Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 12
12 22. október 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Málþing mánudaginn 24. október 12.00-13.30. Hátíðarsalur, Aðalbygging HÍ. Í boði Stjórnmálafræðideildar og MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna í tilefni af 100 ára afmæli HÍ og 15 ára afmæli náms í kynjafræði: Inngangserindi: Bergljót Þrastardóttir „Og maður þarf helst að standa upp á kassa og garga“ og Kristín Ástgeirsdóttir „Boðflennur í veislusölum valdsins?“. Pallborð: Guðmundur Steingrímsson og Unnur Brá Konráðsdóttir þingmenn, Óttarr Proppé borgarfulltrúi og Þórunn Sveinbjarnardóttir fv. þingkona. Fundarstjóri: Þorgerður Einarsdóttir prófessor. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis „Hernaðarlist og valdaklækir?” Er stjórnmálamenning samtímans tamari körlum en konum? FÉLAGSVÍSINDASVIÐ 1911-2011 FÉLAGSVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS Bergljót Kristín Guðmundur Unnur Óttarr Þórunn Þorgerður SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Athygli vakti þegar for-maður efnahagsnefndar Alþingis sagði að ráðn-ing nýs forstjóra Banka- sýslu ríkisins væri hneyksli. Ríkis- útvarpið greindi frá því í fréttum í byrjun vikunnar að einmitt þau ummæli hefðu breytt stöðunni og að sá sem ráðinn var yrði ekki for- stjóri. Hér verður ekki lagður dómur á ákvörðun stjórnar Banka- sýslunnar. Engin samanburðar- gögn um umsækjendur hafa verið birt. Aðrir umsækjendur hafa ekki opinberlega lýst því að á þeim hafi verið brotið. Ekki var auglýst að umsækjendur af tilteknu sauða- húsi væru sam- kvæmt eðli máls óæskilegir. Þetta úti lokar að sjálfsögðu ekki að Alþingi eða einstakir alþingismenn hafi skoðun á málinu og færi rök fyrir henni. Alþingi hefur þær valdheimildir sem nauðsyn- legar eru til að koma þessu máli í það horf sem það telur sóma af. Aftur á móti skiptir öllu að alþingis menn fari að réttum stjórn- skipunarreglum til þess að koma vilja sínum fram í þessu falli sem öðrum. Þingmenn hafa margir hverj- ir lýst áhyggjum vegna þverrandi virðingar sem trúnaðarhlutverk þeirra nýtur. Sumir vilja endur- heimta glataða virðingu með því að skerpa skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. En þá er betra að virða þær reglur sem í gildi eru um þessi skil. Samkvæmt þeim blandar Alþingi sér ekki í stjórnsýslumál nema með því móti að kalla viðkomandi ráð- herra til ábyrgðar. Sú leið var ekki farin. Þingmennirnir kusu að fara hjáleið um þessa grundvallarreglu stjórnskipulegrar ábyrgðar. Hjáleið um „hneyksli“ ÞORSTEINN PÁLSSON Algjörlega óháð því hvort menn telja að gagnrýni þingmanna hafi við rök að styðjast eða ekki verð- ur að gera þá kröfu til þeirra að draga þá eina til ábyrgðar sem hana bera. Umsækjandinn sem fékk stöðuna hefur sannarlega ekkert til sakar unnið í tengslum við þessa ákvörðun. Ef gengið er út frá að stöðuveit- ingin sé hneyksli er það stjórn Bankasýslunnar sem ber ábyrgð á því gagnvart ráðherra. Hann ber síðan ábyrgð andspænis Alþingi. Þetta er skipan mála sem mælt er fyrir um í lögum og stjórnar- skrá. Þingmenn hafa ekki staðhæft að lög hafi verið brotin. Í orðum þeirra felst því það mat að stjórn Bankasýslunnar hafi gerst sek um svo mikinn dómgreindarbrest að jafngildi hneyksli. Fjármálaráðherra kallaði af því tilefni eftir rökstuðningi sem hann taldi ekki gefa tilefni til við- bragða af sinni hálfu. Ábyrgðin á hneykslinu sem þingmenn nefna svo hvílir eftir það á herðum hans. Sú ábyrgð hverfur ekki þó að for- stjórinn sé beittur þrýstingi til að hætta. Dómgreindarbresturinn gufar ekki upp við það. Eina ráð Alþingis í máli sem þessu er að víkja ráðherranum frá og setja annan í hans stað. Nýr ráð- herra yrði síðan að leysa stjórnina frá störfum og skipa í hana menn er ógiltu ráðninguna. Alþingi kaus aftur á móti að efna til umræðu til að magna slíkan óróa að nýja forstjóranum yrði óvært í sætinu eins og Ríkis- útvarpið upplýsti rétt og skilmerki- lega. Þetta heitir að hengja bakara fyrir smið. Stjórn Bankasýslunnar og ráðherrann eiga hins vegar að sitja eins og ekkert hafi í skorist. Við stöðu þeirra á ekki að hrófla þó að ábyrgðin á töldu hneyksli liggi þar. Af hverju skyldi það vera? Að hengja bakara fyrir smið Þingmenn fara með vald. Virðing þeirra ræðst af því hvernig þeir ríma athafnir við orð. Orðið hneyksli af vörum valdhafa eins og alþingismanna hefur því aðeins eitthvert gildi að þeir kalli þá til ábyrgðar sem úrslitum réðu um það mál sem til umfjöllunar er. Ekki er unnt að útiloka að ákvörðun Bankasýslunnar sé hneyksli. Það kemur á hinn bóginn ekki í ljós hvort þingmenn meina það sem þeir segja nema þeir láti til skarar skríða með þeim stjórn- skipulegu ráðum sem þeir hafa gagnvart þeim sem ábyrgð bera. Klípa þeirra þingmanna sem hér eiga hlut að máli er sú að fari þeir að settum stjórnskipunar- reglum er stjórnarsamstarfið í húfi. Þeir vilja ekki fórna því til að uppræta það sem þeir sjálfir kalla hneyksli. Þetta er skýrt val. Stór orð á Alþingi eru lítils virði ef menn geta ekki gert upp á milli þessara hagsmuna. Ætli þingmenn umfram allt annað að vernda þann ráðherra sem ber ábyrgð á því sem þeir kalla hneyksli fer betur á því að tala af meiri hógværð. Þingmenn- irnir féllu á þessu prófi. Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra, benti á hliðstæðan tví- skinnung á dögunum þegar hann vakti athygli á að þingmenn láta nú embættismenn bera ábyrgð á pólitískum ákvörðunum um niður- skurð. Hugsanlega var rétt að taka á þessu Bankasýslumáli. En þing- menn gerðu það hins vegar með þeim hætti að þeir smækkuðu sjálfa sig og virðingu þingsins. Hjáleiðin afhjúpaði skinhelgi. Rím orða og athafna U ppeldi barna er verkefni sem nær til allra þátta daglegs lífs. Meðal þess sem þarf að kenna börnum er að næra sig sér til gagns. Þegar farið var að bjóða upp á mat í grunnskólum í stað þess að börnin kæmu með nesti með sér að heiman steig skólinn inn á þetta svið upp- eldisins. Næring barna, sem áður var alfarið á ábyrgð heimilis ins, er nú að hluta á ábyrgð skóla og þar með menntayfirvalda. Þetta er ekki lítið verkefni og ekki er dregið í efa að þeir sem við ábyrgðinni tóku hafi gert sér fulla grein fyrir mikil- vægi þess. Þó virðist sem litið sé á skólamáltíðir sem ein- hvers konar gæluverkefni sem sneiða megi af þegar harðnar á dalnum. Því miður er það svo að aldrei er mikilvægara en einmitt þegar harðnar á dalnum að börn fái góðan og hollan mat í skólanum. Ekki eiga nefnilega öll börn kost á því heima hjá sér. Þekkt er sagan af Finnum, sem í kjölfar kreppu byggðu upp mötuneyti grunnskóla sinna til að tryggja að börnin fengju að minnsta kosti eina næringarríka máltíð á dag meðan þau væru í skólanum. Lýsingar matreiðslumanns í grunnskóla í Reykjavík í fréttum hér í blaðinu, í dag og síðastliðinn fimmtudag, á þeim aðstæðum sem matreiðslumönnum eru boðnar í skólanum eru heldur nötur- legar og svo virðist sem nánast sé ætlast til hins ómögulega af þessari stétt. Matreiðslumaður þarf að matbúa handa fimm hundruð nemendum og jafnvel fleiri og hefur einungis tvo sér til aðstoðar enda munu ekki vera til viðmið um hlutfall milli fjölda mötuneytisstarfsmanna og fjölda nemenda í fæði. „Vinnan í sumum mötuneytum er farin að líkjast meira þrælabúðum en eðlilegum vinnustað,“ segir einnig í yfirlýsingu Samtaka fag- lærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur. Afleiðingin er sú að í auknum mæli er gripið til þess að bjóða aðkeyptan mat sem hitaður er upp í skólunum. Sú leið kann að vera eitthvað ódýrari en hin að ráða mannskap til þess að elda mat frá grunni í skólanum. Hins vegar hlýtur upphitaður matur alltaf að tapa einhverju af þeirri næringu sem hann á að veita. Mataruppeldi felst ekki bara í því að metta börn frá degi til dags. Það felst í því að venja barn við að borða hollan og næringar ríkan mat sem líklegur er til að viðhalda góðri heilsu þess um alla framtíð. Það felst einnig í því að bjóða börnum þær aðstæður að matartíminn sé góð samverustund með vinum. Auk þess má benda á mikilvægi þess að börn geri sér grein fyrir tengslum milli hráefnis sem notað er í mat og þess matar sem þau neyta. Þetta uppeldi hafa skólarnir að hluta tekið að sér með því að bjóða upp á mat í grunnskólum. Hér er ekki verið að kalla eftir að börnum sé boðið einhvers konar lúxusfæði heldur einungis að aðstæður séu fyrir hendi til að útbúa handa þeim einfaldan og hollan mat. Ef það er ekki gert má velta fyrir sér hvort betur hefði verið heima setið en af stað farið í það verkefni að bjóða upp á mat í skólum. Skólamatur er liður í uppeldisstarfi skólanna. Meira en að metta börn SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.