Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 18
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SÉRFRÆÐINGAR eru bjartsýnir á
að gróður muni vaxa fljótt upp úr ösk-
unni á öllu öskufallssvæðinu og ekki
þurfi að ryðja af túnum. Hins vegar
geti þurft að nota meiri áburð. Þá geti
vinna við heyskap orðið erfið þar sem
öskulagið er þykkast.
Starfsmenn ýmissa stofnana hafa
verið að kanna ástandið á mesta ösku-
fallssvæðinu. Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóri segir að askan sé fín-
gerðari en vikurinn sem fallið hafi á
ræktað land í eldgosum síðustu ára-
tuga og hann loki sverðinum því
meira. Landgræðslan hafi ekki mikla
reynslu af að fást við þessa gerð ösku.
„Það er þó mín reynsla að túngrös
muni ná sér upp úr þessu, ef ekki
verður meira öskufall. Þetta er nær-
ingarsnauð aska og bændur á jörðum
sem fengið hafa talsverða ösku þurfa
að auka áburðarskammtinn til að fá
uppskeru,“ segir Sveinn. Hann tekur
fram að þetta eigi jafnt við um akur-
yrkju og túnrækt. Landgræðslustjóra
sýnist að vetrarræktun, það er að
segja plöntur eins og repja og hveiti
sem sáð er að hausti, hafi eyðilagst.
Áslaug Helgadóttir, prófessor við
Landbúnaðarháskóla Íslands, er
sömu skoðunar. „Ég tel góðar líkur á
því að gróður komi upp úr öskunni
strax í vor. Við vitum hins vegar að
erfitt getur orðið að fara um með vél-
ar og heyja á afmörkuðu svæði upp
við fjöllin þar sem öskulagið er þykk-
ast,“ segir Áslaug. Hún telur enga
ástæðu til að ryðja öskunni af túnum.
Frekar væri ástæða til að hvíla túnin
sem verst eru farin. Nægir mögu-
leikar séu á heyöflun annars staðar.
Verið er að vinna að því að koma
upplýsingum sem jarðvísindamenn
hafa safnað inn á landupplýsingakerfi,
helst túnkortagrunn Bændasamtak-
anna, til þess að auðveldara verði að
meta umfangs öskufallsins á jörð-
unum. Áslaug telur hægt að telja það
land upp við fjöllin sem hafa þurfi
áhyggjur af í tugum hektara, ekki
hundruðum.
Tekur lengri tíma í úthaga
Sveinn Runólfsson segir að gróður
muni einnig ná sér upp úr öskunni í
úthaga. Það taki hins vegar langan
tíma þar sem öskulagið er þykkast í
heiðinni undir Eyjafjallajökli. Æski-
legt væri að styrkja gróðurinn þar
með áburði en það sé ekki hægt vegna
þess að Landgræðslan eigi ekki leng-
ur áburðarflugvél.
„Það má búast við heilmiklu ösku-
foki á þessum slóðum í sumar og einn-
ig á Markarfljótsaurum þegar þurrt
verður. Það mun ekki valda gróð-
urskaða en verður hvimleitt fyrir
byggðirnar í kring,“ segir land-
græðslustjóri.
Það kemur í ljós fljótlega hvort
grasfræ nær að spíra í öskunni og síð-
an hversu hratt grasið vex. Starfs-
menn Landbúnaðarháskólans tóku
öskusýni til að rækta í og prófa einnig
að rækta í öskublönduðum móa- og
mýrajarðvegi. Fyrstu vísbendingar
um árangur koma fljótlega í ljós.
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Þökin spúluð Menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins mættu með öflug tæki og hreinsuðu til á bænum Hvassafelli undir Eyjafjöllum í gær.
Grær fljótt upp úr öskunni
Landgræðslustjóri telur að bændur á mesta öskufallssvæðinu þurfi að auka
áburðargjöf til að hjálpa gróðrinum Gerðar tilraunir með ræktun í ösku
„Það þýðir ekkert annað en að
vera bjartsýnn, það eina sem
blífur er að horfa björtum aug-
um til framtíðar,“ segir Páll
Magnús Pálsson, bóndi á
Hvassafelli undir Eyjafjöllum.
Slökkviliðsmenn á fimm
dælubílum frá Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins, Brunavörn-
um Árnessýslu og Brunavörnum
Rangárvallasýslu voru við
hreinsunarstörf á öskufalls-
svæðinu í gær, meðal annars á
Hvassafelli. Þeir spúluðu þök,
húsveggi og stéttir. Í dag stend-
ur til að hreinsa hús á stórbýl-
inu Þorvaldseyri.
„Það er allt annað að sjá hús-
in hrein og stéttirnar,“ segir Páll
Magnús. Bærinn er í Steina-
hverfinu þar sem mikil aska féll
úr gosmekki Eyjafjallajökuls.
Tveir dælubílar voru notaðir á
Hvassafelli og tók verkið tvo
tíma. Páll segir að tæmdir hafi
verið þrír tankbílar, um 30 þús-
und lítrar af vatni. Síðan var
slökkviliðsmönnunum boðið í
hádegismat. helgi@mbl.is
Spúluðu vatni úr
þremur tankbílum
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010
Bjargráðasjóður
hefur heimilað
bóndanum á Ön-
undarhorni und-
ir Eyjafjöllum að
hefjast handa við
hreinsun jökul-
leirs af túnum og
úr skurðum.
Hildur Trausta-
dóttir, formaður
stjórnar Bjarg-
ráðasjóðs, segir að það sé gert til að
forða við frekara tjóni.
Svaðbælisá flæmdist yfir túnin á
Önundarhorni þegar gosið hófst í
Eyjafjallajökli og skildi eftir sig
mikinn aur. Askan bættist síðan of-
an á.
Reiknað er með að flutt verði
stórvirk tæki á staðinn strax eftir
helgi og hafist handa við hreinsun.
Hildur segir að ráðunautar séu
að taka út ástandið almennt á jörð-
um sem urðu fyrir öskufalli. Athug-
að sé með ræktun og einnig skurði
og ræsi sem sums staðar hafi fyllst
af ösku.
Hún segir að ekki sé komið yfirlit
um umfang málsins eða áætlun um
aðrar aðgerðir en á Önundarhorni.
Farvegur Svaðbælisár fylltist
fyrir ofan Þorvaldseyri og þarf
ekki mikið flóð til þess að áin flæði
yfir bakka sína. Vegagerðin og
Landgræðslan undirbúa aðgerðir
til að styrkja varnargarðana og
hækka, til að forða frekara tjóni en
orðið er á bænum. helgi@mbl.is
Heimilað
að hefja
hreinsun
Sigurður Þór
Þórhallsson
VEGURINN inn í Þórsmörk er ófær
vegna flóðanna undan Gígjökli og í
Markarfljóti. Þá er þetta talið
hættusvæði og öll umferð óheimil.
Gert hefur verið við Þórsmerkur-
veg við gömlu Markarfljótsbrúna.
Vegagerðarmenn hafa ekki kannað
ástand vegarins alla leið inn í Þórs-
mörk og Goðaland. Bjarni Jón
Finnsson, yfirverkstjóri Vegagerð-
arinnar í Vík, fór inn fyrir Nes og
segir að ástandið þar fyrir innan
hafi virst eins og eftir hefðbundinn
vetur. Flóðin úr lóninu undir Gíg-
jökli hafa vitaskuld farið yfir veg-
inn og Bjarni Jón telur að þau hafi
skilið eftir sig nægan ofaníburð.
„Við höldum að okkur höndum
þar til það fer að minnka í stromp-
inum,“ segir Bjarni Jón þegar hann
er spurður um nákvæmari skoðun á
veginum og lagfæringar.
Eins og
eftir venju-
legan vetur
SAMKVÆMT spá Veðurstofunnar
um öskufall er hætt við að askan
frá eldgosinu færist meira og
meira til vesturs næstu daga.
Austlægar og suðaustanáttir verða
þá ríkjandi. Öskumistur berst í
dag til vesturs og norðvesturs frá
eldstöðinni og jafnvel til Reykja-
víkur. Á morgun er spáð austanátt
í fjallahæð en minnkandi norð-
austanátt við yfirborð. Gæti ösk-
umistur þá náð í litlum mæli til
Reykjavíkur. Á mánudag og
þriðjudag er austlægum áttum
spáð áfram með lítilli úrkomu og
öskumistri til vesturs.
Mælingar á svifryksmengun í
Reykjavík í gær sýndu mikil loft-
gæði. Áfram verður sérstakur við-
búnaður við mælingar og annað
eftirlit yfir helgina í samstarfi við
Umhverfisstofnun, Almannavarnir,
Veðurstofuna og embætti land-
læknis. Ef mælingar sýna mengun
yfir hættumörkum verða gefnar út
nýjar tilkynningar. Þeir sem glíma
við hjarta- og lungnasjúkdóma
þurfa að hafa vara á sér og einnig
þarf að gæta að börnum.
bjb@mbl.is
Askan færist meira til
vesturs næstu daga
Spá um öskufall
Hvolsvöllur
Eldstöðin í
Eyjafjallajökli
Spá fyrir
laugardag
Spá fyrir mánudag
Grunnkort: LMÍ
Spá fyrir sunnudag
Eldgosið í Eyjafjallajökli
Um skeið virtist svo sem jörð
myndi ekki verða ljáberandi í
næstu sveitum við jökulinn á
þessu sumri. En það fór mjög á
annan veg. Þegar öskufallinu
linnti í júlí, tók jörð þegar að
gróa, og varð grasvöxturinn upp
af öskunni fádæma mikill áður
en lauk. Varð því uppgripa-
heyskapur undir Eyjafjöllum í
ágúst og fram í september.
Þessi lýsing úr skrifum Árna
Óla á afleiðingum gossins í
Eyjafjallajökli 1821-23 ætti að
auka bændum bjartsýni fyrir
sumarið.
Fádæma grasvöxtur
6. SKREF
FYLGDU GRUNSEMDUM EFTIR
Ef þú hefur einhvern grun
um kynferðislegt ofbeldi,
getur þú:
Hringt í barnavernd
Hringt í Neyðarlínuna 112
Haft samband við Barnahús
Hringt í hjálparsíma Rauða
krossins - 1717 (gjaldfrjálst nr.).
Þessir aðilar geta aðstoðað þig
ef þú ert ekki viss um hvort
kynferðislegt ofbeldi hefur átt
sér stað. Þeir koma þó ekki í stað
formlegrar kæru. Þú gætir þurft
að taka skrefið til fulls.
Sjö skref til verndar börnum
á www.blattafram.is
LÆKNIR Í
BLÍÐU OG
STRÍÐU
holar@simnet.is
Hér segir Páll Gíslason
frá ýmsum uppákomum á
löngum læknisferli sínum,
störfum innan skátahreyf-
ingarinnar og átökum innan
stjórnmálanna, jafnt á meðal
andstæðinga og samherja