Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 25
Fangelsismál – fyrningar og fésektir Í LIÐINNI viku fékk ég svar frá dómsmálaráðherra við þeirri spurningu hve margir einstaklingar hafi sloppið við fang- elsisrefsingu og fé- sektir vegna pláss- leysis í fangelsum landsins á árabilinu 2000-2010. Frá árinu 2000 og til ársloka 2009 fyrndust fimm dómar. Engir dómar fyrndust á árunum 2003- 2007 en þrír á árunum 2008-2009. Á þessu tímabili hefur ríkið af- skrifað sektir upp á tæpar 132 milljónir króna sem eru 10% af kostnaðaráætlun nýs öryggisfang- elsis. Kom fram í svarinu að 1.799 einstaklingar skuli afplána vara- refsingu vegna ógreiddra fésekta. Samtals skulda þessir ein- staklingar tæpa 1,2 milljarða sem er nákvæmlega sú upphæð sem tal- ið er að nýtt öryggisfangelsi kosti ríkissjóð. Mál þessara einstaklinga eru í fyrningarhættu sökum þess að ekki hefur verið unnt að boða þá í afplánun. Gerður var sá fyrirvari í svari ráðherrans að 20 einstaklingar skulda hátt í helminginn af heildar- upphæðinni og munu þeir líklega afplána sektina með samfélags- þjónustu. Ef ekkert verður gert til að fjölga fangarýmum í landinu munu dómar fyrnast vegna pláss- leysis í auknum mæli. Fer það m.a. eftir fjölda gæsluvarðhalds- úrskurða á næstu misserum. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að dómsmálaráðuneytið hefur nýlega óskað eftir því við Fangels- ismálastofnun að það verði greint hvers vænta megi að þessu leyti á næstu árum. Í greiningu stofn- unarinnar kemur fram að þess sé að vænta að til fyrninga 14 dóma kunni að koma á árunum 2010 og 2011. Síðan megi gera ráð fyrir að um 100 dómar geti fyrnst á næstu tveim- ur árum eftir það. Þessar upplýsingar miðast við stöðuna í dag og tæpast þarf að taka fram að spreng- ing verður í þörf fyrir afplánun eftir að dómsmál falla á grundvelli skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og þeirra mála sem nú eru til rannsóknar hjá sérstökum sak- sóknara. Nú verður ríkisstjórnin að for- gangsraða í ríkisrekstrinum. Ekki dugir að leggja aukið fé og mannafla til sérstaks saksóknara ef ekki eru til úrræði til að taka við afurðinni sem rannsókn og dóms- mál embættisins leiða af sér. Ef reglur réttarríkis eiga að gilda hér á landi verður að leggja aukið fjár- magn til þeirra endastöðvar sem dómsmál skilja eftir sig. Eins og að framan greinir er það þjóðhagslega hagkvæmt að næg fangelsispláss séu til staðar, ell- egar tapar ríkissjóður háum upp- hæðum með aðgerðaleysi sínu í þessum málaflokki, því reynslan hefur sýnt að fjölmargir greiða sektir þegar þeir standa frammi fyrir því að þurfa að afplána refs- ingu í fangelsi. Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Það er þjóðhagslega hagkvæmt, að næg fangelsispláss séu til staðar ellegar tapar rík- issjóður háum upp- hæðum með aðgerða- leysi sínu í þessum málaflokki. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og alþing- ismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Dimitterað Þær voru sprækar í kafarabúningunum sínum þessar stelpur sem dimitteruðu í MS í gær, en eftir fjörið tekur próflesturinn við og loks stúdentshúfa á koll á stóra deginum. Kristinn ÞESSAR vikurnar falla mörg goð af stalli og sum þeirra birtast okkur á síðum dagblað- anna og biðja forláts á gerðum sínum. Önnur bíta í skjaldarrendur og láta sem unnt sé að halda sér á stalli ásamt þeim gildum sem þau stóðu fyrir á öldinni sem leið. Í þeim hópi er Jakob Björnsson, fyrrum orku- málastjóri, sem flytur landsmönnum þá hvatningu í Morgunblaðsgrein á sumardaginn fyrsta að „Við skulum virkja Jökulsá á Fjöllum“. Væri Jak- ob hér einn á ferð í hugarórum sínum gæfi það tæpast tilefni til andsvars, en þar eð hann telur sig sækja stuðn- ing í stjórnskipaðan vinnuhóp um Rammaáætlun er rétt að staldra við. Samstöðutillaga þingmanna 2006 Haustið 2006 fluttu eftirtaldir sex alþingismenn úr öllum þingflokkum á Alþingi tillögu um friðlýsingu Jökuls- ár á Fjöllum: Steingrímur J. Sigfús- son, Halldór Blöndal, Dagný Jóns- dóttir, Össur Skarphéðinsson, Guðjón A. Kristjánsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Tillaga þeirra var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að undirbúa og leggja fyrir Al- þingi frumvarp til laga um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum. Friðlýsingin taki til alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum að Kreppu og öðrum þverám með- töldum með náttúrulegum rennsl- isháttum, þar sem hvers kyns röskun og mannvirkjagerð er bönnuð. Sér- staklega verði hugað að því við und- irbúning málsins hvernig friðlýsing Jökulsár á Fjöllum skuli tengjast nú- verandi þjóðgarði í Jökulsárgljúfrum og fyrirhuguðum Vatnajök- ulsþjóðgarði og stofnun frekari þjóð- garða eða verndarsvæða norðan jökla.“ Tillaga sama efnis hafði áður verið flutt fjórum sinnum á þinginu og hlotið einróma stuðning í umræðum og um- sagnir um hana nær undantekn- ingalaust verið jákvæð- ar. Svo var einnig að þessu sinni. Á sama þingi lá fyrir stjórn- arfrumvarp til laga um stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs og voru lög um þjóðgarðinn nr. 60/ 2007 samþykkt sam- hljóða fyrir þinglok í að- draganda alþingiskosn- inga. Í nefndaráliti umhverfisnefndar Al- þingis 16. mars 2007 um þjóðgarðsfrumvarpið segir m.a.: „Einnig hefur verið til umfjöllunar í nefndinni tillaga til þingsályktunar um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum flutt af þingmönnum úr öllum þing- flokkum … Nefndin lítur svo á að með samþykkt laga um Vatnajök- ulsþjóðgarð hafi fyrrgreind tillaga til þingsályktunar í reynd hlotið efn- islega afgreiðslu þar sem friðlýsing Jökulsár á Fjöllum er innifalin í stofnun þjóðgarðsins.“ [Leturbr. HG] Rammaáætlun á röngu spori Í grein sinni heldur Jakob Björns- son því fram að lög um Vatnajök- ulsþjóðgarð útiloki á engan hátt virkj- un Jökulsár á Fjöllum. Honum hefur sést yfir samhengi málsins sem hér hefur verið rakið. Alþingi hefur með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og samhljóma afgreiðslu umhverf- isnefndar á þingsályktunartillögu um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum ásamt öllu vatnasviði hennar að meðtalinni Kreppu og öðrum þverám kveðið upp úr um afstöðu sína til hvers kyns virkjunarhugmynda sem tengjast þessu vatnasviði. Greinarhöfundi má hins vegar virða það til vorkunnar að verkefnisstjórn Rammaáætlunar sem starfar í umboði iðnaðarráðherra hef- ur hagað vinnu sinni þannig að horfa til jarðar eins og hún sé stödd á tungl- inu. Á hennar vegum er látið eins og ekkert hafi gerst í almennri umræðu og ákvörðunum stjórnvalda í fortíð- inni og friðlýst landsvæði og „virkj- unarkostir“ lögð að jöfnu við annað óútrætt. Segir þó um vinnulag verk- efnisstjórnar á heimasíðu Ramma- áætlunar: „Verkefni rammaáætlunar er mikilvægur hluti af því markmiði fyrrverandi ríkisstjórnar að skapa sátt um vernd og nýtingu nátt- úrusvæða, sem fjallað var um í stefnuyfirlýsingu hennar.“ Dettifossvandinn Með grein sinni birtir Jakob Björnsson í töfluformi hugmyndir um tvær virkjanir í Jökulsá á Fjöllum, samanlagt upp á röskar 6 terawatt- stundir á ári. Þetta er drjúgum meiri orka en framleidd er í Kára- hnjúkavirkjun. Hann sér fyrir sér draumalausn og segir: Í grónum vatnsorkulöndum yrði lausnin á „Dettifossvandanum“ fólgin í samkomulagi milli aðila, með eða án milligöngu stjórnvalda, um að um fossinn skuli að lágmarki renna svo og svo margir rúmmetrar á sekúndu á tilteknum tímum sólarhrings og árs …“. Þessar hugrenningar hafa lengi blundað með fyrrverandi orku- málastjóra sem barðist fyrir því í al- vöru nálægt 1970 að Gullfoss yrði virkjaður við Haukholt. Einnig verk- efnisstjórn Rammaáætlunar lítur á það sem hlutverk sitt í umboði iðn- aðarráðherra og ríkisstjórnar að leggja mat á virkjun Hvítár ásamt Gullfossi, og menn hljóta að spyrja líkt og í Íslandsklukkunni: Er þá eng- inn endir á vanitati? Mörg goðin sjálfskipuð og kjörin riða nú til falls. Hluti af því safni er mammon stóriðjustefnunnar sem átti drjúgan þátt í efnahagshruninu. Segja má um Jakob Björnsson svipað og virtur sagnfræðingur hafði við orð í vikunni sem leið um forseta lýðveld- isins, að hann væri ekki alómöguleg- ur. Með grein sinni hefur Jakob vakið athygli á að stóriðjuliðið er enn á kreiki og heldur fast við sitt, jafnvel í skjóli stjórnskipaðra nefnda. „Dettifossvandinn“, Jakob og Rammaáætlun Eftir Hjörleif Guttormsson »Umhverfisnefnd Al- þingis um lögin um Vatnajökulsþjóðgarð 2007: „friðlýsing Jökuls- ár á Fjöllum er innifalin í stofnun þjóðgarðsins.“ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.