Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 90
22. október 2011 LAUGARDAGUR58 NÝSKÖPUNARÞING 2011 ÁSKORANIR Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs verður haldið þriðjudaginn 1. nóvember nk. kl. 8:30–10:30 á Grand hótel Reykjavík. Á þinginu verða flutt erindi undir yfirskriftinni ÁSKORANIR. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2011 verða afhent. Húsið opnar kl. 8:15 með léttum morgunverði. Dagskrá 8:30–10:30 Ávarp Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Ný tækifæri á Norðurslóðum Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskipa Endurnýjanleg orka - helstu áskoranir Davíð Stefánsson, framkvæmdastjóri ráðgjafar hjá Reykjavík Geothermal Fæðuöryggi og sjálfbærni til framtíðar Kristinn Andersen, rannsóknastjóri hjá Marel Öldrun; sjúkdómur eða lífstíll? Magnús Oddsson, nýtæknihönnuður hjá Össuri Tónlistaratriði Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari Nýsköpunarverðlaun Íslands 2011 afhent Fundarstjóri er Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Skráning fer fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is eða í síma 522 9000. Austurríski ásláttarleikar- inn Manu Delago hefur spil- að með Björk á Biophilia- tónleikum hennar í Hörpu að undanförnu. Hljóðfærið sem hann er þekktastur fyrir nefnist Hang og er aðeins tíu ára gamalt. Manu Delago er 27 ára Austurríkis maður sem hefur vakið athygli fyrir flotta spilamennsku sína með Björk, bæði á nýjustu plötu hennar Biophilia og á tón- leikunum sem hún hefur haldið í Manchester og Hörpu, en þeir síðarnefndu verða alls níu talsins. Delago spilar á ýmis ásláttar- hljóðfæri, þar á meðal nýtt hljóð- færi sem nefnist Hang og var fundið upp í Sviss fyrir tíu árum. Hann mun dvelja á Íslandi í fimm vikur vegna Biophilia-tónleikanna en þeir síðustu verða 7. nóvember. Fleiri Biophilia-tónleikar víða um heiminn eru einnig fyrirhugaðir á næsta ári. Spurður hvernig samstarfið við Björk kom til segir Delago: „Hún var að vinna í Biophilia-verk- efninu og sá myndband á Youtube þar sem ég spilaði á Hang. Hún var að leita að einhverju sérstæðu hljóðfæri sem hljómaði svipað og gameland-hljóðfærin frá Indónesíu en væri samt ekki sterklega tengt neinni sérstakri menningu eða landi,“ segir Delago í spjalli við blaðamann í lítilli íbúð þar sem hann dvelur í miðborg Reykja- víkur. „Hang er nýtt hljóðfæri og ég held að hún hafi hrifist af myndbandinu og tónlistinni sem ég spila. Hún bauð mér að koma til Íslands og taka upp með sér. Eftir upptökurnar bauð hún mér svo að spila með sér á tónleikunum.“ Hann var að vonum upp með sér að fá tækifæri til að starfa með Björk. „Ég hef verið Bjarkar- aðdáandi lengi og þess vegna var alveg frábært að fá loksins að spila með henni.“ Delago er meðlimur dúósins Living Room ásamt klarinett- leikaranum Christoph Pepe Auer og halda þeir einmitt sína fyrstu tónleika á Íslandi á Faktorý 1. nóvember. Önnur plata þeirra, Colouring Book, kom út í fyrra þar sem Bítlalagið Eleanor Rigby er meðal annars spilað á nýstár- legan og fallegan hátt. Delago er einnig hluti af kvintettinum Living Room in London ásamt Auer og þremur strengjahljóðfæraleikur- um úr Sinfóníuhljómsveit London og er fyrsta plata þeirra væntan- leg í janúar næstkomandi. Sinfón- íuhljómsveitin spilar einmitt verk eftir hann í London, þar sem hann býr, í mars næstkomandi. Delago spilaði einnig með tríóinu Manu Delago Homemade í Kaldalónssal Hörpu á Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir. Hang-hljóðfærin eru handgerð og aðeins um þrjú hundruð slík eru búin til á hverju ári. Delago segist hafa heillast af hljóðfærinu um leið og hann heyrði fyrst í því. „Mér finnst líka heillandi hversu fjöl- breytt hljóð koma út úr því. Stund- um hljómar það eins og harpa og stundum eins og tabla. Hang var búið til undir áhrifum frá stál- trommum en þær búa ekki yfir jafn mörgum hljómum og Hang.“ Þessi austurríski ásláttar- meistari hefur gaman af því að spila á litlum tónleikastöðum, enda voru fyrstu tónleikar Living Room haldnir í stofu. „Svo spiluðum við á stærri stöðum og ferðuðumst um heiminn en þegar við tókum upp seinni plötuna ákváðum við að halda stofutónleika á nýjan leik. Við sendum út tilkynningu á net- inu sem fólk gat svarað og óskað eftir einkatónleikum í stofunni heima hjá sér. Við völdum stofurn- ar sem okkur leist best á og fólk- ið útvegaði áhorfendur og mat,“ segir hann. Mynddiskur með tón- leikunum fylgir einmitt með plöt- unni Colouring Book. Delago hlakkar mikið til að spila á Faktorý með Living Room. And- rúmsloftið verður vafalítið mjög huggulegt og í anda hinna vel heppnuðu stofutónleika dúósins. freyr@frettabladid.is Bækur ★★★ Meistaraverkið og fleiri sögur Ólafur Gunnarsson JPV-útgáfa Kambur í hrauni, kryppan á Heklu Ólafur Gunnarsson sendir nú frá sér sitt fyrsta smásagnasafn eftir nærri fjörutíu ára farsælan feril sem skáldsagnahöfundur. Flestir fara hina leiðina, byrja á smásög- um og fikra sig yfir í skáldsagna- formið, eins og smásagan sé atrenna að skáldsögunni. Ólafur veit að svo er ekki, smásagan krefst meiri aga og meitlaðri hugs- unar, og hann hefur smásagna- formið fullkomlega á valdi sínu. Sögurnar í Meistaraverkinu og fleiri sögum, fjórtán talsins, eru reyndar töluvert misjafnar að gæðum en í þeim öllum sýnir Ólafur smásagnaforminu þá virðingu sem því ber, lætur hæfilega mikið uppi og skilur á köflum lesandann eftir í örlítilli óvissu um hvað hafi í rauninni gerst í sögunni. Sumar sögurnar, eins og til dæmis Hlákan, Brennan og Gimme Shelter, segja í raun sögu sem hæglega gæti fyllt heila skáldsögu en Ólafi tekst að nýta smásagna- formið út í æsar og rúma innan þess allt sem segja þarf. Aðrar eru svip- myndir, leiftur úr stærri sögu og skilja lesandann eftir þyrstan í meira. Ólafur er sögumaður af guðs náð, eins og aðdáendur skáldsagna hans vita, og persónur hans eru aldrei einhliða og flatar. Hann veit að maður er manni úlfur og í flestum sagnanna birtast svik og grimmd mannsins gagnvart þeim sem honum standa næst í öllum sínum hráslaga. Allir deyða yndið sitt og grimmdin er á köflum svo nístandi að lesanda rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Í öðrum sögum leiftrar kímnigáfan og kaldhæðnin, neyðarleg atvik afhjúpa hégómagirnd og smásálarhátt og persónurnar standa eftir afhjúpaðar og aumkunarverðar. Tímasvið sagnanna spannar allt frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag og stíll hverrar um sig mótast af þeim tímaramma sem henni er settur. Sam- töl eru vel skrifuð og sannfærandi og tungutak persónanna skemmtilega mismunandi eftir því á hvaða tíma sagan gerist. Ástir, kynlíf, brennivín og græðgi verða fólki að fótakefli eins og jafnan áður hjá Ólafi og undir yfir- borðinu er alltaf ólga, hversu kyrlátt sem það virðist. Lífið er barátta frá a til ö, ef ekki við ytri öfl og annað fólk þá að minnsta kosti við eigin innri djöfla og sú barátta er oftar en ekki upp á líf og dauða. Meistaraverkið og fleiri sögur er ekki gallalaus bók en ber þegar best lætur öll bestu höfundareinkenni Ólafs Gunnarssonar, skemmtir, vekur umhugsun og skilur eftir örlítinn hroll í sálinni. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Fjórtán ólíkar smásögur frá sagnamanni af guðs náð. Grimmd, húmor og fullkomið vald á forminu. Austurrískur ásláttarleikari heillaði Björk SPILAR MEÐ BJÖRK Ásláttarleikarinn Manu Delago með Hang-hljóðfærin þrjú sem hann hefur notast við á Biophilia-tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég hef verið Bjarkar- aðdáandi lengi. MANU DELAGO ÁSLÁTTARLEIKARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.