Fréttablaðið - 05.11.2011, Síða 98

Fréttablaðið - 05.11.2011, Síða 98
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR70 Norrænn nóvember Norræna félagið á Íslandi stendur fyrir huggulegri dagskrá í haustmyrkrinu. Norræna bókasafnavikan fer fram dagana 14.-20. nóvember á bókasöfnum um allt land og í nágrannalöndunum. Þema árs- ins er Norrænn húmor. Upplestur verður úr bókunum Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi, Bjólfskviðu og úr Í búðinni hans Mústafa eftir Jakob Martin Strid fyrir yngstu kynslóðina. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá með útgangspunkt í norrænum húmor og lofað er góðri viku á bókasöfnunum. Norrænt uppistand 11.11.11. Grínistarnir Anna Svava Knútsdót- tir, Ruben Søloft, danskur meistari í uppistandi árið 2010 og Zinat Pirzadeh, fyndnasti kvengrínisti Svíþjóðar 2010 koma fram í Norræna húsinu föstudaginn 11. nóvember, kl. 20.00. Uppistandið er í tengslum við ungmennahátíð Nordklúbbsins og markar einnig upphaf Norrænu bókasafnavikunnar. Í boði Nordklúbbsins og í samstarfi við bókasafn Norræna hússins. Ókeypis aðgangur. Norskunámskeið fyrir byrjendur verður haldið á miðvikudögum frá 9. nóvember, kl. 18.00 - 19.30, alls fimm skipti. Lögð er áhersla á orðaforða og hagnýta þekkingu á norskri tungu. Námskeiðsgjald er kr. 6.500 Námskeiðið er ætlað félags- mönnum Norræna félagsins, en auðvelt er að ganga í félagið. Lýðháskólanám á Norðurlöndum er skemmtilegur kostur. Síðustu forvöð eru til að sækja um skólavist fyrir vorönn. Norræna félagið veitir styrki til lýðháskóladvalar. Umsóknarfrestur um styrki rennur út þann 1. desember. Óðinsgötu 7 • 101 Reykjavík • www.norden.is s. 5510165 . norden@norden.is Alþjóðatorg er alþjóðleg ungmennamiðstöð og sam- tök sem hafa verið starf- rækt í Reykjavík í rúmt ár. Samtökunum er ætlað að aðstoða unga innflytj- endur á Íslandi við félags- lega aðlögun og styðja þá og fræða. Ungt fólk af erlendu bergi brotnu heldur að öllu leyti um stjórntaumana. „Þetta er allt rekið af okkur, ungu fólki á aldrinum 16-30. Þetta er samt öllum opið – allir sem vilja taka þátt eru velkomnir,“ segir Raúl Sáenz, meðlimur í stjórn Alþjóðatorgs, en hann flutti til Íslands frá Mexíkó fyrir fimm árum. „Þetta varð til í framhaldi af ráðstefnu þar sem 200 einstakling- ar frá 100 löndum komu saman og létu í sér heyra um hvað við unga fólkið af erlendum uppruna á Íslandi sáum fyrir okkur. Það kom í ljós að langflestir vildu fá vett- vang þar sem hægt væri að hitta aðra útlenska krakka til að styrkja sjálfsmyndina sem útlendingur á Íslandi, finnast vera hluti af ein- hverju og virkja hæfileika einstak- linganna sem töluðu hvorki góða íslensku né ensku.“ Raúl segir mikla þörf hafa verið fyrir samtökin því unga fólkið hafi oft verið óöruggt í félagslegum aðstæðum þar sem Íslendingar voru í meirihluta. Í stað þess að einangrast félagslega er stuðn- ingur og vinátta í boði á Alþjóða- torgi. „Það er ekki Íslendingum að kenna, en okkur finnst óþægilegt að vera einhvers staðar þar sem langflestir eru Íslendingar og töluð er fullkomin íslenska. Við getum ekki komið okkur á framfæri eða sagt það sem við viljum segja. Við erum feimin og hrædd um að tala ekki nógu góða íslensku. Okkur vantaði svona vettvang einsog Alþjóðatorg til að bæta sjálfsmynd okkar til að vera sterk fyrst sem útlendingar á Íslandi sem hafa hæfileika frá heimalandi sínu og bæta svo við hæfileikum sem við þróum í nýju landi.“ Hann kannast þó ekki við að Íslendingar séu fordómafullir. „Satt að segja hef ég aldrei fund- ið fyrir fordómum. Við höfum talað mikið um þetta og það er ekki okkar tilfinning að Íslend- ingar séu fordómafullir. Menn- ingin er bara öðruvísi eins og í öllum menningar heimum. Þið eruð aðeins feimin og það er hægt að mistúlka það sem fordóma. Ég held það sé bara eðli Íslendinga að vera ekki beint lokaðir, en kannski kaldir. En það er sjaldan að maður heyri að ráðist sé á fólk vegna upp- runa síns.“ Alþjóðatorg stendur fyrir fjöl- breyttri dagskrá og nú um helgina fer rúta frá Reykjavík til Akra- ness þar sem nepölsk Tihar-hátíð fer fram. Raúl hvetur alla sem hafa áhuga til að skoða fésbókarsíðu samtakanna til að kynna sér starf- semina og komast í samband við aðra meðlimi. „Við erum orðin mun meira en bara stofnun eða samtök. Okkur finnst gaman að taka þátt í samfélaginu og vera virk í því. Og það hefur tekist sem okkur langaði fyrst og fremst, að fólki gæti liðið hér vel, haft trú á sjálfu sér, kynnst fólki og ræktað með sér alvöru vin- áttu.“ bergthora@frettabladid.is Aldrei fundið fyr- ir fordómum hér VETTVANGUR FYRIR UNGA INNFLYTJENDUR Raúl Sáenz situr í fjölþjóðlegri stjórn Alþjóðatorgs þar sem sjö þjóðir eiga fulltrúa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Turninum 12 hæð - Smáratorgi 3 - 201 Kópavogi - domusnova@domusnova.is - www.domusnova.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.