Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 94
22. október 2011 LAUGARDAGUR62 sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI „Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjun- um og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerð- um það sem þurfti,“ sagði Hregg- viður Magnússon, leikmaður KR, eftir 85-74 sigur á Njarðvíking- um í gær. Ungt lið Njarðvíkinga hafði unnið tvo fyrstu leiki sína en þurfti að lúta í lægra haldi í DHL- höllinni. „Ég var bara gríðarlega ánægð- ur með Kristofer Acox, sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknar leikinn hef ég engar áhyggj- ur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi.“ KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en bar- áttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munur- inn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þrist- ur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Spennandi og skemmtilegt Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga for- ystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Vantaði upp á varnarleikinn „Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarð- víkinga, við Fréttablaðið. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður.“ Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel.“ Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsar- arnir eru bara með verulega öfl- ugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig,“ sagði Einar. - egm EMIL HALLFREÐSSON skoraði jöfnunarmark Hellas Verona gegn Nocerina í leik liðanna í ítölsku B- deildinni í gærkvöldi. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en þetta er annar leikurinn í röð þar sem Emil skorar. Alls hefur hann skorað fjögur mörk á leiktíðinni í deild og bikar og verið fastamaður í byrjunarliði Verona. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi. HREGGVIÐUR MAGNÚSSON LEIKMAÐUR KR Iceland Express-deild karla KR - Njarðvík 85-74 (41-31) KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17, Emil Þór Jóhannsson 11, Björn Kristjánsson 5, Jón Orri Kristjánsson 3, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarp- héðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2. Þór Þorlákshöfn - Snæfell 85-83 (41-41) Þór Þ.: Darrin Govens 27, Guðmundur Jónsson 16, Darri Hilmarsson 13, Michael Ringgold 11/11 fráköst, Marko Latinovic 10, Grétar Ingi Erlendsson 6. Snæfell: Brandon Cotton 35, Palmi Freyr Sigur- geirsson 13, Jón Ólafur Jónsson 9/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 8/14 fráköst, Egill Egilsson 7, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 2, Ólafur Torfason 2. Haukar - Stjarnan 68-89 (35-47) Haukar: Jovanni Shuler 22/11 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Steinar Aronsson 10, Örn Sigurðarson 8, Sævar Ingi Haraldsson 8, Davíð Páll Hermannsson 6, Emil Barja 6, Óskar Ingi Magnússon 3, Haukur Óskarsson 3, Helgi Björn Einarsson 2. Stjarnan: Keith Cothran 26, Jovan Zdravevski 20, Justin Shouse 13/11 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 12, Fannar Freyr Helgason 6/10 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 6/9 fráköst, Guð- jón Lárusson 4, Dagur Kár Jónsson 2. STAÐAN Stjarnan 3 3 0 290-237 6 Grindavík 3 3 0 268-229 6 KR 3 2 1 275-274 4 Þór Þ. 3 2 1 270-265 4 Snæfell 3 2 1 292-274 4 Njarðvík 3 2 1 273-239 4 Keflavík 3 2 1 277-244 4 ÍR 3 1 2 274-289 2 Fjölnir 3 1 2 274-293 2 Tindastóll 3 0 3 258-289 0 Haukar 3 0 3 248-289 0 Valur 3 0 3 221-298 0 Sænska úrvalsdeildin Sundsvall Dragons - Solna Vikings 98-80 Sundsvall: Hlynur Bæringsson 16/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/10 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 13. Solna: Logi Gunnarsson 18. Norska úrvalsdeildin Stabæk - Molde 1-1 Bjarni Ólafur Eiríksson og Pálmi Rafn Pálmason léku báðir allan leikinn fyrir Stabæk. Gilles Mbang Ondo, fyrrum leikmaður Grindavíkur, lagði upp mark Stabæk í leiknum. Sænska úrvalsdeildin HK Malmö - Eskilstuna Guif 27-32 Haukur Andrésson skoraði eitt mark fyrir Guif en bróðir hans, Kristján, er þjálfari liðsins. Guif er á toppi deildarinnar eftir sjö umferðir. Þýska B-deildin DHC Rheinland - Neuhasen 25-22 Björgvin Hólmgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir DHC Rheinland sem er í 9. sæti deildarinnar. Enska úrvalsdeildin LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur 11.45 Wolves - Swansea Sport 2 & HD 14.00 Aston Villa - West Brom Sport 2 & HD 14.00 Newcastle - Wigan Sport 3 14.00 Bolton - Sunderland Sport 4 16.30 Liverpool - Norwich Sport 2 & HD Sunnudagur 12.30 Man. Utd. - Man. City Sport 2 & HD 12.30 Arsenal - Stoke City Sport 3 12.30 Fulham - Everton Sport 4 14.00 Blackburn - Tottenham Sport 5 15.00 QPR - Chelsea Sport 2 & HD ÚRSLIT Húnarnir skotnir niður á jörðina Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik þegar liðið mætti í Frostaskjólið í gær. KR-ingar sýndu engan stjörnuleik en gerðu það sem þurfti og lönduðu báðum stigunum. Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá fyrstu leikina. SIGUR Í VESTURBÆNUM Jón Orri Kristjánsson, leikmaður KR, er hér kominn framhjá varnarmönnum Njarðvíkur og á leið upp að körfunni. Björn Kristinsson, KR og Njarðvíkingarnir Hjörtur Hrafn Einarsson og Cameron Echols fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Mál Carlos Tevez hefur tekið nýja stefnu. Félag hans, Manchester City, hefur ákveðið að kæra hann ekki fyrir að neita að koma inn á í leik liðsins gegn Bayern München í síðasta mánuði – heldur fyrir að neita að hita upp. Þetta var fullyrt á fréttavef Sky Sports í gær. Eftir leikinn staðhæfði Roberto Mancini, stjóri City, að Tevez hefði neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum, sem City tapaði, 2-0. Enn fremur sagði hann að Tevez myndi aldrei spila aftur undir sinni stjórn. Tevez var skikkaður í leyfi á meðan málið var rannsakað. Þeirri rannsókn er nú lokið og sýna niðurstöður hennar að ekki hafi verið hægt að sanna að Tevez hafi neitað að koma inn á. Sjálfur ber leikmaðurinn við misskilningi en þarf þó að mæta afleiðingum þess að hafa neitað að hita upp þegar eftir því var óskað. - esá Tevez neitaði að hita upp: Kærunni breytt TEVEZ Óvíst er hvort hann spilar aftur með Manchester City. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Þórsarar frá Þorlákshöfn buðu upp á fyrsta flokks dramatík þegar þeir urðu fyrsta liðið til að leggja deildarmeistara Snæfells að velli á tíma- bilinu í gær, 85-83. Snæfell virtist vera að landa sigrinum í Þorlákshöfn þegar skammt var til leiksloka. Hvorki gekk né rak í sóknarleik heimamanna en með góðum varnarleik og frábærum stuðningi áhorfenda skoraði Þór sjö síðustu stig leiksins. Darrin Govens skoraði fimm stig í röð og jafnaði metin í 83-83 þegar 24 sekúndur voru eftir. Snæfell fór í sókn en náði ekki skoti á körfuna og Þór fékk boltann þegar tvær og hálf sekúnda voru eftir af leiknum. Þórsarar fundu ekki samherja úr inn kastinu en fengu annað innkast, undir körfunni, þegar 1,2 sekúndur voru eftir. Annar dómara leiksins fór þá að ritaraborðinu til að staðfesta tímann á meðan hinn gerði sig kláran að setja leikinn af stað. Upp úr innkastinu fékk Marko Latinovic boltann og skoraði úr sniðskoti um leið og lokaflautið gall og sigur heimamanna því staðreynd. „Ég er ósáttur við lokin á leiknum. Annar dómarinn er að taka boltann inn en hinn er á ritaraborðinu, ég var ekki tilbúinn. Ég sá ekki hvað gerðist því ég var að fylgjast með hinum dómaranum á ritaraborðinu. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Ingi Þór Steinþórs- son, þjálfari Snæfells, í leikslok. „Dómararnir töpuðu þessi ekki fyrir okkur en það er leiðinlegt að fá svona uppákomu. Maður vill að þetta sé allt rétt gert en við fórum með þetta sjálfir. Það er ekki nógu mikið flæði í okkar leik. Annar Kaninn hjá okkur skorar mikið en það er ekki mikið flæði í kringum þetta. Ég er ekki ánægður með hann,“ sagði Ingi Þór. Hann á við Brandon Cotton, sem skor- aði 35 stig en tók aðeins eitt frákast, gaf eina stoð- sendingu og gerði lítið gagn í varnarleiknum. „Ég veit ekki hvað maður getur sagt eftir svona leik. Það var jafnræði með liðunum. Mér fannst hvor- ugt lið nægjanlega gott í kvöld. Ég var ekki ánægður með hvernig við spiluðum og ég efast um að Ingi sé sáttur við sitt lið,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, í leikslok en hann var ánægður með áhorfendur. „Stemningin í húsinu var geðveik. Ég hvet fólk, sama hvort það heldur með okkur eða liðinu sem við erum að spila gegn hverju sinni eða einhverju allt öðru liði, til að koma hingað og upplifa stemninguna,“ sagði Benedikt. - gmi Þór skoraði sjö síðustu stigin gegn Snæfelli og vann dramatískan sigur: Nýliðarnir unnu á flautukörfu FLOTT BYRJUN Benedikt Guðmundsson hefur stýrt liði Þórs til sigurs í tveimur leikjum í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.