Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 74
22. október 2011 LAUGARDAGUR42
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Jón Ægir Norðfjörð
Guðmundsson
sem andaðist þriðjudaginn 18. október síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 28. október kl. 15.00.
María Þóra Benediktsdóttir
Gísli Páll Jónsson
Ágúst NorðfjörðJónsson María Ágústsdóttir
Gróa Norðfjörð Jónsdóttir
Sunneva Sif Ingimarsdóttir
Salvör Norðfjörð Ágústsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýju vegna fráfalls
föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Gísla Kristjánssonar
Keldulandi 11, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar,
Kópavogi.
Gísli Már Gíslason Sigrún Sigurðardóttir
Halldóra Gísladóttir Eiríkur Líndal
Anna Gísladóttir Kjartan Örn Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra fjöl-
mörgu er vottuðu virðingu og sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
Bergs Jónssonar
rafmagnsverkfræðings og fv. rafmagns-
eftirlitsstjóra ríkisins,
Löngulínu 27, Garðabæ.
Hjartans þakkir til allra þeirra er önnuðust hann;
lækna, hjúkrunarfólks og starfsfólks á meltingardeild,
krabbameinsdeild og líknardeild LHS á Landakoti.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga Karitas sem
sýndu honum einstaka umhyggju í sínu óeigingjarna
starfi. Skátum þökkum við innilega veitta virðingu við
útförina. Enn fremur þakkir til allra ættingja og vina
sem sýndu honum umhyggju í veikindum hans. Við
erum djúpt snortin. Guð blessi ykkur öll.
Ingunn Guðmundsdóttir
Magnús Bergsson Guðrún Elín Guðnadóttir
Bergþóra Bergsdóttir Reynir Þór Sigurðsson
Jón Örn Bergsson
Ásgerður Bergsdóttir Högni Sigurþórsson
og barnabörn.
Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com
GRANÍT OG LEGSTEINAR
Fallegir legsteinar
á einstöku verði
Frí
áletr
un
Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is
timamot@frettabladid.is
„Engin tvö handrit eru eins heldur
hvert með sín sérkenni, líkt og ein-
staklingur. Í því liggur þeirra mikli
sjarmi,“ segir Svanhildur Óskarsdótt-
ir, rannsóknardósent hjá Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum.
Hún sér um erindaröð fyrir almenn-
ing um handrit úr safni Árna Magnús-
sonar sem verður hleypt af stokkunum
klukkan 15 í dag – fyrsta vetrardag – í
Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.
Þar fjallar Guðrún Nordal, forstöðu-
maður Árnastofnunar, um kvæða-
handrit Gísla Jónssonar biskups sem
hann skrifaði hugsanlega handa Helgu
dóttur sinni. „Þetta er merkilegt hand-
rit frá 16. öld. Það geymir bæði kaþólsk
helgikvæði og lúterska sálma og er því
eins og gluggi inn í lífið á Íslandi ein-
mitt þegar siðbreytingin gengur yfir,“
lýsir Svanhildur.
Handritasafn Árna Magnússon-
ar, sem bæði er geymt í Reykjavík og
Kaupmannahöfn, hefur verið tekið upp
á varðveisluskrá sem nefnist „Minni
heimsins“ hjá Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. „Viður-
kenning UNESCO sýnir hvað safnið
er álitið mikilvægt í alþjóðlegu tilliti,
enda varðveitir það miklar heimildir
um menningu og sögu Norður-Evrópu
– ekki bara Íslands,“ bendir Svan-
hildur á og segir erindaröðina haldna
til að minna okkur á hvað góssið hans
Árna er merkilegt og fjölbreytt. „Í því
er næstum allur heimurinn,“ segir hún.
„Þar eru dómar og lög, rímur, þulur og
kvæði, Íslendingasögur og aðrar sögur.
Flottustu miðaldahandritin hefur tekið
marga mánuði að skrifa, maður fyll-
ist lotningu við að virða þau fyrir sér.
Sum þeirra eru líka fallega lýst, sem er
orð yfir myndskreytingu handrita. Þar
erum við komin út í listasöguna.“
Svanhildur segir ekki aðeins text-
ana merkilega og rannsókna virði
heldur einnig margt sem tengist sögu
þeirra. „Handritin ganga frá manni
til manns og safna á sig sögum því
stundum nótera eigendurnir eitthvað
á spássíurnar. Segja má að þau „fæð-
ist” á einum tíma og eigi svo langt líf
sem markar þau og mótar.“
Annað erindið verður haldið mið-
vikudaginn 26. október klukkan 12.15
þegar Guðrún Ása Grímsdóttir fjallar
um merka skjalabók vestan af fjörð-
um sem skráð var á 17. öld af séra Sig-
urði Jónssyni frá Vatnsfirði. Svo verða
þau eitt af öðru á dagskrá annan hvern
miðvikudag í vetur og lýkur síðasta
vetrardag, 18. apríl. Hvert handrit
verður til sýnis í Þjómenningarhús-
inu meðan erindi um það er haldið.
„Þá getur fólk komið í hádeginu og
kynnst einu handriti, einum einstak-
lingi, hvaðan hann kemur og hvað
hann hefur fram að færa. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill,“ segir
Svanhildur brosandi og bendir á slóð-
ina www.arnastofnun.is/page/hand_
gossid_hans_arna
SVANHILDUR ÓSKARSDÓTTIR: RÖÐ ERINDA UM HANDRITIN HEFST Í DAG KL. 15
Minnir okkur á hvað góssið
hans Árna er merkilegt
SVANHILDUR ÓSKARSDÓTTIR DÓSENT „Íslendingar höfðu mikinn áhuga á handritum Árna meðan barist var fyrir því að fá þau hingað heim um
og eftir miðja síðustu öld. Þau hafa ekki verið jafn miðlæg í menningunni á seinni árum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Merkisatburðir
1253 Bærinn á Flugumýri í Skagafirði er brenndur þegar brúð-
kaupsveisla fer þar fram og farast þar 25 manns.
1576 Um 500 byggingar í Haarlem í Hollandi brenna eftir að
eldur kemur upp í brugghúsi.
1961 Bjarni Benediktsson er kosinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
1976 Fyrsta breska pönkplatan kemur út í London, smáskífan
New Rose með bresku hljómsveitinni The Damned.
1985 Fimm aurskriður renna niður í þorpið á Bíldudal og valda
nokkrum skemmdum.
1995 Heimsfrumsýning er á myndinni Toy Story.
ÓLAFÍA JÓHANNSDÓTTIR, rithöfundur og baráttukona (1863-1924), fæddist þennan dag.
„Frjáls hugsun er skilyrði fyrir því að einstaklingurinn geti haft full not af
því er fyrir hann ber.“
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elsku
mömmu okkar, tengdamömmu,
ömmu og langömmu,
Huldu Guðmundsdóttur
Hallveigarstíg 8, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns.
Margrét Medek Peter Medek
Björk Hjaltadóttir Guðmundur Brynjólfsson
Vigdís Hjaltadóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigurdís Guðmundsdóttir
Akurgerði 21, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 19. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
28. október kl. 14.00.
Kristjana Ragnarsdóttir Tómas Ævar Sigurðsson
Kristín Svava Tómasdóttir Ólafur Rúnar Björnsson
Dísa Lind Tómasdóttir
Eyrún Sif Ólafsdóttir Guðmundur Sigurjónsson
Tómas Ævar Ólafsson
Silvía Sif Ólafsdóttir
Tómas Þórisson