Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ M ér finnst mikilvægt að fermingarbörnin finni að kirkjan sé þeim öruggt skjól í lífinu. Megininntak ferming- arfræðslunnar er vitaskuld að börnin læri sittlítið af hverju um leyndar- dóma trúarinnar, þekki til Biblíunn- ar, læri sálma og trúarjátninuna. En hitt skiptir ekki síður máli að þeim verði kærleiksboðskapurinn ljós og að til kirkjunnar megi alltaf leita, jafnt í blíðu og stríðu,“ segir Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur á Sel- fossi. Fermingarfræðsla í kirkjum landsins hefst að hausti og stendur til vors. Víða er komið við. Margar spurningar settar fram og svara við þeim leitað. Prestar hafa misjafnan hátt á fræðslunni. Fermingar- fræðslutímar eru reglulega, auk þess sem miðað er við að börnin mæti til kirkju með foreldrum sínum átta til tíu sinnum yfir vet- urinn. Þá er gjarnan farið í eins til tveggja daga fræðsludvöl út úr bænum. „Það er gaman að fara með börn- unum um kirkjuna og sýna þeim táknin öll sem kirkjan geymir, mynd- ir, skrúða og ræða atferlið í kirkj- unni. Ég finn að unglingum finnst þetta spennandi og þau spyrja um Guð og kirkjuna,“ segir Óskar Haf- steinn sem fermir um það bil hundr- að börn þetta vorið – en fjöldi ferm- ingarbarna á Selfossi er yfirleitt á því róli. Samkvæmt dönskum lögum Ferming þýðir staðfesting. Skírn er innganga í kirkjuna og þar er nýrri manneskju fagnað og hún falin Guði. Barnið er þá kallað með nafni sem undirstrikar að það er einstakt og elskað. Fermingin og skírnin voru í öndverðu nátengdar athafnir en þróunin varð sú að fermingin varð sérstök athöfn sem framkvæmd var af biskupum, stundum löngu eftir skírn. Eftir siðbreytingu fer fermingar- athöfnin að tengjast trúfræðslu, en þá voru börn fermd að undangeng- inni fræðslu. Guðbrandur Þorláksson biskup gaf út rit um árið 1600 þar sem helstu atriði fermingarfræðslu voru tíunduð. Fermingin var leidd í lög í Danaveldi 1736 og hér á landi fimm árum síðar. Þar var ákvæði um að barn skyldi hafa náð 14 ára aldri. Þar með var komin tengingin við þann aldur sem haldist hefur alveg síðan Mikið hormónatímabil Það er sígilt umfjöllunarefni hvort börn skuli fermast fjórtán ára. Er í umræðum vísað til þess að þroskinn á þeim aldri sé ekki nægur til þess að meðtaka fermingarfræðslu og sakra- menti kirkjunnar með nægilega gagnrýnum hætti. „Að mörgu leyti eru börnin á góð- um aldri þegar þau fermast. Fyrir kirkjuna er mikið tækifæri að fá ungt fólk á þessum aldri til samtals. Að vera fjórtán ára er mikið horm- ónatímabil fyrir krakkana sem standa á þeim erfiðu mörkum að vera eiginlega hvorki börn né fullorðin. Þau eru leitandi og spyrjandi, stund- um ráðvillt og það er virkilega spenn- andi að eiga samtal á þeim tíma- punkti og benda á ákveðna kjölfestu sem þau geti alltaf leitað í,“ segir Óskar. Er Guð til? „Ég finn að unglingum finnst þetta spennandi og þau spyrja um Guð og kirkjuna. Mörg eru í miklum vafa um hvort Guð sé til en önnur eru alveg sannfærð. Út frá þessu geta spunnist alveg dásamlegar samræður. Við höfum líka beint athyglinni alveg sér- staklega að þeim sjálfum, hvað þau ætli sér með líf sitt, hverjir séu draumar þeirra. Og þá finnur maður fljótt að draumar langflestra snúast að því að eiga góða vini, fjölskyldu og verða hamingjusöm. Út frá því má ræða hvernig megi láta drauma sína rætast, hvað getum við gert til að leggja grunn að því lífi sem við viljum helst lifa? Þar eru unglingarnir snill- ingar, málið snýst oft mest um það hjá prestinum að vera einskonar fundarstjóri, spyrja spurninga og halda utan um umræðurnar og vangavelturnar. Fermingarbörnin eru hafsjór og koma oft með dásam- legar athugasemdir.“ Raunveruleg heilsubót Fermingarfræðslan er mikilvæg, segir sr. Óskar, og börn fara mikils á mis ef þau fermast ekki. Fræðslan er með öðrum orðum tækifæri fyrir unglinga og foreldra þeirra til að finna mikilvægum spurningum far- veg. „Í kirkjunni er maður viður- kenndur eins og manni líður og er hverju sinni. Þetta skiptir gríðarlegu máli. Ég er líka sannfærður um að það er raunveruleg heilsubót fyrir fólk sem er að undirbúa sig fyrir lífið að fræðast um boðskap kirkjunnar og leitast við að tileinka sér hann. Kirkjan á að vera vettvangur fyrir trúar- og tilvistarspurningar sem búa með okkur öllum. Hún á að vera eins og stór faðmur sem tekur utan um fólk og veitir öryggi, kyrrð og skjól. Ef fermingarbörn finna sig heima og velkomin í kirkjuna að loknum fermingarundirbúningi þá hefur vel tekist til að stilla saman strengi. Heimili og fjölskyldur eiga mikið undir þeim sem eru tilbúnir að leggja börnunum okkar gott til, ekki síst í því að þroska siðferðisvitund, gera þau hæfari í samskiptum og efla sjálfsmyndina. Í þessu verkefni er kirkjan í lykilhlutverki.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúson. Ferming Þótt árin líði og svipur tímans breytist er inntak ferming- arinnar alltaf það sama. Á myndinni eru fermingarstúlkur í Neskirkju vorið 1973. Frá vinstri talið; Ruth Melsteð, Elín Bára Birgisdóttir og Guðrún Baldursdóttir. Kirkjan sé fermingar- börnum öruggt skjól Fermingin byggist á aldagamalli hefð. Lært um leyndardóm og kærleiksboðskap. Kirkjan þroski siðferðisvitund. Ungt fólk til samtals og styrki siðferðisvitund, seg- ir sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sem er prestur á Selfossi. Óskar Hafsteinn Óskarsson Framtíð Ferming- ardagurinn er skemmtilegur og upphaf nýrrar fram- tíðar. Ferming- arbörn í Selfoss- kirkju 2007. Zeus heildverslun - Sia • Austurströnd 4 • Sími 561 0100 www.sia-homefashion.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.