Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 6
22. október 2011 LAUGARDAGUR6
Frá kr. 114.900
17 nátta ferð - síðustu sæti! Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu
sætunum til Kanaríeyja þann 29. október. Í boði eru sértilboð m.a. á Maspalomas
Lago smáhýsum og Jardin del Atlantico íbúðarhótelinu. Flogið er til Alicante á útleið
og dvalið eina nótt í Alicante. Beint flug frá Kanaríeyjum á leiðinni heim þann
15. nóvember. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði!
Kanarí
29. október
Frá kr. 114.900
Maspaloma Lago
Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í 17 nætur.
Ótrúlegt sértilboð!*****
Frá kr. 179.600
Jardin del Atlantico með allt innifalið
Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í 17 nætur.
Sanngirnisbætur
Innköllun
Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir
misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr.
26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumann-inum
á Siglufirði verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og
gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslu-
maður eftir því sem kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er
lúta að sama heimilinu.
Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á:
Vistheimilinu Silungapolli
Hér með er skorað á alla þá sem voru vistaðir á vistheimilinu
Silungapolli á vegum barnaverndar Reykjavíkur einhvern tíma
á árabilinu 1950-1969 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi
sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir
undirritaðri fyrir 22. janúar 2012. Kröfu má lýsa á eyðublaði sem
er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is og hjá tengiliði
vegna vistheimila. Tekið er fram að ekki kemur til álita að
greiða sanngirnisbætur til þeirra sem voru á heimilinu við
sumardvöl á vegum RKÍ, enda fellur hún ekki undir gildis-
svið laga nr. 26/2007.
Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránu-
götu 4-6, 580 Siglufirði.
Verði kröfu ekki lýst fyrir 22. janúar 2012 fellur hún niður.
Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna visthe-
imila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er
að kostnaðarlausu. Skrifstofa tengiliðar er að Hverfisgötu 4a-6a,
þriðju hæð, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Veffang
er www.tengilidur.is.
Siglufirði 7. október 2011
Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður
TAÍLAND, AP Stjórnvöld í Taílandi sjá sér ekki annað
fært en að hleypa flóðavatni í gegnum höfuðborgina
Bangkok í von um að það renni nokkuð greiðlega í
gegn.
Vatnsyfirborðið norðan borgarinnar hefur hækkað
jafnt og þétt svo flóðavarnir halda varla lengur. Með
því að leggja alla áherslu á að verja borgina hefur
ástandið fyrir norðan hana auk þess orðið verra en
annars hefði orðið.
„Við verðum að hleypa vatninu í gegn,“ sagði Ying-
luck Shinawatra forsætisráðherra. Hún segir vatnið
ekki komast til sjávar með öðru móti og halda þá
áfram að safnast saman norðan við borgina.
Á fjórða hundrað manns hafa látið lífið í flóðunum
í Taílandi síðustu vikurnar. Samtals hafa meira en
700 manns látið lífið í Taílandi og nágrannalöndun-
um Kambódíu, Víetnam, Laos og Filippseyjum vegna
flóða.
Flóðunum valda árvissar monsúnrigningar, sem
þetta árið eru með versta móti. Taílendingar eru
vanir flóðum á þessum árstíma en þetta eru verstu
flóðin sem þeir hafa kynnst áratugum saman. - gb
Taílensk stjórnvöld taka áhættu í baráttunni við flóðin:
Hleypa vatninu inn í Bangkok
FLÓÐ Í BANGKOK Vatnið hefur flætt inn í sum hverfi höfuð-
borgarinnar. NORDICPHOTOS/AFP
Á að skylda veitingastaði til að
birta upplýsingar um hita-
einingar í mat?
JÁ 53,5%
NEI 46,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Tekur þú inn D-vítamín?
Segðu skoðun þína á visir.is
ÞJÓÐGARÐAR Fimm hugmyndir voru
í gær valdar úr 102 tillögum sem
þær áhugaverðustu um framtíð
þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Við val sitt hafði dómnefndin
til hliðsjónar hvort tillögurnar
veittu trúverðugt svar við spurn-
ingu hugmyndaleitarinnar, hvort
þær „samræmdust í megin atriðum
stefnumörkun þjóðgarðsins og
hvort framsetning þeirra væri
greinagóð og lýsti vel inntaki hug-
myndarinnar“.
Þeir sem hlutu viðurkenningar
fyrir hugmyndir sínar og fá 200
þúsund krónur í verðlaun eru
Catherine Eyjólfsdóttir, Sigrún
Helgadóttir, Anna Ólafía Guðna-
dóttir, Kristján Gíslason og Gunn-
laugur Þráinsson.
Í verðlaunahugmyndunum er
meðal annars gert ráð fyrir að
frekara tillit verði tekið til barna,
þjóðgarðurinn, umhverfi hans og
náttúra verði fært aftur í fyrra
horf, hótel og veitingaaðstaða
verði sett upp á Gjábakka, Veit-
ingastaður verði settur upp í Þing-
vallabænum og skipulagt verði
maraþonhlaup á Þingvöllum þar
sem hlaupið yrði milli Evrópu og
Ameríku.
Verðlaunatillögurnar verða til
sýnis í Tjarnarsal Ráðhússins í
Reykjavík fram til kl. 17 á morg-
un, sunnudag. - þj
Hugmyndasamkeppni um framtíð þjóðgarðsins á Þingvöllum:
Fjölbreytilegar framtíðarsýnir
FRAMTÍÐARSÝN Fimm tillögur hlutu
verðlaun í hugmyndasamkeppni um
framtíð Þingvalla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BRIDDS Íslenska landsliðið í bridds
átti erfiðan dag á HM í Hollandi í
gær. Liðið tapaði fyrir Hollandi og
Ástralíu en vann Ísrael naumlega.
„Okkar takmark er að komast í
úrslitin og þetta lítur ágætlega út.
Liðið er í góðu jafnvægi og þetta
gengur vel,“ segir Björn Eysteins-
son landsliðsfyrirliði.
Ísland er nú í 6. sæti. Efstir eru
Ítalir, Hollendingar næstir og
Bandaríkjamenn í 6. sæti. Undan-
keppninni lýkur í dag og skýrist
þá hvaða þjóðir komast áfram
í útsláttarkeppni sem hefst á
morgun. Ísland spilar við Pólverja,
lið Bandaríkjanna 2 og Suður-
Afríku. - shá
HM í bridds í Hollandi:
Enn er von
SKÓLAMÁL Starfsmenn Kennara-
sambands Íslands (KÍ) hafa
ítrekað brotið bókhaldslög við
umsýslu Vísindasjóðs Félags
framhaldsskólakennara og
Félags stjórnenda í framhalds-
skólum. Þetta fullyrðir stjórn
sjóðsins, sem hefur nú svipt
Kennarasambandið forræði á
sjóðnum og tekið hann í sína
vörslu eftir níu mánaða deilur.
Stjórnin sendi sjóðfélögum –
kennurum og stjórnendum við
framhaldsskóla – bréf um málið
í gær þar sem segir að alvarlegur
trúnaðarbrestur hafi orðið á milli
hennar og KÍ.
Þar segir að upphaf máls-
ins megi rekja til þess þegar
stjórnin óskaði í janúar upplýs-
inga um svokallað aðstöðugjald
sem KÍ greiddi sér af banka-
reikningi sjóðsins. Þegar í ljós
hafi komið að enginn samningur
um aðstöðugjaldið lægi fyrir hafi
frekari spurningar vaknað og því
hafi verið ákveðið að kafa frekar
í bókhaldið.
Stjórnin segir í bréfi sínu að
„óeðlileg tregða“ hafi verið við
að láta bókhaldið af hendi þrátt
fyrir óskir endurskoðanda og það
hafi ekki verið fyrr en hæsta-
réttarlögmaður var fenginn til
að undirbúa innsetningarbeiðni
til héraðsdóms í maí sem hluti
gagnanna hafi loksins fengist
afhentur.
Í ljós hafi komið að bókhald
sjóðsins hafi ekki verið aðgreint
frá bókhaldi KÍ. „Þau gögn sem
sjóðstjórn hefur nú þegar undir
höndum sýna að bókhaldslög hafi
verið brotin og er þar um að ræða
brot á nokkrum greinum bók-
haldslaga og sum ítrekuð,“ segir
í bréfinu.
Meðal þess sem bókhaldið hafi
leitt í ljós sé að tekjur sjóðsins
frá ríkinu, rúmar átta milljónir
króna á mánuði, hafi jafnan verið
færðar af bankareikningi sjóðsins
og inn á reikning KÍ, þar sem þær
hafi legið í nokkrar vikur. Vextir
af þeim peningum hafi síðan orðið
eftir á reikningi KÍ.
Þórey Hilmarsdóttir, stjórnar-
formaður Vísindasjóðsins, segist
ekki vita hversu mikla fjármuni
sé þar um að tefla. Það verði
reiknað síðar. „Við eigum eftir að
gera kröfu á KÍ um þessa peninga
og það verður ekkert mál nema ef
það neitar að borga,“ segir hún.
Að hennar sögn skýrir KÍ
málið með innheimtukerfi sem
erfitt sé að tjónka við. Þær skýr-
ingar hrökkvi þó skammt. „Ég
hef ekki fengið útskýringar á
þessu sem ég hef getað skilið,“
segir hún.
Stjórn KÍ birti yfirlýsingu á
vef sambandsins í gær þar sem
málið var harmað. Þar segir að
KÍ hafi fengið endurskoðendur
til að fara yfir bókhaldið og þeir
hafi ekki talið tilefni til alvar-
legra aðfinnslna. Ekki sé annað
fram komið en að meðferð fjár-
muna sjóðsins sé í góðu lagi.
stigur@frettabladid.is
KÍ sakað um að mis-
fara með vísindasjóð
Stjórn Vísindasjóðs framhaldsskólakennara hefur tekið sjóðinn úr vörslu starfs-
manna Kennarasambands Íslands. Segir KÍ hafa brotið bókhaldslög og haft fé
af sjóðnum. Marga mánuði tók að fá bókhaldið afhent. KÍ harmar málið.
KENNARAHÚSIÐ Sjóðurinn er hýstur hjá Kennarasambandinu í gamla Kennara-
skólanum. Það gæti breyst ef samskipti sjóðsstjórnarinnar og sambandsins batna ekki.
KJÖRKASSINN