Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 34
22. október 2011 LAUGARDAGUR34 Vet ra r t i lboð Einnig 2,3,4 og 5 svefnherbergja íbúðir. Tilvalið fyrir fjölskyldur og hópa. Gjafakort í boði. Hafið samband við móttöku fyrir frekari upplýsingar. BORGARFERÐ Ýmsir hafa velt fyrir sér afdrifum Einars Áskels á unglings- og fullorðinsárum í gegnum tíðina, en sem kunnugt er hefur söguhetjan lítið sem ekkert elst á þeim tæpu þrjátíu árum sem Gunilla Bergström hefur fjallað um hana. Til að mynda gaf norski rithöfundurinn Johan Harstad út skáldsöguna Hässelby árið 2007, þar sem umfjöllunarefnið er téður Einar Áskell, en nú orðinn rúmlega fertugur og býr í úthverfi Stokkhólms sem samnefnt er bókinni, ásamt pabba sínum sem fyrr. Eftir dauða pabbans í bílslysi verður Einar Áskell loks að standa á eigin fótum og endurmetur líf sitt í kjölfarið. Stór hluti sögunnar byggist á endurliti til níunda áratugarins þegar Einar, sem unglingur, fer í ferðalag um Evrópu ásamt vini sínum. Hlutir sem tengjast dægurmenningu þess tíma, á borð við Stjörnustríðs- myndirnar og popphljómsveitina Police, ber á góma auk þess sem Einar Áskell kynnist ástinni í fyrsta sinn. Þá vakti einnig athygli árið 2002 þegar nokkrir dag- skrárgerðarmenn sænska ríkisútvarpsins útvörpuðu þáttum þar sem teiknimyndastrákurinn var orðinn að melludólgi og eiturlyfjasala. Þetta gerðu þeir með því að klippa saman brot úr leikriti um Einar Áskel og dönsku myndinni Pusher, sem fjallar um ofbeldi og eiturlyf. Gunilla Bergström var allt annað en ánægð með uppátækið og kærði dagskrárgerðar- mennina fyrir brot á höfundarrétti, en tapaði málinu á öllum dómstigum. Á svipuðum nótum var óþekktur höfundur sem hélt úti íslenskri bloggsíðu, einaraskell.blogg.is, fyrir fáum árum. Þar býr Einar Áskell, fjórtán ára, með taugabiluðum pabba sínum í Efra-Breiðholti og byrjar að reykja, drekka og stela peningum frá pabba sínum. Oft í tímans rás, þegar ég hef spjall- að við krakka, hef ég sagst vera amma Einars Áskels. É g gerði mér svo sem aldrei neinar sér- stakar hugmyndir um mömmu hans Einars Áskels heldur sneri mér bara forvitin að næstu bók. En það má vissulega segja að þetta séu stórtíð- indi,“ segir Sigrún Árnadóttir þýðandi um þær vendingar sem eiga sér stað í barnabók- inni Einar Áskell og allsnægtapokinn sem kom út fyrir skömmu. Bókin er sú 25. í röðinni um þennan góðkunningja fjölda Íslendinga, en stærstu tíðind- in felast hugsanlega í því að í henni er í fyrsta sinn minnst á móður Einars Áskels. Eins og lesendur þekkja hefur söguhetjan hingað til búið ein með föður sínum en mamman kemur við sögu í nýjustu bókinni, þótt í mýflugumynd sé, sem gamall og indæll draumur sem gleður pabba Einars Áskels. Tók strax ástfóstri við Einar Sigrún hefur þýtt allar bæk- urnar um Einar Áskel yfir á íslensku frá því að sú fyrsta, Góða nótt Einar Áskell, var gefin út hér á landi árið 1980, en sú bók hafði komið út í Svíþjóð átta árum fyrr. Þýðandinn man vel hvern- ig það kom til að hún hóf að þýða bækurnar fyrir rúmum þremur áratugum. „Þorleifur Hauksson hjá Máli og menn- ingu var kunnugur bókaútgáfu í Svíþjóð og vildi gefa þessa bók eftir Gunillu Berg ström af því að hún hafði mælst vel fyrir þar í landi. Af einhverj- um ástæðum var ég beðin um að þýða bókina og því fylgdi að finna söguhetjunni gott, íslenskt nafn. Það tókst þannig til að Einar Áskell varð fljótlega að þessari merkispersónu í íslensk- um barnaheimi,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi strax tekið ástfóstri við feðgana í sögunni. „Gunilla Bergström myndskreyt- ir bækurnar sjálf og henni tókst að skapa ótrúlega skemmtilegar persónur. Þennan litla og skrítna strák í rifinni peysu og örfá hár- strá upp úr höfðinu og luralegan pabbann sem reykir pípu. Þessar persónur eru dásamlegar og þótt ég ætti oft annríkt tímdi ég aldrei að láta þær frá mér. Einar Áskell hitti mig beint í hjartastað.“ Sá sjálfa mig í ömmunni Hún segir fjölskyldumynstur Ein- ars Áskels einnig hafa heillað sig og marga lesendur á sínum tíma. „Þetta var mjög nýstárlegt, bara pabbinn með strákinn og aldrei var mamman nefnd á nafn. Fólki fannst þetta skemmtilegt og ég er ekki frá því að þetta hafi vakið einhverja til umhugsunar. Kannski boðaði þetta nýja tíma. Síðar kom amman inn í myndina, sem mér þótti afar skemmtileg og sá sjálfa mig í. Hún gerði við rifnu fötin af barnabarninu sínu og lýsti ávallt þeirri skoðun sinni að Einar Áskell gerði aldrei neitt ljótt af sér, eins og ömmur trúa alltaf,“ segir Sigrún, en hún á sjálf níu barnabörn sem hún segir öll hafa lesið bækurnar um Einar Áskel upp til agna og heimtað meira. „Oft í tímans rás, þegar ég hef spjallað við krakka, hef ég sagst vera amma Einars Áskels. Nú er ég komin á þann aldur að ég ætti eiginlega að fara að kynna mig sem lang- ömmu hans,“ segir Sigrún og hlær. Aðspurð segir hún sér vissulega líða eins og hún eigi heilmikið í Einari Áskeli. „Hann er strákurinn minn. Ekki síst vegna þess að ég gaf honum nafn.“ Ýmiss konar boðskapur Eftir að hafa þýtt 25 bækur um Einar Áskel, sem lesnar hafa verið af stórum hluta landsmanna, liggur beint við að spyrja Sigrúnu hvort hún sjálf hafi merkt einhverjar breytingar á Einari Áskeli í gegnum tíðina. „Nei, ekki ýkja miklar á sjálfri persónunni,“ útskýrir hún. „En þó má segja að í nýlegustu bók- unum taki Bergström upp talsvert víðara sjónar- horn. Í bókinni Einar Áskell og stríðspabbinn kynnist hann fjölskyldu af framandi uppruna, verður heimagangur hjá henni og sér frábrugðna innanstokksmuni, matarvenjur og slíkt. En Einar Áskell er kominn á þann aldur að hann er farinn að sjá alls kyns myndir þar sem stríðsátök og vopn koma við sögu, og verður verulega spennt- ur fyrir að heyra stríðspabbann segja sögur úr stríðinu. Stríðspabbinn er fjarskalega tregur til, en fellst þó á endanum á að segja Einari Áskeli og syni sínum eina stríðssögu, sem reynist vera alveg dásamleg lítil dæmisaga. Í sögunni leita stríðspabbinn og félagar hans sér skjóls undan árásum í hrundu húsi. Þar sem hann liggur flat- ur á gólfinu virðir stríðspabbinn fyrir sér maur sem bjástrar með þunga byrði heim í búið sitt. Á miðri leið skellur á skothríð og maurinn stansar, en um leið og árásinni léttir heldur hann sínu striki með sína þungu byrði. Svo dregur stríðspabbinn þessa dæmisögu yfir á annað svið, þegar nokkrir krakkar hafa brotið niður fótboltamark sem hann hafði hjálpað strákunum að setja upp úti á velli. Strákarnir verða geysilega vonsviknir, en stríðs- pabbinn minnir þá á sama lærdóm, að ekkert sé annað að gera en að reyna aftur, halda sínu striki og hann skuli hjálpa þeim með það. Það leynist ýmiss konar boðskapur í þessum bókum ef vel er gáð,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi mjög gaman af því þegar foreldrar, sem sjálfir ólust upp við Einar Áskel, lesa bækurnar fyrir börnin sín. „Foreldrarnir lesa af innlifun því þau hrifust sjálf af þessum sögum.“ Dáist að Gunillu Bergström Sjálf hefur Sigrún aðeins einu sinni hitt höfund bókanna, Gunillu Bergström, þegar sú síðarnefnda heimsótti Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 1992. „Ég hitti hana í skamma stund, sem var gaman, en spjallaði ósköp lítið við hana. Gunilla er þó greinilega fyndin og hæfileikarík manneskja. Hún er auðvitað orðin öldruð, þótt hún sé ekki eins gömul og ég, og ég dáist að henni fyrir að vera enn að skrifa nýjar bækur. Vonandi heldur hún því áfram sem lengst,“ segir Sigrún. Einar Áskell er strákurinn minn Heilmikil tíðindi eru fólgin í útgáfu nýjustu bókarinnar um Einar Áskel, litla strákinn sem stór hluti Íslendinga hefur tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, en í henni er minnst á móður drengsins í fyrsta sinn. Kjartan Guðmundsson spjallaði við Sigrúnu Árnadóttur, þýðanda bókanna, um nýstárlegt fjölskyldumynstrið, boðskapinn og persónuna sem hitti hana strax í hjartastað. ÞÝÐANDI Sigrún Árnadóttir hefur þýtt bækurnar um Einar Áskel frá árinu 1980. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ HVAÐ VARÐ SVO UM EINAR ÁSKEL?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.