Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2011, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 05.11.2011, Qupperneq 86
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR58 58 menning@frettabladid.is Myndlistarneminn Halla Þórlaug Óskarsdóttir gefur eigin texta aukið líf með hressilegum myndskreyt- ingum. Hún hefur nú gefið út sína fyrstu bók. Agnar Smári: Tilþrif í tón- listarskólanum er fyrsta bók myndlistar nemans Höllu Þór- laugar Óskarsdóttur sem kom út á dögunum. Myndskreytingarnar og textinn eru eftir hana sjálfa en bókin er gefin út af Bókaforlag- inu Sölku. Myndirnar vekja strax athygli lesandans enda eru þær aðalatriðið að sögn Höllu. „Myndirnar eiga að mínu mati ekki eingöngu að endurtaka sögu- þráðinn heldur að bæta við hann. Það finnst mér vera hlutverk myndskreytinga í barnabókum. Ég reyni auk þess að glæða þær húmor sem ég vona að bæði börn og fullorðnir geti haft gaman af.“ Halla byrjaði að vinna í bók- inni þegar hún sat námskeið í Myndlistar skólanum fyrir þrem- ur árum. „Það sem ég lagði fyrst upp með var að gera bók sem ég gæti myndskreytt með tónlistar- kennurum sem líktust hljóð færum sínum en þeir eru allnokkrir í bók- inni. Það tengist sögu þræðinum hins vegar lítið sem ekkert og er bara hugsað til skemmtunar,“ segir Halla. Hún segir bókina fjalla um Agnar Smára sem er óvenju lágvaxinn sjö ára strákur. „Uppáhaldsiðja hans er að semja tónlist og það fer ekki framhjá neinum. Hann notar hins vegar til þess mjög frumstæðar aðferðir og sagan segir frá deginum örlaga- ríka þegar mamma hans ákveður að senda hann í tónlistarskóla til að læra alvöru tónlist. Í skól- anum leynist ýmislegt á bak við luktar dyr og Agnar Smári lendir, ásamt besta vini sínum, í miklum hremmingum. Hann á í basli með að ráða við hljóðfærin og heim- sóknin í tónlistarskólann verður hálfgerð martröð. Undir lok bókar- innar nær hann þó óvæntri stjórn á aðstæðum,“ upplýsir Halla og getur þess að bókin sé ætluð börn- um á aldrinum fjögurra til níu ára og foreldrum þeirra. Halla lýkur myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands í vor og þó að það hafi ekki verið ætlun henn- ar í fyrstu segir hún vel koma til greina að skrifa og myndskreyta fleiri bækur. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta mikla ferli og séð afraksturinn gæti ég vel hugsað mér það en hef þó ekki gert það upp við mig hvort ég geri fleiri bækur um Agnar Smára eða eitt- hvað annað. Ég get að minnsta kosti vel hugsað mér að blanda skrifum og myndlist frekar saman enda liggur hugurinn bæði í skap- andi skrif í Háskólanum og frek- ara myndlistarnám erlendis. - ve Myndirnar viðbót við söguþráðinn HÚMORINN SKÍN Í GEGN Halla leggur áherslu á að myndirnar bæti einhverju við söguþráðinn. SENDUR Í TÓNLISTARSKÓLA Frumstæðar aðferðir Agnars Smara við að búa til tónlist verða til þess að mamma hans sendir hann í tónlistarskóla. VEKJA KÁTÍNU Kennararnir í tónlistar- skólanum líkjast allir hljóðfærum sínum en það var kveikjan að bókinni. HUGSANLEGA FRAMHALD Halla getur vel hugsað sér að gera fleiri bækur þar sem hún sameinar textagerð og mynd- skreytingar. HÁVAÐABELGUR Vegfarendur fara ekki varhluta af tónlistaráhuga Agnars Smára. ÞÓRA EINARSDÓTTIR · FINNUR BJARNASON · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · AUÐUR GUNNARSDÓTTIR · SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR SNORRI WIUM · VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR · KOLBEINN JÓN KETILSSON · VIÐAR GUNNARSSON KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BRÚÐUGERÐ: BERND OGRODNIK BÚNINGAR: FILIPPÍA I. ELÍSDÓTTIR · LEIKMYND: AXEL HALLKELL JÓHANNESSON LEIKSTJÓRI: ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR · HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON Laugardaginn 5. nóvember kl. 20 – uppselt Sunnudaginn 20. nóvember kl. 16 – uppselt Laugardaginn 12. nóvember kl. 20 – uppselt Föstudaginn 25. nóvember kl. 20 – uppselt Sunnudaginn 13. nóvember kl. 20 – uppselt Laugardaginn 26. nóvember kl. 21 – ALLRA SÍÐASTA AUKASÝNINGLaugardaginn 19. nóvember kl. 20 – uppselt WAMozart F A B R I K A N AUKASÝNING laugardaginn 26. nóvember kl. 21 Þau voru ljós á leiðum okkar Tónlistardagskrá við kertaljós í minningu ástvina sunnudaginn 6. nóvember 2011 í Fossvogskirkju Kl. 14.00 Bjarni Atlason, Guðlaugur Atlason og Atli Guðlaugsson syngja við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur Hugvekja, Elín Ebba Gunnarsdóttir frá Nýrri dögun Kl. 14.30 Kirstín Erna Blöndal söngur Örn Arnarson gítar Hugvekja, sr. Birgir Ásgeirsson Kl. 15.00 Matthías Birgir Nardeau óbóleikari og Krisztina Kalló Szklenár organisti Hugvekja, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir Kl. 15.30 Gospeltónar undir stjórn Óskars Einarssonar Aðgangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að vild. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar eru til sölu við Fossvogskirkju. Kópavogskirkjugarður, Hólavallagarður og Gufuneskirkjugarður eru opnir að venju. Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjugarðar prófastsdæmanna SVEFNHJÓLIÐ ENDURFLUTT Verðlaunaútvarpsverkið, Svefnhjólið, eftir hljómsveitina múm og Bjarna Jónsson leik- skáld, byggt á sögu verðlaunahöfundarins Gyrðis Elíassonar, verður endurflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á sunnudag klukkan 14. Ungur maður flytur með lúna ferðatösku og ritvél inn í gamalt sumarhús í litlu þorpi. Fljótlega fara undarlegir atburðir að gerast. Verkið var fyrst flutt 2004 og hlaut Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.