Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 36
22. október 2011 LAUGARDAGUR36 L íf Hugos Þórissonar sálfræðings hefur í 32 ár snúist um að vinna náið með foreldrum og börn- um til að bæta samskipti þeirra. Þegar hann fékk þær fregnir í fyrrahaust að hann væri kominn með krabbamein fann hann knýjandi þörf fyrir að miðla af þessari reynslu. „Ég fór, svona eins og fólk gerir flest sem lendir í þessari stöðu, að fara í gegnum þetta líf mitt í huganum. Ég fann að ég var alsáttur. Ég er búinn að eiga svo góða ævi. Ég á yndis- lega fjölskyldu og hef unnið við það sem ég elska mest af öllu. Þetta bara gat ekki verið betra. En ég fann samt að það var eitt sem ég þurfti að gera. Ég hef litið á það sem mikið traust sem börn og foreldrar hafa sýnt mér. Ég hef lært mikið af því og þroskast mikið. Mig langaði að koma því áleiðis.“ Að miðla af reynslu sinni var það sem Hugo þurfti að gera og hann lét ekki veikindin með tilheyrandi lyfjameð- ferð draga úr sér. Hann hófst handa við að taka saman hollráð sín og nú, tæpu ári síðar, er bókin hans, Hollráð Hugos, komin í verslanir. Væntanlegur er líka DVD-diskur sem Hugo hefur verið að vinna í samstarfi við Þorstein J. Hugo er ánægður með bókina. „Ég er mjög sáttur. Bókin er nákvæmlega eins og mig langaði að hafa hana. Þetta er enginn doðrantur og hún er heldur ekki skrifuð á fagmáli. Ég vona að hún geti hjálpað fólki.“ Hugo er rólegur og yfirvegaður, hraustlegur að sjá og glaðlegur. Hann lítur ekki út fyrir að vera alvarlega veikur. „Ég var í góðu líkamlegu formi áður en ég veiktist og það hefur eflaust hjálpað mér. Svo er ég í pásu frá lyfjameðferð núna, þannig að ég er bara hress og mér líður frábærlega. Ég er búinn að eiga alveg yndislegt sumar og þó ég viti að það sé lyfjagjöf fram undan er ég ekkert að kvíða því. Ég nýt þess sem við höfum hér og nú.“ Svo virðist sem Hugo takist vel að taka sjálfan sig á sál- fræðinni og hann samsinnir því með bros á vör. „Ég hef notið þess sem faðir og sem maki að hafa unnið sem sál- fræðingur og vera alltaf að velta fyrir mér samskipta- málum. Mér finnst ég hafa þroskast mikið af því. Ég hef aðstoðað aðra við að lifa fyrir núið, í að geta slakað á og að stjórna hugsunum sínum til að hafa áhrif á tilfinningar sínar. Þetta finnst mér bara ganga mjög vel hjá sjálfum mér núna.“ Hér á eftir fara nokkur ráð sem Hugo hvetur foreldra til að hafa í huga. Hlustaðu! 1 Undirtitill Hollráða Hugos er „hlustum á börnin okkar“ og er það gegnumgangandi stef í bókinni að foreldrar þurfi að leggja betur við hlustir í uppeldinu. „Ef ég mætti bara gefa foreldrum eitt ráð þá væri það að hlusta meira. Það er svo oft sem foreldrar segja: „Komdu, við þurf- um að tala við þig.“ Þá rennur börnum, og hvað þá ungling- um, kalt vatn milli skinns og hörunds. Sjá fyrir sér klukku- tíma sem endar með því að þau segja: „Ertu búinn? Má ég fara núna?“. Samtalið verður ekkert samtal, heldur eintal. Ég hef unnið með börnum og unglingum í 32 ár. Megingagn- rýni þeirra á foreldra sína er: „Það hlustar enginn á mig!“ Börn vita yfirleitt að það er fullorðna fólkið sem á að ráða, en þau vilja samt fá að vera með. Þess vegna ættu foreldr- ar að temja sér að segja heldur: „Komdu hérna, ég þarf að hlusta á þig.“ Sýndu samhygð og áhuga 2Hugo segir að foreldrar ættu að gefa sér tíma til að kyssa á bágt barna sinna og sýna þeim hluttekningu, jafnvel eftir smæstu slys og óhöpp. „Með því að sýna börnum samhygð kennum við þeim að þau geti alltaf komið til okkar þegar þeim líður illa. Við viljum að börn geti sagt okkur frá því ef það er eitthvað í umhverfi þeirra sem þau ráða ekki við. Til þess þarf traust. Það traust byggist ekki upp ef við hlustum ekki á þegar börnin koma með litlu sárin sín. Langflest börn, sem ég hef hitt og hafa orðið fyrir einelti en ekki sagt frá, reyndu langflest að segja frá einu sinni. Þeim var kannski ekki vel tekið á þeim tíma- punkti og þá reyndu þau ekki aftur. Börn leita til þeirra með vandamál sín sem þau geta helst treyst til að hlusta á sig. Ef þeim finnst enginn hlusta lesa þau þannig í aðstæð- urnar að þau skuli bara eiga vandamálið við sjálft sig.“ Líttu svo á að eiginleikar barna séu styrkleikar þeirra en ekki veikleikar 3 „Mér finnst svo leiðinlegt að sjá börn upplifa að það sé rangt að vera eins og þau eru,“ segir Hugo. „Sumir eru opnir, aðrir lokaðir, sumir virkir og aðrir rólegir. Börn fá of oft þau skilaboð að það sé ekki í lagi að vera eins og þau eru. Foreldrar barna sem eru viðkvæm og næm tilfinn- ingalega líta oft á það sem sitt hlutverk að herða þau. Kasta þeim út í laugina og vita hvort þau geti ekki bjargað sér á sundtökunum. En við þurfum á næmu, viðkvæmu og tilfinn- ingaríku fólki að halda líka. Þetta eru því röng skilaboð.“ Að sama skapi er Hugo ósáttur við að heyra sagt við skap- mikil börn að þau eigi að hætta að reiðast. „Þetta eru ekki góð skilaboð. Það er ágætt að hafa skap, það kemur fólki í ótrúlegustu áttir. Það sem mér finnst miklu mikilvægara er að kenna börnum hvernig þau eigi að bregðast við þegar þau reiðast. Kenna þeim að þau hafi ekki leyfi til að láta reiði sína bitna á öðrum og þurfi að koma henni í einhvern farveg sem vinnur með þeim.“ Fimm hollráð handa foreldrum Hugo Þórisson barnasálfræðingur tekur sjálfan sig á sálfræðinni í glímunni við krabbamein. Hann nýtur lífsins dag frá degi og kvíðir ekki framtíðinni. Nú eru Hollráð Hugos komin út á bók, sem er fengur fyrir foreldra sem hafa áhuga á að bæta samskiptin við börnin sín. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir heimsótti Hugo og fékk hjá honum nokkur ráð. Í STOFUNNI HEIMA Hugo hefur aðstoðað aðra við að lifa fyrir núið, slaka á og stjórna hugsunum sínum til að hafa áhrif á tilfinningar sínar. Þetta segir hann koma sér vel nú þegar hann þarf sjálfur að takast á við veikindi. Hann kvíðir ekki lyfjagjöf sem fram undan er vegna krabbameins, heldur nýtur þess sem hann hefur hér og nú. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvíldu skammarkrókinn, fýlustólinn og aðferðina 1, 2, 3 4 „Ég kalla þetta „farðu inn í herbergið þitt og komdu fram aftur þegar þú ert orðinn góður“ aðferðirnar, og ég er ekki hrifinn af þeim. Börn hafa sagt við mig beint: „Pabbi og mamma vildu bara eiga mig þegar mér leið vel. Ef mér leið illa vildu þau ekki sjá mig.“ Börn sjá ekki alltaf það sem þau gera. Þau vita bara að þegar þeim líður illa gera þau alls konar hluti: Kasta, brjóta, stappa niður fót- unum. Samhengið sem þau sjá er að þegar þeim líður illa eru þau rekin í burtu eða refsað á annan hátt. Þegar börn sitja á stólnum eða inni í herbergi geta foreldrar verið vissir um að þau eru ekki að hugsa sinn gang. Þessi aðferð snýst um niðurbrot á sjálfsmynd barna.“ Með þessu móti sé verið að kenna börnum að tekist sé á við ágreining með því að sá sem valdið hafi sigri. „Og það er sá sem er feitari, frekari og fæddist fyrst sem sigrar. Þegar börn svo lenda í átökum sjálf fara þau að beita aðferðum sem byggja á valdi. Vilja foreldrar að börnin þeirra læri að leysa á sanngjarnan hátt úr ágreiningi? Þá hljóta þeir að þurfa að leysa þannig sjálfir úr ágreiningi við barnið. Börn læra þau sem fyrir þeim er haft.“ Breyttu einhverju hjá sjálfum þér ef illa gengur með uppeldið 5 Oft heyrir Hugo foreldra segja: „Ég held ég sé búin að nefna þetta þúsund sinnum við barnið“ en aldrei breyti það hegðuninni. Það kemur honum lítið á óvart. „Ef maður gerir alltaf það sama fær maður sömu viðbrögð. Ef maður vill önnur viðbrögð þarf maður að breyta einhverju sjálfur. Ég las einhvers staðar að Einstein hafi sagt: „Insanity is doing the same thing over and over again and expecting different results.“ Það er mikill sannleikur í þessu. Þess vegna bið ég foreldra að prófa að breyta einhverju í eigin hegðun. Eru þeir til dæmis „farðu“ eða „komdu“ foreldrar? Segja þeir alltaf „farðu að bursta, farðu að læra, farðu og ég kem svo … farðu!“ Þeir ættu að prófa að segja frekar „komdu“. Komdu að bursta! Það er ótrúlegt hvað svona lítill hlutur getur breytt miklu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.