Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 104
DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
JÓLIN
ERU
KOMIN
HJÁ
OKKUR!
Mest lesið
FRÉTTIR AF FÓLKI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Leyndardómsfullur leikari
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir
gerðu í byrjun júlí á þessu ári með
sér kaupmála. Frá þessu var greint
í Lögbirtingablaðinu. Eins og
Fréttablaðið greindi frá í lok febrúar
trúlofuðu þau sig þegar Þorvaldur
var við það útskrifast úr hinum virta
listaskóla Juilliard í New York. Ekkert
hefur frést af brúðkaupi Hrafntinnu
og Þorvaldar en þeir lögfræðingar
sem Fréttablaðið hafði samband við
fullyrtu að kaupmáli væri eingöngu
gerður þegar fólk væri í vígðri sam-
búð. Þá könnuðust engir úr nánasta
vinahópi leikarans við að gifting eða
brúðkaup hefði nokkurn tímann átt
sér stað en ekki
náðist í Þor-
vald vegna
málsins, sem
er allt hið
dularfyllsta.
- sh, fgg
1 Rolex-ránið á sér hliðstæður í
þremur Evrópulöndum
2 Suzanne Bjerrehuus
hneykslar Dani að nýju
3 Vill ræða um að setja þak á
eignaréttinn
4 Lokað á Stóru systur á
Einkamálum
5 Enn ein hryssan fyrir barðinu
á dýraníðingi
Ötull aðdáandi Kristins
Eftir að fréttahaukurinn Kristinn
Hrafnsson gerðist talsmaður
Wikileaks hefur frægðarsól hans
risið hratt. Nú er svo komið að á
netinu er haldið úti bloggsíðu sem
helguð er Kristni, undir yfirskriftinni
F**k Yeah, Kristinn Hrafnsson. Þar
má finna myndir, myndskeið og
viðtöl við Kristin, sum hver þýdd úr
íslensku. Í fljótu bragði er hvergi að
sjá hver heldur vefnum úti en sá er
býsna ötull og hefur síðan í
apríl skrifað vel yfir hundrað
færslur um Kristin. Hann
virðist líka hafa gott
lag á að þefa uppi
bitastætt efni. Fyrr í
mánuðinum birtist
til dæmis á síðunni
mynd af Kristni á
bar ásamt fjölmiðla-
mönnunum Helga
Seljan og Jakobi
Bjarnari Grétars-
syni, auk Atla Geirs,
bróður Jakobs.