Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ODDI, ERTU TIL Í AÐ STANDA EKKI SVONA NÁLÆGT MÉR? ÞÚ ÞARFT NÝJA SÝN Á LÍFIÐ, KALLI ÉG REYNDI ÞAÐ... EN ÞAÐ VORU ALLT OF MARGAR PRENTVILLUR REYNDU AÐ LÍTA Á LÍFIÐ SEM BÓK OG HVERN DAG SEM NÝJA BLAÐSÍÐU AFI VILL AÐ ÞÚ KOMIR HEIM MEÐ FÍNAN, FRANSKAN RAKSPÍRA HANDA HONUM HANN VILL LÍKA AÐ ÞÚ KOMIR MEÐ FÍNA, FRANSKA DÖMU TIL AÐ RAKA HANNPSST...PSST... PSST... PSST... PSST... PSST... GRÍMUR, MANSTU EKKI EFTIR VINI MÍNUM, ELLA LETIDÝRI? AUÐVITAÐ! RÉTTU MÉR SPAÐANN! ÉG GET EKKI HALDIÐ HÖNDINNI LENGUR! BARA SMÁSTUND Í VIÐBÓT. HANN ER BYRJAÐUR AÐ LYFTA HÖNDINNI HÆ, ADDA HÆ, MAMMA! HVERNIG GENGUR KOSNINGA- BARÁTTAN? BARA VEL! NÚNA FER ALVARAN AÐ BYRJA ÉG VAR AÐ SPÁ Í AÐ BJÓÐA MIG FRAM TIL AÐ AÐSTOÐA FRÁBÆRT! ÖLL HJÁLP ER VEL ÞEGIN. HÉR ER ALLTAF NÓG AÐ GERA, ÞANNIG AÐ VIÐ FINNUM EITTHVAÐ HANDA ÞÉR ÉG HEF SAMT EKKI MJÖG MIKINN TÍMA HVAÐ EF ÉG SET ÞIG BARA Á AÐRA HVERJA MÍNÚTU ÉG ER EKKI VISS HVORT STEIKIN ÞÍN SÉ OF LÍTIÐ STEIKT EÐA EKKI? NEI! ERTU Í ALVÖRUNNI HRIFIN AF MÉR EÐA ERTU BARA AÐ LEIKA ÞÉR AÐ TILFINNINGUM MÍNUM? ÞÚ ERT ÓTRÚLEGUR, JONAH! ÉG HEYRÐI FRASANN „LEIKA ÞÉR AÐ TILFINNINGUM MÍNUM“ SÍÐAST Í LÉLEGRI KVIKMYND Bjarni Bene- diktsson ÉG ber mikla virðingu fyrir Bjarna Bene- diktssyni alþingis- manni, hann heilsar fólki þegar hann hittir það á götu. Ég hef hitt marga alþingismenn aðra, en þeir heilsa ekki. Reykvíkingur. Endurnýjun EINN útrásarvíking- urinn segir í blaða- grein, sem birtist sumardaginn fyrsta, að hann hafi villst af leið. Því miður var ástandið í siðferðismálum orðið svo, að menn treystu orðið alfarið á kaupmátt og lögmál hagkerfisins í staðinn fyrir hinn æðri mátt, sem stjórnar veröld- inni og boðorð hans og bönn. Mig langar til að benda á orð Páls postula í bréfi hans til safnaðarins í Rómar- veldi, sem löngu er fall- ið eins og íslenska fjár- málaveldið, þó að kristindómurinn standi enn. Í bréfi sínu sagði Páll m.a.: „Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið hátta- skipti með endurnýj- ung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og full- komna.“ (Rómverja- bréfið 12:2) Ef Íslendingar temdu sé þetta gamla og góða heilræði gætum við búist við farsælla samfélagi og betri tímum fyrir land og þjóð. Einar Ingvi Magnússon. Ást er… … stundum vegur sem leiðir til einskis. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Sigmundur Benediktsson ortibrag undir yfirskriftinni „Á sumardaginn fyrsta 2010“: Glóey brosir, geislarak grámans vosi eyðir. Vetur losar veðratak, vorið flosið breiðir. Veitir mesta vonaglóð vor og best hér skrýðir. Syngja hresstir sigurljóð sumargestir fríðir. Viður brumar vaxtar til, vel sig plumar haginn. Fljóð og gumar fyllast yl fyrsta sumardaginn. Lækir sindra, kliða kátt, klakabinding lauga. Skýjamyndir skoðar þrátt skarpsýnt lindarauga. Kyrrist ægir, brosa ból, blóm úr gægjast foldu. Vinda lægir, vermir sól, vakna fræ í moldu. Heimi gagnist hlýrri tíð, hugir magnast þori. Gleðin hagnast hrein og blíð, hjörtun fagna vori. Sigmundur lét þó fylgja kveðj- unni, að sér hefði verið tregt um að yrkja þessar vísur, því hugurinn flögraði sífellt að öskufallssvæðinu og þar hafi hann séð aðra og dekkri mynd: „Megi allt hið góða blessa þar jörð, fólk og fénað.“ Arnmundur Gíslason (1890-1978) var einnig til húsa á Akranesi og orti fallega til vinar síns: Bægist frá þér böl og stríð. Blómgist æ þinn hagur. Öll þín verði ævitíð eins og sumardagur. Skáldkonan Margrét Jónsdóttir orti á sínum tíma: Brosa fjöllin bláum kjól. Blikar særinn fagur. Gefðu öllum ást og sól ungi sumardagur. Loks Sigurpáll Hallgrímsson á Dalvík: Eftir norðan storm og steyt stórum batnar hagur. Fögur gefur fyrirheit 1. sumardagur. Vísnahorn pebl@mbl.is Af sumardeginum fyrsta Einar Ólafsson og Þorsteinn Þorsteinsson unnu keppnina um Súgfirðingaskálina Einar Ólafsson og Þorsteinn Þor- steinsson sigruðu í keppni um Súg- firðingaskálina en naumt var það í lokin. Staða þeirra félaga var vænleg fyrir síðustu lotu en risaskor hjá Gróu Guðnadóttur og Unnari Atla Guðmundssyni feykti þeim næstum af toppnum. Því voru grafin ný nöfn á skálina Keppnin var í 5 lotum og giltu fjögur beztu skorin til verðlauna. Alls spiluðu 16 pör í mótinu. Lokastaðan eftir 5 mót. Einar Ólafsson – Þorsteinn Þorsteinss. 802 Gróa Guðnadóttir – Guðrún K Jóh. / Unnar Atli Guðmss. 800 Jón Óskar Carlsson – Karl Jónsson 792 Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. 779 Hlynur Antonsson – Auðunn Guðmss. 773 Úrslit í lokalotunni Gróa Guðnad. – Unnar Atli Guðmss. 227 Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. 220 Jón Óskar Carlss. – Karl Jónsson 201 Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirss. 198 Í mótslok afhenti formaður Súg- firðingafélgsins, Atli Ómarsson, sig- urvegurum Súgfirðingaskálina og þremur eftstu pörum verðlaun til minningar um góðan árangur í skemmtilegu móti. Spilastjóri var Sigurpáll Ingi- bergsson Sigurvegarar frá upphafi 2010 Einar Ólafss. – Þorsteinn Þorsteinss. 2009 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 2008 Arnar Barðas. – Hlynur Antonsson 2007 Arnar Barðas. – Hlynur Antonsson 2006 Karl Bjarnason – Valdimar Ólafsson 2005 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 2004 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 2003 Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. Bridsfélag Hreyfils Önnur umferðin í tvímenningnum var spiluð sl. mánudag. Sigurður Ólafsson og Birgir Sigurðsson skoruðu best eða 56,5. Jón Sigtryggsson og Birgir Kjartansson voru með 56% og Þorsteinn Héðinsson og María Birna Gunnarsdóttir með 55,6%. Lokaumferðin verður spiluð nk. mánu- dagskvöld í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 15. apríl. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N - S: Jón Þór Karlsson - Jón H. Magnúss. 249 Jens Karlsson - Auðunn Guðmss. 241 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 231 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 229 Árangur A - V: Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 257 Helgi Hallgrímss. - Jón Hallgrímss. 257 Jóhannes Guðmannss. - Björn Svavarss. 234 Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 224 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.