Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010
RANNSÓKN vísindamanna í
Bangladess bendir til þess að lofts-
lagsnefnd Sameinuðu þjóðanna,
IPCC, hafi ýkt hættuna sem landinu
er talin stafa af loftslagsbreytingum
í heiminum og hækkun sjávarborðs.
Loftslagsnefndin sagði í skýrslu
sinni árið 2007 að ef sjávarborð
hækkaði um einn metra myndu um
17% af landsvæðum Bangladess
hverfa undir sjó og um 20 milljónir
manna þyrftu að flýja heimkynni sín
fyrir árið 2050.
Ný rannsókn vísindamanna í
Bangladess bendir hins vegar til
þess að loftslagsnefndin hafi hunsað
eða vanmetið hvernig árframburður
geti vegið upp á móti hækkun
sjávarborðs.
Meginhluti strandarinnar
breytist ekki
Rajendra Pachauri, formaður
loftslagsnefndarinnar, varði spá
hennar. „Við getum ekki hrapað að
ályktunum á grundvelli einnar
rannsóknar,“ sagði hann. „IPCC lít-
ur á fjölda útgefinna rannsókna áð-
ur en hún dregur upp yfirvegaða
mynd af því sem líklegt er að ger-
ist.“
Vísindamenn í Bangladess segja
hins vegar að loftslagsnefndin hafi
ekki tekið tillit til þess að á ári
hverju berst um milljarður tonna af
jarðvegi með ám frá Himalajafjöll-
um til Bangladess. „Setmyndun hef-
ur breytt strönd Bangladess í þús-
undir ára,“ sagði Maminul Haque
Sarker, forstöðumaður rannsókna-
stofnunarinnar CEGIS sem stjórn-
aði rannsókn á setmynduninni. Þró-
unarbanki Asíu fjármagnaði
rannsóknina.
Sarker bætti við að þótt sjávar-
borðið hækkaði um metra eins og
IPCC gerir ráð fyrir benti nýja
rannsóknin til þess að meginhluti
strandlínunnar héldist óbreyttur
vegna setmyndunarinnar. „Rann-
sóknin sýnir að breytingar verða á
flóðum og áhrifum þeirra í Bangla-
dess vegna hækkunar sjávarborðs
en breytingarnar verða minni en
spáð hefur verið.“
Loftslagsnefndin hefur áður verið
gagnrýnd fyrir óvönduð vinnubrögð,
meðal annars fyrir þá fullyrðingu að
„mjög líklegt“ sé að allir jöklar í
Himalajafjöllum verði horfnir árið
2035. Engar rannsóknir munu vera
að baki fullyrðingunni. bogi@mbl.is
Ýkti áhrif lofts-
lagsbreytinga í
Bangladess
Nefndin vanmat áhrif setmyndunar
SÓLARRANNSÓKNAFAR banda-
rísku geimrannsóknastofnunar-
innar NASA hefur sent nýjar skýr-
ar myndir af sólinni til jarðar. Sýna
þær hvernig efni streymir frá sól-
blettum, þar á meðal í stórri öldu
sem fer yfir sólina.
Vísindamenn NASA sögðust vera
himinsælir með gæði myndanna.
Geimfarið á að skyggnast djúpt inn
í sólina og út í ystu lög hennar.
Myndirnar gera vísindamönnum
kleift að rannsaka sólina af mun
meiri nákvæmni en áður var hægt.
Farinu, sem nefnist Solar Dynamics
Observatory eða SDO, var skotið á
loft í febrúar og það tekur ljós-
myndir á tíu bylgjulengdum af sól-
inni á 10 sekúndna fresti. Farið
sendir daglega 1,5 terabæt af gögn-
um til jarðar.
Gert er ráð fyrir að farið sendi
myndir a.m.k. næstu fimm árin og
vísindamenn vona að þær auki
skilning þeirra til muna á því
hvernig sólin hefur áhrif á lífið á
jörðinni. Fjallað er um sólarrann-
sóknafarið og myndirnar á stjörnu-
fræðivefnum: stjornuskodun.is
Reuters
Hiti Sólin í orkuríku útfjólubláu ljósi. Litirnir tákna mismunandi hitastig
gassins. Rauður táknar lægstan hita en grænn og gulur mun heitara gas.
Reuters
Gos Strókur gýs upp frá sólinni.
Himinsælir
með nýjar
sólarmyndir
Hafðu samband
sími 444 7000 • arionbanki.is
Ert þú í Vildarþjónustu
Arion banka?
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
A
R
I
49
90
4
04
/1
0
Nánari upplýsingar um Vildarþjónustu
Arion banka má nálgast á arionbanki.is
Kynntu þér ávinning þinn
á árinu 2009 í Netbankanum.
EFTIR SKÝRSLUNA
NÆSTU SKREF
Rann
sókna
rnefnd
Alþing
is
Aðdrag
andi og
orsakir
falls ísle
nsku ba
nkanna
2008
og teng
dir atbu
rðir
3
R
a
n
n
só
kn
a
rn
e
fn
d
A
lþ
in
g
is
A
ðdragandi og
orsakir
falls íslensku
bankanna
2008
og
tengdir
atburðir
Rannsókn
arnefnd A
lþingis
Aðdragandi o
g orsakir
falls íslensku
bankanna 20
08
og tengdir at
burðir
2
R
a
n
n
s
ó
k
n
a
rn
e
fn
d
A
lþ
in
g
is
di og
orsakir
falls íslensku
bankanna
2008
og
tengdir
atburðir
Rannsóknarnefnd Alþingis
Aðdragandi og orsakir
falls íslensku bankanna 2008
og tengdir atburðir
1
RÁÐSTEFNA HÁSKÓLANNA Á AKUREYRI,
BIFRÖST OG Í REYKJAVÍK
www.hr.is | www.bifrost.is | www.unak.is
Laugardaginn 24. apríl í Háskólanum í Reykjavík við Nauthólsvík, Antares, frá kl. 10:00 – 17:30.
Sunnudaginn 25. apríl í Háskólanum á Akureyri, í stofu L201, frá kl. 10:00 – 17:30.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis breytir öllum forsendum opinberrar umræðu um bankahrunið 2008.
Í skýrslunni er ítarleg frásögn af aðdraganda hrunsins ásamt mati á því hvernig ákvarðanir voru teknar og
stefna mótuð í stjórnsýslu og í viðskiptalífi. Skýrslan stuðlar að upplýstri og uppbyggilegri umræðu um
íslenskt samfélag og er tilgangur ráðstefnunnar að halda þeirri umræðu áfram.
Átján fræðimenn við háskólana þrjá flytja stutt erindi á sex málstofum þar sem leitast verður við að draga
lærdóm af hruninu.
10:00 – 10:55 Bankarnir: Guðrún Johnsen, Svanborg Sigmarsdóttir og Stefán Kalmansson.
11:00 – 11:55 Hagstjórn: Helgi Bergs, Friðrik Már Baldursson og Hanna Katrín Friðriksson.
13:00 – 13:55 Ákvarðanir: Jón Ólafsson, Ágúst Þór Árnason og Eiríkur Bergmann Einarsson.
14:00 – 14:55 Fagstéttir: Sigurður Kristinsson, Njörður Sigurjónsson og Birgir Guðmundsson.
15:30 – 16:25 Hið opinbera: Páll Þórhallsson, Margrét Vala Kristjánsdóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
16:30 – 17:30 Uppgjör: Sigurður Tómas Magnússon, Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Heiðar Frímannsson.
Málstofunum verður stýrt af þeim: Ágústi Einarssyni, rektor Háskólans á Bifröst, Bryndísi
Hlöðversdóttur, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, Hans Kristjáni Guðmundssyni, deildarforseta
viðskipta- og raunvísindasviðs HA og Ragnhildi Helgadóttur, prófessor við lagadeild HR.
Allir velkomnir!