Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Eftir Andra Karl andri@mbl.is FÉLAGSMENN í Blaðamanna- félagi Íslands kjósa sér formann næstkomandi fimmtudag. Í fram- boði eru Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir, sitjandi formaður, og Hjálmar Jónsson, fyrrverandi for- maður og núverandi fram- kvæmdastjóri. Framboð Hjálmars kom mjög á óvart og hefur heldur betur hrist upp í umræðunni meðal félagsmanna. Hjálmar segist ekki hafa íhugað framboðið lengi en um skeið hafi þó verið ágreiningur milli hans og Þóru Kristínar um stefnumörkun og starfsaðferðir BÍ. Ofan á ágreininginn hafi Hjálmar svo orð- ið var við óánægju félagsmanna og fengið áskoranir um að gefa kost á sér. „Ég hef starfað lengi innan fé- lagsins og taldi raunar að ég væri búinn að gegna mínu hlutverki sem formaður [insk. blms. frá árinu 1998 til 2003]. En í ljósi þeirra áskorana sem ég fékk og þess, að ég tel félagið hafa borið af leið undanfarið taldi ég nauðsynlegt að gefa kost á mér. Ef ekki til annars en að almennir félagar geti kveðið upp sinn lýðræðislega úrskurð.“ Engar óánægjuraddir Þóra Kristín segist ekki hafa orðið vör við óánægju með störf sín fyrir Blaðamannafélagið. Það hafi þó ekki allir verið jafn sáttir við gagnrýni hennar á rit- stjóraskipti á Morgunblaðinu né eignarhald á fjölmiðlum almennt. Sumir félagsmenn hafi einnig sett spurningarmerki við, að hún rit- stýri Smugunni, sem er umræðu- vettvangur fyrir vinstra fólk og m.a. í eigu Vinstri grænna. Það verði hins vegar aldrei allir sam- mála um allt sem viðkemur félag- inu. Þóra Kristín segir starfið ekki hafa áhrif á störf sín innan BÍ. „En það er ágætt að sú umræða komi upp. Ég vil starfa fyrir alla fé- lagsmenn Blaðamannafélagsins og skorast ekki undan því. Ef ég væri í framboði fyrir stjórnmálaflokk eða virkur þátttakandi í stjórn- málastarfi þá hefði það áhrif á mitt starf innan BÍ en það að hafa skoðanir á þjóðmálum og stýra vinstri sinnuðum umræðuvettvangi hefur það ekki,“ segir hún og bætir við að hún sé ekki flokksbundin í VG. Hvað viðkemur ágreining milli Hjálmars og hennar segir Þóra hann vera vegna breytinga sem hún vill gera á skipulagi félagsins. „Það er að skerpa skilin milli fram- kvæmdastjórastarfsins og for- mennskunnar og að stjórnin sé virkari og upplýsingar til að mynda um fjárhag og útgjöld félagsins séu uppi á borðum.“ Fagpólitík er grunnurinn Aðspurður segir Hjálmar óánægjuraddir meðal annars vegna þess að fagpólitík og flokkapólitík er blandað saman með núverandi formanni. „Flokkspólitík og fag- pólitík fara ekki saman í Blaða- mannafélaginu og við höfum ekki verið með slíkt í 30 ár. Fagpólitík á að vera grunnurinn, það er einfalt mál.“ Framboð framkvæmdastjóra veldur titringi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Hjálmar Jónsson  Samstarfsörðugleikar innan Blaðamannafélags Íslands urðu til þess að framkvæmdastjórinn býður sig fram gegn sitjandi formanni  Framboðið kom flestum félagsmönnum á óvart, ekki síst formanninum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MATTHILDUR Haraldsdóttir er laus úr öndunarvél eftir flókna og viðamikla skurðaðgerð í München í Þýskalandi í liðinni viku. Þetta var önnur aðgerðin af þremur sem hún þarf að fara í vegna sjaldgæfs æða- og hjartagalla en stúlkan fæddist 7. desember sl. og er því aðeins um fjögurra og hálfs mánaðar gömul. Skömmu eftir fæðinguna fór Matthildur í fyrstu aðgerðina. Síðan hafa læknar fylgst vel með henni, en töldu ekki ráðlegt að hún færi í aðra aðgerð fyrr en hún hefði náð 5 kg þyngd. Haraldur Ægir Guðmunds- son, faðir stúlkunnar, segir að Matt- hildur hafi farið í hjartaþræðingar á milli aðgerða og eftir þá síðustu hafi safnast fyrir blóðfita á ákveðnum stað, rétt eins og þegar blóðtappi myndast. Þegar Matthildur hafi ver- ið rúmlega 4 kg hafi læknar haft áhyggjur af stöðunni og ekki talið ráðlegt að bíða lengur með aðra að- gerð. Bjartsýni Haraldur segir að aðgerðin hafi falist í því að tengja blóðflæði úr efri hluta hringrásar líkamans við lungnaslagæð. Þar sem æðakerfi Matthildar sé ekki eins og það eigi að vera út frá hjartanu hafi þurft að tengja tvær æðar og því hafi aðgerð- in verið flóknari en þegar slík aðgerð er gerð á heilbrigðum æðakerfum. „Aðgerðin gekk mjög vel,“ segir Haraldur. „Skurðlæknarnir voru ánægðir með viðbrögð líkama henn- ar og sína vinnu.“ Batinn hefur samt gengið hægar en vonir stóðu til þar sem taug, sem tengist öndun, skaddaðist. Fyrir vik- ið hafi Matthildur átt í erfiðleikum með að anda en framfarirnar hafi verið miklar síðan á miðvikudag. „Hún var í öndunarvél eftir aðgerð- ina en er núna laus úr henni og læknarnir eru mjög jákvæðir og bjartsýnir á framhaldið,“ segir Har- aldur. Hann bætir við að Matthildur sé ekki enn farin að drekka sjálf eft- ir aðgerðina en þegar hún hafi náð þeirri tækni geti þau farið aftur heim til Salzburgar, hugsanlega eft- ir tvær til þrjár vikur. Þriðja aðgerð- in sé síðan ráðgerð þegar hún verði orðin 10 kg að þyngd, en þá verði blóðflæðið úr neðri hluti hringrás- arinnar tengt við lungnaslagæð. Gangi allt eftir og líkaminn sætti sig við þessi inngrip telji læknar að hún þurfi ekki að fara í fleiri aðgerðir af þessu tagi. Foreldrar stúlkunnar, Haraldur og Harpa Þorvaldsdóttir, söngnemi, eru með dóttur sinni á sjúkrahúsinu í München, en móðir Haraldar er hjá Halldóru Björgu, eldri dóttur þeirra, í Salsburg í Austurríki, þar sem sú stutta gengur í skóla. Þær komu til München um liðna helgi og fjöl- skyldan sameinast aftur á spít- alanum um þessa helgi. Ómetanlegur stuðningur Haraldur segir að fjölskyldur þeirra, vinir, vandamenn, ein- staklingar víðs vegar að, fé- lagasamtök eins og kvenfélög, Lionshreyfingin, leikfélagið á Blönduósi og fleiri hafi veitt þeim ómetanlegan stuðning og hann hafi auðveldað þeim lífið í þessari hörðu baráttu. Styrktarreikningurinn hjá Sparisjóðnum á Hvammstanga (1105-05-403600. Kt. 160580-5429) hafi gert foreldrunum mögulegt að vera saman hjá dótturinni á spít- alanum og þeim veiti ekki hvoru af stuðningi annars. „Þegar annað brotnar stendur hitt sterkt við hlið- ina,“ segir hann og skilar þakklæti til allra velunnara. „Stuðningurinn er ómetanlegur.“ Á gjörgæslu Matthildur Haraldsdóttir hefur farið í tvær viðamiklar skurðaðgerðir í München. Bjartsýn á framhaldið  Rúmlega fjögurra mánaða stúlka með æða- og hjarta- galla hefur gengist undir tvær flóknar skurðaðgerðir KRISTJÁN L. MÖLLER samgöngu- ráðherra segir ekki rétt að fyrir- huguð Dýrafjarðargöng hafi verið slegin út af samgönguáætlun. „Að halda slíku fram er mikill misskiln- ingur. Hið rétta er að þessari fram- kvæmd hefur verið seinkað eins og mörgum öðrum verkefnum, vegna niðurskurðar á fjármunum sem renna eiga til vegagerðar á næstu árum,“ segir ráðherra sem minnir á að framkvæmdakostnaður hafi hækkað mikið að undanförnu. Því sé minna til skiptanna. Endurmeta þurfi mál samkvæmt því. Ný samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi í vikunni og nær hún til áranna 2011 og 2012. Lang- tímaáætlun verður lögð fyrir þingið í haust. „Engin verk hafa verið slegin út af borðinu en nokkur fær- ast aftar, svo sem Dýrafjarðargöng og önnur verkefni um allt land,“ segir Kristján sem vísar á bug gagnrýni Kristins H. Gunn- arssonar, fv. alþingismanns og Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Vestfirðingar ekki afskiptir Í ályktun þeirra er ákvörðun um að taka Dýrafjarðargöng út af verkefnalista næstu ára mótmælt. Auk þess er skorað á stjórnvöld að skerða ekki framlög til vegamála í fjórðungnum enda hafi vegabætur þar verið langt á eftir því sem ger- ist annars staðar. Samgönguráðherra minnir á að þrátt fyrir að framkvæmdum við Dýrafjarðargöng sé frestað sé ekki hægt að halda því fram að Vestfirð- ingar séu afskiptir. Unnið sé að vegabótum víða í sunnanverðum fjórðungnum. Á líðandi ári og fram til 2012 verði 2,3 milljörðum króna varið til framkvæmda á Vestfjörð- um, sem sé 55% af vegafé norðvest- ursvæðis. Þá séu frátaldir fjár- munir sem varið verður til Bolungarvíkurganga sem tekin verða í notkun síðar á þessu ári. Gerð Dýrafjarð- arjarðganga verður seinkað  Minni fjármunir og mótmæli vestra Morgunblaðið/Ómar Vegagerð Framkvæmdir eru víða í gangi en fjármunir eru þó minni. Í HNOTSKURN » Misskilningur að Dýra-fjarðargöng hafi verið slegin af. Framkvæmdum frestað, segir ráðherra. » Á líðandi ári og fram til2012 verði 2,3 milljörðum króna varið til framkvæmda á Vestfjörðum, sem sé 55% af vegafé norðvestursvæðis. Aðgerðirnar á Matthildi hafa vakið töluverða athygli enda um sjaldgæfan hjarta- og æðagalla að ræða og aðgerðir af þessum toga því sjaldgæfar. Starfsmenn þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF fylgdust með að- gerðinni í liðinni viku með leyfi foreldranna og tóku hana upp. Haraldur segir að þau hafi metið það svo að ef myndatakan gæti hjálpað öðrum börnum og læknum í framtíðinni væri hún af hinu góða. Síðan hafi þau fengið að vita að efnið yrði notað í klukku- tíma langri heimildarmynd um tvo skurðlækna og yrði hún sýnd í sjónvarpinu í haust. Aðgerðin sýnd í sjónvarpi Saman Feðginin á spítalanum. FÉLAGS- og trygginga- málaráðherra og bæjarstjóri Mos- fellsbæjar undir- rituðu í gær samning um byggingu hjúkr- unarheimilis í Mosfellsbæ. „Það er geysi- lega mikið fagn- aðarefni að verkefnið skuli vera komið á þetta stig. Það eru liðin 12 ár frá því við í bæjarstjórn Mosfells- bæjar skrifuðum ríkisvaldinu og óskuðum eftir því að fá hjúkr- unarheimili hér í bæjarfélagið. Þannig að þetta hefur átt sér lang- an aðdraganda,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfells- bæjar, þegar undirritunin lá fyrir. Að sögn Haraldar er ráðgert að hefja framkvæmdir í sumar og að heimilið verði tekið í notkun vorið 2012 en í samningnum er kveðið á um að Mosfellsbær taki að sér að hanna og byggja 30 rýma hjúkr- unarheimili við Hlaðhamra. Bærinn leggur jafnframt til lóð undir bygginguna. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun á 40 árum greiða Mosfellsbæ hluta af húsaleigu vegna húsnæðis sem ígildi stofnkostnaðar. Haraldur segir heimilið anna eftirspurn. „Geysilega mikið fagnaðarefni“ Haraldur Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.