Fréttablaðið - 05.11.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 05.11.2011, Síða 2
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR2 Þórunn, verður þá ekki fullt út úr dyrum lengur? „Það er alltaf fullt út úr dyrum. Það er bara mismunandi fullt.“ Þórunn Sigurðardóttir er stjórnar- formaður Ago, rekstrarfélags Hörpunnar, sem hyggst ekki heimila fleiri árshátíðir og slíkar skemmtanir vegna drykkjuláta sem trufla listviðburði í húsinu. NOREGUR Saksóknari í Mandal í Noregi krefst sextán ára fangelsis vistar yfir morðingja Heidi Thisland-Jensen. Réttar- höldum lauk í gær. Heidi Thisland var stungin til bana af kærasta sínum, sem er 25 ára gamall og hefur játað á sig morðið. Átta ára gamall sonur Heidi fluttist til fjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum þegar móðir hans var myrt. „Það eru hrotta- legar lýsingar sem ég hef fengið þegar réttarlæknirinn var að lýsa áverkum Heidiar, gömlum og nýjum sárum, en það er ekki lýsingarhæft,“ segir Óskar P. Friðriks son, afi drengsins. - sv Varð íslenskri konu að bana: Krafist sextán ára fangelsis HEIDI MEÐ SYNI SÍNUM Kærasti Heidi varð henni að bana í Noregi í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON GRIKKLAND, AP Þingmenn í sósíal- istaflokknum Pasok, flokki Georgs Papandreú forsætisráð- herra, tóku margir í gær undir kröfur stjórnarandstöðunnar um að hann segi af sér. Seint í gærkvöldi stóð til að þingið greiddi atkvæði um trausts tillögu á hendur ríkis- stjórninni, sem Papandreú lagði fram fyrr í vikunni. Naumt var á mununum, en tímasetningin einkennileg því degi fyrr hafði Papandreú hafið tilraunir til að mynda þjóðstjórn með stærsta stjórnarandstöðu- flokknum, hægri flokknum Nýju lýðræði. - gb Papandreú í pólitísku fárviðri: Atkvæði greidd um vantraust STENDUR Í STRÖNGU Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrver- andi forstöðumanni fangelsisins á Kvíabryggju, Geirmundi Vil- hjálmssyni, og öðrum karlmanni til viðbótar. Það var 26. nóvember á síð- asta ári sem forstöðumanninum var veitt tímabundin lausn vegna gruns um auðgunarbrot í starfi. Lék grunur á að forstöðumaður- inn fyrrverandi hefði dregið sér fjármuni eða verðmæti í eigu fangelsis ins. Við rannsókn máls- ins leitaði lögregla meðal annars á heimili Geirmundar og í sumar- húsi í eigu föður hans. Við leitina lagði hún hald á ýmsa muni sem taldir eru í eigu fangelsisins. Ríkislögmaður hefur lagt fram bótakröfu í málinu á hendur Geir- mundi. Krafan er tilkomin vegna tjóns sem talið er ljóst að ríkis- sjóður hafi orðið fyrir. Forstöðumaðurinn fyrrverandi hefur megnið af þeim tíma, frá því að honum var veitt lausn frá störfum, verið á launum. Hefur hann haft helming fullra launa, eða um 270 þúsund krónur á mán- uði, samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hann var tekinn af launaskrá fyrir um það mánuði. Þá hafði hann þegið um það bil þrjár millj- ónir frá því að honum veitt lausn frá störfum. - jss Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum: Ákært í Kvíabryggjumálinu KVÍABRYGGJA Tveir karlmenn hafa verið ákærðir í Kvíabryggjumálinu svokallaða. STJÓRNMÁL „Hvað sem mönnum finnst um staðsetningu flugvallar- ins er það óþolandi ríkisforsjá að lögfesta flugvöll í Vatnsmýri.“ Svo sk r i fa r Gísli Marteinn Baldurs son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- f lokksi ns , á Facebook-síðu sína um nýtt lagafrumvarp sem níu samflokksmenn hans og þrír framsóknarmenn hafa lagt fram á Alþingi. Frumvarpið, sem Jón Gunnarsson mælir fyrir, kveður á um að miðstöð innanlandsflugs skuli vera áfram í Vatnsmýri og gegna hlutverki vara- flugvallar fyrir millilandaflug. Gísli Marteinn segir sveitarfélög hafa ákvörðunarvald í eigin málum samkvæmt stjórnarskrá. „En for- ræðishyggjan í þessari tillögu ætlar að taka þann rétt af Reykvíkingum. Svo er frumvarpið vandræðalega illa unnið og órökstuddum fullyrð- ingum slegið fram í greinargerð af algerri vanþekkingu,“ bætir hann við. Þetta sé helber dónaskapur og yfirgangur af hálfu fulltrúa ríkis- valdsins og allir borgarfulltrúar muni mótmæla frumvarpinu. Jón Gunnarsson leggur orð í belg á síðunni. Hann segist vita af and- stöðu borgarfulltrúa flokksins en frumvarpið sé hins vegar í sam- ræmi við ályktanir landsfundar. „Í þessu tilfelli tel ég réttlætanlegt að Alþingi taki af skarið í þessu máli,“ segir hann. „Farðu rétt með Jón,“ segir Gísli. „Landsfundur hefur sagt að flug- völlur skuli vera á höfuðborgar- svæðinu, einhvern tíma var meira að segja sagt stór-höfuðborgarsvæð- inu. Það er allt annað en að heimta að hann skuli vera einmitt á þeim stað sem hann er nú.“ - sh Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir flugvallarfrumvarp óþolandi ríkisforsjá: Rífur í sig frumvarp samflokksmanna OFBOÐIÐ Gísli Marteinn telur sam- flokksmenn sína á þingi úti að aka í flugvallarmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓN GUNNARSSON LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari yfirheyrði í liðinni viku Hreið- ar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Yfirheyrsl- an snerist um mál tengt katarska sjeiknum Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, sem keypti fimm pró- senta hlut í Kaupþingi rétt fyrir hrun. Lögmaður Hreiðars stað- festi þetta í samtali við Vísi í gær. Ólafur Ólafsson, næststærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrun, var einnig yfirheyrður vegna málsins í vikunni. Rannsókn þess er á lokastigi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni fyrir áramót. - sh Sérstakur saksóknari: Yfirheyrði Ólaf og Hreiðar Má STJÓRNSKIPAN Tillögur stjórnlaga- ráðs um breytingar á hlutverki forseta Íslands eru að mörgu leyti til bóta. Til að mynda er formlegt hlutverk forseta, sem bar keim af stöðu konungs í gömlu dönsku stjórnarskránni, afnumið og því gefa tillögurnar betri mynd af því hvar framkvæmdarvaldið liggur en núverandi stjórnarskrá. Tillög- urnar skortir hins vegar að tekist sé nægilega á við þá staðreynd að forseti fer með virk og raunveru- leg völd í stjórnskipuninni. Þá eru ýmis ákvæði vanhugsuð. Þetta er mat Bjargar Thoraren- sen, prófessors í stjórnskipunar- rétti við lagadeild Háskóla Íslands. Björg fjallaði um hlutverk forseta í tillögum stjórnlagaráðs á mál- þingi sem fram fór í fundarsal Þjóðminjasafnsins í gær. Björg skipti tillögum stjórnlaga- ráðs með tilliti til forseta í þrennt: tillögur sem lúta að breytingum á reglum um kjör og kjörtímabil, til- lögur sem lúta að formlegu hlut- verki forsetans og tillögur sem varða breytingar á raunverulegum valdheimildum forsetans. Um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar sem lúta að kjöri for- seta og kjörtímabili, sagði Björg þær vera til bóta og nefndi sér- staklega þá kröfu sem þar er gerð að forseti hafi meirihluta atkvæða á bak við sig og að seta hvers for- seta takmarkist við tólf ár. Björg taldi tillögur um breyting- ar á formlegu hlutverki forsetans einnig til bóta þótt sá galli væri á þeim að breytingin gengi ekki í gegnum þær allar. Þó taldi hún það slæma tillögu að leggja skuli niður ríkisráð þar sem þannig sé afnuminn sá vettvangur sem for- seti og ríkisstjórn hafa til að ræða mikilvæg mál. Björg fjallaði um tillagða heim- ild forseta til að synja skipun dóm- ara og vísa til Alþingis sem þurfi að samþykkja skipunina með tveimur þriðja hlutum atkvæða. Björg taldi heimildina óþarfa í ljósi þess að lögum um skipan dómara hefur nýverið verið breytt til að koma í veg fyrir misnotkun á skipunarvaldi dómsmála ráðherra. Þorvaldur Gylfason stjórnlaga- ráðsfulltrúi benti á móti á að Alþingi væri í lófa lagið að breyta lögunum á ný. Þá sagðist Björg hafa efasemdir um hlutverk forseta í kjöri Alþing- is á forsætisráðherra sem gert er ráð fyrir í tillögunum. Björg fjallaði einnig um mál- skotsrétt forseta. Hún sagði að betur hefði mátt vanda til mál- skotsákvæðisins í núgildandi stjórnarskrá og bætti því við að lögskýringar um ákvæðið væru misvísandi. Hún gaf í skyn að úr því hefði ekki verið bætt í tillögum stjórnlagaráðs. Loks sagði Björg það vera galla á tillögunum að ekki væri kveðið á um hlutverk forseta Íslands með tilliti til stefnu stjórnvalda í utan- ríkismálum. magnusl@frettabladid.is Hlutverk forsetans skýrara í tillögunum Raunverulegt hlutverk forseta í stjórnskipan Íslands er skýrara í tillögum stjórnlagaráðs en í núverandi stjórnarskrá. Þetta er mat Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti. Hún telur þó ýmsa galla á tillögum ráðsins. BJÖRG THORARENSEN Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs á að leggja ríkisráð niður. Þetta telur Björg slæmt því með því sé afnuminn sá vettvangur sem forseti og ríkis- stjórn hafi til að ræða mikilvæg mál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að taka upp rannsókn á andláti Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, ungrar stúlku sem lést í fyrrasumar af ofneyslu fíkniefna. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Ákvörðunin byggir að miklu leyti á gögnum sem faðir stúlk- unnar, Jóhannes Kr. Kristjáns- son, aflaði áður en hann kærði þá ákvörðun lögreglu að hætta rann- sókninni. Rannsakað verður hvort einhver annar en Sigrún sjálf sé ábyrgur fyrir andláti hennar. - sh Dauðsfall aftur til lögreglu: Skal rannsaka andlátið betur EFNAHAGSMÁL Tólf mánaða verð- bólga mældist 5,3 prósent í október og lækkaði um 0,4 pró- sentustig milli mánaða. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 5,0 prósent á tímabilinu en var 5,5 prósent í september. Verðbólga var lág fyrstu þrjá mánuði síðastliðins árs en hefur síðan aukist hægt og bítandi. Samkvæmt verðbólguspá Seðla- bankans, sem kynnt var á mið- vikudag, fer verðbólga hækkandi næstu mánuði. Spáir bankinn að verðbólga verði um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2012 en fari svo að lækka. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Verðbólga nú 5,3 prósent SPURNING DAGSINS Skipholti 50b 105 Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.