Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 80
22. október 2011 LAUGARDAGUR48
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
G A M L A B Í Ó K Y N N I R
Miðvikudagur 26.10.11 21:00 Forsýning
Fimmtudagur 27.10.11 21:00 Frumsýning
Laugardagur 05.11.11 22:30 2. sýning
Fimmtudagur 10.11.11 22:30 3. sýning
Föstudagur 11.11.11 22:30 4. sýning
Laugardagur 19.11.11 22:30 5. sýning
Fimmtudagur 24.11.11 22:30 6. sýning
Föstudagur 25.11.11 22:30 7. sýning
Laugardagur 03.12.11 22:30 8. sýning
Fimmtudagur 08.12.11 22:30 9. sýning
Föstudagur 09.12.11 22:30 10. sýning
Miðasala á gamlabio.isog midi.is / Sími miðasölu
Gamla bíós 563 4000
STEINI
PÉSI
&GAUR Á TROMMU
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. viðlag, 6. tveir eins, 8. kæla, 9.
tímabils, 11. fyrir hönd, 12. tekník, 14.
píp, 16. samtök, 17. hyggja, 18. af, 20.
pfn., 21. brunnur.
LÓÐRÉTT
1. ofneysla, 3. golfáhald, 4. tré, 5. fley,
7. verkfæri, 10. atvikast, 13. gagn, 15.
hleri, 16. þróttur, 19. utan.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. stef, 6. ff, 8. ísa, 9. árs, 11.
pr, 12. tækni, 14. seytl, 16. aa, 17. trú,
18. frá, 20. ég, 21. lind.
LÓÐRÉTT: 1. ofát, 3. tí, 4. espitré, 5.
far, 7. fræsari, 10. ske, 13. nyt, 15.
lúga, 16. afl, 19. án.
Ég er alltaf að
segja henni að
hún þurfi að
fara í klippingu.
Verðum við
ekki að segja
eitthvað við
hann?
Eigum við að
grilla eða fara
með pabba þinn
á læknavaktina?
Uss, algjör
þögn! Já!
(Úff)
Ég elska
matmáls-
tíma.
Ég get ekki sagt það nógu
oft hversu mikilvægt
það er fyrir mig að við
setjumst öll niður saman
til að borða kvöldmat! GLÚ
BBB
! Hvað varstu að
segja?
Fjandans lús.
Ferðamenn eru yfirleitt ekki töff. Þeir ráfa oftast um í hópum með mittistösk-
ur og ljótar derhúfur. Þá er alltaf einn í
hópnum í of stórri appelsínugulri úlpu.
Í október á hverju ári er eins og þetta
breytist. Allt í einu sjást töff ferðamenn
spígspora um götur Reykjavíkur eins og
klipptir úr nýjustu tískublöðunum. Nánast
undantekningarlaust eru þetta gestir Ice-
land Airwaves-hátíðarinnar.
AIRWAVES er stærsti árlegi tónlistar-
viðburður landsins. Úti í heimi þykir
hátíðin gríðarlega töff og erlendir
fjölmiðlar hafa keppst við að ausa
lofi yfir andrúmsloftið sem skapast
í Reykjavík þessa löngu helgi í októ-
ber. Ímyndin er hátíðinni allt. Henni
var aftur á móti stefnt í hættu í ár af
styrktaraðilum hátíðar innar, sem
dreifðu grænum derhúfum
til ölvaðra gesta eins og um
hverja aðra úti hátíð væri
að ræða. Airwaves er ekki
útihátíð. Þjóðhátíð í Eyjum
og fiskidagurinn í Dalvík
eru hvort tveggja hátíð-
ir sem svínvirka, en eru
ekki til þess fallnar að fá
umfjöllun í útbreiddustu og
virtustu fjölmiðlum heims
ár eftir ár.
STYRKTARAÐILAR munu alltaf þurfa að
koma að Airwaves með einum eða öðrum
hætti. Það er fullkomlega eðlilegt að bjór-
framleiðendur og símafyrirtæki kynni
vörur sínar og þjónustu fyrir hátíðar-
gestum og verði um leið til þess að herleg-
heitin komi út réttu megin við núllið. Eða
allavega nálægt því. En það er ekki eðli-
legt að sömu styrktaraðilar dreifi drasli
merktu vörum sínum til gesta á einni
svölustu tónlistarhátíð heims, eins og þeir
væru að djamma í dalnum.
VIÐ getum aðeins vonað að þetta verði
ekki til eftirbreytni, því annars sjáum við
sölubása með plastbyssum í Hafnarhús-
inu á næstu hátíð og kúrekahatta á upp-
sprengdu verði á Nasa. Og guð forði okkur
frá því að Árni Johnsen stýri brekkusöng
á Arnarhóli. Mörkin verða að vera skýr.
Iceland Airwaves er afar virt hátíð og
áhrif hennar á tónlistarlíf og efnahag mið-
borgarinnar eru marg sönnuð. Það á því að
vera eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að fá
að leggja nafn sitt við jafn glæsilega hátíð.
EF styrktaraðilarnir fá að gera gesti að
gangandi auglýsingaskiltum er forgangs-
röðun aðstandenda hátíðarinnar ekki
aðeins brengluð heldur beinlínis hættu-
leg fyrir orðstír stærsta árlega tónlistar-
viðburðar landsins.
Þjóðhátíð á Airwaves