Fréttablaðið - 05.11.2011, Side 87
LAUGARDAGUR 5. nóvember 2011 59
Bækur ★★★
Einvígið
Arnaldur Indriðason
Vaka-Helgafell
Margir hafa beðið spenntir eftir
fimmtándu sakamálasögu Arn-
aldar Indriðasonar í þeirri von
að örlög Erlendar Sveinssonar
upplýstust. Þeir verða þó að bíða
enn um sinn því í Einvíginu víkur
sögunni aftur í tímann, til ársins
1972, og söguhetjan er Marion
Briem, lærifaðir/-móðir Erlendar
á upphafsárum hans í lögreglunni.
Marion er skemmtilega óræð
persóna, ekki einu sinni á hreinu
hvers kyns hún er, og eins og
Erlendur er hún hálfgerður ein-
fari sem tjáir sig lítt um eigin
hagi. Í sögunni er rifjuð upp æska
hennar ófögur; afneitað af föður,
móðir ferst af slysförum og barnið
með berkla. Þessi upprifjun, þótt
áhrifamikil sé, hjálpar þó lítið við
að varpa ljósi á persónuna og í
lok sögunnar er hún nánast jafn
óráðin gáta og í upphafi.
Sögusviðið er Reykjavík á
sumri heimsmeistaraeinvígisins
í skák. Boris og Bobby koma við
sögu í mýflugumyndum og plott-
ið hverfist í kringum einvígið og
allan þann óvíga hóp af Rússum og
Bandaríkjamönnum sem kemur til
landsins í tengslum við það.
Arnaldur kann þá list að vefa
glæpasögu og það er ekki fyrr en
í allra síðustu köflunum sem les-
andann fer að renna grun í það
um hvað málið snýst og hverjir
standa á bak við morðið á sautján
ára dreng á fimmsýningu á Undir
urðarmána í Hafnarbíói. Sagan
er því spennandi og heldur les-
anda við efnið, þótt útúrdúrarnir
um æsku Marion leiði hugann frá
spennunni á köflum.
Arnaldi hefur oft tekist betur
upp við persónulýsingar auka-
persóna, þær eru hér hálfgerðir
skuggar og vekja hvorki samúð
né samlíðan. Albert, starfsfélagi
Marion, er nokkurs konar fyrir-
rennari Sigurðar Óla, en algjör
andstæða hans, hippalegur náungi,
skeggjaður í mussu og ekkert að
láta ljós sitt skína í tíma og ótíma.
Staðsetning sögunnar í tíma er
snilldarlega unnin. Með örlitlum
brögðum eins og vísunum í körfu-
kjúkling og Alexander á Naust-
inu, Sylvia’s Mother í útvarpinu
og fyrstu plötu Megasar í Bók-
sölu stúdenta kippir höfundur
lesandanum þráðbeint inn í and-
rúmsloft ársins 1972 án þess að
leggjast í lýsingar á tíðaranda og
tískustraumum. Kalda stríðið er
enn í fullum gangi og lýsingarnar
á paranoju Rússanna og Kan-
anna hvorra gagnvart öðrum eru
bráðskarpar og skemmtilegar.
Sem stílisti hefur Arnaldur
verið að þroskast jafnt og þétt
og þótt hann nái ekki hér þeim
hæðum sem hann kleif í Furðu-
ströndum í fyrra er varla hnökra
að finna í textanum.
Þar á ofan er hann orðinn meist-
ari í því að skilja lesandann eftir
með spurningu í lok bókar og því
æstan í að lesa næstu bók. Lok
Einvígisins gætu bent til þess að
hann hygðist nú skrifa forsögu
Erlendar Sveinssonar sem lög-
reglumanns, en þegar Arnaldur
er annars vegar er ekki á vísan
á að róa með slíkt og spennan
eftir næstu bók er því nánast eins
mögnuð og eftir þessari.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Spennandi og heilsteypt
saga með nokkuð langsóttu plotti sem
er snilldarlega leyst.
Köld stríð fyrirrennarans
Janne Rättyä
Sif Tulinius
Ungsveit Sinfóníunnar
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10–18 virka daga og 12–18 um helgar
Louisa Matthíasdóttir
„Hin tæra sýn“
1963-1990
Sölusýning í Studio Stafni
Ingólfstræti 6. Opnar í dag kl. 15.00
Ný heimasíða
studiostafn.is
Sýningin stendur til 20. nóvember
Skraut- og
listmunaviðgerðir
Geri hluti eins og nýja
(úr hvaða efni sem er)
Jón Vilhjálmsson
Sími 690-8969
Geymið auglýsinguna
Geri hluti eins og nýja
(úr hvaða efni sem er)
Geri líka við málverk
Jón Vilhjálmsson
Sí i 6 - 69
Geymið l singuna