Morgunblaðið - 04.03.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 04.03.2011, Síða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ F ermingarmyndatökur eru alltaf skemmtilegar og að mörgu leyti vorboði. Krakkarnir eru alltaf jafn- kátir og glaðir enda er þetta stór dagur í lífi þeirra. Hins vegar hefur sú breyting orðið á þeim átján árum síðan ég byrjaði í þessu að þau eru upplitsdjarfari og ákveðnari en var og gefa skýrt til kynna hvað þau vilja,“ segir Kristín Bogadóttir ljósmyndari í Reykjavík. Klæðnaður á fermingardaginn fylgir tískunni og breytist frá ári til árs – sama hvort það eru föt, skór, hártíska eða annað. Eða hver kann- ast ekki við að hafa séð gamlar ferm- ingarmyndir af sjálfum sér, systk- inum eða pabba og mömmu sem eru svo hallærislegar að það hálfa væri nóg, eins og gjarnan er sagt. Fínlegir kjólar og jakkaföt „Mér er minn- isstætt í kringum 1995 þegar stelp- urnar komu í myndatökur á þykkbotna Buff- alóskóm og strákarnir í stórum gallbuxum og hettupeysum. Þetta þótti það allra flottasta þá og bara gaman að hugsa til þess eftir á hvað tískan breytist. Núna koma stelpurnar mikið í myndatökur í fínlegum kjólum og strákarnir í jakkafötum með bindi,“ útskýrir Kristín. Segir að einnig hafi færst í vöxt að myndatakan sýni áhugamál á einhvern hátt. Þannig koma fermingarbörn stundum með íþróttabúninga eða hljóðfæri með sér og sum fermingarbarnanna láta mynda sig með gæludýrinu sínu. „Krakkarnir – og eins foreldrar þeirra – hafa yfirleitt mjög skýrar hugmyndir um hvernig myndir þau vilja. Ungir krakkar eru mikið á net- inu, skoða þar alls konar myndir og það mótar viðhorf þeirra og eins for- eldranna sem oft nota tækifærið á þessum tímamótum og láta taka myndir af allri fjölskyldunni saman, því þrátt fyrir að allir eigi mynda- vélar í dag og myndi mikið þá er allt- af stemning í því að fara til ljós- myndara og láta taka almennilegar myndir af öllum,“ segir Kristín sem tekur fermingarmyndirnar yfirleitt í stúdíói. Albúm til framtíðar „Stundum eru fermingarmyndir teknar utanhúss; það er að segja ef veður og birta leyfa. Það er auðvitað stórskemmtilegt eins og allar úti- myndatökur eru. Brúðkaup á sumrin eru til dæmis nánast alltaf mynduð úti, því fólk vill ekki annað í dag. Enda verða myndirnar líflegar og bakgrunnur fjölbreyttur með því móti,“ segir Kristín. Sú var tíðin að allir voru myndaðir á fermingardaginn sjálfan. Nú er þetta hins vegar að breytast. „Færst hefur í vöxt að fjölskyldur komi í myndatöku einhverjum dög- um fyrir fermingu. Þá eru mynd- irnar tilbúnar á fermingardaginn, svo hægt sé að sýna þær á skjá í veislunni, jafnvel nota þær í boðs- kortið, og eins sýna gestunum í al- búmi. Ég legg áherslu á að skila myndunum í albúmi því það endist til framtíðar og er alltaf eigulegt “ segir Kristín Bogadóttir sem hefur starf- að sem ljósmyndari í allmörg ár og sinnir afar fjölbreyttum verkefnum. sbs@mbl.is Fjölskylda Fermingin er hátíð fjölskyldunnar og merkisdagur unga fólksins sem heldur vonglatt út í lífið. Unglingur Á myndunum gefa krakkarnir skýrt til kynna hvað þau vilja. Bros Fermingarmyndir eru skemmtilegar, segir Kristín Bogadóttir ljósmyndari. Upplitsdjarfari og ákveðnari Skemmtilegur vorboði, segir Kristín Bogadóttir um fermingarmyndatökurnar. Tískan breytist og börnin líka. Myndirnar eru oft teknar fyrir daginn stóra. Fermingarstúlka Íbyggin á svip, með hönd undir höku og hugsar til framtíðar. kristín Bogadóttir Farðu inn á www.oddi.is og búðu til fallegt boðskort. Persónulegt boðskort með þínum myndum. Hannaðu þitt eigið fermingarkort á oddi.is VERÐ FRÁ 159 KR. STYKKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.