Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé komið ár síðan við héldum upp á sjö- tugsafmælið þitt, elsku pabbi. Það er svo ótrúlega stutt síðan þú varst frísk- ur og hress, stútfullur af orku og lífs- gleði, en um leið svo ótrúlega langt. Þú varst besti pabbi í heimi og við systkinin vorum fordekruð. Cocoa Puffs í morgunmat og tyggjóís á kvöldin. Þú varst alltaf tilbúinn að stoppa bílinn og leyfa okkur systrun- um að skipta um stað þegar við vorum að rífast um hvor fengi að sitja fram í. Ég hef fyrir mörgum árum misst töl- una á því hversu oft þú keyrðir og sóttir mig og þegar við gerðum upp íbúðina mína þá varstu þar allan þinn frítíma. Ef ég veiktist þá varstu fyrsti maðurinn á svæðið og þú hafðir alltaf tíma til að hlusta á það sem ég var að semja þá stundina og hafa skoðun á því. Þegar Hjörtur Martin fæddist og við mæðginin fórum að fara í göngu- túra þá rákumst við nokkrum sinnum á þig þegar þú varst nýlagður af stað að heiman að sinna hinum ýmsu er- indum. Við röltum áfram heim til ykk- ar mömmu og viti menn, stuttu seinna komstu alltaf aftur heim, búinn að ákveða að gera þessa hluti seinna. Enda varstu uppáhalds manneskjan hans Hjartar Martins á meðan þú Marteinn H. Friðriksson ✝ Marteinn H. Frið-riksson (f. Fritz Martin Hunger) fædd- ist í Meissen í Þýska- landi 24. apríl 1939. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 10. janúar 2010. Útför Marteins fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 22. janúar 2010. lifðir og fyrsta mann- eskjan sem fékk hann til að hlæja. Þú hafðir alltaf tíma fyrir börnin þín og við fundum það skýrt að við vorum alltaf í fyrsta sæti. Sama hversu mikið var að gera og það verður að viður- kennast að oft var ansi mikið að gera. Aldrei varst þú of þreyttur til að sinna okkur og þeg- ar ég horfi til baka þá skil ég ekki hvar þú fékkst alla þessa orku. Til hamingju með afmælið, elsku pabbi minn. Vona að Guð haldi fyrir þig fallega veislu í tilefni dagsins. Ég elska þig. Þín Þóra. Elsku afi. Þú varst yndislegur. Það er langt síðan ég hélt upp á afmælið þitt með þér því að ég bjó í Svíþjóð í 2 ár og þegar þú áttir afmæli þá var páskafrí- ið alltaf nýbúið. En loksins þegar ég er flutt aftur til Íslands þá ert þú far- inn. Þetta er skrítin tilhugsun og núna líður mér eins og þú sért í út- löndum og komir bráðum aftur. Ég veit samt að það gerir þú ekki, því miður. Þú varst frábær afi og mjög góður við mig. Það var sko alltaf til Engja- þykkni hjá ykkur ömmu handa mér og ef það var ekki til þá fórstu og keyptir það fyrir mig. Og í þessi örfáu skipti sem amma reyndi að skamma mig þá skammaðir þú hana. Ég elska þig, afi minn, og til ham- ingju með afmælið. Þín afastelpa, Birna Rún. ✝ Sigurjón Árnasonfæddist í Sauð- eyjum á Breiðafirði 24. apríl 1923. Hann lést á Landspítalanum 15. apríl 2010. Sig- urjón var sonur hjónanna Guðbjargar Jónsdóttur, f. 23. september 1896, d. 16. september 1971, og Árna Jóns Ein- arssonar, f. 3. apríl 1893, d. 15 nóvember 1980. Sigurjón var þriðji í röð fimm systkina en þau eru: Bergþóra, f. 12. mars 1918, d. 8. september 2005, Anna Aðalheiður, f. 11. maí 1920, d. 24. mars 1959, Elísabet Matthildur, f. 8. júní 1924, og Hafliði Arnberg, f. 16. október 1934, d. 26. maí 1977. Sigurjón kvæntist hinn 1. janúar 1956 Svanhvíti Bjarnadóttur, f. 8. desember 1929. Foreldrar hennar voru Sigríður Valdís Elíasdóttir, f. 16. september 1909, d. 2. ágúst 1994 og Bjarni Þórarinn Ólafsson, f. 7. október 1905, d. 27. febrúar 1998. Sigurjón og Svanhvít áttu heima í Neðri-Rauðsdal til ársins 1956 en hófu þá búskap sinn á Patreksfirði og hafa búið þar síðan. apríl 1964. Þeirra börn: a) Berglind Eir, f. 1986. Berglind á eitt barn og sambýlismaður hennar er Bjarni Sigmar Guðnason, f. 1983. b) Guð- bjartur Gísli, f. 1988. c) Jón Hákon, f. 2000. 5) Sigurður Valgeir, f. 15. maí 1968. Eiginkona hans er Björg Ólöf Bragadóttir, f. 4. febrúar 1973. Þeirra börn: a) Sigþór Örn, f. 1999. b) Sandra Dögg, f. 2003. Sigurjón er síðasta barn sem fætt er í Sauðeyjum. Hann ólst fyrstu ár- in upp í Sauðeyjum, síðan Hergilsey á Breiðafirði. Frá Hergilsey fluttu foreldrar hans til Flateyjar á Breiðafirði þar sem hann bjó uns hann flutti til Neðri-Rauðsdals á Barðaströnd. Í Flatey stundaði hann bátasmíðar og sjómennsku ásamt föður sínum og fleirum. Sig- urjón var annálaður hagleiksmaður á nýsmíði og viðhald, hvort sem um tré eða járn var að ræða. Til dæmis eru bátar smíðaðir af honum fyrir miðja síðustu öld enn í notkun. Á tímabili starfaði hann í Bátalóni í Hafnarfirði. Eftir að Sigurjón og Svanhvít fluttu á Patreksfjörð gerðist hann einn af stofnfélögum í Vélsmiðjunni Loga hf. og starfaði þar í mörg ár. Um tíma starfaði hann við Mjólkursamlagið á Pat- reksfirði. Síðustu starfsárin vann hann hjá Orkubúi Vestfjarða á Pat- reksfirði. Útför Sigurjóns fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju, í dag, 24. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Börn Sigurjóns og Svanhvítar eru: 1) Bjarni Heiðar, f. 8. mars 1952. Eiginkona hans er Ólöf Henrí- etta Aðalsteinsdóttir, f. 10. ágúst 1956. Þeirra börn: a) Svan- hvít Jóna, f. 1976. Svanhvít Jóna á tvö börn, eiginmaður hennar er Christian Reith. b) Hilmir Þór, f. 1979. Hilmir Þór á 3 börn, eiginkona hans er Karen Pálsdóttir f. 1979. c) Bernharður, f. 1988. d) Elí- as Kjartan, f. 1990. e) Hafliði Arnar, f. 1993. 2) Einar Árni, f. 12. janúar 1958. Eiginkona hans, Unnur Erna Óskarsdóttir, f. 22. janúar 1960. Þau slitu samvistum. Þeirra börn: a) Sigurjón Grétar, f. 1978. Sig- urjón Grétar á 2 börn. b) Elma Sif, f. 1986. Sambýlismaður hennar er Árni Gunnar Ásgeirsson, f. 1982. c) Árni Jón, f. 1992. Börn Einars Árna með Wanjiru Wahome: c) Samúel Wahome, f. 2007. d) Elín Njoki, f. 2008. 3) Stúlka, f. 8. maí 1963, d. sama dag. 4) Sigfríður Guðbjörg, f. 12. desember 1964. Eiginmaður hennar er Egill Össurarson, f. 16. Í dag er til moldar borinn Sigurjón Árnason, tengdafaðir minn og einn af mínum hjartfólgnustu vinum. Það var sjálfsagt ekki björgulegur eða traustvekjandi náungi sem vor- dag einn, fyrir löngu síðan, stóð á tröppunum hjá Sigurjóni, búinn að herða upp hugann til að spyrja eftir dóttur hans. Bara orðið eitt og sér; „tilvonandi tengdapabbi“ hefur, eins og menn vita, ætíð hljómað frekar ábúðarmikið, svo maður ekki segi ógnvekjandi. Enda var horkranginn veginn eftir glöggu auga, en viti menn. Á þeirri stundu og ætíð síðan var engu nema hlýju og væntum- þykju að mæta hjá Sigurjóni og öllu hans fólki. Fljótt myndaðist vinátta og traust milli okkar, er hélst allar götur síðan. Fyrir það verð ég alla tíð þakklátur. Ófá eru handtökin sem hann átti, ekki bara kringum bílaútgerð minn- ar fjölskyldu, heldur við svo ótal- margt annað. Ekki taldi hann til dæmis eftir sér, þegar tengdasonur- inn hafði álpast á ljósastaur við bíla- stæðið hans, að eyða mörgum dögum í að gera við bifreiðina. Með viðgerð- inni fylgdu glettnar glósur um at- hygli bílstjórans í viðureigninni við ljósastaurinn, enda kímnigáfa við- gerðarmannsins í góðu lagi. Mörgum manninum hefur Sigurjón bjargað úr vanda varðandi viðgerðir á bílum og hverskonar hlutum, stundum gert við úti í móa eða við aðrar enn furðu- legri aðstæður. Gjarnan þurfti þá að byrja á að smíða verkfærin, en það vafðist ekkert fyrir honum. Engan mann hef ég vitað úrræðabetri við slíka hluti. Orðið „ómögulegt“ var ekki til í orðabók Sigurjóns Árnason- ar. Engan mann hef ég vitað duglegri við að halda utan um fjölskyldu sína. Alltaf var hann í daglegu sambandi við börnin sín og barnabörn. Þó þau hafi tíðum búið vítt og breitt um landið, stundum jafnvel erlendis, vildi hann vita hvað þeim liði. Hann var sannur fjölskyldufaðir í þessu sem öðru. Sigurjón hafði alla tíð brennandi áhuga á öllum veiðiskap, sér í lagi fiskveiðum og sjósókn, enda allt sem viðkom bátum hugleikið honum. Allt fram á síðasta dag spurði hann frétta af aflabrögðum báta á Patreksfirði og víðar. Nú þegar þú, kæri vinur, hverfur til betri heima, fylgja þér kærar minningar allra ástvina þinna og þeirra sem þú kynntist á lífsleiðinni. Þær minningar eru allar bjartar. Við sjáumst svo þegar kallið mitt kemur. Egill Össurarson. Ótal minningar hafa streymt um hugann þessa síðustu daga. Þeir voru ófáir dagarnir sem ég eyddi með ykkur ömmu, og öðrum ættingj- um, á Bergi í Flatey og ég hugsa til þeirra með hlýju um leið og ég minn- ist þín, elsku stóri sterki afi minn. Þaðan er mér það einna minnisstæð- ast þegar ég sat oft á skörinni hjá þér uppi á lofti og hlustaði hugfangin á sögurnar þínar, þú kunnir þær ansi margar en uppáhaldið mitt var sag- an um stóra hvalinn sem hafði ein- hverju sinni verið að hrekkja þig úti á Breiðafirðinum. Það eiga sko ekki allir afa sem hafa lent í svona stór- ræðum. Þú áttir ávallt til góð ráð og ég veit að þér fannst ég ekki alltaf velja það rétta, en ég gleymi aldrei deginum seinnipart síðastliðins sumars þegar ég kynnti ykkur ömmu fyrir Bjarna Sigmari. þið tókuð strax ástfóstri við hann og þú sagðir mér oftar en einu sinni hvað þetta væri góður strákur og hve þér þætti vænt um hann. „Og því máttu alveg skila til hans frá mér“ bættirðu við. Elsku afi, við þökkum þér sam- fylgdina öll þessi góðu ár og kveðjum þig með þeirri vissu að þú vakir yfir okkur sem eftirlifum þig. Berglind Eir, Bjarni Sigmar og Einar Össur. Sigurjón Árnason ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGVARS ÞORGILSSONAR fyrrverandi flugstjóra, Vogatungu 19, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Inga Thorlacius, Ágústína Ingvarsdóttir, Kristinn Sigtryggsson, Haraldur Ingvarsson, Nanna K. Árnadóttir, Þorgils Ingvarsson, Hólmfríður Benediktsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hvammstanga, síðast til heimilis í Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Guðmundur Ingólfsson, Kolbrún Ingólfsdóttir og fjölskylda, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Elínborg Guðmundsdóttir. ✝ Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, TRYGGVI RAGNARSSON, Gránufélagsgötu 7, Akureyri, er látinn. Útför hans fór fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Stefán Ragnarsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Egg, Skagafirði. Starfsfólki deildar III og dagvistunar á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki eru færðar þakkir fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.