Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 48
INNRÉTTINGAR
GLÆSILEGAR DANSKAR
Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
KOMDU MEÐ EÐA SENDU
OKKUR MÁLIN OG VIÐ
HÖNNUM, TEIKNUM OG GERUM
ÞÉR HAGSTÆTT TILBOÐ.
ARKITEKTÞJÓNUSTA
Fallega
Jólaskeiðin
frá Ernu
Verð 16.500,-
ERNA
Skipholti 3, s.552 0775, erna.is
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16
www.topphusid.is
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
NÆG BÍLASTÆÐI
Glæsilegar yfi rhafnir,
kvenna á öllum aldri.
TOPPVÖR
UR • TOP
PÞJÓNUS
TA
GÓÐAR V
ÖRUR Á
TILBOÐI
Fæst í Bónus og Inspired,
Keflavíkurflugvelli
HOLLUR
BITAFISKUR
+ 80% prótín
Fiskneysla er góð
fyrir heilabúið
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfis-
vænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af
mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um
efnisinnihald hágæða hjólbarða.
DUGGUVOGI 10 RVK AUSTURVEGI 52 SELFOSS PITSTOP.IS WWW
HJALLAHRAUNI 4 HFJRAUÐHELLU 11 HFJ568 2020 SÍMI
HEILSÁRS- OG
VETRARDEKK
UMHVERFISVÆNNI KOSTUR
FYRIR FÓLKSBÍLA OG JEPPA
VIÐ EIGUM FLESTAR STÆRÐIR DEKKJA Á HAGSTÆÐU VERÐI.
HAFÐU SAMBAND TIL AÐ FÁ VERÐ Í DEKK FYRIR BÍLINN ÞINN.
175/65 R14 45.900 kr. 195/65 R15 55.900 kr.
185/65 R14 49.900 kr. 205/55 R16 63.900 kr.
185/70 R14 49.900 kr. 245/75 R16 99.800 kr.
185/65 R15 51.900 kr. 225/45 R17 73.900 kr.
DÆMI UM FRÁBÆR TILBOÐ Á INTERSTATE
HEILSÁRS- OG VETRARDEKKJUM
VERÐIN ERU FYRIR FJÖGUR DEKK ÁSAMT UMFELGUN
munur á milli mín og elsta systk-
inis míns er 22 ár og sum systk-
inin voru flutt að heiman þegar ég
sleit barnsskónum. Elstu barna-
börnin eru á mínum aldri og meira
eins og systkini mín en systkina-
börn,“ útskýrir Unnur Brá, en
einn bræðra hennar tók við búinu
heima á Búðarhóli.
„Það er yndislegt að geta enn
farið í haga bernskunnar og mér
finnst ekkert betra en að vera í
sveitinni. Ef ég gæti mundi ég búa
með hesta og kindur, en þurfti að
kveðja hestadrauminn þegar ég
fékk ofnæmi sextán ára.“
Unnur Brá lauk embættisprófi
í lögfræði eftir stúdentspróf en
langaði jafn mikið í erfðafræði.
„Mér fannst lögfræðin spenn-
andi því maður þarf að kunna að
nota rökhugsun. Að vinna sem
lögfræðingur þykir mér hinsveg-
ar ekki skemmtilegt. Starfið er
svo langt frá uppruna mínum, þar
sem maður situr einn við borð og
lestur, framleiðir ekkert né sér
afurðir sínar,“ segir Unnur.
Hún hóf fyrst afskipti af stjórn-
málum þegar hún tók virkan þátt í
stúdentapólitíkinni með Vöku.
„Kveikjan að stjórnmálavafstr-
inu var löngun til að hafa áhrif á
gang mála. Þar fyrir utan er póli-
tík skemmtileg. Ég vissi strax hvar
ég átti heima því ég kaus Sjálf-
stæðisflokkinn frá fyrstu tíð og
þar lenti ég í góðum félagsskap,“
segir Unnur Brá sem er yngsti
þingmaður Sjálfstæðisflokks.
„Ég hef ekki reynslu af því að
vera alþingismaður þegar betur
viðrar í þjóðmálunum. Skemmti-
legast við starfið finnst mér að
ferðast um fagurt kjördæmið sem
nær frá Höfn að Reykjanesi með
viðkomu í Vestmannaeyjum og
hitta kjósendur. Það hefur mikil
áhrif á mig og kveikir í mér neista
til að gera mitt besta.“
Unnur Brá segir systkin sín stolt
yfir því að örverpið sé nú í röðum
þingmanna.
„Að vera þingmaður nú er þó
ekki eins og í þá tíð þegar fólki
þótti heiður að taka í höndina á
þingmanni og þvoði sér varla á
eftir. Mér er heiður að vinna að
þingstörfum en tel engum hollt að
velja þau að ævistarfi. Á Alþingi er
ótrúlega hætt við að menn gleymi
hvað þeir ætluðu að gera og hvers
vegna þeir eru þar, og inni þarf
maður að berjast fyrir hugsjónum
sínum og málefnum. Á sama tíma
berst fólk fyrir sjálft sig í ráð-
herrastól eða annað, og það tel ég
ófarsælt til lengdar,“ segir Unnur
Brá sem sjálf fór á þing með ráð-
herradraum í maganum.
„Svo er ekki lengur. Ég hef
breyst. Mér finnst starfið snú-
ast um það eitt að láta gott af sér
leiða fyrir landsmenn og koma ein-
hverju til leiðar á hverjum degi í
stað þess að eyða púðri í framtíðar-
hugsanir fyrir sjálfan sig.“
Unnur Brá er einstæð tveggja
barna móðir og sú eina í þeirri
stöðu meðal alþingismanna nú.
„En ég er ekki dæmigert ein-
stætt foreldri því ég bý við aðrar
og betri aðstæður en flestir. Ég
er á góðum launum og fæ styrki
á móti þótt ég haldi úti tveimur
heimilum, sem er rándýrt. Ég hef
au pair mér til aðstoðar, vinn afar
sérstaka vinnu og hef því aðra
sýn á tilveru einstæðra foreldra
þótt ég beri hag þeirra vissulega
fyrir brjósti, en ekki síður ungs
barnafólks sem á erfitt með að
laga fjölskyldulíf að vinnu sinni,“
segir Unnur Brá sem þar til í haust
keyrði daglega um tveggja ára
skeið milli Hvolsvallar og Reykja-
víkur, alls þriggja tíma leið.
„Það olli alltof langri fjarveru
fyrir lítil börn. Mér fannst ég
vanrækja þau og var alltaf sein í
vinnuna, sem var slítandi og olli
slæmri samvisku. Því settumst
við að í Laugardalnum þar sem
er draumur að búa, en ég vil búa
á landsbyggðinni og það er mín
framtíðarsýn. Í borginni er of mik-
ill ys og þys, og þar vantar róman-
tíkina sem blómstrar í sveitinni,
eins og fagra náttúru, norðurljós-
in og tandurhreint andrúmsloft.“
thordis@frettabladid.is
Um helgina ætlar Unnur Brá að bregða sér á einhvern af spennandi viðburðum
Safnahelgar á Suðurlandi. Bent er á dagskrá hennar á www.sunnanmenning.is.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Framhald af forsíðu
„Mér er heiður að vinna að þingstörfum en tel engum
hollt að velja þau að ævistarfi. Á Alþingi er ótrúlega hætt
við að menn gleymi hvað þeir ætluðu að gera.”
Fjórtán ára listamaður , Sigurður
Sævar Magnússon, opnar sýningu á
veitingastaðnum Á næstu grösum á
Laugavegi 20b á morgun klukkan 16.