Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 8
22. október 2011 LAUGARDAGUR
LÍBÍA Bráðabirgðastjórn byltingar-
innar í Líbíu lét undan alþjóð-
legum þrýstingi í gær og féllst á
að láta rannsaka hvernig dauða
Múammars Gaddafí bar að hönd-
um.
Upphaflega var ætlunin að láta
grafa lík Gaddafís á leynilegum
stað í gær, en nú hefur greftrun-
inni verið frestað og óljóst er bæði
hvenær, hvar og hvernig að henni
verður staðið.
Sitthvað er enn óljóst um síð-
ustu stundir Múammars Gaddafí.
Vitað er að hann hugðist flýja
frá Sirte, fæðingarborg sinni,
snemma í gærmorgun þegar
byltingarmenn voru um það bil
búnir að ná henni á sitt vald eftir
margra vikna bardaga.
Hann var í 75 bíla lest sem
komst ekki langt frá borginni
því gerðar voru tvær loftárásir
á hana, sú fyrri um klukkan 8.30
og hin stuttu síðar. Ellefu bifreið-
ar eyðilögðust og tugir manna
Gaddafís féllu.
Gaddafí sjálfur komst samt
undan ásamt nokkrum manna
sinna. Þeir virðast hafa hlaupið í
gegnum trjágerði í áttina að þjóð-
veginum þar sem þeir földu sig í
tveimur holræsum.
Uppreisnarmenn höfðu hins
vegar elt bílalestina og fundu
fljótlega Gaddafí og menn hans
í ræsunum. Þegar þeir nálguð-
ust ræsin var fyrst skotið á þá
en síðan var hrópað til þeirra að
Gaddafí væri þarna og hann væri
særður.
Hann virtist ringlaður og í
fyrstu sagður særður bæði á fæti
og á baki. Hann var fluttur til
borgarinnar Misrata en er sagð-
ur hafa látist nokkrum mínútum
áður en komið var með hann á
sjúkrahús.
Hann var með skotsár á höfði,
brjósti og maga en óljóst er hve-
nær hann særðist og hverjir
hleyptu af skotunum. Ein full-
yrðingin er sú að hann hafi orðið
fyrir skoti í höfuðið þegar til bar-
daga kom milli stuðningsmanna
hans og byltingarmanna.
Líkið var síðan dregið um götur
borgarinnar og sýnt almenningi
en var loks sett í frystigeymslu
í verslunarmiðstöð í gær meðan
beðið var greftrunar.
gudsteinn@frettabladid.is
Beðið með
að grafa lík
Gaddafís
Hætt var við að grafa lík Múammars Gaddafí með
leynd í gær. Þess í stað hafa stjórnvöld fallist á að
rannsaka betur hvernig dauða hans bar að höndum.
GADDAFÍ TIL SÝNIS Biðröð var við frystigeymsluna í Misrata þar sem lík einræðis-
herrans var geymt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJARAMÁL „Það verður engin hopp-
andi gleði og örugglega mjög
skiptar skoðanir,“ segir Steinar
Adolfsson, framkvæmdastjóri
Landssambands lögreglumanna,
um nýgert samkomulag við lög-
reglustjóra um álagsgreiðslur.
Samkomulagið byggir á nýlegri
niðurstöðu gerðardóms um kjör
lögreglumanna. Viðræðurnar
snerust um að útfæra hvernig
skipta ætti þeim verðmætum í
formi sem lögreglumönnunum
voru dæmd í formi álagsgreiðslna.
„Þetta hittir menn misjafnlega
fyrir og ræðst meðal annars af
samsetningu launa þeirra,“ segir
Steinar. Reynt hafi verið að haga
málum þannig að hækka lægri
laun meira á kostnað þeirra hærri.
Samkomulagið tókst á miðviku-
dag og nú verður hafist handa við
að kynna það fyrir lögreglumönn-
um. Steinar segist sjálfur vera á
leið út á land til halda slíka kynn-
ingarfundi. Ekki er hins vegar
um breytingar á kjarasamning-
um að ræða og því kemur ekki til
atkvæðagreiðslu um það.
Samhliða samkomulaginu var
skrifað undir viljayfirlýsingu milli
sambandsins, fjármálaráðherra og
innanríkisráðherra um að fara yfir
framtíðarfyrirkomulag menntunar
og öryggismál lögreglumanna. - sh
Lögreglumenn semja við yfirmenn sína um útfærslu álagsgreiðslna:
„Það verður engin hoppandi gleði“
ÓSÁTTIR Lögreglumenn hafa verið ákaf-
lega óánægðir með kaup sitt og kjör.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þýðingastyrkir Bókmenntasjóðs
Bókmenntasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til þýðinga
á íslensku en næsti umsóknarfrestur er 1. nóvember 2011.
Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og
bókaútgáfu. Bókmenntasjóður styrkir meðal annars útgáfu
frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en
stuðlar einnig að kynningu íslenskra bókmennta heima og
erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið
sjóðsins.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á heimasíðu
Bókmenntasjóðs, www.bok.is, í gegnum netfangið bok@bok.is
og á skrifstofu sjóðsins.
Bókmenntasjóður
Austurstræti 18
101 Reykjavík
ÓSKA EFTIR
Að kaupa enska English CURSE Lingapone námskeiðið,
stóra námsbókin 236 bls. Ég borga 40.000 kr fyrir námskeiðið
upplýsingar í síma 865 7013.
Við lífrænt
án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur
www.lifandimarkadur.is
Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg
af öllu NOW D-vítamíni
15%
afsláttur
Rannsóknir hafa sýnt að
Íslendingar fá alltof lítið
D-vítamín.
Vonast eftir viðurkenningu
Palestínumenn gera sér vonir um að
öryggisráð SÞ afgreiði umsókn um
viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu-
ríkis á fundi sínum 11. nóvember
næstkomandi. Bandaríkin hafa sagst
ætla að beita neitunarvaldi í öryggis-
ráðinu, verði tillagan borin undir
atkvæði og hljóti meirihlutasamþykki.
SJÁVARÚTVEGUR Samningafundi
um makrílveiðar, sem hófst á
miðvikudag, lauk í London í
gær. Tómas H.
Heiðar, aðal-
samningamaður
Íslands, segir
að fundur-
inn hafi verið
jákvæður og
verður viðræð-
unum haldið
áfram í næstu
viku.
Fulltrúar
strandríkjanna fjögurra,
Íslands, ESB, Noregs og Fær-
eyja, auk áheyrnaraðilans
Rússlands sátu fundinn.
Tómas segir að ýmsar leiðir
til stjórnunar makrílveiðanna
hafi verið ræddar, þar á meðal
skipting aflahlutdeildar milli
aðila.
- shá
Fundað um makríl í London:
Jákvæður andi
í viðræðum
TÓMAS H. HEIÐAR
STJÓRNMÁL