Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 86
22. október 2011 LAUGARDAGUR54
folk@frettabladid.is
Gamlinginn sem skreið út um gluggann
og hvarf er fyrsta bók höfundarins en
varð óvænt ein helsta metsölubók síðari
ára í Svíþjóð.
3. endurprentun
„Hún á skilið fullt hús af stjörnum því hún er
fullkominn skemmtilestur. Eiginlega algjör
dásemd.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
„ Ærslabók með frábærum boðskap… Þetta
er bara alveg rosalega skemmtileg bók.“
Egill Helgason / Kiljan
„Þetta er bara ógeðslega skemmtileg
bók ... Ugglaust hjálpar það líka að hún
er prýðilega þýdd ….“
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan
ÆRSLAFENGIN & HEILLANDI
GLEÐISPRENGJA
gamlingi sem fer á flakk um söguna
2.299.-
áður 2.699.-
Gildir til 26. október á meðan birgðir endast.
Raunveruleikastjarnan Kim
Kardashian giftist körfuknatt-
leiksmanninum Kris Humphries
fyrir skemmstu. Fjölmiðlar hið
vestra virðast ekki hafa mikla trú
á hjónabandinu því þeir keppast
við að flytja skilnaðarfréttir af
hjónakornunum.
Samkvæmt fréttamiðlum
í Bandaríkjunum er öllum í
Kardashian-fjölskyldunni meinilla
við Humphries og vonast til þess
að Kim sæki um skilnað sem fyrst.
Tímaritið People flutti einnig
fréttir af því að Humphries hefði
heldur kosið að fara út á lífið með
vinum sínum en að sækja eigin-
konu sína upp á flugvöll. „Hann
særir hana stanslaust. Hann fer út
að skemmta sér með vinum sínum
í Miami í stað New York því hann
telur minni líkur á að Kim frétti
af strákapörum hans þar. Hann
hagar sér einnig eins og hann
sé enn einhleypur og sást meðal
annars leiða ljóshærða stúlku út
af skemmtistað,“ var haft eftir
innanbúðar manni.
Óhamingjusöm
raunveruleikastjarna
ÓHAMINGJUSÖM Bandarískir fjölmiðlar
spá hjónabandi Kim Kardashian og Kris
Humphries ekki langlífi og segja þau
óhamingjusöm eftir aðeins nokkura
vikna hjónaband.
NORDICPHOTOS/GETTY
Nýr tölvuleikur um Leður-
blökumanninn er væntan-
legur eftir helgi. Aðdáendur
hans gátu hins vegar ekki
beðið og slógu upp grímu-
balli í miðborg Reykjavíkur
þar sem alls kyns kynjaverur
úr Batman-heiminum mættu
til leiks.
„Ég var alveg hissa á því hvað marg-
ir mættu í flottum búningum,“ segir
Sara Björk Másdóttir, sem skipu-
lagði Batman: Arkham City búninga
og útgáfuveisluna á Ölsmiðjunni en
hún skrifar leikjadóma inn á afþrey-
ingarsíðuna scene.is.
Sara, sem er þjónn á Tapas-barn-
um, fellur kannski ekki undir hina
venjulega skilgreiningu tölvuleikj-
anjarðarins og hún segir að svona
viðburðir séu einmitt kærkomn-
ir fyrir fólk sem spilar tölvuleiki,
þar geti þeir spjallað saman um
áhugamálið sitt. „Tölvuleikir eru
ekki bara fyrir nörda-stráka.“ Sara
dæmir leiki fyrir scene.is og var
einmitt á leiðinni að ná sér í eintak
af Batman-leiknum til að spila yfir
helgina. „Hann er rosalega flottur.“
- fgg
LEÐURBLÖKUMANNINUM ÁKAFT FAGNAÐ
Þeir voru flottir strákarnir sem tóku þátt í Batman: Arkham-búningaveislunni á Ölsmiðjunni á fimmtudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eiríkur Eiríksson tók sig vel út sem
Mörgæsin.
Guðmundur Vikar Sigurðsson kom, sá
og sigraði sem Hr. Frosti.
Aron Snær Melsteð var glæsilegur í hlut-
verki Jonathans Crane eða Scarecrow.
Þessar þrjár stúlkur létu sig ekki vanta á
Batman-grímuballið.
Ölvir Freyr Guðmundsson var flottur
sem Scarecrow og hafnaði í öðru sæti.
2015 ER ÁRIÐ sem Liam Gallagher segir henta í að endurvekja hljómsveitina Oasis. Það yrði á 20 ára
afmæli plötunnar (What's The Story) Morning Glory.