Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010
SAMFYLKINGIN
í Kópavogi hefur nú
lagt fram eitt af
stefnumálum sínum
fyrir komandi kjör-
tímabil, undir nafninu
Kópavogsbrú.
Kópavogsbrú geng-
ur út á að bæj-
arfélagið sjái til þess
að hálfbyggðar fast-
eignir í bænum verði
kláraðar og er ein-
kennandi fyrir þann mikla mun sem
er á jafnaðarmönnum og frjáls-
hyggjumönnum þegar kemur að
stjórn efnahagsmála. Meðan frjáls-
hyggjumenn byggja stefnu sína að
mestu leyti á hugmyndafræði sinni
beita jafnaðarmenn helst þeim að-
ferðum sem best hafa reynst. Eitt
einkenni þessa er sú staðreynd að
helsti hugmyndafræðingur frjáls-
hyggjumanna í efnahagsmálum,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
hefur ekki bakgrunn í hagfræði.
Kópavogsbrú byggist á þeim lærdómi
að hið opinbera hafi hlutverki að
gegna við að minnka sveiflur í hag-
kerfinu. Þannig eigi opinber umsvif
að aukast í kreppu sem svo eru fjár-
mögnuð með sköttum þegar þenslan
er meiri í hagkerfinu.
Eitt þekktasta dæmi um
velheppnaða aðgerð af
þessu tagi er þegar
Roosevelt kom Banda-
ríkjamönnum úr krepp-
unni miklu með umfangs-
miklum opinberum
framkvæmdum. Frjáls-
hyggjumenn hérlendis
hafa ekki sömu sýn.
Ríkisstjórn sjálfstæðis-
og framsóknarmanna
lækkaði skatta þegar
þenslan var sem mest og í Kópavogi
hafa sömu flokkar eytt 20 milljörðum
umfram efni á þessu kjörtímabili.
Þ.e.a.s. tæpri milljón á hvern Kópa-
vogsbúa. Fyrir utan að vera að öllum
líkindum arðbær framkvæmd þá
fylgja Kópavogsbrú önnur jákvæð
áhrif fyrir bæjarsjóð. Fasteignagjöld
fást af fullbúnum eignum og nýir íbú-
ar greiða útsvar. Sú vinna sem skap-
ast við framkvæmdirnar minnkar
einnig atvinnuleysi og þar með fjár-
útlát félagsþjónustu bæjarins. Allt
eru þetta þættir sem verktakar taka
ekki með í reikninginn sem gæti leitt
til þess að töf yrði á framkvæmdum af
þeirra hálfu. Það sem skiptir þó líka
miklu máli er að útlit heilu hverfanna
batnar til muna þegar þau sár sem
hálfbyggðar byggingar eru hverfa.
Kópavogsbrú
Eftir Guðmund
Örn Jónsson
Guðmundur
Örn Jónsson »Kópavogsbrú gengur
út á að bæjarfélagið
sjái til þess að hálf-
byggðar fasteignir í
bænum verði kláraðar
Höfundur er verkfræðingur og við-
skiptafræðingur.
UM SÖMU mundir og fréttir
berast af því að fjórðungur heimila
eigi í miklum greiðsluerfiðleikum,
þá skrifa helstu leiðtogar rík-
isstjórnar Steingríms J. og Sam-
fylkingar upp á loðna viljayfirlýs-
ingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Viljayfirlýsingin var forsenda
þess að AGS veitti landinu frekari
lán og hafa ráðherrar látið í veðri
vaka að lánveitingin sé mikill hval-
reki. Viljayfirlýsing leiðtoga rík-
isstjórnarinnar er einstaklega
sleikjulega orðuð og hefst með því
að ávarpa framkvæmdastjóra AGS
með orðunum „kæri Strauss
Kahn“ og kveðja hann í lok bréfs
með bljúgri, vinalegri kveðju: „yð-
ar einlæg“.
Viljayfirlýsingin sem römmuð er
inn hlýjum orðum ber
með sér hrímkaldar
kveðjur til almenn-
ings. Þar er ekki ein-
ungis um að ræða yf-
irlýsingu um að þjóðin
muni greiða Icesave
sem hún hafnaði í
þjóðaratkvæða-
greiðslu, heldur lýsir
ríkisstjórnin því yfir
að ekki muni verða
frekari aðstoð við
heimili í greiðsluerf-
iðleikum. Af vilja-
yfirlýsingunni má
ráða að það verði
engin frekari úrræði
fyrir skuldug heimili í
lok október 2010 önn-
ur en að bjóða heim-
ilin upp.
Tímabært er að
leiðtogar ríkisstjórn-
arinnar svari því
skýrt hvort það eigi
að leysa kreppuna
með fjöldagjald-
þrotum heimilanna,
sérstaklega í ljósi lof-
orða um aukið gagnsæi og upplýs-
ingagjöf til almennings.
Kæri Strauss Kahn
Eftir Sigurjón Þórðarson
Sigurjón
Þórðarson
» Viljayfirlýsing rík-
isstjórnarinnar er
einstaklega sleikjulega
orðuð en ber með sér
kaldar kveðjur til al-
mennings.
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
Til sölu vörumerkið „Players Sport Cafe"
Þrotabú Play Kaffi ehf. auglýsir til sölu vörumerkið „Players Sport Cafe".
Um er að ræða skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu nr. 632/2000 undir
flokknum veitingaþjónusta.
Tilboðum sem innihalda upplýsingar um tilboðsgjafa og kaupverð skal
skilað inn til skiptastjóra á netfangið gudni@loggardur.is fyrir 1. maí nk.
Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum
tilboðum.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 568 1636 eða 694 8575.
f.h. þrotabús Play Kaffi ehf.
Guðni Á. Haraldsson, hrl.
Tímapantanir
534 9600Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir
hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt
og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með
tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með
hátalara til allra átta.
Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta
Frí ráðgjöf í apríl
ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt
hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur
fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum
nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að
átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið
þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu.
SURROUND
KRINGÓMA
Sameinum krafta
-byggjum upp
21. apríl Reykjavík kl. 12:00 – Valhöll
23. apríl Kópavogur kl. 12:00 – Félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Hlíðasmára 19
24. apríl Vestmannaeyjar kl. 11:00 – Ásgarður, félagsheimili sjálfstæðisfélaganna
25. apríl Árborg, kl. 16:00 – Hótel Selfoss
26. apríl Akureyri, kl. 20:00 – Hótel KEA
27. apríl Fjarðabyggð kl. 12:00 – Fjarðarhótelið, Reyðarfirði
Egilsstaðir kl. 20:00 – Hótel Hérað
28. apríl Borgarnes kl. 20:00 – Menntaskóli Borgarfjarðar
29. apríl Ísafjörður kl. 20:30 – Hótel Ísafjörður
30. apríl Skagafjörður kl. 12:00 – Ljósheimar
1. maí Reykjanesbær kl. 11:00 – Sjálfstæðishúsið í Njarðvík
Nánari upplýsingar: www.xd.is
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, ræðir við
landsmenn og svarar fyrirspurnum um
rannsóknarskýrslu Alþingis á opnum
fundum um land allt.
Allir velkomnir.
Bjarni Benediktsson á fundum um land allt