Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að ákveðið hafi verið að stofna hlutafélag um rekstur Byrs, „vegna stærðar málsins og hversu flókið og mikið úrlausn- arefni það er að vinna úr málum. Steingrímur segir líklegt að ríkið verði að leggja Sparisjóði Keflavík- ur til stofnfé. „Það eru vonbrigði að eftir þær löngu og erfiðu viðræður sem stofn- anirnar sjálfar hafa átt við sína kröfuhafa skyldi niðurstaðan verða þessi. Ríkið átti fyrst og fremst að- komu að því að stofnfjárframlög voru til reiðu að því tilskildu að menn næðu samningum við kröfu- hafana um nægjanlega niðurfærslu skulda þannig að út úr því kæmi eining sem uppfyllti kröfur Fjár- málaeftirlitsins um eigið fé og styrk. Við hefðum að sjálfsögðu helst viljað sjá þetta leysast með samningum.“ egol@mbl.is Flóknara að vinna úr mál- um Byrs Steingrímur J. Sigfússon skuldsettum stofnfjárkaupum, sér- staklega í Byr. Ljóst þótti að stofn- fjáreigendur höfðu þegar tapað nán- ast öllu af sinni eign í Byr. Með yfirtöku ríkisins strokast hún líklega alveg út. Ólík rekstrarform Tvö nýstofnuð félög hafa nú tekið við rekstri sjóðanna. SpKef spari- sjóður tekur við rekstri Sparisjóðs Keflavíkur. Athygli vekur að rekstur Byrs er færður yfir í hlutafélagið Byr hf. Þykir þetta til marks um að stjórnvöld ætli sér mismunandi hluti með sjóðina, en stofnun almenns hlutafélags utan um Byr kom ýmsum þeim sem unnu að endurskipulagn- ingunni á óvart. Meðal sparisjóða sem Byr hafði tekið yfir var Spari- sjóður Norðlendinga. Heimildir Morgunblaðins herma að ætlunin nú sé að aðskilja þann hluta aftur frá Byr, og sameina Sparisjóði Dalvík- inga sem er ekki vel staddur. Hið op- inbera muni síðan styrkja nýsamein- aðan banka til að skapa norðlenskan sparisjóð sem ætlað er að þjóna sín- um heimabyggðum. SpKef verður rekinn áfram í núverandi mynd. Ríkisstjórnin gaf það út í gær að fjárframlag til Byrs og Sparisjóðs Keflavík mundi til að byrja með nema 5 milljónum evra á hvorn banka, eða tæplega 900 milljónum króna. 58 milljarðar voru heild- arkröfur á Byr sem tapast að fullu. 22 milljarðar voru heild- arkröfur á Sparisjóð Keflavíkur sem tapast að fullu. 200 milljarðar af innistæðum eru í sparisjóðunum sem eru tryggðir af ríkinu. 900 milljónir króna eru lagðar til hvorum sparisjóði. 340 starfsmenn eru samtals á snærum Sparisjóðs Kefla- víkur og Byrs. Tölur og staðreyndir Rúmlega 200 starfa hjá spari- sjóðnum Byr, en starfsmenn Sparisjóðs Kefla- víkur eru um 140. Starfs- mannafundir voru haldnir hjá sjóðunum í gær- morgun en þar kom fátt nýtt fram. „Þetta er búinn að vera skrítinn dagur,“ sagði einn starfsmaður Byrs í samtali við Morgunblaðið. Fólk væri tæplega búið að átta sig á því sem hefði gerst. Viðræður við kröfuhafa hafa tekið marga mánuði og hafa starfsmenn almennt reikn- að með að þeim myndi ljúka með samningum. Sparisjóður Keflavíkur rekur útibú í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík, Sandgerði, Vogum, Ólafsvík, Hvammstanga, Patreks- firði, Tálknafirði, Bíldudal, Króks- fjarðarnesi, Þingeyri, Ísafirði, Flat- eyri og Súðavík. Byr rekur útibú í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. egol@mbl.is „Þetta er búinn að vera skrít- inn dagur“ Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist ekki sjá annað fyrir sér en að Sparisjóður Keflavíkur verði rekinn áfram enda varla hægt að tala um lands- net sparisjóða án hans. Það verði verkefni Bankasýslunnar að taka ákvörðun um framtíð Byrs. Ef Byr og Sparisjóði Keflavíkur hefði tekist að ná samkomulagi við kröfuhafa, sem m.a. fól í sér niðurfellingu skulda, hefði ríkið lagt fjármálastofnununum til fé, á grundvelli neyðarlaganna, sem nam 20% af stofnfé eins og það var í árslok 2007. Þetta hefðu getað orðið samtals nærri 30 milljarðar. Þetta gekk hins vegar ekki eftir en í staðinn lagði ríkið félögunum tveimur til um 900 milljónir hvoru fyrir sig. „Sparisjóðirnir verða reknir með óbreyttu sniði fyrst um sinn. Núna er þeim stjórnað af bráða- birgðastjórnum sem fjármálaráðu- neytið valdi. Síðan mun eign- arhaldið færast til Bankasýslunnar sem fær það verkefni að vinna úr þessu og skipa bráðabirgðastjórnir. Það er í sjálfu sér ekki búið að taka nein- ar ákvarðanir um framtíðina nema að það blasir við að Spari- sjóðurinn í Keflavík verði áfram sparisjóður enda væri annars varla hægt að tala um landsnet sparisjóða því hann er eini sparisjóðurinn á stórum hluta Vestfjarða, Vesturlands og Suðurnesjum. Fjármálafyrirtækið sem tók við Byr er hlutafélag, þannig að það er viðskiptabanki. Það á eftir að taka ákvörðun um hvernig unnið verður úr því.“ Gylfi sagði að nýju félögin tækju við starfssamningum allra starfsmanna nema æðstu stjórn- enda. Gylfi var spurður hvort þetta yrðu síðustu fjármálafyrirtækin sem færu í þrot á Íslandi í þessari lotu. „Nú ætti þetta að vera geng- ið yfir. Það á að vísu eftir að ganga frá endurskipulagningu átta miklu smærri sparisjóða. Það hefur verið unnið samhliða þessu. Seðlabankinn hefur reyndar leikið þar talsvert stærra hlutverk. Allir samningar eru tilbúnir. Ég sé ekki betur en að frá þessu verði gengið í fyrri hluta maímánaðar,“ sagði Gylfi. egol@mbl.is Bankasýslan fjallar um örlög Byrs Gylfi Magnússon  Sparisjóður Keflavíkur rekinn áfram 80 milljarðar er sú upphæð sem er- lendir kröfuhafar tapa á yfirtöku ríkisins á Byr og Sparisjóðnum í Keflavík. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.