Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 96
22. október 2011 LAUGARDAGUR64
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið
verður í eldlínunni í Pápa í Ung-
verjalandi í dag þegar liðið mætir
heimamönnum í fjórða leik sínum
í undankeppni EM 2013 en jafn-
framt þeim fyrsta á útivelli.
Edda Garðarsdóttir er komin
aftur inn í íslenska hópinn eftir
meiðsli og munar miklu um það.
Edda segist þó ekki vera orðin
90 mínútna manneskja. „Ég
er ekki búin að spila í
90 mínútur ennþá og
Siggi veit nú af því.
Ég er samt öll að koma
til og ég er alltaf klár í slaginn,“
segir Edda. Stuttu eftir að viðtalið
var tekið var byrjunarlið Íslands
tilkynnt og ljóst er að Edda byrjar
á bekknum í dag.
Hún missti af tveimur síðustu
landsleikjum vegna rifins liðþófa
en þetta voru fyrstu alvöruleikir
liðsins án brimbrjótsins á miðjunni
síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson
tók við liðinu 2007. Edda segir að
það hafi verið mikill munur á upp-
lifun sinni að vera uppi í stúku á
leikjunum tveimur. Í þeim fyrri
unnu íslensku stelpurnar 3-1 sigur
á Noregi en gerðu síðan marka-
laust jafntefli við Belgíu.
„Við kláruðum þetta bara á
fyrsta hálftímanum á móti Nor-
egi en það var alveg skelfing að
horfa á Belgíuleikinn, Ég fékk
harðsperrur í magann af því ég
var alltaf að hrópa upp fyrir mig.
Við sköpuðum okkur þvílíkt mörg
færi í þessum leik og ég veit ekki
hversu oft manni fannst bolt-
inn vera á leiðinni inn en svo fór
hann ekki inn. Það er fínt að taka
með sér þann leik og vera ennþá
ákveðnari i boxinu og í færunum á
móti Ungverjum,“ segir Edda, sem
býst við því að Ungverjar pakki í
vörn líkt og Belgar.
„Við erum orðnar það góðar að
lið sem eru neðar en við á styrk-
leikalistanum munu spila svona
á móti okkur. Við þurfum bara að
eflast við þá áskorun og læra að
spila þessa leiki skipulagðar og
þolinmóðar,“ segir Edda, en stelp-
urnar fara síðan til Norður-Írlands
þar sem þær mæta heimastúlkum
á miðvikudaginn.
„Það er hrikaleg pressa á að
klára þessa tvo leiki og það er
ekkert annað inn í myndinni. Við
ætlum okkur á EM og þá þurf-
um við bara að vinna þessa vinnu
og gera það með bros á vör. Við
þurfum bara að reyna að skora
snemma svo að þessi titringur fari
úr okkur,“ sagði Edda.
„Það eru einhver meiðsli í hópn-
um eins og gengur og gerist. Ég
held að gamla konan (Katrín Jóns-
dóttir) sé eitthvað búin að finna
fyrir í náranum en mér sýndist
hún samt vera spræk á æfingunni
áðan,“ segir Edda en leikmenn
íslenska liðsins eru að ljúka löngu
og ströngu tímabili. Edda segir
að liðið hafi ekki fengið að spila á
æfingunni í gær.
„Okkur var kippt út áður en
komið var að spilinu á æfingunni.
Það er alltaf svo mikill tryllingur
í spilinu hjá okkur og þar er eng-
inn miskunn. Það er Svala sjúkra-
þjálfari sem er alvaldur þegar
kemur að svona ákvörðunum og
hún er rödd skynseminnar fyrir
alla, bæði leikmenn og þjálfara,“
segir Edda.
Leikur íslenska liðsins hefst
klukkan 12.00 í dag að íslenskum
tíma en Ungverjar eru að spila
sinn annan leik í riðlinum eftir
að hafa tapað 6-0 á útivelli á móti
Noregi í þeim fyrsta.
„Við verðum að halda áfram að
bæta okkar leik. Mér finnst það
fínt að fá leik svona fljótlega á
eftir Belgíuleiknum því í vor leið
alltof langur tími á milli lands-
leikja. Við fórum til Algarve í lok
febrúar og svo var enginn leikur
fyrr en mánuðum seinna. Það er
fínt að fá leik svona fljótt aftur
og þá ætti ekki að vera vandamál
að skerpa aðeins einbeitinguna,“
sagði Edda að lokum.
ooj@frettabladid.is
Fékk harðsperrur í magann
Íslenska kvennalandsliðið mætir Ungverjum í dag í fyrsta útileik sínum í
undankeppni EM 2013. Liðið náði bara jafntefli á móti Belgum í síðasta leik en
hefur nú endurheimt lykilleikmanninn Eddu Garðarsdóttur.
90. LANDSLEIKURINN Í DAG Edda
Garðars dóttir hefur spilað 89 A-landsleiki
á ferlinum og bætir væntanlega einum
við í Ungverjalandi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Það hefur vakið nokkra
athygli að körfuknattleikslið
Njarðvíkur skartar auglýsingu
á búningi sínum þar sem stend-
ur: „Stöðvum einelti.“ Forkólfar
körfuknattleiksdeildarinnar segja
að einelti sé samfélagslegt vanda-
mál á Suðurnesjum og þeir vilja
leggja sín lóð á vogarskálarnar í
baráttunni gegn þessu samfélags-
meini.
„Einelti er samfélagslegt vanda-
mál á Suðurnesjum líkt og víðar.
Það hafa verið að koma fréttir
úr Garðinum og svo þarf ekki að
minnast á harmleikinn í Sand-
gerði. Við höfðum tækifæri til
þess að velja málefni í gegnum
samstarf okkar við Landsbank-
ann. Skólarnir hérna á svæðinu
fá 500 þúsund krónur í gegnum
samstarfssamninginn til þess að
taka þátt í átakinu gegn einelti,“
sagði Davíð P. Viðarsson hjá körfu-
knattleiksdeild Njarðvíkur, sem
fékk heimamann til þess að hanna
merkið sem er á búningunum.
„Þetta hefur mælst vel fyrir
og vakið mikla eftirtekt í bæjar-
félaginu. Við höfum verið að fá
mjög góð viðbrögð frá foreldrum
og öðrum. Við teljum að það þurfi
að vera ákveðin vakning í þessum
málum og vildum leggja okkar af
mörkum.“
Davíð segir að Njarðvíkingar
hætti ekki þarna í baráttunni gegn
samfélagsmeinum. „Við erum að
setja af stað forvarnarverkefni
sem heitir „Bolti gegn böli“. Þar
ætlum við að leita á náðir fyrir-
tækja svo hægt sé að kaupa fyrir-
lestra og annað sem getur hjálpað
okkar félagsmönnum. Það mun
ná til alls félagsins en ekki bara
körfuknattleiksdeildarinnar. Þar
verður tekið á öllum samfélags-
legum vandræðum.“ - hbg
Njarðvíkingar láta samfélagsleg vandamál á Suðurnesjum sig máli skipta og eru farnir í herferð:
Vilja stöðva einelti og önnur samfélagsmein
STÖÐVUM EINELTI Auglýsingin á Njarðvíkurbúningunum hefur vakið athygli.
FÓTBOLTI Það er sannkallaður stór-
leikur á dagskránni í enska boltan-
um á morgun þegar Manchester-
liðin, United og City, mætast á
Old Trafford í uppgjöri efstu liða
úrvalsdeildarinnar.
City komst í toppsæti deildar-
innar um síðustu helgi á kostn-
að nágranna sinna sem ætla sér
toppsætið á nýjan leik. Þessi tvö
lið hafa verið áberandi sterkust
í upphafi leiktíðar og baráttan
um Manchester-borg er nú orðin
miklu meira en nágrannaslagur.
Nú er þetta orðinn lykilleikur í
baráttunni um meistaratitilinn.
Menn hafa beðið eftir því að
City færi að veita United keppni
um titilinn eftir að félagið fór að
eyða ótrúlegum upphæðum í nýja
leikmenn.
Hinn ítalski stjóri Man. City,
Roberto Mancini, segist bera
mikla virðingu fyrir kollega
sínum, Sir Alex Ferguson, sem
hann lítur á sem kennara.
„Ég ber gríðarlega virðingu
fyrir honum og því sem hann
hefur gert á síðustu 25 árum.
Hann er kennari fyrir okkur hina
og ég reyni að læra af honum eins
og aðrir,“ sagði Mancini.
„Þó svo að hann sé orðinn 69
ára er hann enn fullur af orku og
vill ekkert annað en vinna. Hann
er okkur ungu stjórunum mikil
fyrir mynd. Vonandi get ég unnið
af slíkum krafti á hans aldri en
það verður ekki auðvelt.“
Síðan Mancini tók við City árið
2009 hefur honum ekki enn tekist
að vinna United í deildarleik.
„Við höfum bætt okkur mjög
mikið á einu ári og við verðum að
halda þeirri vinnu áfram. Vissu-
lega væri gott að fara frá Old
Trafford með eitt stig en við vilj-
um meira, rétt eins og United.“
Sir Alex segir að sínir menn séu
klárir í slaginn. „Þetta gæti orðið
rosalegur leikur og ég get ekki
beðið. Við elskum svona áskoran-
ir. Þessir leikur sker ekki úr um
tímabilið en hann gæti haft áhrif
á lokaniðurstöðuna og framhaldið
hjá liðunum,“ sagði Ferguson. - hbg
Gríðarleg spenna fyrir stórleikinn á Old Trafford þar sem Manchester-liðin leiða saman hesta sína:
Man. City vill meira en eitt stig á Old Trafford
EKKERT GEFIÐ EFTIR Nemanja Vidic og
Mario Balotelli læsa hér saman hornum.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI KR-ingurinn Kjartan
Henry Finnbogason og Selfyss-
ingurinn Jón Daði Böðvarsson
eru komnir heim eftir að hafa
verið á reynslu hjá danska
félaginu FC Nordsjælland. For-
ráðamenn FC Nordsjælland eru
að leita að leikmönnum til að
styrkja liðið í janúarglugganum.
Jan Laursen, íþróttastjóri
Nord sjælland, var í viðtali á bold.
dk þar sem hann tjáði sig um
íslensku strákana. Það er ekki að
heyra annað en að danska félagið
hafi áhuga á því að fá Kjartan
Henry í janúar.
„Jón er ungur leikmaður en
hann er ekki tilbúinn eins og er.
Þetta hefur verið góð reynsla
fyrir hann og hann þarf bara
að fara heim og æfa sig meira,“
sagði Laursen.
„Það er aftur á móti mögu-
leiki á að fá Finnbogason í janúar.
Hann stóð sig vel, góður náungi
sem veit hvar markið er. Við
verðum í sambandi við hann og
höfðum líka séð nokkra leiki með
honum á DVD. Hann kemur til
greina þegar við plönum leik-
mannahópinn en við verðum að
sjá til hvað gerist,“ sagði Laur-
sen. Kjartan Henry skoraði í
æfingaleik með Nordsjælland.
- óój
Kjartan Henry Finnbogason:
Nordsjælland
hefur áhuga
KJARTAN HENRY Var einn af bestu leik-
mönnum Íslandsmótsins í sumar. Hér er
hann fyrir miðri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Íslenska kvenna-
landsliðið spilar sinn annan leik
í undan keppni EM í Höllinni á
morgun. Andstæðingurinn að
þessu sinni er Úkraína.
Stelpurnar töpuðu gegn Spáni
í vikunni og þurfa sárlega á sigri
að halda gegn Úkraínu til að
halda draumi sínum um að kom-
ast aftur á EM lifandi.
Leikurinn hefst klukkan 16.00
og aðgangseyrir á leikinn er
1.000 kr.
Kvennalandsliðið í handbolta:
Mæta Úkraínu
í Höllinni
ÞÓREY RÓSA Verður í eldlínunni í Höll-
inni á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Byrjunarliðið (4-3-3)
Þóra B. Helgdóttir markvörður
Ólína G. Viðarsdóttir hægri bakvörður
Sif Atladóttir miðvörður
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði miðvörður
Hallbera G. Gísladóttir vinstri bakvörður
Málfríður Erna Sigurðardóttir tengiliður
Laufey Ólafsdóttir tengiliður
Sara Björk Gunnarsdóttir tengiliður
Fanndís Friðriksdóttir hægri kantur
Hólmfríður Magnúsdóttir vinstri kantur
Margrét Lára Viðarsdóttir sókn
FÓTBOLTI Sigurður Ragnar
Eyjólfs son, þjálfari Íslands, hefur
valið byrjunarlið sitt fyrir leik-
inn gegn Ungverjalandi ytra á
morgun sem er liður í undan-
keppni EM 2013.
Edda Garðarsdóttir er í
byrjunar liðinu en hún hefur
misst af síðustu landsleikjum
vegna meiðsla. Hún er á bekknum
í dag eins og Dóra María Lárus-
dóttir sem byrjaði í síðasta leik
Íslands. Í stað þeirra koma þær
Málfríður Erna Sigurðardóttir og
Laufey Ólafsdóttir, báðar úr Val, í
byrjunarliðið og spila á miðjunni
ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur.
Að öðru leyti er byrjunarliðið
eins skipað og í síðasta leik liðs-
ins – er Ísland gerði markalaust
jafntefli við Belgíu á heimavelli í
síðasta mánuði. - esá
Byrjunarlið Íslands:
Málfríður Erna
og Laufey byrja
BYRJAR Margrét Lára Viðarsdóttir er á
sínum stað í byrjunarliðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Jón Vilhelm Ákason
skrifaði í gær undir tveggja
ára samning við ÍA, en hann er
uppalinn Skagamaður. Hann fór
fyrir tímabilið 2010 til Vals, þar
sem hann spilaði alls 36 leiki og
skoraði í þeim átta mörk.
ÍA vann sér sæti í efstu deild á
nýjan leik nú í haust eftir þriggja
ára fjarveru. Það er Skagamönn-
um mikil styrking að fá Jón Vil-
helm aftur í sínar raðir, en hann
á alls að baki 132 leiki í deild og
bikar á ferlinum, bæði með Val
og ÍA. Í þeim leikjum hefur hann
skorað nítján mörk. - esá
Góð tíðindi fyrir Skagamenn:
Jón Vilhelm
aftur til ÍA