Morgunblaðið - 24.04.2010, Page 31

Morgunblaðið - 24.04.2010, Page 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 sem mun alltaf fylgja mér. Með sorg í hjarta kveð ég þig elsku afi og vinur minn. Minningin um frábæran mann mun lifa. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sólrún Eva. Elsku afi minn, ég sakna þín mjög mikið. Þú varst alltaf svo brosandi og hlýr sama hvað lífið var erfitt. Þú varst alltaf svo góður og hjálpsamur við alla í kringum þig. Þú lékst þér alltaf með okkur krökkunum og kenndir mér flestöll spilin sem ég kann, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég þakka líka fyrir allar góðu stund- irnar okkar saman. Hildur Birta. Elsku afi minn, það var alltaf svo gaman að hringja í þig þegar ég var búinn á íþróttamótum til að láta þig vita hvernig hefði gengið. Takk fyrir allar stundirnar okkar saman, takk fyrir að kenna mér að spila og takk fyrir að setja króka á verðlaunagripahilluna mína. Ég sakna þín afi. Hinrik Logi. Kæri Bjössi, Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir) „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald. Briem) Þín mágkona, Anna B. Stefánsdóttir (Lilla). Hann Bjössi frá Nautabúi hefur kvatt okkur allt of snemma. Minn- ingar okkar um Bjössa hennar Jónu frænku eru margar og allar góðar, hvernig sem á þær er litið. Hann kom oft á heimili foreldra okkar og var þá margt spjallað og ekki síður hlegið og skemmt sér. Líka var spilað langar stundir og gat fylgt því töluverður hávaði, hlátrasköll glumdu og barið var í borð þegar slagir voru teknir. Þetta urðum við krakkarnir vör við enda ávallt gleði og léttleiki með í för þegar Bjössi og Jóna komu í heim- sókn. Framan af fylgdu krakkarnir þeirra með og þá var tekið til við ýmsar íþróttir og leiki. Þetta voru skemmtilegir og eftirminnilegir dag- ar. Mörgum góðum kostum var Bjössi búinn og einn þeirra var hjálpsemi hans. Ekki þurfti nema eitt orð, þá var hann boðinn og búin til að hjálpa og aðstoða eins og hann gat. Þetta fylgdi honum alla tíð, að taka vel í beiðni þeirra sem vantaði aðstoð. Eftir að fjölskyldan á Nautabúi brá búi og flutti á Sauðárkrók kom Bjössi oft í Marbæli og greip í heykvísl og mokaði í blásarann eða annað sem þurfti. Bjössi hafði greinilega gaman af verunni í sveitinni og sannaðist það rækilega þegar þau hjónin komu sér upp sumaraðstöðu á Marbæli. Þegar þau voru þar var unnið dag og nótt við að gera svæðið sem best úr garði. Stórt hjólhýsi kom þangað einn dag- inn, svo var plantað trjám, kartöflu- garður var gerður, akvegur og bíla- stæði. Er þá aðeins fátt eitt talið. Allt var gert með sömu natninni og bar snyrtimennsku og elju þeirra hjóna glöggt vitni. Svæðið er stórglæsilegt og virkilega gaman að koma þangað. Þarna átti Bjössi margar góðar stundir í seinni tíð, að puða við slátt, klippa greinar og halda öllu hreinu og snyrtilegu. Svo ekki sé nú talað um þegar öll fjölskyldan kom í heimsókn, börnin hans og barnabörnin. Þá fór Bjössi hreinlega á kostum og þreytt- ist aldrei á að snúast í kringum og sinna eldri sem yngri. Okkur rennir grun í að eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur hafi hugur þeirra ætíð verið í Skagafirði. Oddný, Jóna, börn, barnabörn, tengdabörn, systkini Bjössa, aðrir ættingjar og vinir. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um góðan mann og kæran vin lifir. Systkinin frá Marbæli, Kolbrún, Hjalti, Haukur og Edda. Kveðja frá íbúum í Gimli Það var á vordögum árið 1997 sem ráða þurfti nýjan húsvörð í húsið okkar. Úr hópi fjölda umsækjenda voru valin Björn Ragnarsson og kona hans Jóna Bergsdóttir. Þau komu til okkar frá Sauðárkróki og höfðu þá búið í Skagafirði frá fæðingu. Það kom fljótt í ljós að hér hafði verið vel valið. Björn helgaði sig þegar starf- inu og lærði á alla tæknina í húsinu en ekki síður á okkur íbúanna sem komnir eru á efri ár og eru þurfandi fyrir aðstoð og umhyggju. Hann lagði sig fram um að leysa úr vanda- málum okkar hvort sem það var að sjá um viðhald á húsinu eða ýmsar lagfæringar í íbúðum okkar og ekki spillti það fyrir að hann sá jafnan björtu hliðarnar á hverju máli. Það var stutt í brosið og gamanyrði. stundum með smá stríðni. Hann var einstaklega ljúfur maður og þægileg- ur í allri umgengni. Það var því mikið áfall að vakna við það að morgni 9. apríl að Björn var allur. Hann hafði ekki, svo fjölskyld- an og við vissum, kennt sér neins meins og var hress að vanda köldið áður. Við vissum að hann var búinn að ákveða að flytja aftur heim til Sauðárkróks næsta vor en að hann hyrfi á brott svo snögglega grunaði engan. Við kveðjum hann með söknuði sem kæran fjölskylduvin og vottum Jónu, börnunum og barnabörnunum innilega samúð okkar og þökkum þeim fyrir að efna til fallegrar minn- ingarathafnar um hann í hér í húsinu. Jón Thors. Bjössi Ragnars hefur verið kallað- ur frá okkur alltof snemma og eftir sitja samheldin fjölskylda og vinir sem hafa misst mikið. Lífið er víst ekki alltaf sanngjarnt. Kynni mín af Bjössa og Jónu hóf- ust fyrir rúmum tuttugu árum þegar við Inga dóttir þeirra kynntumst og urðum vinkonur. Fljótlega var ég orðin heimagangur hjá þeim á Grundarstígnum og síðan þá hafa þau verið afar kærir vinir. Margar minningar koma upp í hugann, hæst ber brosið hans því hann brosti alltaf með öllu andlitinu og það sem ein- kenndi hann var þessi endalausa gleði sem smitaði frá sér. Hann var afskaplega stríðinn en alltaf var þetta góðlátleg stríðni sem særði engan því fljótlega á eftir skotunum fylgdi hlát- ursroka eða þá glott, hann var alltaf brosandi. Bjössi var höfðingi heim að sækja og afskaplega bóngóður, gerði allt sem hann gat fyrir alla. Hann var frá- bær, hlýr, traustur og yndislegur maður og fjölskylda og vinir voru honum allt. Við sem eftir sitjum erum heppin því kostir hans er að finna í af- komendum og á þann hátt halda þau uppi minningu hans um aldur og ævi. Elskulega stórfjölskylda, þið hafið misst mikið en þið eigið líka hafsjó af minningum um frábæran mann sem gott er að ylja sér við. Ég sendi ykkur mínar dýpstu og innilegustu samúð- arkveðjur og bið þess að góður guð styrki ykkur og varðveiti. Elsku Bjössi, hafðu hjartans þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Guðrún Kristín Eiríksdóttir. Í dag er kvaddur frá Sauðárkróks- kirkju Björn Ragnarsson, sem lést um aldur fram 9. þ.m. Ég kynntist Birni fyrst þegar við hjónin fluttum í Miðleiti 7 árið 1998 en Björn var þar húsvörður. Frá fyrsta degi skynjaði ég að þar var einstakur ljúflingur, sem gott var að leita til ef vanda bar að höndum. Húsvarðarstarfið er erilsamt á stundum og ekki allra að sinna ólík- ustu þörfum íbúanna en Björn var ríkum kostum búinn til að leysa úr þeim með stakri prýði. Það lék allt í höndunum á honum og lagfærði hann ólíklegustu hluti með skrúfjárnið eitt að vopni. Ég sá hann aldrei skipta skapi, var alltaf kátur og hress með gamanyrði á vör og naskur á broslegu hliðar til- verunnar, sannur gleðigjafi. Við höfðum töluverð samskipti við hann vegna vinnunnar og hittumst því oft og ræddum um leið málin á léttu nótunum en áður en við vissum af vorum við þá kannski bæði komin „á flug“ norður í Skagafirði, en þar eru rætur okkar beggja. Við Magnús kveðjum Björn með þakklæti og virðingu og vottum hans góðu konu Jónu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Margrét Eggertsdóttir. Björn Ragnarsson, húsvörðurinn okkar í Miðleiti 5 og 7, dó óvænt að- faranótt 9. apríl. Hann verður borinn til grafar í heimabyggð sinni, Skaga- firði, laugardaginn 24. apríl. Björn hóf störf sem húsvörður á sömu vik- unum sem við fluttum í þetta hús fyr- ir tæpum 13 árum. Við höfum því fylgst að allan þann tíma sem hann þjónaði íbúum þessa húss. Sú nána viðkynning hefur tengt hann, alls óskyldan manninn, okkar lífi öll þessi ár. Myndin, sem hann hefur skilið eftir með okkur er af úrræðagóðum skagfirskum bónda, sem gat og vildi leysa hvers manns vanda, jafnvel langt út fyrir það verksvið sem hon- um var ætlað sem húsverði. Þannig vakti hann yfir velferð íbúa hússins af sérstakri natni. Öll störf vann hann í góðu skapi og með spaugsyrði á vör. Þegar fyrir kom að barnabörnin hans voru að sniglast kringum hann, þegar hann var að störfum, var hlýja hans og umhyggja svo augljós og gaf okk- ur viðbótarsýn inn í tilveru þessa ágæta manns. Við þessi vegamót minnumst við góðrar viðkynningar við þennan gegna mann og biðjum fjölskyldu hans styrks til þess að tak- ast á við þá sorg sem örlögin hafa fært henni. Sjálf syrgjum við góðan félaga og vin. Bergljót Jónatansdóttir og Jón Sigurðsson. Við sendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur til fjölskyldu Bjössa, ætt- ingja og vina við fráfall hans. Blessuð sé minning hans. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Björn Halldórsson) Jean Wragg og fjölskylda í Ashburton á Nýja-Sjálandi. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EÐVARÐ PÉTUR TORFASON fyrrverandi bóndi frá Brautartungu, Lundarreykjadal, síðast til heimilis á Bæjarási, Hveragerði, sem lést laugardaginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá Lundarkirkju Lundarreykjadal, í dag, laugar- daginn 24. apríl kl. 14.00. Margrét Kristjánsdóttir, Helgi Hannesson, Sveinn Gunnar Eðvarðsson, Anna Rafnsdóttir, Hildur Eðvarðsdóttir, Eiríkur Sveinsson, Guðni Eðvarðsson, Halldóra Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og dóttir, GUÐRÚN LÍNDAL BJÖRNSDÓTTIR, Hamravík 32, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 19. apríl, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 26. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem viljast minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Sigurður Gísli Jóhannsson, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, Gunnar Jóhann Elísson, Þóra Björk Líndal, Páll Ólason, Sævar Sigurðsson, Bryndís Friðjónsdóttir, barnabörn, systkini og foreldrar. ✝ Foreldrar okkar, tengdaforeldrar, dóttir mín, afi, amma, langafi og langamma, HAUKUR HAFSTEINN GÍSLASON rakari, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 20. apríl, og HANNA ÞÓRANNA SAMÚELSDÓTTIR húsmóðir, lést á Sjúkrahúsi Akraness, miðvikudaginn 21. apríl. Garðavík 3, Borgarnesi. Bryndís G. Hauksdóttir Hauth, Ólafur G. Gunnarsson, Ellý Hauksdóttir Hauth, Jón Viðar Gunnarsson, Gísli Friðrik Hauksson, Ragnheiður K. Óladóttir, Samúel Smári Hreggviðsson, Sigríður Kr. Jóhannsdóttir, Ólafur Magnús Hreggviðsson, Guðgeir Veigar Hreggviðsson, Sigrún Gestsdóttir, Margrét Dögg Hreggviðsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Margrét Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kæru ættingjar og vinir, innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, TRYGGVA EYJÓLFSSONAR vélstjóra, Vesturströnd 13, Seltjarnarnesi. Alúðarþakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi fyrir einstaka umönnun og nærgætni. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Gunnarsdóttir, Walter Tryggvason, Alma Ólafsdóttir, Ingvar Tryggvason, Maria Stroulis, Gunnar Hauksson, Guðrún Ingimarsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Birgir K. Hauksson, Sóley Erlendsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.