Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 FYRIR réttum tveim vik- um hófst í Kling & Bang galleríi á Hverfisgötu sýn- ing Heklu Daggar Jóns- dóttur er ber heitið „Opn- anir“. Þann dag var fyrsta opnun og önnur fylgdi í kjölfarið ekki löngu síðar. Þriðja opnun á sýningunni verður í dag í afmörkuðu rými og var ákveðin með litlum fyrirvara sem er í takt við það sem nú gerist í náttúrunni. Opn- unin verður í dag kl. 17:00 og eru allir vel- komnir. Aðgangseyrir er enginn. Enn er eftir hólf sem á eftir að opna, en það verður kynnt nánar síðar. Myndlist Hekla opnar og opnar í Opnunum Hekla Dögg Jónsdóttur KAMMERKÓR Hjalla- kirkju heldur tónleika í Hjallakirkju á morgun, sunnudag, kl. 17:00. Ein- söngvari með kórnum er Erla Björg Káradóttir sópransöngkona. Kórinn flytur þrjú tónverk yfir lat- ínusálminn Ave verum cor- pus, tvö verk eftir enska tónskáldið John Rutter, verk eftir Antonin Dvorák, en Erla Björg syngur einsöng í því, Fyrirlátið mér eftir Jón Ásgeirsson og þrjá sumarsálma. Orgelleikari er Lenka Mátéová og söng- stjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Kórtónleikar í Hjallakirkju Erla Björg Káradóttir NÚ STENDUR Jazzhátíð Garðabæjar sem loka- tónleikar hennar verða í Vídalínskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld kl. 20:30. Á tónleikunum flyt- ur Gospelkór Jóns Vídalíns gömul og ný gospellög í bland við ýmislega aðra tónlist. Gospelkórinn er samstarfsverkefni Fjöl- brautaskólans í Garðabæ og Vídalínskirkju, skipaður ungu fólki á aldr- inum 16 til 27 ára og hefur verið starfandi síð- an 2005. Stjórnandi hans er Garðbæingurinn og tónlistarkonan María Magnúsdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tónlist Gospelkór á Jazz- hátíð í Garðabæ María Magnúsdóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SL. FÖSTUDAG, á degi bókar- innar kom ljósmyndabókin TSO- YL eftir listamanninn Harald Jónsson út á vegum bókaútgáf- unnar Útúrdúrs. Í bókinni eru myndir sem Haraldur hefur tekið undanfarin 25 ár, ljósmyndir af undirmeðvitundinni, eins og hann nefnir svo, 164 myndir alls. „Ég hef alltaf orðið æ meira undrandi með árunum yfir því þegar fólk er að taka myndir af fermingum, inni í ritúölum, og setja síðan upplif- unina í kassa í stað þess að upplifa hana; myndavélin er eins og smokkur á upplifunina. Ég hef tekið myndir frá því ég man eftir mér, frá því ég fékk fyrstu myndavélina sem lítil krakki, en aldrei tekið myndir af minningum, aldrei tekið myndir af afmælum, brúðkaupum eða jarð- arförum. Ég hef tekið myndir af því sem mér fannst vera sannleikurinn eða af einhverju sem ég hef ekki skilið og síðan söfnuðust filmurnar í heilu skókassana og möppurnar fylltust. Ég fór svo reglulega með bunka af filmum til London að láta fram- kalla því það var hagstæðara. Margar af þeim filmum höfðu beð- ið svo lengi að ég var búinn að af- tengja mig við þær og vissi í raun ekkert hvað var á þeim, þær voru eins og svarti kassinn í flug- vélum, flugrit- inn.“ Haraldur á fjölskyldu og vini í Lundúnum og segir að þegar hann hafi sýnt fólkinu sínu þar myndirnar hafi það verið því lík- ast sem hann væri að koma úr einhverskonar veiðiferð eða hefði verið niðri á hafsbotni í leit að fjársjóði og komið upp með mynd- irnar. „Fólk sá fljótlega að það væri eitthvað í gangi í þessum myndum og þá eitthvað sem ég hefði ekki stjórn á. Það má því segja að þessi myndröð sem nú er komin á bók hafi fæðst í London, orðið til þegar ég kom með þenn- an afla úr framköllun. Það var í myndunum einhver leiðsla sem lá í undirmeðvitundina, leiðsla í merkingunni rafmagns- leiðsla en líka einhverskonar trans. Í framhaldi af því fór ég að raða myndunum saman með það í huga að gera eitthvað úr þeim.“ Árið 2005 atvikaðist það svo að Inga Lára Baldvinsdóttir, fags- tjóri Ljósmyndasafns Íslands, bauð Haraldi að vera fyrsti sam- tímalistamaðurinn til að sýna í ljósmyndadeildinni í Þjóðminja- safninu. „Mér fannst alveg tilvalið að sýna þessar myndir, fékk ramma frá safninu til þess að ramma þær inn og þá var ég búinn að gera myndirnar að safneign þjóð- arinnar. Það má segja að þetta hafi fullkomnast á ákveðinn hátt, komist í samhengi sem ég hafði í raun leynt og ljóst verið að leita að.“ Fornleifafræði augnabliksins Þessi myndasería Haraldar hef- ur víðar farið, því hún var líka sýnd í Listasafni Árnesinga síðast- liðið sumar, á meginlandi Evrópu og er nú komin á bók. Hún er þó ekki fullsýnd og henni er ekki full- lokið; Haraldur segir að hún sé í raun endalaus, „þetta er eiginlega fornleifafræði augnabliksins, eins- konar sönnunargögn“, segir hann. Þeir Haraldur og Ámundi Sig- urðsson settu bókina saman og að sögn Haraldar röðuðust mynd- irnar saman af sjálfu sér ef svo má segja; „þær soguðust hver að annarri eins og seglar – ef það var einhver lógík í röðuninni þá gekk það ekki upp, það urðu að vera einhver innri tengsl sem maður skildi ekki. Sumir fá svima þegar þeir opna bókina, en það er eins með hverja mynd og hverja opnu, hver og einn myndar sér sína sögu; þetta er bók sem hægt er að opna hvar sem er og lesa eða skoða í hvaða átt sem og það er eins hægt að nota hana og tarot- spil.“ Fornleifafræði  Haraldur Jónsson hefur gefið út bók með myndum úr undirmeðvitund sinni  164 myndir af sannleikanum Haraldur Jónsson TSOYL Ein af myndum Haraldar: „Ég hef tekið myndir af því sem mér fannst vera sannleikurinn eða myndir af einhverju sem ég hef ekki skilið.“ BÓKAVERÐLAUN barnanna 2010 voru afhent í aðalsafni Borg- arbókasafns sl. fimmtudag, sum- ardaginn fyrsta. Verðlaunabæk- urnar eru Núll núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson og Stór- skemmtilega stelpubókin. Borgarbókasafn veitir verð- launin árlega fyrir tvær bækur, aðra frumsamda og hina þýdda. Börn á aldrinum 6-12 ára velja bækurnar og fer valið fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt og að þessu sinni tóku um fimm þúsund börn þátt í kosningunni. María Þórðardóttir leikkona afhenti Þorgrími Þráinssyni og Höllu Sverrisdóttur verðlaunin fyrir hönd safnsins. Bækurnar eru gefnar út af Forlaginu. Dregið var úr nöfnum barnanna sem tóku þátt í kosningunni og sex þeirra hlutu viðurkenningar fyrir þátt- tökuna Bókaverðlaun barnanna afhent KARLAKÓR Selfoss er nú á ferðinni með Vortónleika- röð sína og á morgun, sunnudag, verða aðrir tón- leikar í ferðinni í Fella- og Hólakirkju og hefjast kl. 17:00. Fjórir kórfélagar syngja einsöng, þeir Loftur Erlingsson kórstjóri, Björgvin Magnússon, Ólaf- ur Björnsson og Hjörtur Benediktsson. Næstu tónleikar kórsins, sem fagnar 45 ára afmæli sínu á árinu, verða síðan í Selfosskirkju næstkomandi þriðjudag kl. 20:30 og loka- tónleikar 1. maí nk. á Flúðum, einnig kl. 20:30. Jörg E. Sondermann leikur á píanó. Tónlist Vortónleikaröð Karlakórs Selfoss Jörg E. Sondermann með háskalegum brellum, tónlist og leikjum. tengdar litríkri menningu ýmissa þjóða Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og frístundamiðstöðinni Miðbergi Nánari upplýsingar um smiðjurnar á www.gerduberg.is Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3-5 • 111 Reykjavík Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is • www.gerduberg.is Indíánasmiðja Filippeysk danssmiðja Hiphop og break danssmiðja Tilraunasmiðja Fuglasmiðja Flugdrekasmiðja Stuttmyndasýning Vísindasmiðja Leikhússmiðja Klippimyndasmiðja Hljóðfærasmiðja Ríkinis Tónsmiðja frá framandi heimi Origami til heimsfriðar Sprengigengið verður með háskasýningu með efnabrellum og ógurlegum sprengingum sem kitla hlustirnar. Spilmenn Ríkinis spila á lang- spil, hörpu og fleiri gömul íslensk hljóðfæri og fá aðstoð upprennandi hljóðfæragerðarmanna. Fallhlífarleikir á Markúsartorgi Jón Víðis töframaður ásamt starfs- mönnum frístundaheimilanna fara í leiki þar sem notast er við risastóra fallhlíf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.