Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 48
22. október 2011 LAUGARDAGUR2
Sölumaður
K. Richter hf. leitar að sölumanni.
Ef þú ert jákvæð/ur og finnst gaman að vinna, ert
ávallt stundvís og hefur metnað til að læra, þá gæti
þú verið sú/sá sem við leitum að.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sölustarfi ásamt góðri þekkingu á
byggingamarkaðnum æskileg.
- Hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð almenn tölvu og enskukunnátta.
Helstu verkefni:
- Sala og ráðgjöf til viðskiptavina.
- Tilboðsgerð.
- Viðhald viðskiptatengsla og öflun nýrra.
Umsóknir ásamt ferilskrá með mynd sendist á
netfangið: starf@krichter.is
Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru á sjötta hundrað, verkefnin margvísleg og störfi n fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa fjöldi sérfræðinga með
fjölbreytta menntun auk ófaglærðra starfsmanna sem öðlast dýrmæta sérhæfi ngu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.
Rafeindavirki
Hagsýni - Liðsheild - Heilindi
Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi
sem hefur áhuga á margþættum og krefjandi
verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða.
Verksvið og ábyrgð
› Fyrirbyggjandi viðhald m.a. á fjarstýringum
og mælitækjum
› Tæknilegur stuðningur og ráðgjöf um rafeindabúnað
við breytingar, viðgerðir eða nýsmíði
Hæfniskröfur
› Sveinspróf/meistarapróf í rafeindavirkjun og a.m.k.
tveggja ára starfsreynsla frá sveinsprófi
› Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
› Frumkvæði og sjálfstæði i vinnubrögðum
› Sterk öryggisvitund
› Lipurð í mannlegum samskiptum
› Góð kunnátta í íslensku og almennri tölvunotkun
› Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við
sambærileg störf er æskileg
Hvað veitum við?
› Góðan aðbúnað hjá metnaðarfullu fyrirtæki
í stöðugri sókn
› Kraftmikinn og góðan hóp samstarfsfólks
› Starfsþjálfun og símenntun
› Atvinnuöryggi, traustar tekjur og laun að hluta
árangurstengd
Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember n.k.
Leggja skal inn umsókn á www.nordural.is.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um starfi ð veitir
Einar Sigurður Sigursteinsson,formaður
rafmagnsverkstæðis, esigurdur@nordural.is,
sími 430 1000 / 696 9530.
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla
og kvenna til starfa hjá Norðuráli.
Norðurál Grundartanga óskar að ráða rafeindavirkja í dagvinnu
Lögfræðingur/löggiltur fasteignasali
LandArt fasteigna- og leigumiðlun óskar eftir öflugum sölufulltrúa.
Menntun í löggildingu fasteignasala eða lögfræði skilyrði og
reynsla kostur. Áhugasamir sendið umsóknir með upplýsingum
(CV) og mynd á vilborg@landart.is
VSÓ Ráðgjöf vill bæta við sig starfsmönnum til að takast á við aukin
verkefni við hönnun lagna- og loftræsikerfa.
Leitað er að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum með verk-
eða tæknifræðimenntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi starfs-
reynslu, kunnáttu í a.m.k. einu norðurlandamáli og búi yfir lipurð í
mannlegum samskiptum.
Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, góðir vinnu-
félagar og fjölbreytt verkefni.
Fyrirspurnir og umsóknir skulu sendast til Helenu M. Áskelsdóttur á
netfangið helena@vso.is eða í móttöku VSÓ Ráðgjafar fyrir 7. nóvember.
VSÓ Ráðgjöf hefur starfað frá árinu 1958 og
er eitt af rótgrónustu verkfræðifyrirtækjum
landsins. Mikil áhersla er lögð á fagleg
vinnubrögð og góða þjónustu.
Hjá VSÓ Ráðgjöf starfa nú um 50 manns við
alhliða ráðgjöf og hönnun vegna hvers konar
mannvirkjagerðar.
Í fyrirtækinu ríkir jákvæður starfsandi og þar
er rekið öflugt starfsmannafélag.
Nánari upplýsingar um VSÓ Ráðgjöf má
finna á heimasíðu fyrirtækisins www. vso.is
Verkfræðingar - Tæknifræðingar
Goggur útgáfufélag óskar eftir duglegum
einstaklingi í sölu og markaðsstarf.
Góðir tekjumöguleikar í boði fyrir réttan aðila.
Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu
og samskiptahæfileika.
Reynsla af gerð samninga og tilboða kostur.
Reynsla af sölu auglýsinga kostur en ekki skilyrði.
Viðkomandi þarf að hafa góð tök á íslensku í töluðu og
rituðu máli.
Áhugasamir sendi ferilskrá sína á atvinna@goggur.is
Sölu- og
markaðsfulltrúi
Sölufólk í húsgagnaverslun
Við óskum eftir sölufólki til starfa í húsgagnaverslun, um
helgar. Reynsla í sölumennsku æskileg. Áhugasamir leggi inn
umsókn á húsgagnaverslun@gmail.com
Fullum trúnaði heitið.
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2012
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir hér með eftir
umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnar-
nesi og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina
Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2012.
Nafnbótinni fylgir 600.000 kr. starfsstyrkur. Væntan-
legir umsækjendur eru beðnir að haga umsóknum
í samræmi við reglur um bæjarlistamann sem liggja
frammi á bæjarskrifstofum Seltjarnarness að Austur-
strönd 2, en þær er einnig að finna á heimasíðu
bæjarins www.seltjarnarnes.is
Umsóknum og/eða ábendingum skal skila á bæjar-
skrifstofur Seltjarnarness merktum: ,,Bæjarlistamaður
2012“ fyrir föstudaginn 25. nóvember nk.
Menningarnefnd Seltjarnarness
www.seltjarnarnes.is
Alla daga kl. 19.00 og 01.00
CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR
PIERS
MORGAN
tonight