Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 28
28 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Stórfréttir í tölvupósti EFTIR að ég nýlega las greinar í Morg- unblaðinu eftir Svein Halldórsson, formann Framsóknarfélags Hafnarfjarðar, þar sem hann lýsir vinnu- brögðum flokkseig- endafélagsins, sem hann kallar svo og seg- ir að öllu ráði þar, þá hvatti það mig til að segja örlítið frá vinnubrögðum sem viðhöfð voru hér í Framsóknarfélagi Akureyrar við galopið prófkjör, sem fram fór í janúar sl. vegna sveit- arstjórnarkosninganna í vor. Eftir framhaldsfund í félaginu þar sem ekki allir voru sammála um ágæti galopins prófkjörs fór það svo að það var samþykkt með meirihluta atkvæða af klíku þeirri, sem ákveð- inn aðili í félaginu stýrir, og voru sett fram mjög léleg rök fyrir því. Þetta var m.a. gert í nafni lýðræðis, sem er að verða eitt mest notaða orðið í ís- lensku, en jafnframt það sem er oft- ast nauðgað, þ.e. notað til að fela hið raunverulega. Ég hef alla tíð verið á móti gal- opnu prófkjöri af þeirri einföldu ástæðu að ég hef ekki viljað að ann- arra flokka fólk raði á framboðslista hjá Framsókn því það leiði til spill- ingar og skemmdarverka, og hef mælt með uppstillingu, sem síðan er borin undir flokksfólk og það látið ráða. Í kosningunum 2006 var einnig galopið prófkjör viðhaft við uppstill- ingu á listann og þá töpuðust tveir bæjarfulltrúar, en Framsókn á Ak- ureyri hefur í gegnum árin verið með þrjá til fjóra bæjarfulltrúa og þá hef- ur verið viðhöfð uppstilling og kosn- ing. Nú erum við með EINN. Vinnubrögðin hafa verið slík innan Framsóknarfélags Akureyrar að æ færri mæta þar á fundi og flokks- bundið fólk skilar sér jafnvel ekki að kjörborðinu vegna þess því líkar ekki klíkustarfsemin, og ekki heldur það utanflokksfólk sem er vélað til að kjósa í galopnum prófkjörum. Og einu sinni enn átti „lýðræðið“ að „blífa“. Mér hafa borist upp- lýsingar um að ómæld smölun hafi m.a. verið í gangi innan ákveðins íþróttafélags hér í bæ og þar var sumu fólki, sem bauð sig fram í prófkjörinu en þókn- aðist ekki klíkunni, út- húðað og það uppnefnt. Einnig var mér sagt að listi hefði gengið inn- an íþróttafélagsins þar sem raðað var í fjögur fyrstu sætin, sem sýndi hvernig fólk átti að kjósa, en þar skipuðu sæti m.a. fyrrum frægar hetjur í íþróttum innan félagsins. Allur þessi áróður varð m.a. til þess að fyrrverandi bæjarfulltrúi og núverandi varafulltrúi, sem er kona, hrundi niður í 8. sæti listans, en hún hefur unnið Framsóknarfélagi Ak- ureyrar meira gagn en flestir aðrir félagsmenn, bæði í bæjarstjórn og á öðrum sviðum. En engu er eirt af klíkunni. Auðvitað tók viðkomandi ekki sæti á listanum og það gerðu tveir aðrir líka, sem höfðu gefið kost á sér í prófkjörinu og höfðu fengið sinn skerf af áróðrinum. Það skal tekið fram að báðir þessir aðilar eru hætt- ir að mæta á fundi og annar þeirra sagði sig úr Framsóknarfélagi Ak- ureyrar. Eru þetta líðandi vinnubrögð? Hér í bæ er listinn kallaður KA-listinn. Nýútkomin skýrsla rannsókn- arnefndar Alþingis fjallar mikið um siðferði og þó að hún sé óskyld þess- um skrifum sýnist manni að margir fleiri mættu líta í eigin barm hvað siðferði varðar. Um galopin prófkjör Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » ...æ færri mæta þar á fundi og flokksbundið fólk skilar sér jafnvel ekki að kjörborðinu vegna þess því líkar ekki klíkustarfsemin... Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. ritstjóri. ÞETTA var yfirskrift átaks gegn heimilisofbeldi sem sett var í gang árið 2006. Nú er þörf á því að end- urvekja þetta átak til að sporna við kynferðislegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín eða börnunum okk- ar. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi sýna átakanlegar tölur eða að 17% barna verða fyrir kynferðis- legu ofbeldi fyrir 18 ára aldur, ein af hverjum fimm stelpum og einn af hverjum 10 strákum. Rannsóknir sýna ennfremur að karlmenn eru gerendur í yfir 90% tilfella og að gerandinn er í flestum tilfellum tengdur fórnarlambinu fjöl- skylduböndum. Þetta hefur alltaf verið feimnismál og erfitt að ræða, ekki síst hjá okkur karlmönnunum, þess vegna er mikilvægt að við nýt- um okkur þetta átak og verðum meðvitaðir um þetta ofbeldi sem er að gerast í kringum okkur. Opnum umræðuna, fræðum okkur í leiðinni og þá erum við tilbúin að fræða börnin, það er dýrt fyrir samfélagið að gera ekki neitt. Stærstur hluti baráttufólks um kynferðislegt of- beldi gegn börnum er kvenmenn, oftar en ekki fórnarlömbin sjálf sem hafa viljað forða sem flestum börn- um frá því að þurfa að upplifa þá ægilegu lífsreynslu sem kynferð- islegt ofbeldi er. Aðeins fimm prósent af þeim sem mættu á ljósagöngu gegn kyn- bundnu ofbeldi voru karlmenn, af um það bil 30 leiðbeinendum hjá samtökunum Blátt áfram eru aðeins þrír karlmenn. Það er alveg ljóst að við verðum að taka okkur á, við karl- menn verðum að stíga fram og sam- einast baráttukonunum, þetta er far- aldur og það er okkar samfélagslega ábyrgð að taka á þessum faraldri. Það var laglega tekið á svínaflens- unni á sínum tíma, rokið upp til handa og fóta og ekkert sparað til hjá ríki og bæjarfélögum, af hverju getum við ekki tekið á þessum far- aldri með slíkum hætti? Við karl- mennirnir þurfum að leggja karl- mennskuna til hliðar og fara að tala opinskátt um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og leggja þessari bar- áttu lið. Að lokum skora ég á önnur bæjar- félög að taka Akureyrarbæ til fyrir- myndar og senda fólk á kostnað bæj- arins á leiðbeinendanámskeið á vegum Blátt áfram, fræða og opna þessa umræðu fyrir fólk sem vinnur með börnum. HLYNUR BIRGISSON, forstöðumaður Vinnuskólans á Akureyri. ORRI STEFÁNSSON, umsjónarmaður félagsmiðstöðv- arinnar Tróju á Akureyri. Þeir eru báðir leiðbeinendur hjá samtökunum Blátt áfram. Frá Hlyni Birgissyni og Orra Stefánssyni Karlmenn til ábyrgðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.