lofts- son, fram- kvæmdastjóri Hvals, segir að málamiðlunar- tillögur Alþjóða- hvalveiðiráðsins komi ekki á óvart. „Þetta er kjafts- högg, það er ekki að spyrja að því, en þessar tillögur skipta bara engu máli,“ segir hann og bætir við að þær verði aldrei samþykktar á árs- fundi ráðsins. »24 Tillögur Alþjóðahval- veiðiráðsins út í hött Eftir Björn Jóhann Björnsson, Hlyn Orra Stefánsson og Baldur Arnarson FLUGÁÆTLUN Icelandair fyrir næstu daga gerir ráð fyrir áframhald- andi lokun Keflavíkurflugvallar vegna gjósku frá Eyjafjallajökli. Áætlun sem tekur mið af þessu hefur þegar verið lögð fram fyrir mánudag en út frá því má ætla að tjón félagsins vegna gossins sé nú á annan milljarð. Þegar Morgunblaðið fór í prentun bundu flugfélögin, Icelandair og Ice- land Express, vonir við að hægt yrði að lenda á Akureyrarflugvelli í dag. Spár um öskudreifingu bentu til að það væri ekki gefið og mun milli- landaflug þá hugsanlega færast til Egilsstaða ef með þarf, að sögn Hjör- dísar Guðmundsdóttur upplýsinga- fulltrúa hjá Flugstoðum. Til að bæta gráu ofan á svart eru austanáttir ríkjandi í spám Veður- stofunnar, með hættu á viðvarandi öskuskýjum yfir landinu. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, er röskunin sem orðið hefur á flugi til og frá landinu sú mesta í sögunni. Sú lykkja sem farþegar þurfa að leggja á leið sína hefur leitt til afbók- ana og Icelandair áætlar að daglegt tap vegna gossins sé um 100 milljónir. Hundruð flugfarþega fóru um flug- stöðina á Akureyri í gær en bæði hvetja flugfélögin farþega til að fylgj- ast vel með breytingum sem verða á áætlunum þeirra. Áfram útlit fyrir mikla röskun á flugi  Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvallar fram á mánudag  Afbókanir auka tjónið  Fordæmislaus röskun Skapti Hallgrímsson Akureyrarflugvöllur Margt var um manninn á Akureyrarflugvelli í gær eft- ir að flugfélögin færðu millilandaflug sitt þangað vegna öskufalls.  Flækjan fælir | 16 Sunnudags Mogginn er borinn út með laugardags Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.