Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 30
22. október 2011 LAUGARDAGUR30 E va María býður heim í spínat- drykk og kaffisopa í morgun- sárið. Til dyranna kemur Óskar Jónasson með yngstu systur dætra hans þriggja í fanginu. Þessi litla stúlka er þó ekki hans, heldur barn Evu Maríu og núverandi sambýlismanns hennar, Sigur- páls Scheving. Þau Óskar og Eva María voru saman í fjórtán ár og eignuðust þrjár dætur. Þau skildu fyrir þremur árum en þeim hefur tekist það sem svo marga dreymir um – að eiga vinsamleg og vand- ræðalaus samskipti eftir skilnað. Þetta hefur þó kostað mikla vinnu af beggja hálfu. Undanfarna mánuði hafa þau unnið saman að bókinni Dans vil ég heyra, sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Í bók- inni hefur Eva María safnað saman þrem- ur íslenskum sagnadönsum og nokkrum lausavísum og þær hefur Óskar mynd- skreytt. Með bókinni fylgir geisladiskur með upptökum af kvæðunum úr fórum Stofnunar Árna Magnússonar. Prófaði dansana á dætrunum Hugmyndina að bókinni fékk Eva María árið 2008, þegar hún var að hefja meistara nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. „Á þessum tíma var ég mikið að skoða gömul handrit og rakst á fornkvæðabók Gissurar Sveinssonar frá árinu 1665. Sum kvæðin sýndust mér vel geta höfðað til barna. Ég fór að prófa þau á stelpunum og þetta fór svona vel í þær. Mér fannst hálfsorglegt að þetta væri allt saman til, en fólk hefði ekki almennilegan aðgang að þessu.“ Hana langaði að búa til bók með sagna- dönsum þar sem áhersla væri ekki síður á skemmtilegar myndir en kvæðin sjálf. Því leitaði hún til Óskars, sem tók áskoruninni, en hann hafði ekki áður tekist við á bóka- skreytingar, öðruvísi en við eldhúsborðið heima með dætrum sínum. Eins og arabískir söngvar Eva María ber þá von í brjósti að Íslending- ar byrji aftur að kveða sér til skemmtunar. „Það er frekar stutt síðan fólk missti þetta af vörunum. Það rofnaði eitthvað, þegar nútíminn hélt innreið sína. Fólk sneri baki við kvæðunum rétt eins og það sneri baki við torfkofunum. En ég er viss um að það er heilmikið af fólki til í dag sem hefur áhuga á að endurvekja þetta.“ Óskar: „Það þarf alltaf eina eða tvær kynslóðir til að enduruppgötva svona hluti. Fólki hefur bara fundist þessi kveðskapur minna á sagga, kulda og steinolíulykt. En það er mjög athyglisvert við þessar upp- tökur hvað raddirnar eru sérstakar. Þær minna á einhvern hátt á gólandi arabíska söngva. En síðan er ákaflega gaman að heyra stelpurnar syngja þetta, með sínum hreinu tæru röddum. Þá verður þetta svo fallegt.“ Dæturnar kátar með samstarfið Það gætu alveg örugglega ekki allir hugs- að sér að vinna bók með fyrrverandi eigin- manni eða -konu. Gekk það alveg átakalaust fyrir sig? Óskar: „Þetta hefur bara alveg gengið á afturfótunum …“ Hér grípur Eva María fram í, hlæjandi. „Nei, nei. Þetta gekk ein- mitt algjörlega snurðulaust, vegna þess að ef maður skilur almennilega, þá verður framhaldið svo miklu léttara.“ Óskar: „Ég hugsa að við hefðum ekki getað gert þetta fyrir tveimur árum. Um það leyti fórum við saman á Árnastofnun og vorum að spá í þetta, en við byrjuðum ekki á þessu strax.“ Eva María: „Enda er ofsalega mikið mál að skilja. Í það fer mikil vinna og hugarorka, sem er ekki hægt að nota í annað á meðan.“ Óskar: „En nú erum við þó komin á þann stað að þetta samstarf var algjörlega vand- ræðalaust og skemmtilegt. Kannski var mest gaman að sjá hvað stelpurnar elskuðu að við skyldum vera að gera þetta. Þær voru alltaf að horfa yfir öxlina á mér þegar ég var að teikna.“ Besta ráðstöfunin að skilja Þau Eva María og Óskar virðast bæði hafa haft að leiðarljósi að þeirra samband yrði sem best gert upp, dætranna vegna. Óskar: „Ég þekki svo mörg dæmi þess að fólk geti ekki talað saman eftir skilnað. Og þó það sé ekki illt á milli fólks skynja börnin misklíð svo vel.“ Eva: „Börnin þurfa að venj- ast því að foreldrarnir búi ekki saman lengur, en það þýðir ekki að þau geti ekki staðið saman. Skilnaður verður af því að fólk trúir því að það sé best. Þá er í raun og veru auðvelt að kenna börnunum að sjá hlutina þann- ig líka. Kenna þeim að þetta hafi verið góð ráðstöfun, þó að hún hafi verið erfið. Þegar við vorum búin að vera skilin í svona eitt ár sagði Matthild- ur, elsta dóttir okkar, sem þá var tíu ára: „Skrítið mamma. Lífið er ekki eins og ég vil hafa það, en samt er það alveg frá- bært!“ Þá hugsaði ég: „Hjúkk! Hún er komin í höfn … eða í það minnsta fyrir horn!“ Hjálp úr öllum áttum Óskar: „Það er auðvelt að segja að þetta hafi allt gengið mjög vel hjá okkur. En það breytir því ekki að þetta var mjög erfitt. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti orðið vinir eftir skilnað. Það kostar mikla vinnu …“ Eva: „… og mikla hjálp! Ég talaði við prest, sálfræðing og sálgreini. Við fórum bæði á námskeið til London og ég fór meira að segja á hugleiðslukúrs í Ameríku. Þegar ég var í þessu ferli hitti ég konu sem sagði við mig: „Mér heyrist að það sé of seint fyrir þig að bjarga hjónabandinu, en þú getur ennþá bjargað sambandinu.“ Mér fannst þetta góður útgangspunktur.“ Óskar: „Ég held við höfum verið heppin að vera á sömu línunni með þetta. Við fórum ekki samferða á námskeiðin heldur vildi það bara þannig til að við leituðum okkur bæði hjálpar. Íslenski hátturinn hefur kannski frekar verið að bíta á jaxlinn. En þetta er ekki hægt nema maður taki út allar tilfinn- ingarnar, fari í gegnum reiðina, sorgina og allan öldudalinn. Það er ekki hægt að stytta sér leið.“ Eva: „Einmitt. Þetta er ákveð- inn sorgarfasi og maður kemst ekki hjá því að fara í gegnum hann. Á tímabili var auðvitað best fyrir okkur að vera ekk- ert mikið að blanda geði, því við gátum auðvitað ekki verið að hugga hvort annað í þessari sorg.“ Óskar: „Svo er það engin lygi að tíminn lækni sárin. En það gildir bara ef maður vinnur vinnuna sína, annars grær þetta bara skakkt. En ég held samt að maður sé aldrei alveg búinn með þetta. Við eigum stelpurn- ar okkar þrjár og þeirra vegna munum við alltaf umgang- ast hvort annað. Þetta er þess vegna eitthvað sem maður þarf að vinna í alla ævi, en það þarf ekki að vera slæmt.“ Líf og fjör og stóísk ró Eva María býr í raðhúsi úti á Nesi, ásamt Sigurpáli og saman- lagt sjö börnum, en Óskar býr í húsinu sem þau Eva áttu áður, í miðbænum. Dæturnar eiga því tvö heimili, þar sem ríkir talsvert ólík stemn- ing. Óskar: „Í þessu húsi hér er alltaf líf og fjör. Þau eru níu þegar mest lætur! Svo er bara stó- ísk ró og fuglasöngur hinum megin hjá mér. Ég hugsa að það sé ágætis mótvægi. Stelp- urnar þurfa ákveðna festu en það er mikil- vægast fyrir þær að finna að allt er í góðu jafnvægi. Að við mamma þeirra getum bæði talað saman og unnið saman. Ég passa meira að segja fyrir hana! Síðast í gær var ég að passa hana Sigríði litlu …“ „Heyrðu, er ekki örugglega einhver keppni um besta skilnaðinn í gangi hérna? Þá hljót- um við að vinna hana!“ segir Eva María að lokum glettnislega. Tókst að bjarga sambandinu Þó að þeim Evu Maríu Jónsdóttur og Óskari Jónassyni hafi ekki auðnast að halda hjónabandi sínu gangandi tókst þeim að bjarga sambandi sínu með því að leita sér hjálpar úr ýmsum áttum. Hjónin fyrrverandi settust niður með grænan morgundrykk í hönd og sögðu Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur sögur af samstarfinu sem dæturnar þrjár eru sérstaklega ánægðar með. HAFA ÞAÐ GAMAN SAMAN Þau Óskar Jónasson og Eva María Jónsdótir eru eins og sjá má ánægð með afrakstur samstarfs síns, bókina Dans vil ég heyra. Bókin geymir sagnadansa og lausavísur sem Eva María valdi en Óskar myndskreytir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óskar er myndlistarmenntaður, en hann lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann hefur hins vegar ekki verið þekktur fyrir það hingað til að gera teikningar. „Ég hafði mjög gaman af því að búa þessa karaktera til. Það var eiginlega Eva María sem „uppgötvaði mig“. Ég hef haft gaman af því að teikna frá því að ég var lítið barn en hef ekkert nýtt mér það í kvikmyndagerðinni, nema þá helst til að búa til „storyboard“. Ég er hins vegar oft að búa til svona teikningar fyrir stelpurnar okkar, sem þær svo lita inn í. Þær panta hjá mér myndir: „Ég vil fá stelpu á róló og við hliðina á henni á að vera strákur í rennibraut.“ Eva María sá tækifæri í þessu.” ■ ÞEGAR EVA MARÍA UPPGÖTVAÐI ÓSKAR Ég talaði við prest, sálfræð- ing og sálgreini. Við fórum bæði á námskeið til London og ég fór meira að segja á hug- leiðslukúrs í Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.