Fréttablaðið - 05.11.2011, Qupperneq 60
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR10
Sérfræðingur í plöntusjúkdómum
Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling á
inn- og útflutningsskrifstofu MAST í Reykjavík í starf sérfræðings í
vöktun og eftirliti með plöntusjúkdómum. Um er að ræða fullt starf
frá og með 1. janúar 2012.
Helstu verkefni:
• Eftirlit með innflutningi og útflutningi plantna og plöntuafurða
• Skráning á innflutningi plantna og plöntuafurða
• Eftirlit með kartöfluútsæði og sjúkdómum og meindýrum í
annarri innlendri ræktun
• Eftirlit með innflutningi, framleiðslu og útflutningi á sáðvöru
• Vottun fyrirtækja vegna hitunar og merkinga viðarumbúða
• Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin
Starfið krefst góðrar samvinnu við tollyfirvöld, erlenda plöntueftir-
litsaðila, innflytjendur plantna og plöntuafurða, framleiðendur
viðarumbúða, innlenda plönturæktendur, aðra sérfræðinga,
ráðunauta o.fl. Starfsmaður þarf að vera reiðubúinn til að sérhæfa
sig og sérmennta á þessu fagsviði.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í líffræði, búvísindum, garðyrkju, skógrækt eða
annarri menntun sem talin er henta til starfsins.
• Góð þekking á plöntum og plöntusjúkdómum
• Góð tölvukunnátta
• Gott vald á íslensku og ensku
• Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
• Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Nánari upplýsingar um starfið veita Þorvaldur H. Þórðarson
(thorvaldur.thordarson@mast.is) og Hafsteinn Jóh. Hannesson
(hafsteinn.hannesson@mast.is) í síma 530-4800.
Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til
Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum
„Sérfræðingur-plöntu-sjúkdómar“ eða með tölvupósti á
starf@mast.is.
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2011 og verður
öllum umsóknum svarað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um stofnunina er að
finna á www.mast.is.
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur auglýsir stöðu yfirverkfræðings hjá embætti byggingarfulltrúa lausa til
umsóknar. Við leitum að metnaðarfullum og vandvirkum einstaklingi með leiðtogahæfileika til að hafa yfirumsjón
með tækni- og tölulegum verkefnum embættis byggingarfulltrúa. Yfirverkfræðingur hefur mikil samskipti við
verktaka, hönnuði, umsækjendur og aðra starfsmenn. Næsti yfirmaður er byggingarfulltrúinn í Reykjavík.
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynjanna í störfum og því að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli fjölbreytileika reykvísks samfélags. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar
www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11 eru veittar allar upplýsingar um þjónustu og
starfsemi borgarinnar og símasamband við starfsmenn einstakra sviða og deilda.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Tæknileg atriði varðandi undirbúning og ferli
byggingarframkvæmda ásamt eftirliti með þeim.
• Verkfræðilegir þættir í burðarþoli og lögnum.
• Byggingarfrágangur, sérhluta- og séruppdrættir.
• Útreikningur gjalda tilheyrandi byggingarleyfum.
• Framsetning tölfræðilegra upplýsinga.
• Mat á byggingaraðstæðum, t.d. varðandi hættur,
ásamt hugsanlegum aðgerðum.
• Svörun fyrirspurna og þjónusta við sérfræðinga og
aðra viðskiptavini sviðsins.
Hæfniskröfur
• M.Sc. í byggingarverkfræði eða sambærilegt próf.
• Reynsla í hönnun burðarþols og/eða lögnum.
• Almenn þekking varðandi vistvæna hönnun í gerð
mannvirkja.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og
hópstarfi.
• Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð.
• Góð tölvukunnátta, ásamt þekkingu á almennum
forritum og tölvuskráningarkerfum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og
einu norrænu tungumáli.
• Góð þekkingu á lögum varðandi skipulag og
byggingar, ásamt tilheyrandi reglugerðum og stöðlum.
• Góð þekking á gagnagrunnum og reynsla af notkun
þeirra ásamt þekkingu á SQL (fyrirspurnum)
Um laun og starfskjör yfirverkfræðings fer samkvæmt
kjarasamningi Stéttarfélags verkfræðinga við
Reykjavíkurborg.
Fyrirspurnum um starfið skal beina til Björns Stefáns
Hallssonar, byggingarfulltrúa í Reykjavík í síma 411
1111 eða með því að senda fyrirspurnir á bjorn.stefan.
hallsson@reykjavik.is
Yfirverkfræðingur
Umsóknarfrestur er til 21. nóvember nk. Sótt er um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is undir
„ Störf í boði”. http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2901. Öllum umsækjendum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Tekið verðu við umsóknum til 16. nóvember 2011 á www.penninn.is eða sveinns@penninn.is
Nánari upplýsingar veitir Sveinn S. Sverrisson, sölustjóri, sími 540 2086.
Ert þú pennavinur?
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölumennsku
• Einstök lipurð í samskiptum
• Metnaður
• Skipulagshæfileikar
• Navision kunnátta
• Bílpróf
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölumennsku
• Einstök lipurð í samskiptum
• Metnaður
• Skipulagshæfileikar
• Navision kunnátta
Starfssvið:
• Viðhalda viðskiptatengslum
• Móttaka og vinnsla pantana
• Tilboðsgerð
• Samningagerð og viðhald
samninga
• Öflun nýrra viðskiptavina
Starfssvið:
• Móttaka viðskiptavina í verslun
• Viðhalda viðskiptatengslum
• Móttaka og vinnsla pantana
• Tilboðsgerð
• Samningagerð
• Öflun nýrra viðskiptavina
Óskum eftir umsóknum í eftirfarandi störf:
Sölumaður á Fyrirtækjasviði Sölumaður og þjónustufulltrúi í verslun
Hjá Kletti starfa um 50 manns við sölu og þjónustu á
meðal annars Caterpillar, Scania, IR loftpressum, Dunlop
og Goodyear hjólbörðum. Hjá okkur er góður starfsandi
og öll starfsaðstaða til fyrirmyndar.
VÉLVIRKI ÓSKAST
Vélvirki eða vanur maður í viðgerðum á lyfturum óskast
til starfa á Þjónustuverkstæði Kletts.
Klettur er sölu og þjónustuaðili fyrir Caterpillar lyftara og
er verkstæðið mjög vel tækjum búið.
Upplýsingar um starfið veitir Sveinn Símonarson
Þjónustustjóri í síma 825 5752 eða svsi@klettur.is
Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | klettur.is
Lausar stöður í frístundaheimilum
Stuðningsfulltrúa vantar á frístundaheimili hjá
Hafnarfjarðarbæ.
Umsóknir skal senda á ith@hafnarfjordur.is - Umsóknar-
frestur er til og með 10. nóv. 2011.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttar félags.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfi ð.
Nánari upplýsingar um starfi ð í síma 585 5750.
Skrifstofa æskulýðs- og tómstundadeildar Hafnarfjarðar.