Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 22. október 2011 19 Eyddu í nýjan sparnað Volvo R-Design Komdu í Brimborg Sjá ðu fl ot ta n Vo lvo S 60 í R -D es ig n sp or tú tg áf u á B íld sh öf ða 6 Sýning í dag. Prófaðu Volvo S60 - sigurvegarann í flokki stærri fólksbíla í vali á bíl ársins 2012. Sérpantaðu Volvo Hagstætt verð Komdu á Volvo sýningu í dag Nýttu þér gott sýningartilboð Brimborg | Bíldshöfða 6 | Sími 515 7000 | volvo.is Sennilega hefur enginn sjúk-dómaflokkur verið eins tengd- ur vanþekkingu og fordómum og alvarlegir geðsjúkdómar. Lækn- isfræðilegar skilgreiningar á alvarlegum geðsjúkdómi fela í sér að sá sjúki hafi einkenni geð- rofs (psykosis) og þarfnist með- ferðar þeirra vegna í 2 ár eða lengur. Enn fremur að sjúkling- urinn þjáist vegna sjúkdómsein- kenna sinna eða hafi skerta færni til náms, starfs eða samskipta þeirra vegna. Langflestir sem leita aðstoðar heilbrigðisstarfs- manna vegna slíkra veikinda fá sjúkdómsgreiningar um geðklofa (schizophrenia), geðhvarfasýki (maniodepressive disorder) eða persónuleikaröskun (personality disorder). Það mun láta nærri að einn af hverjum hundrað fullorðn- um Íslendingum takist á við alvar- lega geðsjúkdóma samkvæmt þessari skilgreiningu. Fordómar varðandi þessa sjúkdóma fela m.a. í sér að þeir séu ólæknandi. Rann- sóknir sýna þó fram á að svo er ekki. Um það bil helmingur þeirra sem fá sjúkdómsgreiningar um geð- klofa nær sér að fullu. Meiri hluta hinna sem ekki ná fullum bata tekst að halda sjúkdóms einkennum í skefjum með viðeigandi aðstoð. Þeir sem það geta meta lífsgæði sín oftast þokkaleg. Bati þeirra virðist að miklu leyti vera undir því kom- inn hversu samfelldan og viðeig- andi stuðning og þjónustu þeir fá frá heilbrigðis- og félagskerfi sínu. Íslenskar og erlendar rannsóknir á þessu sviði benda til að marg- þættur félags legur stuðningur sé einstaklega mikil vægur fyrir bata þeirra sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma. Á h öf u ð b o r g a r s v æ ð i nu hefur Rauði krossinn á síðustu tveimur áratugum byggt upp og tekið veigamikinn þátt í rekstri þriggja athvarfa: Vinjar, Dval- ar og Lækjar. Athvörfin þrjú eru öll rekin samkvæmt hugmynda- fræði sem sniðin er sérstaklega að félagslegum þörfum fólks með alvarlega geðsjúkdóma. Lang- flestir sem sækja athvörfin hafa reynslu af slíkum sjúkdómum. Í nýlegri rannsókn sem gerð var meðal gesta í athvörfunum þrem- ur kom fram að gestirnir töldu að alvarlegir geðsjúkdómar hefðu haft neikvæð áhrif á gervallt líf þeirra. Þau töldu bata sinn felast í því að draga úr eða vinna gegn þessum neikvæðu eða skemm- andi áhrifum. Að þeirra mati var sjúklingurinn sjálfur mikil vægur gerandi í eigin bata með því að horfast í augu við sjúkdóminn og hætta að fara í felur með hann. Að sættast við veikindin og öðlast þekkingu og skilning á sjúkdómn- um töldu þátttakendur mikilvægt. Að ölast þekkingu á sjálfum sér, kynnast styrkleikum sínum og hæfileikum töldu þau veita von og trú á eigin getu til að njóta sín í lífinu þrátt fyrir geðsjúkdóminn. Álit þátttakenda var að mikil- vægur drifkraftur þessarar sjálfs- hjálparvinnu væri sammannleg nærvera þeirra sem hafa sam- eiginlega reynslu af því að tak- ast á við alvarlega geð sjúkdóma. Í þeirra tilfelli var það þátttaka í starfi viðkomandi athvarfs sem færði þeim slíka sammannlega nærveru. Vinatengsl þróuðust milli gesta og milli starfsmanna og gesta. Tengslin við athvarf- ið voru sterk og gestirnir héldu áfram sambandi og komu í heim- sóknir eftir að þeir höfðu náð tökum á veikindum sínum og voru farnir að takast á við önnur verk- efni í lífinu. Það er ljóst af ofan- sögðu að veran í athvarfinu var gríðarlega mikilvæg í bataferli þeirra sem tóku þátt í rannsókn- inni. Það er því sorgleg staðreynd sem ekki virðist umflúin að elsta athvarfinu, Vin í Reykjavík, verði lokað bráðlega. Ástæða þess er að hvorki Rauði krossinn né félagsmálayfirvöld í Reykjavík sjá sér fært að kosta reksturinn. Í ljósi þess sem hefur verið sagt hér að framan má ljóst vera að þá verður krónum kast- að en aurar sparaðir. Vel unnarar Vinjar leita nú leiða til að afstýra lokun athvarfsins. Hvaða lóð getur þú lagt á vogarskálarnar kæri lesandi til að afstýra því ömur- lega slysi að Vin verði lögð niður? Margt smátt gerir eitt stórt og margar hendur vinna létt verk. Að lokum vil ég óska okkur öllum innilega til hamingju með 10. október, daginn sem sameinar okkur öll sem höfum áhuga á geð- heilsu og geðheilbrigði. Alvarlegir geðsjúkdómar: Eru þeir læknanlegir? Um fátt er eins mikið rætt um þessar mundir og nýbygg- ingu Landspítalans sem áætlað er að rísi við Hringbraut á næstu misserum og sýnist sitt hverjum. Hæst heyrist í efasemdaröddum; að við þurfum ekki meiri steypu, að flest heilbrigðisstarfsfólk sé farið til útlanda og að staðarvalið sé afleitt. En hvers vegna þurfum við nýjan Landspítala? Ein aðal- ástæðan er sú að undanfarna áratugi hefur mikil þróun átt sér stað í heilbrigðisvísindum sem kallar eftir því að sjúkling- um standi einbýli með salerni til boða. Sjúklingar eru mun veikari en áður og því viðkvæmari fyrir sýkingum, sem stundum fylgja öðrum sjúklingum. Núverandi húsnæði Landspítalans er reist fyrir einfaldari heilbrigðis- þjónustu heldur en rekin er í dag og fullnægir ekki þörfum mikið veikra einstaklinga. Það er gríðarlega mikilvægt að sameina bráðaþjónustu spítalans á einum stað, en nú er hún veitt á tveimur stöðum. Núverandi fyrir- komulag er slæmt, það ógnar öryggi sjúklinga og er dýrt. Með sameiningu fæst hagræðing í rekstri og meiri skilvirkni í þjón- ustu við sjúklinga. Það er langt síðan framtíðar- staðsetning Landspítalans var ákveðin og með það í huga var Barnaspítali Hringsins byggður og Hringbrautin færð. Ástæður staðarvalsins eru m.a. nálægð við háskólasvæðið og fjöldi not- hæfra húsa sem fyrir eru á Land- spítalalóðinni. Áhugavert er að 25% starfsmanna spítalans búa í göngufæri við hann og fjölmarg- ir geta ferðast þangað á hjóli á tiltölulega stuttum tíma. Ég er sannfærð um að á komandi árum munu æ fleiri nýta sér vistvænan og heilsusamlegan ferðamáta til þess að komast til vinnu á Land- spítala. Engu að síður er viðbúið að á annatímum verði þung umferð í kringum spítalann og það er áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum voru uppi áætlanir um að byggja 120.000 m² sjúkrahús við Landspítalann og rífa talsvert af eldri húsum á svæðinu. Eftir efnahagshrunið voru allar áætlanir endurskoð- aðar og lögð áhersla á að sameina bráðastarfsemina á einum stað. Nú á að byggja um 66.000 m² og nýta og lagfæra eldri byggingar. Það er því enginn bragur kennd- ur við árið 2007 á nýja Landspít- alanum sem rísa á við Hring- braut, heldur er hagkvæmni og skynsemi höfð að leiðarljósi. Fjölmargt heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð er enn að störfum á Landspítalanum. Þar er verið að hjúkra, líkna og lækna, rannsaka og kenna. Með nýjum Landspítala munum við geta sinnt störfum okkar betur en áður og aðbúnaður sjúklinga verður mun betri. Þrátt fyrir tímabundna efnahags- erfiðleika megum við ekki hætta að hugsa til framtíðar. Meira um nýjan Landspítala Heilbrigðismál Margrét Eiríksdóttir geðhjúkrunarfræðingur Heilbrigðismál Eygló Ingadóttir formaður hjúkrunarráðs Landspítalans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.