Morgunblaðið - 04.03.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.03.2011, Qupperneq 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ L iðin er hálf öld í ár síðan sr. Kristján Valur Ingólfs- son, prestur á Þingvöllum, fermdist í heimasveit sinni á Grenivík. „Annars vegar einkenndist þessi dagur af gríðarlegri alvöru sem fylgdi kirkjuathöfninni, en hins vegar mikilli gleði yfir því að vera þó kominn þetta langt í lífinu. Fyrir 50 árum var það töluvert mikið mál að fermast og því fylgdu ákveðin réttindi eins og t.d. að geta fengið vinnu.“ Kristján á engar myndir frá deginum en man vel hvernig hann gekk fyrir sig. „Eitt af því sem mér er minnis- stæðast er hvað við strákarnir vor- um allir litlir í samanburði við stúlkurnar þennan dag. Ekki var nóg með að þær virtust þroskaðri en þær höfðu verið allan veturinn heldur tíðkaðist að hreinlega um- breyta fermingarstelpum á þess- um tíma og sumar líktust rosknum konum með hárgreiðslu sem minnti á heysátu.“ Fermingin fór fram á sjó- mannadaginn, 4. júní 1961, og Kristján segir bæjarbúa ekki hafa verið með öllu sátta við valið á fermingardeginum. Fermt á sjómannadaginn „Ég hugsa að þetta hafi verið í eina skiptið sem fermt var á sjó- mannadaginn í Grenivík, enda svo háheilagur dagur fyrir fólkið í þorpinu að fátt annað getur komist að. Það var enginn prestur starf- andi hjá okkur þetta vor en ná- grannaprestur annaðist ferm- inguna og gaf ekki kost á öðru.“ Meðal smáatriða sem Kristján man skýrt frá deginum voru fætur prestsins. „Kannski var það vegna þess hvað það skipti mig miklu máli að vera alvarlegur og yfirvegaður í sjálfri athöfninni, að ég fór að taka eftir því að presturinn var í támjó- um skóm sem gægðust út undan hempunni. Það var eins og fettist upp á tána svipað og í 1001 nótt og mér fannst þetta einhverra hluta vegna rosalega fyndið. Svona er það að maður vill stundum hugsa eitthvað fallegt og elskulegt en getur ekki komist hjá því að hug- urinn reikar eitthvað allt annað.“ Í fermingargjöf fékk Kristján reiðhjól og armbandsúr. Hann segir slíkar gjafir hafa verið mikils virði virði í augum ungs pilts í Grenivík fyrir hálfri öld. „Bara það að eiga hjól gerði mann mjög fullorðinn því með því varð maður miklu frjálsari ferða sinna. Að eiga armbandsúr var líka ákveðin yf- irlýsing, en reyndar var úrinu stol- ið af mér nokkrum árum síðar á ferðalagi á Ítalíu.“ Brauðtertur og ávaxtahlaup Í fermingarboðum árið 1961 voru bornar fram kaffiveitingar, og sumar kökurnar myndu örugg- lega koma veislugestum í dag spánskt fyrir sjónir. Kristján segir enga kransaköku hafa verið að fá og það sem boðið var upp á bakaði fjölskyldan sjálf. „Á þessum tíma voru hinar frægu brauðtertur að ryðja sér til rúms með miklu af majónesi. Svo voru þessar tertur sem ég kann ekki að nefna, með ávaxtahlaupi ofan á úr Royal-dufti. Þessar hlauptertur voru rauðar og grænar, en ég man að seinna meir var þetta hlaup bannað því í því voru svo mörg eit- urefni.“ ai@mbl.is Fannst skór prestsins óstjórnlega fyndnir Kristján Valur Ingólfsson, prestur á Þingvöllum, fékk reiðhjól í fermingargjöf fyrir hálfri öld og fannst hann fyrir vikið orðinn frjáls ferða sinna. Brauðtert- ur og hlauptertur á borðum í veislunni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grenivík Reiðhjól og úr í gjöf, segir sr. Kristján Valur Ingólfsson. ’ Þessar hlauptertur voru rauðar og grænar, en ég man að seinna meir var þetta hlaup bannað því í því voru svo mörg eiturefni. Þ að sem ég man helst frá þessum degi var hvað ég var rosalega stressaður, og alveg sérstaklega áhyggjufullur yfir því hvort ég myndi klúðra þessari stuttu setningu sem ég hafði valið að lesa í kirkjuathöfninni,“ segir Sigursteinn Másson um ferming- ardaginn sinn. Hann man enn biblíutilvitnunina sem hann las. „Þetta var nú eig- inlega stysta setningin sem hægt var að velja: Sælir eru hógværir því þeir munu landið erfa.“ Val Sigursteins á þessu tiltekna ritningarbroti öðlast dýpri merk- ingu þegar hann ljóstrar því upp við blaðamann hvað hann var feim- inn og og óöruggur með sig sem barn. Sigursteinn man raunar enn hvað hann óttaðist að byrja að roðna í athöfninni því það myndi sjást svo vel út af hvíta ferming- arkyrtlinum. Brún jakkaföt Fermingin fór fram í Árbæj- arkirkju nema hvað kirkjan var ekki fullbyggð svo söfnuðurinn þurfti að láta sér nægja safnaðar- heimilið í kjallaranum til að vígja barnahópinn inn í samfélag fullorð- inna. Ráðdeild og sparsemi réðu ferð- inni í kringum ferminguna. „Bæði var móðir mín einstæð og starfaði sem kennari þannig að ekki var miklu til að dreifa. Ég eignaðist samt mín fyrstu jakkaföt í tilefni af fermingunni. Jakkafötin voru brún og ég man hvað ég var lukkulegur með þau.“ Fermingarveislan fór svo fram í smárri íbúð þeirra mæðgina. „Þetta var tveggja herbergja íbúð, kannski 60 fm að stærð, og var gestunum vandlega þjappað inn. Veitingarnar voru ekki aðkeyptar nema hvað ég man að mamma splæsti í kransaköku sem hún keypti hjá Hótel Loftleiðum.“ Þegar kom að fermingargjöf- unum var Sigursteinn aldeilis ráða- góður. „Ég hafði alist mikið upp hjá ömmu minni og afa að Laug- arvatni og hafði mjög gaman af öllu sem tengdist vatninu. Ég átti mér þann draum að eignast árabát til að geta róið út á vatnið,“ segir hann. „Ég fór því í svolítinn bis- ness-hugsunarhátt, lét þau boð út ganga að ég væri að safna mér fyr- ir bátnum og best væri að fólk gæfi mér engar gjafir heldur léti ein- hvern pening af hendi rakna fyrir bátsverðinu.“ Báturinn nýttist vel Það fór svo að Sigursteinn fékk rétt nóg til að kaupa sér bátinn og notaði hann í fjöldamörg ár. „Bát- urinn varð stór hluti af tilveru minni við Laugarvatn. Við afi vor- um duglegir að nota hann til að vitja netja sem við höfðum í vatn- inu og raunar er stutt síðan bát- urinn varð ónýtur.“ Sjálf fermingarstundin lifir enn með Sigursteini og hann er ekki frá því að þessi dagur hafi markað stefnu í nýja og betri átt í lífi hans. „Það var merkilegt að finna fyrir því að nú væri komin stund ábyrgðarinnar, og ég greindi það líka hjá félögum mínum, sem hafði allt fram að fermingunni þótt ferm- ingin ansi léttvæg, að þeir kiknuðu svolítið í hnjánum yfir þessu öllu þegar á hólminn var komið,“ segir hann. „Ég upplifði þennan dag sem fyrstu stóru veislu lífs míns og ég var í aðalhlutverkinu. Það má segja að ég hafi fundið til mín við allt þetta umstang og kannski hefur það orðið til þess að ég fór smám sman að fá meira sjálfstraust og spyrna við þegar reynt var að traðka á mér.“ ai@mbl.is Stund ábyrgð- arinnar var runnin upp Sigursteinn Másson fann til sín við allt um- stangið við ferminguna sína og það varð senni- lega til þess að sjálfstaustið fór smám saman að styrkjast hjá feimnum drengnum Morgunblaðið/Kristinn Ferming Fyrstu stóru veislu lífs míns, segir Sigursteinn Másson ’ Ég hafði alist mikið upp hjá ömmu minni og afa að Laugarvatni og hafði mjög gaman af öllu sem tengdist vatninu. Ég átti mér þann draum að eignast árabát til að geta róið út á vatnið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.