Morgunblaðið - 04.03.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 04.03.2011, Síða 16
F riðrika Hjördís Geirsdóttir hefur haldið vinsæl bolla- kökunámskeið að und- anförnu en kökurnar eru ekki aðeins bragðgóðar heldur sérstaklega fallegar á að líta. „Ég hef verið með fullt af fólki á námskeiðunum sem er að undirbúa veislur og þar á meðal bæði ferm- ingar og brúðkaup. Þetta á alltaf við og gerir veisluborðið svo fallegt og er alltaf fallegt á borðinu,“ segir Rikka, eins og hún er jafnan kölluð, og útskýrir að þegar búið sé að skera í stóra veisluköku myndist sár í hana, sem geri hana ekki eins fal- lega á að líta. Skreytingarnar geta líka verið fjölbreytilegar og bendir Rikka á að minna sé stundum meira. „Það þarf ekki smáskraut á hverja einustu köku, á þriðju hverju er alveg nóg. Mér finnst einfaldleikinn oft fal- legri. Það er líka hægt að búa til kökur með sykurmassa en þá ertu kominn í töluvert meiri vinnu. Kök- ur með smjörkremi eða súkku- laðikremi geta verið mjög fallegar,“ segir þessi smekkkona. Rikka hefur tekið að sér að útbúa bollakökur fyrir fermingarveislur í samstarfi við Kökuhúsið í Kópavogi og hannar þá kökurnar eftir því hvað fólk biður um en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur hún gert margvíslegar skreytingar. Hún segir að einn af kostum þess að bjóða upp á bollakökur sé að þær sé hægt að gera í mismunandi stærðum. Litlar bollakökur séu heppilegar fyr- ir stærri veislur þar sem pinnamatur sé í boði. „Ég geri yfirleitt minni kökur fyrir veislur og mæli þá með tveimur á mann.“ Líka námskeið í sjálfstrausti Þó að skreytingarnar líti út fyrir að vera flóknar gengur fólki vel að gera þær á námskeiðunum. „Fólk mætir gjarnan með engar væntingar til sjálfs sín, segist ekki kunna að baka og hafa verið dregið á staðinn. En viðkomandi kemur sjálfum sér á óvart og fer svífandi út. Það er svo gaman að kenna á námskeiði þar sem fólk er að gera eitthvað skapandi, sem byggir upp sjálfstraustið í leið- inni.“ Á námskeiðinu lærir fólk réttu handtökin en í þessu eins og öðru skapar æfingin meistarann. „Þetta er svo skemmtilegt, eins og að fara aft- ur í leikskóla og fá útrás fyrir sköp- unarþörfina. Ég sé hvernig lifnar yfir fólki eftir námskeiðið,“ segir Rikka. Uppbókað er á bollakökunámskeið Rikku í mars en fleiri námskeið verða á dagskrá í apríl. Besta leiðin til að komast að er að skrá sig á á lista hjá cupcakes@hagkaup.is eða í síma 563 5082. Fyrir upplýsingar og pantanir á kökum er best að hafa samband við Kökuhúsið í síma 554 2708. Einnig má finna frekari upp- lýsingar og myndir á Facebook-síðu Rikku. ingarun@mbl.is Smekkkona Friðrika Hjördís Geirsdóttir. Fallegar á veisluborðinu Bollakökurnar hennar Rikku eru mikil listaverk og skemmtileg tilbreyting á fermingarhlaðborðinu frá stóru marsípankökunni. Skapandi bakstur Það er hægt að leika sér með litina og formin. Fallegt Syk- urmassaskraut getur verið af ýmsum stærðum og gerðum. Pastel Fallegur matur eykur við matarupplif- unina. Blóm Fallegar skreytingar. ’ Þetta er svo skemmtilegt, eins og að fara aftur í leikskóla og fá útrás fyrir sköp- unarþörfina. Ég sé hvern- ig lifnar yfir fólki eftir námskeiðið. 16 | MORGUNBLAÐIÐ Vanillubollakökur 12-16 stk. 100 g mjúkt smjör 110 g sykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar 120 g hveiti 2 msk kartöflumjöl 1½ tsk. lyftiduft 12-16 pappírsform Hitið ofninn í 150°C á viftu- stillingu, annars 160°C. Hrærið smjör og sykur saman þar til bland- an verður ljós og létt. Bætið eggj- unum saman við, einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið van- illudropunum út í. Hrærið að lokum þurrefnunum saman við og hrærið stuttlega. Raðið pappírsform- unum í bökunarform, hálffyllið pappírsformin og bakið í 18-20 mínútur. Vanillusmjörkrem 250 g mjúkur smjörvi 1 ½ tsk vanilludropar 500 g flórsykur 1/2 tsk. salt 40 g kakó 200 ml mjólk Hitið ofninn í 150°C á viftu- stillingu, annars 160°C. Hrærið syk- ur og smjör vel saman þar til bland- an verður ljós og létt. Bætið eggjunum saman við og hrærið. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við smjörblönduna ásamt mjólkinni. Raðið pappírs- formunum í bökunarform, hálffyllið pappírsformin og bakið í 20 mínútur. Súkkulaðikrem 500 g flórsykur 60 g kakó 1 egg 80 g smjör, brætt 1 tsk. vanilludropar 3 msk. sterkt kaffi ½ tsk. salt Setjið flórsykur og kakó í skál og hrærið eggi og bræddu smjöri sam- an við ásamt vanilludropum, kaffi og salti. Hrærið smjörið og vanilludrop- ana í 1-2 mínútur. Bætið 1/3 af flórsykrinum saman við í senn og hrærið vel á milli. Ef kremið er of þykkt er hægt að nota örlitla mjólk til að þynna það. Súkkulaði-bollakökur 12 stk. 150 g sykur 150 g púðursykur 125 g smjör 2 egg 260 g hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.