Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 68
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 201112
MATARSKREYTINGAR
Granatepli hafa spilað stórt
hlutverk í matarmenningu þjóða
Mið-Austurlanda í margar aldir en
hér á landi er ekki ýkja langt síðan
þessi fallegi ávöxtur fór að fást í
verslunum.
Granatepli eru bráðholl. Þau
voru notuð til lækninga áður fyrr
eins og í dag. Einkum eru fræin
rík af andoxunarefnum en ólíkt
mörgum öðrum ávöxtum eru
fræin ekki síður góð en ávöxtur-
inn sjálfur.
Fyrir jólahlaðborðin eru granat-
eplin einkar jólaleg til að nota í
skreytingar um leið og hægt er
að nota þau til matar. Hægt er að
skera þau til helminga og stilla
upp á borði eða sneiða þau niður
og raða á föt.
JÓLALYKT
Lyktin af hangikjöti þykir
mörgum jólaleg en einn einfaldur
pylsuréttur er til sem framkallar
unaðslegan jólailm. Rétturinn er
vel þekktur vestanhafs og hefur
líka notið vinsælda hérlendis,
ekki síst í Eurovision-partíum og
sumarveislum en á ekki síður vel
við jólin.
Það sem til þarf í uppskriftina
eru einfaldlega kokteilpylsur og
beikonsneiðar. Gert er ráð fyrir
að ein beikonsneið dugi fyrir
þrjár pylsur. Beikonsneiðarnar
eru skornar niður í þrjá hluta og
er hverjum hluta vafið þétt utan
um hverja pylsu. Pylsunum er
þá raðað við hlið við á bökunar-
plötu og hitaðar í þrjátíu mínútur
við 190 gráðu hita. Sniðugt er
að vefja beikoninu utan um
pylsurnar degi áður en þær eru
hitaðar.
EFTIRRÉTTUR Í GLÖSUM
Ferskir ávextir bragðast alltaf jafn vel
og sérstaklega í jólabúningi; svo sem
með rjóma, súkkulaðispæni, búðingi og
sírópi. Sterkgulir ávextir og rauðir koma
þar sérstaklega jólalega út, og mangó og
ástaraldin því til að mynda kjörin í réttinn.
Það kemur afar fallega út að útbúa slíka
eftirrétti með því að setja hvern skammt
í glært glas svo ávextirnir sjáist og ef fólk
er svo heppið að komast yfir glasapinna
sem þessa í jólastíl, er borðið orðið einkar
hátíðlegt.
ALMENNIR MANNASIÐIR
Gott er að hafa nokkrar kurteisis-
reglur á bak við eyrað þegar
kemur að mannamótum og
þá ekki síst jólahlaðborðum. Til
dæmis er misskilningur að hlað-
borð séu ávísun á kappát. Ekki
ryðjast fram fyrir aðra í röðinni,
fylla diskinn í einni ferð og skófla
matnum í þig. Æskilegra er að fara
nokkrum sinnum, fá sér smærri
skammta í hvert skipti og gefa sér
góðan tíma í að njóta matarins.