Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 20114
Við verðum með jólahlað-borð bæði á Brauðbæ, fyrir einstaklinga og fjölskyld-
ur, og á Bryggjunni á Granda-
garði fyrir smærri og stærri hópa,“
segir Petra Dís Magnúsdóttir sem
rekur veisluþjónustuna Kokkur-
inn ásamt manni sínum Snorra
Birgi Snorrasyni. Undir því nafni
reka þau einnig veitingastaðinn
Brauðbæ á Hótel Óðinsvéum og
kaffihúsið Bryggjuna í Víkinni
Sjóminjasafni. „Á Bryggjunni eru
nokkrir salir af ýmsum stærðum
með sæti fyrir allt að 130 manns.
Þar er yndislegt að vera enda óvið-
jafnanlegt útsýni yfir höfnina,“
segir Petra Dís.
Petra og Snorri reyna að halda
í gamlar hefðir. „Við höfum rekið
Brauðbæ í þrjú ár en upphaflega
stofnaði Bjarni í Brauðbæ stað-
inn árið 1964. Hann var sá fyrsti
til að halda jólahlaðborð á Íslandi
árið 1980 og til að halda í hefðina
höfum við boðið upp á klassískt
danskt jólahlaðborð,“ segir Petra
og telur upp nokkra af þeim réttum
sem boðið verður upp á. „Við bjóð-
um upp á nokkrar tegundir af síld,
grafinn lax með gini, lime og eini-
berjum, heita lifrarkæfu, svína-
purusteik og jólaskinku svo eitt-
hvað sé nefnt,“ segir hún og nefnir
einnig að þau leggi mikið upp úr
notalegri stemningu. Kokkur-
inn er einnig í samstarfi við Hótel
Óðinsvé og býður gestum upp
á sérstakt tilboð í jólahlaðborð
ásamt gistingu og morgunverði á
12.700 krónur miðað við tvo í her-
bergi. „Þetta er frábært tilboð sem
gerir fólki kleift að kíkja í bæinn
fyrir jólin og fara út að borða fyrir
sanngjarnt verð eða fyrir fólk sem
vill leyfa sér smá huggulegheit og
fara á hótel eina helgi,“ segir Petra.
Kokkurinn býður einnig upp á
að sjá um jólahlaðborð í heima-
húsum. Matseðillinn er sá sami
en lágmarksfjöldi er tíu manns.
„Þetta er þægilegur kostur fyrir
vinahópa, fyrirtæki eða fjölskyldur
sem vilja borða heima hjá sér eða í
vinnunni,“ segir Petra Dís og bætir
við að þessi kostur sé mjög vinsæll.
Jólahlaðborðin hef jast 19.
nóvember. Opið er öll hádegi vik-
unnar á Brauðbæ en á kvöldin frá
miðvikudegi til sunnudags. Ódýr-
ara verður á miðvikudögum og
sunnudögum en það eru einn-
ig sérstakir fjölskyldudagar. Á
Bryggjunni verður opið frá mið-
vikudegi til sunnudags en ein-
ungis fyrir hópa. „ Við erum þegar
byrjuð að taka við pöntunum og er
staðurinn fljótur að fyllast,“ segir
Petra og bendir á pöntunarsímann
511 6677.
Þetta er ekki bara jólahlað-borð á veitingastað held-ur jólahlaðborð á skemmti-
stað,“ segir Birgir Guðmundsson,
veitingastjóri Radisson Blu, spurð-
ur hvað einkenni jólahlaðborðin á
Hótel Sögu umfram önnur. „Tekið
er á móti gestum með lifandi jóla-
tónum og Örn Árnason skemmtir
eftir borðhald eins og honum er
einum lagið og Jónas Þórir sér um
að spila undir. Sigurður Hlöðvers-
son sér svo um dansiball fram eftir
nóttu. Það hefur verið einkennis-
merki okkar í mörg ár að við höfum
boðið upp á jólahlaðborð sem einn-
ig er söng- og grínskemmtun.“
Jólahlaðborðið í Súlnasalnum er
þó ekki það eina sem gestum Hótel
Sögu stendur til boða. Í Skrúð verða
jólahlaðborð bæði í hádeginu og á
kvöldin og fyrir þá sem vilja gera
enn betur við sig í mat og drykk
býður Grillið upp á sérstakan jóla-
matseðil þar sem hægt er að panta
þrjá, fjóra eða sjö rétti eftir því sem
lystin leyfir. „Síðast en ekki síst þá
bryddum við upp á þeirri nýjung í
ár að vera með jólahlaðborð fjöl-
skyldunnar í Súlnasalnum síð-
ustu helgina í nóvember og fyrstu
helgina í desember í hádeginu bæði
laugardag og sunnudag. Þar verð-
um við með Örn Árnason sem gest-
gjafa og Solla stirða og Íþróttaálf-
urinn koma í heimsókn ásamt fleiri
góðum gestum.“
Birgir segir engar sérstakar nýj-
ungar verða í matargerðinni á jóla-
hlaðborðunum í ár en þróunin hafi
verið sú síðustu árin að matargerð-
in hafi aðlagað sig að þeim breyt-
ingum sem tímarnir krefjist. „Fólk
hefur verið það ánægt með matinn
hjá okkur að það er engin ástæða
til að breyta breytinganna vegna,“
segir hann „Matreiðslumeistar-
inn er G. Kristinn Stefánsson bæði
í veisludeild og Skrúð en á Grillinu
ræður Sigurður Helgason ríkjum.“
Þeim sem vilja vera út af fyrir sig
stendur til boða að leigja einkasali
sem taka allt frá fjörutíu manns og
upp í hundrað fimmtíu og fá jóla-
hlaðborðin þangað inn. Það ættu
því allir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi á Hótel Sögu fyrir jólin.
Jólahlaðborð af öllum
stærðum og gerðum
Hið margrómaða og sívinsæla jólahlaðborð verður í Súlnasal Hótel Sögu alla föstudaga
og laugardaga frá 18. nóvember fram til jóla.
Jólahlaðborð á Radisson Blu njóta mikilla vinsælda.
Birgir Guðmundsson, veitingastjóri Radisson Blu. MYND/GVA
Tekið er á móti
gestum með
lifandi jólatónum og Örn
Árnason skemmtir eftir
borðhald eins og honum
er einum lagið
JÓLABORÐ BRAUÐBÆJAR OG
BRYGGJUNNAR HEFST 19. NÓVEMBER
Ekta danskt jólahlaðborð
Kokkurinn veisluþjónusta rekur bæði Brauðbæ á Þórsgötu og kaffihúsið Bryggjuna í Sjóminjasafninu við Grandagarð. Boðið verður upp á
hefðbundið danskt jólahlaðborð á báðum stöðum auk þess sem Kokkurinn sér um að færa jólin heim í hús.
Petra Dís situr út við glugga við Bryggjuna en þaðan er óviðjafnanlegt útsýni og án efa
mikil stemning að fara þar á jólahlaðborð. MYND/GVA
Forréttir
Síld með karrý og eplum
Síld með brennivíni og rauðbeðu-
safa
Síld í hunangi, balsamediki og
tómat-compot
Grafinn lax með gini, lime og eini-
berjum
Heit leverpostej (lifrarkæfa) með
beikoni og sveppum
Steikt rauðspretta með heimalög-
uðu remúlaði og sítrónum
Aðalréttir
Svínapurusteik með epla- og
sveskjumauki
Jólaskinka með karamelluðum
ananas
Kryddbakaðar kalkúnabringur
Heimalagað rauðkál
Eplasalat með valhnetum
Kartöflugratín
Eftirréttir
Crème brûlée
Ris à l´amande
Gammeldags
dansk æblekage
7.600 kr. fim.-lau.
4.900 kr. mið. og sun. 3.900 kr. í
hádeginu.
Jólahlaðborð í hádeginu inni-
heldur færri rétti og tekur skemmri
tíma.