Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 8
22. október 2011 LAUGARDAGUR LÍBÍA Bráðabirgðastjórn byltingar- innar í Líbíu lét undan alþjóð- legum þrýstingi í gær og féllst á að láta rannsaka hvernig dauða Múammars Gaddafí bar að hönd- um. Upphaflega var ætlunin að láta grafa lík Gaddafís á leynilegum stað í gær, en nú hefur greftrun- inni verið frestað og óljóst er bæði hvenær, hvar og hvernig að henni verður staðið. Sitthvað er enn óljóst um síð- ustu stundir Múammars Gaddafí. Vitað er að hann hugðist flýja frá Sirte, fæðingarborg sinni, snemma í gærmorgun þegar byltingarmenn voru um það bil búnir að ná henni á sitt vald eftir margra vikna bardaga. Hann var í 75 bíla lest sem komst ekki langt frá borginni því gerðar voru tvær loftárásir á hana, sú fyrri um klukkan 8.30 og hin stuttu síðar. Ellefu bifreið- ar eyðilögðust og tugir manna Gaddafís féllu. Gaddafí sjálfur komst samt undan ásamt nokkrum manna sinna. Þeir virðast hafa hlaupið í gegnum trjágerði í áttina að þjóð- veginum þar sem þeir földu sig í tveimur holræsum. Uppreisnarmenn höfðu hins vegar elt bílalestina og fundu fljótlega Gaddafí og menn hans í ræsunum. Þegar þeir nálguð- ust ræsin var fyrst skotið á þá en síðan var hrópað til þeirra að Gaddafí væri þarna og hann væri særður. Hann virtist ringlaður og í fyrstu sagður særður bæði á fæti og á baki. Hann var fluttur til borgarinnar Misrata en er sagð- ur hafa látist nokkrum mínútum áður en komið var með hann á sjúkrahús. Hann var með skotsár á höfði, brjósti og maga en óljóst er hve- nær hann særðist og hverjir hleyptu af skotunum. Ein full- yrðingin er sú að hann hafi orðið fyrir skoti í höfuðið þegar til bar- daga kom milli stuðningsmanna hans og byltingarmanna. Líkið var síðan dregið um götur borgarinnar og sýnt almenningi en var loks sett í frystigeymslu í verslunarmiðstöð í gær meðan beðið var greftrunar. gudsteinn@frettabladid.is Beðið með að grafa lík Gaddafís Hætt var við að grafa lík Múammars Gaddafí með leynd í gær. Þess í stað hafa stjórnvöld fallist á að rannsaka betur hvernig dauða hans bar að höndum. GADDAFÍ TIL SÝNIS Biðröð var við frystigeymsluna í Misrata þar sem lík einræðis- herrans var geymt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL „Það verður engin hopp- andi gleði og örugglega mjög skiptar skoðanir,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, um nýgert samkomulag við lög- reglustjóra um álagsgreiðslur. Samkomulagið byggir á nýlegri niðurstöðu gerðardóms um kjör lögreglumanna. Viðræðurnar snerust um að útfæra hvernig skipta ætti þeim verðmætum í formi sem lögreglumönnunum voru dæmd í formi álagsgreiðslna. „Þetta hittir menn misjafnlega fyrir og ræðst meðal annars af samsetningu launa þeirra,“ segir Steinar. Reynt hafi verið að haga málum þannig að hækka lægri laun meira á kostnað þeirra hærri. Samkomulagið tókst á miðviku- dag og nú verður hafist handa við að kynna það fyrir lögreglumönn- um. Steinar segist sjálfur vera á leið út á land til halda slíka kynn- ingarfundi. Ekki er hins vegar um breytingar á kjarasamning- um að ræða og því kemur ekki til atkvæðagreiðslu um það. Samhliða samkomulaginu var skrifað undir viljayfirlýsingu milli sambandsins, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra um að fara yfir framtíðarfyrirkomulag menntunar og öryggismál lögreglumanna. - sh Lögreglumenn semja við yfirmenn sína um útfærslu álagsgreiðslna: „Það verður engin hoppandi gleði“ ÓSÁTTIR Lögreglumenn hafa verið ákaf- lega óánægðir með kaup sitt og kjör. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þýðingastyrkir Bókmenntasjóðs Bókmenntasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku en næsti umsóknarfrestur er 1. nóvember 2011. Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Bókmenntasjóður styrkir meðal annars útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að kynningu íslenskra bókmennta heima og erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið sjóðsins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á heimasíðu Bókmenntasjóðs, www.bok.is, í gegnum netfangið bok@bok.is og á skrifstofu sjóðsins. Bókmenntasjóður Austurstræti 18 101 Reykjavík ÓSKA EFTIR Að kaupa enska English CURSE Lingapone námskeiðið, stóra námsbókin 236 bls. Ég borga 40.000 kr fyrir námskeiðið upplýsingar í síma 865 7013. Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg af öllu NOW D-vítamíni 15% afsláttur Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá alltof lítið D-vítamín. Vonast eftir viðurkenningu Palestínumenn gera sér vonir um að öryggisráð SÞ afgreiði umsókn um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu- ríkis á fundi sínum 11. nóvember næstkomandi. Bandaríkin hafa sagst ætla að beita neitunarvaldi í öryggis- ráðinu, verði tillagan borin undir atkvæði og hljóti meirihlutasamþykki. SJÁVARÚTVEGUR Samningafundi um makrílveiðar, sem hófst á miðvikudag, lauk í London í gær. Tómas H. Heiðar, aðal- samningamaður Íslands, segir að fundur- inn hafi verið jákvæður og verður viðræð- unum haldið áfram í næstu viku. Fulltrúar strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Noregs og Fær- eyja, auk áheyrnaraðilans Rússlands sátu fundinn. Tómas segir að ýmsar leiðir til stjórnunar makrílveiðanna hafi verið ræddar, þar á meðal skipting aflahlutdeildar milli aðila. - shá Fundað um makríl í London: Jákvæður andi í viðræðum TÓMAS H. HEIÐAR STJÓRNMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.