Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 20
                     !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-.,/ +01.21 +,-.+0 ,,.0,3 ,+.4/0 +1.1-+ ++-.0- +./1+1 +0/.04 +12.4, +,-.53 +01.55 +,-.51 ,,.00+ ,+.12/ +1.-// ++0./+ +./151 +03.53 +1+.+ ,,1.0/,3 +,-.-5 +0-.2/ +,-.05 ,/.25- ,+.141 +1.--5 ++0.43 +./101 +05.+, +1+.5- 20 ViðskiptiVIÐSKIPT | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Eftir að Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Kefla- víkur má segja að fátt sé orðið í hópi þeirra íslensku fjármálastofn- ana sem lifað hafa fjármálakrepp- una. Yfirvöld hafa greint frá því að átta litlir sparisjóðir starfi enn. Helstan má þar nefna MP-banka. Einnig hefur Sparisjóður Suður- Þingeyinga staðið af sér moldviðrið á fjármálamörkuðum, en sjóðurinn var eini bankinn á Íslandi árið 2008 sem var að fullu fjármagnaður á innlánum. Einnig eru nokkrir smærri sparisjóðir til viðbótar sem lifðu af fjármálakreppuna. Sé litið til afkomu kjarna- starfsemi sparisjóða á Íslandi árið 2007 kemur í ljós að hún er í flest- um tilfellum neikvæð. Samkvæmt samstæðureikningi SPRON, eitt sinn stærsta sparisjóðsins, nam hagnaður 2007 um 3,3, milljörðum króna. Samkvæmt yfirliti sem Fjár- málaeftirlitið birti snemma í sept- ember 2008 kemur í ljós að afkoma sparisjóðsins var hins vegar nei- kvæð um ríflega 1,7 milljarða sé eingöngu litið til kjarnastarfsemi. Kjarnastarfsemi Sparisjóðs Kefla- víkur skilar tapi upp á milljarð og afkoma kjarnastarfsemi Byrs er neikvæð um 750 milljónir. Sé litið til stærðar SPRON, Byrs og Spari- sjóðs Keflavíkur er augljóst að kjarnastarfsemi síðastnefnda sjóðs- ins skilar hlutfallslega mestu tapi. Því er ljóst að hagnaður sparisjóða- kerfisins var að drifinn áfram af hækkandi gengi hlutabréfa. Skiptir þar mestu gengisþróun Exista, en sparisjóðirnar áttu stóran hlut í því félagi í gegnum fjárfestingafélagið Kistu. thg@mbl.is Fáir bankar sem ekki fóru í þrot Morgunblaðið/Árni Sæberg Exista Sparisjóðakerfið átti nokkuð undir afkomu Exista. Gengishagnaður hlutabréfa kom afkomu margra sparisjóða yfir núllið.  Afkoma kjarnastarfsemi lök árið 2007 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is Kröfuhafar Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur þurfa að afskrifa um 80 milljarða króna í kjölfar yfirtöku rík- isins á sjóðunum tveimur. Greint var frá því að kvöldi sumardagsins fyrsta að Fjármálaeftirlitið hefði tekið yfir stjórn beggja sjóða. Viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sjóðanna hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Endanlegur frestur beggja sjóða rann síðan út á miðnætti 21. apríl síðastliðinn. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hafði sam- þykki nánast allra kröfuhafa fengist fyrir ákveðinni endurskipulagning- aráætlun, en á síðustu metrunum hefðu einhverjir úr hópi hinna er- lendu kröfuhafa bakkað út. Ákveðnir aðilar, sem áttu einnig hagsmuna að gæta hjá SPRON og Straumi, eru sagðir efins um að hægt sé að beita neyðarlögunum, sem samþykkt voru í október 2008, í dag. Beiting lag- anna, og þá sér í lagi færsla inni- stæðna fremst í kröfuröð, hafi verið réttlætanleg í október 2008 þegar neyðarástand hafi ríkt á íslenskum fjármálamarkaði og bankaáhlaup að eiga sér stað. Hins vegar sé allt ann- að ástand uppi í dag, og því hæpið að beita lögunum nú. Í október 2008 gaf ríkisstjórn Ís- lands út yfirlýsingu þess efnis að inn- lán væru að fullu tryggð. Sú yfirlýs- ing er enn í gildi. Innlán í Byr og Sparisjóði Keflavíkur nema sam- anlagt um 200 milljörðum króna. Stofnfé fært niður Margir aðilar komu að samninga- borðinu í viðræðum um end- urskipulagningu sjóðanna tveggja. Þar á meðal voru stofnfjáreigendur, en á tímabili stefndi í að þeir héldu eftir einhverju af stofnfé sínu. Í til- felli Byrs var rætt um að eigendur stofnfjár héldu eftir um 4% af sinni eign. Svipað var upp á teningnum hjá Sparisjóði Keflavíkur. Nafnverð stofnfjár í Byr er um 30 milljarðar króna, en í Sparisjóðnum í Keflavík er það um helmingi lægra. Margar fréttir hafa verið sagðar af Ríkið tekur sparisjóði  Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík í vikunni og skipaði þeim bráðabirgðastjórnir  Sjóðirnir færðir inn í ólík félagaform Í HNOTSKURN »Erlendir kröfuhafartelja hæpið að beita neyðarlögunum við núver- andi aðstæður. »Fjármálaeftirlitið hef-ur tekið yfir rekstur Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík. »Tugir milljarða tapast,bæði hjá kröfuhöfum og stofnfjáreigendum. »Sjóðirnir eru færðir yf-ir í nýstofnuð félög, SpKef sparisjóð og Byr hf. Fjármálaeftirlitið hefur skipað Byr og Sparisjóði Keflavíkur bráðabirgðastjórn. Talið er að er- lendir kröfuhafar láti reyna á hvort lögmætt sé að beita neyð- arlögum 18 mánuðum eftir hrun. Morgunblaðið/Kristinn Byr Kröfur upp á alls 58 milljarða munu tapast. Erlendir kröfuhafar eru sagðir hafa stöðvað samningaviðræður á síðustu metrunum. ● MOODY’S-matsfyrirtækið breytti í gær horfum á lánshæfismati ríkissjóðs á innlendum og erlendum skuldbind- ingum úr neikvæðum í stöðugar. Fyr- irtækið segir að breytinguna megi rekja til bættrar erlendrar lausa- fjárstöðu ríkissjóðs Íslands vegna end- urnýjunar fjármögnunar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norð- urlöndum. Horfur orðnar stöðugar ● FRAMLEIÐSLA í Bretlandi óx um 0,2% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við fyrri fjórðung. Sér- fræðingar höfðu spáð 0,4% vexti. Efnahagsmál hafa verið eitt helsta um- ræðuefnið í kosningabaráttunni í Bret- landi. Verkamannaflokkurinn og frjáls- lyndir demókratar segja að vöxturinn sýni að tillögur íhaldsmanna um nið- urskurð séu hættulegar, en íhalds- menn segja að skattahækkanir myndu ógna frekari hagvexti. Hagvöxtur í Bretlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.