Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 ✝ Sesselja Ás-mundsdóttir fæddist 22.10. 1912 í Stóru-Hlíð í V- Húnavatnssýslu. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 30. janúar 2010. Foreldrar henn- ar voru Ásmundur Magnússon og Guð- rún Jósefína Sveins- dóttir. Systkini Sess- elju voru Hrólfur, Magnús, Sigríður, Grettir og Svanlaug. Sesselja varð elst systkina sinna, 97 ára gömul. Sesselja missti móður sína aðeins níu ára gömul, um jólin 1921. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Ásmundur varð að leysa upp heim- ilið og koma börnum sínum í fóstur hjá ættingjum og vandalausum. Sú vist sem Sesselja hlaut var ekki góð, en Ásmundi tókst síðar að koma henni á Húsmæðraskólann á Staðarfelli. Eftir það fór hún til Reykjavíkur, þar sem hún vann við ýmis störf. Á seinni stríðsárunum kynntist Sesselja verðandi manni sínum, Vali Sólmundssyni. Foreldrar hans voru Sólmundur Kristjánsson og Guðrún Sigríður Teitsdóttir. Bræð- ur Vals voru Kristján og Jónas. Val- ur var húsgagnasmiður og starfaði hjá bróður sínum, Jónasi, á hús- gagnastofu á Sól- vallagötu í Reykjavík. Mann sinn missti Sesselja árið 1981. Börn þeirra eru Sól- rún, f. 21.1. 1944, Helga, f. 26.11. 1946, og Sigurður, f. 20.8. 1949. Sesselja og Valur hófu búskap sinn í foreldrahúsum hans á Bjargarsíg í Reykja- vík. Þau byggðu sér hús á Seltjarnarnesi um 1950. Þá voru fá hús á Nesinu og hétu sér- nöfnum. Húsið þeirra hét Unnar- holt, síðar Melabraut 65. Það var meðal fyrstu húsa á Melabrautinni. Þau hjónin upplifðu það að á rúm- lega tuttugu árum breyttist Sel- tjarnarnesið frá fámennu sveita- þorpi yfir í myndarlegan bæ. Þó að Sesselja væri venjuleg húsmóðir vann hún oft utan heimilisins við fjölbreytt störf. Hún var opin og fé- lagslynd, hjálpsöm og hjartagóð. Þau hjónin höfðu gaman af því að ferðast, fyrst hér heima, en á efri árum utanlands. Síðustu 16 árin dvaldi Sesselja á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Útför Sesselju fór fram frá Foss- vogskirkju 12. febrúar 2010. Elsku mamma. Það eru margar minningar, sem koma upp í hugann, þegar ég hugsa til baka. Ég ætla að bregða upp einni slíkri frá seinni hluta Viðreisnaráranna. Þegar lífið var einfalt. Þú ferð út í garð. Kartöflugrösin eru fullsprottin og bletturinn iðja- grænn. Þegar pabbi keypti lóðina af Jóni í Ráðagerði var hún stór – 1.000 fm, eins og lóðirnar þarna í hring, en síðar áttu þær eftir að minnka. Þú lítur yfir lóðina. Kartöflugarðurinn er stór og kartöflunar duga allt árið. Grasbletturinn er fallega grænn. Ég og pabbi höfðum þökulagt blettinn nokkrum árum áður. Það eru ekki mörg tré á lóðinni, rifsberjarunni og nokkur tré við húsið. Seinna á hekk eftir að bætast við. Þú lítur suður yf- ir byggðina. Óskaplega er búið að byggja mikið. Hver gatan hefur sprottið upp eftir aðra. Skyldi Rúna vera heima? Þú, Palla í Steinnesi og Rúna í Heimabæ eruð miklar vin- konur og spjallið oft saman. Gógó er flutt, búin að eignast þrjú börn og býr með manni sínum í nýju húsi niðri á Lindarbraut. Í dag er föstudagur. Ætli Gógó komi í kvöld og heimsæki Svenna og Mæju vini sína, sem búa í næsta húsi – Borg? Skyldi Svenni spila á gítarinn sinn og syngja Presleylög og „María, María“ eftir Sigurð jarðfræðing? Ingimar, maðurinn hennar kemur víst ekki. Þeir eru að vinna alla daga á steypustöðinni og langt fram á kvöld. Ungur maður – Þórir – kem- ur á hvítri amerískri drossíu og nær í Helgu. Þau eru byrjuð að vera saman. Þau fara niður í bæ, fara í bíó eða keyra rúntinn. Báðir tengda- synirnir eiga eftir að reynast dugn- aðarforkar. Siggi er byrjaður að læra í MR. Þú lítur yfir blettinn og fyllist gleði með gróðurinn. Grænt er gott. Elsku mamma. Hér koma að lokum hjartans- og þakkarkveðjur frá okkur, börnunum þínum, frá Gógó, Helgu og Sigga. Þeir voru margir, sem tóku vel á móti þér í Glaðheimum, þegar þú fórst. Sigurður Valsson. Elsku amma. Þetta verður síðasta kveðjan til þín á pappír, héðan í frá fara öll okk- ar samtöl fram í huganum. Ég mun sakna þess, að velja kort fyrir þig og senda það héðan – frá Kaupmanna- höfn. Ég elskaði að finna kort, sem voru litrík og sérstök, með þig í huga. Ég og Valur þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við áttum góðar stundir með þér á Nesinu. Ég las fyrir þig Moggann, á með- an Valur prakkaðist í dótinu hans pabba. Ég las fyrir þig allar þær greinar, sem þig langaði til að heyra í Mogganum. Ég skildi ekki allt. Ég las til þess að lesa og gleðja þig. Vanalega sat ég í ruggustólnum í stofunni og ruggaði mér. Maður var vanur að heyra: „Ekki rugga þér á stólnum.“ Þetta var sem sagt algjör lúxus fyrir litla stúlku. Ég hef elskað ruggustóla síðan. Þú ert búin að vera falleg allt þitt líf. Að hugsa sér, að líta eins vel út og þú gerðir, 97 ára gömul. Þessar mjúku flekklausu kinnar þínar og djúpbláu augun þín, er það sem stekkur upp í hugann, þegar ég hugsa til þín. Og hvað þú varst góð- leg og hjálpsöm. Elsku amma. Ég og barnabörnin þín þökkum þér fyrir tímann, sem við áttum saman. Ástarkveðjur til þín frá mér. Sóldís Sigurðardóttir. Sesselja Ásmundsdóttir ✝ Þórir Rafn Andr-easson frá Hró- bergi fæddist í Vest- manneyjum 22. febrúar 1936. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 31. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Oktavía Sigurð- ardóttir, f. 2.10. 1897, d. 8.11. 1977, og Andreas Anskar Jo- ensen, f. 13.7. 1906, d. 12.10. 1971. Þórir Rafn var yngstur af sex brærðum sem allir eru látnir. Bræður hans eru: Hjörleifur Már Erlendsson, f. 13.10. 1927, d. 3.12. 1999, Páll K.H. Pálsson, f. 22.8. 1930, d. 24.3. 1995, Marinó, f. 15.7. 1933, d. 17.10. 1986, Óli Markús, f. 27.11. 1934, d. 30.3. 1991, og Karl Valur, f. 27.11. 1934, d, 28.11. 2006. Hjörleifur og Páll voru hálfbræður Þóris Rafns. Þórir Rafn kvæntist Þuríði J. mundi Fannari Sigurbjörnssyni, f. 28.10. 1982. 2) Katrín Þórisdóttir, f. 19.8. 1960. Hún er í sambúð með Nikulási Snorrasyni, f. 30.1. 1954. Katrín var gift Davíð Eysteini Sölvasyni, f. 10.3. 1956. Þeirra börn eru: Ágústa Rakel, f. 2.8. 1982. Rakel er í sambúð með Hrafni Harðarsyni, f. 9.2. 1982. Dóttir þeirra er María Dóra, f. 17.8. 2009, Sölvi, f. 17.10. 1984, og Sara, f. 19.5. 1993. Þórir Rafn var í sambúð með Sigurlaugu Jónsdóttur, f. 9. okt. 1932, d. 26.2. 1978. Þeirra son- ur er 3) Gunnar Andri, f. 28.7. 1967. Hann var í sambúð með Ingibjörgu Lárusdóttur, f. 26.1. 1970. Dóttir þeirra er Sigurlaug Sara, f. 24.10. 1990. Þórir Rafn fluttist til Reykjavík- ur um tvítugt. Hann starfaði í kjöt- búðinni á Laugavegi 32 , Kjötbúð- inni Laugalæk og í Kjötbúðinni Ásgarði. Lengst af vann hann við hreingerningar með Marinó bróður sínum og síðan einn eftir að Marinó lést. Hin síðari ár og fram á það síð- asta vann hann við sölumennsku í Kolaportinu um helgar. Þórir Rafn var mikill áhugamaður um mynd- list og átti myndlistin hug hans all- an þegar kom að áhugamálum. Útför Þóris Rafns hefur farið fram í kyrrþey. Árnadóttur, f. 23.1. 1937, hinn 1. ágúst 1960. Þau skildu. Börn Þóris Rafns og Þuríðar eru: 1) Hauk- ur, f. 14.6. 1959. Haukur er í sambúð með Margréti Braga- dóttur, f. 2.11. 1959. Börn Hauks eru: Elsa Kristín, f. 19.6. 1979, d. 17.8. 1986, móðir hennar er Auður Ósk Aradóttir, f. 20.3. 1962, Margrét Pollý, f. 20.1. 1982, móðir hennar er Hrafnhildur Pálsdóttir, f. 18.3. 1963. Haukur var í sambúð með Maríu Kristjánsdóttur f. 25.11. 1954. Börn þeirra eru: Þórir Rafn, f. 24.7. 1984. Þórir Rafn er í sam- búð með Tinnu Sigurbjörgu Hall- grímsdóttur, f. 5.10. 1983. Dóttir þeirra er Elísabet María, f. 17.8. 2010. Jóhann Kristinn, f. 20.10. 1987, og María Margrét, f. 23.2. 1992. Hún er í sambúð með Guð- Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þúsund þakkir fyrir öll árin og hvað þú hugsaðir vel um mig, al- veg frá því ég var stelpa. Ég kom til þín sem unglingur og við bjugg- um saman í lítilli íbúð í nokkur ár. Þú ólst mig upp við kærleika og hlýju. Þú varst besti vinur og fé- lagi. Ég var svo lánsöm í mínum veikindum að þú varst alltaf til staðar. Þú treystir mér og hjálp- aðir mér. Síðustu ósk þína á bana- beði stend ég við. Þú varst trúaður og meira eftir því sem árin liðu. Þú varst góður við alla, gjafmildur og hjálpsamur. Varst mikil félagsvera og alltaf svo duglegur að ganga og taka strætó og hittir þá marga, líka í Kolaport- inu. Þú varst glaður yfir því að ég skyldi eiga Tótu og Gunna að vin- um. Þau þakka þér fyrir það hvað þú varst mér góður. Ég átti að skila kveðju frá besta vini þínum, honum Hadda. Ég þakka honum fyrir vináttuna og allar bílferðirnar ykkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Bless, pabbi minn, og hvíl í friði. Þín dóttir, Katrín. Mig langar að minnast vinar míns Rabba með nokkrum orðum. Það er skrýtið að hann sé horfinn yfir móðuna miklu. Þar sem svo stutt er síðan hann var í fullu fjöri, á fartinni um allan bæ og vinnandi um helgar. Hann var svo langt frá því að vera gamall maður þó að aldurinn færðist yfir. Rabbi, eins og hann var ávallt kallaður, var gjafmildur og sérstaklega hlýr og glaðlegur maður. Það var engin lognmolla í kringum hann. Hann var myndarlegur og glæsilegur maður. Það var stíll yfir honum, ávallt vel klæddur og mikið snyrti- menni. Heimili hans og hann sjálf- ur báru þess sterklega vitni. Hann hafði mikið fyrir stafni og var mik- ið á ferðinni. Rabbi var mikill fag- urkeri og hafði mikinn áhuga á myndlist sem hann safnaði. Hann var, frá því ég var lítil og alla tíð mjög góður við mig. Mér eru minnisstæðar þær stundirnar sem ég, þegar ég var lítil dvaldi löngum hjá systur minni, Katrínu, sem bjó þá með pabba sínum í Hátúninu. Gunnar sonur Rabba var einnig mikið hjá pabba sínum. Úr Hátún- inu man ég eftir Marinó bróður Rabba sem var sami hlýi, gjafmildi og barngóði maðurinn. Það var mikið samband á milli þeirra bræðra. Rabbi var alla tíð frá því Marinó lést í góðu sambandi við Monsu. Það var einnig mikið sam- band á milli Rabba og Óla, bróður hans, sem ég man líka eftir frá því ég var lítil. Nínu, konu Óla, og Svanhvíti, dóttur Óla, þekkti ég og man eftir Sigrúnu sem bjó í Grikk- landi þar sem hún var gift og Bryndísi sem var yngst. Rabbi var börnum sínum hlýr og góður faðir. Hann vildi allt fyrir þau gera sem í hans valdi stóð. Hann hafði kærleikann og það góða ávallt að leiðarljósi. Það var hans trú að það ætti að fyrirgefa og að allir ættu að halda góðum tengslum. Hann var börnunum sín- um þremur þeim Hauki, Katrínu og Gunnari mjög náinn. Hann var mikið fyrir barnabörnin sín og var hrifinn af langafabörnunum sínum tveimur, þeim Elísabetu Maríu og Maríu Dóru, sem fæddust á síðasta ári. Missir barna hans og barna- barna er mikill, og ber brátt að. Hann var þeim gefandi og svo stutt er síðan hann var í fullu fjöri. Þau eiga minninguna um góðan föður og afa sem þau geyma alltaf. Ég votta Hauki, Katrínu og Gunnari, barnabörnum og Hadda sem var góður vinur hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elsku Rabbi, takk fyrir allt. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Jóhanna. Þórir Rafn Andraesson Hann Jón Trausti er dáinn. Farinn er góður og heiðarlegur drengur sem átti við erfiðleika að glíma sem ekki er auð- velt að skilja eða þá að setja niður á blað. En að vakna og heyra þessi orð yfir símann frá Valborgu, snemma morguns, fékk mig til að hugsa um lífið og hvað það er mikils virði. Mig langar hér í fáum orðum að minnast á og kveðja frænda minn sem var samferða mér í gegnum lífið og reyndist mér traustur og góður vinur og mun hans vera sárt saknað. Jón Trausti fæddist átta mánuð- um á undan mér og frá því að ég man eftir mér vorum við miklir og góðir vinir og leikfélagar og bröll- uðum ýmislegt saman í gegnum unglingsárin og áfram er við urðum eldri, og jafnvel er við urðum fjöl- skyldumenn var alltaf jafn stutt í strákinn innra með okkur, sem þurfti jafnan lítið til að virkja hvert sinn. Við Jón Trausti nutum þeirra lífs- gæða að alast upp í Vestmannaeyj- um og eignuðumst við vænan hóp af vinum sem hann sýndi ávallt áhuga og hélt tengslum við og í þessum vinahópi eyddum við æskuárum okkar og höfum haldið þann hóp síð- an. Ég minnist þess oft er maður kom í Hrauntúnið með Jóni til Halla og Eddu, þar var ávallt fjör og mikið skrafað um lífsins málefni og oft urðu til ansi skemmtilegar eldhús- umræður sem leiddu mann inn í þann hugarheim að maður oft sá Jón Trausti Haraldsson ✝ Jón Trausti Har-aldsson fæddist í Vestmannaeyjum hinn 16. febrúar 1961. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Þórðarsveig í Reykjavík 31. mars sl. Jón Trausti var jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 12. apríl 2010. hvað maður vissi lítið um heimsins mál og málefni. Maður kom ávallt endurnærður og með aðra sýn á lífið út úr þeim heimsókn- um. Jón Trausti átti ým- is áhugamál sem hann fékk mig ávallt til að fylgja sér í, eins og fótbolta með fótbolta- félagi í Vestmanna- eyjum sem var kallað Skeifan fram að gosi í janúar 1973. Eftir gos er við fluttum aftur til Eyja stofnaði Hermann eldri bróðir hans okkar ofanbyggjara félag sem var kallað Smyrill, síðan fylgdi ég Jóni Trausta í handboltann í Eyjum, en hann sneri sér að lyftingum þar sem hann ungur drengur fylgdi á eftir eldri bróður sínum Hermanni, og urðu lyftingar hans aðaláhugamál allt þar til hann lést. Jón Trausti átti góða foreldra sem veittu honum og systkinum hans mikla ást og umhyggju. Er Haraldur Traustason faðir Jóns lést missti Jón mikið afl og trú á lífið, til- vera hans breyttist mikið og jafnaði Jón sig aldrei á þeim missi, sem ég get sjálfur vitnað um. Hvað sem hann reyndi til að öðlast trú á lífinu og tilgangi þess komst hann aldrei að neinni niðurstöðu eða fékk bata meinum sínum á. Jón Trausti eignaðist þrjá mynd- arlega drengi með Valborgu Júl- íusdóttur og eiga þeir um sárt að binda á þessum erfiðu tímum við ótímabært fráfall föður síns. Mig langar til að enda þennan stutta eft- irmála um frænda minn og vin með því að kveðja hann. Sonum hans og ættingjum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Genginn er á vit feðranna góður drengur, og er hans sárt saknað og mun ávallt vera svo. Hvíl þú í friði Jón Trausti minn. Stefán frændi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.