Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 37
JÓLAHLAÐBORÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Kynningarblað Gleði, veisla, kalkúnn, drykkir, hangikjöt, fjölskyldur, vinnustaðir. Afslappað andrúmsloft og ilmur af kræsingum og kruðeríi bíða þeirra sem leggja leið sína á Icelandair Hótel- ið við Þingvallastræti á Akur- eyri. Hótelið var opnað með við- höfn í sumar og býður í fyrsta sinn upp á glæsilegt jólahlaðborð nú í nóvember. „Við ætlum að fara nýja leið, brjóta upp hefðina í kringum dæmigerð jólahlaðborð með því að bjóða að hluta til í sitj- andi veislu og sneiða þannig hjá löngum biðröðum. Gestirnir geta setið áhyggjulausir og notið matar ins í mestu makindum. Eig- inlega má frekar kalla þetta jóla- boð en hlaðborð,“ segir hótel- stjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir og eftirlætur Hallgrími Má Jónas- syni matreiðslumanni útlistun á matseðli. „Ég get lofað að við munum dekra við bragðlaukana, mat- seðillinn er margrétta og byggir á fersku og góðu hráefni,“ segir hann og lýsir fyrirkomulaginu. „Tvær gerðir síldar bíða gesta í fallega innréttuðum matsal sem tekur allt að 90 manns og að þeim loknum berum við á borð hvern forréttinn á fætur öðrum; grafið folald með rauðlauk og beikoni, rauðkarrýmaríneraðan nauta- hrygg með rommrúsínu dress- ingu, villigæsapaté með rauð- rófusultu, taðreykta nautatungu, einiberjagrafinn lax með hunangs dillsósu, skelfisksalat með engi- fer og soja og humarsúpu. Rétt- irnir verða bornir beint á borð- in og þannig spörum við gestum ekki aðeins sporin heldur fá þeir greinargóða lýsingu á réttunum og hvernig best sé að raða þeim saman.“ Aðalréttirnir verða aftur á móti framreiddir með hefðbundnu sniði þar sem gestir sækja mat- inn sjálfir. Í boði verða fimm réttir, þrír heitir og tveir kaldir. „Annars vegar léttsaltaður ham- borgarahryggur, mangóglaser- uð kalkúnabringa og hreindýra- bollur í ostasósu. Hins vegar köld og niðurbrytjuð ítölsk hráskinka og hangikjöt með tilheyrandi meðlæti. Að ógleymdu eplasalati, ávaxtasalati, fersku rauðkáli og heimabökuðu flatbrauði og rúg- brauði.“ Að sögn Hallgríms er rúsínan í pylsuendanum gott og fjölbreytt úrval eftirrétta. „Marsipanrúlla með heimalöguðum ís, hnetu- kaka, ris à l ámande og smákök- ur, sem verður hægt að fá beint á borð eða upp á loft í notalega setu- stofu.“ Sigrún segir þetta fr jáls- ræði hluta af því hlýlega og af- slappaða andrúmslofti sem ein- kenni hótelið. „Þeir sem vilja geta fengið sér fordrykk eða eftirrétt í setu stofunni þar sem hægt er að ylja sér við eldinn í arninum eða við opin eldstæði úti í garði en þá þarf bara að muna að hafa með- ferðis hlýjan fatnað. Þar eru fyrir notaleg garðhúsgögn sem hægt er að tylla sér í og gamaldags fallegur sleði úr birki og lerki úr Kjarna- skógi eftir listamanninn Georg Hollanders,“ segir hún og getur þess að á hótelinu sé að finna verk eftir marga af fremstu lista- mönnum þjóðarinnar. „Þannig leggst allt saman, ljúf- fengur matur, drykkur og fallegt og hlýlegt umhverfi prýtt einstakri list og undir áhrifum Vetrar kon- ungs, á eitt um gera dvöl gesta að ógleymanlegri stund,“ segir Sig- rún. Jólaboð Icelandair Hótelsins hefst hinn 18. nóvember og verður allar helgar fram til 17. desember. Tilboð verða í boði fyrir hópa sem taka gistingu með jóla hlaðborði. Borðapantanir eru teknar í síma 518 1000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á akureyri@ice- hotels.is. Sælkeraveisla norðan heiða Hótel Akureyri er huggulegt hótel sem var opnað með viðhöfn í hjarta Akureyrar í sumar. Dýrindis jólahlaðborð verður í boði í fyrsta sinn á hótelinu í nóvember þar sem matreiðslumenn galdra fram hvern sælkeraréttinn á fætur öðrum. FJÖLSKYLDUSTUND Í STOFU 14 Stofa 14 er setustofa hótels- ins en í þessu húsi var áður Háskólinn á Akureyri. Stofa 14 var stærsti fyrirlestrarsalurinn og í henni hafa fjölmargir stundað nám og tekið próf. „Við ákváðum að fyrsta sunnudag í aðventu, 4. desember, verði fjölskyldujólastund í Stofu 14,“ segir hótelstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir. „Boðið verður upp á kakó og smákökur við arininn og jólasögur. Þetta verður tilvalin samverustund fyrir fjöl- skyldur í erli dagsins. Setustofan er mjög hlýleg og við arineld og kertaljós er gott að hlusta á góða jólasögu.“ EINSTAKT UMHVERFI Útigarðurinn er mjög fallegur. Hann prýðir stór skíðasleði úr lerki og birki eftir listamanninn Georg Hollanders, tilvalinn fyrir myndatökur. Í garðinum eru útihúsgögn með íslenskum gærum og eldaskálar sem ylja manni. Tilvalið er að hefja kvöldið á heitum fordrykk í garðinum. Í vetur verður boðið upp á „Aprés Ski“-stemningu í garðinum eftir góðan dag í Hlíðarfjalli. TILBOÐ Á GISTINGU Á HÓTELINU Á AÐVENT UNNI Gisting, morgunverður og jólahlaðborð 13.100 krónur á mann í tveggja manna herbergi á nótt. Aukanótt 5.000 krónur á mann. Eins manns herbergi, morgun- verður og jólahlaðborð 15.900 á nótt. Aukanótt 8.000 krónur á mann. Allir gestir á hótelinu sem gista frá 11.-24. desember fá í skóinn eins og vera ber. LJÚFIR TÓNAR Lifandi tónlist með tónlistar- mönnum af svæðinu verður á jólaboðskvöldunum á ljúfum nótum. Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri og Hallgrímur Már Jónasson taka vel á móti gestum á Icelandair Hóteli á Akureyri. Jólahlaðborð hótelsins hefst 18. nóvember og verður allar helgar fram til 17. desember. Matseðill Icelandair Hótel á Akureyri Forréttir Tvær gerðir síldar, grafið folald með rauðlauk og beikoni, rauðkarrý maríneraður nautahryggur með rommrúsínu-dressingu, villigæsa- paté með rauðrófusultu, taðreykt nautatunga, einiberjagrafinn lax með hunangs-dillsósu, skelfisksalat með engifer og soja og humarsúpa. Aðalréttir Léttsaltaður hamborgarhryggur, mangóglaseruð kalkúnabringa, hreindýrabollur í ostasósu, ítölsk hráskinka og hangikjöt. Eftirréttir Marsipanrúlla meða heimalöguðum ís, hnetukaka, ris à l´amande og smákökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.