Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 24

Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ www.namsferdir.is Klapparstíg 25 • Sími 578 9977 Góð kennsla, íþróttir og skemmtun eftir skóla. Nemendur gista hjá fjölskyldu eða á heimavist. Starfsfólk tekur vel á móti unga fólkinu og aðstoðar meðan á dvöl stendur. S igríður Svanborgardóttir, eða Sigga ljósmyndari eins og hún er kölluð, seg- ir hægt að ná góðri ferm- ingarmynd af öllum. „Ég hætti a.m.k. ekki að smella af fyrr en ég er sjálf ánægð og algengt að við tökum á bilinu 100 til 160 myndir í einni töku,“ segir hún. Algengt er í dag að fermingar- myndirnar séu teknar fyrir sjálfan fermingardaginn. „Stelpurnar nota þá tækifærið þegar þær fara í prufuhárgreiðsluna í aðdraganda fermingarinnar að láta taka af sér myndina í leiðinni. Strákarnir þurfa auðvitað bara að skella smá-geli í hárið og þeir eru klárir hvenær sem er,“ segir Sigríður. „Bæði er þetta til að fækka einu af verkefnum fermingardagsins og þar með minnka stressið, en svo þykir fólki líka gaman að hafa myndirnar upp við og til sýnis í fermingarveislunni. Þeim sem þykir myndavélin ekk- ert sérstaklega fegrandi alla jafna eru í góðum höndum hjá ljósmynd- ara sem kann sitt fag og Sigríður segir um að gera að láta ljósmynd- arann vita ef eitthvað er sem fólk vill draga úr eða draga fram. „Und- irhökur og önnur líkamseinkenni sem fólk er misstolt af þurfa ekki endilega að sjást ef myndin er tekin frá rétta sjónarhorninu. Í tilviki fermingarbarnanna er vandinn hins vegar oftast að yfirstíga feimni og stífni. Þetta er erfiður aldur og sum- um þykir næstum hallærislegt að láta taka af sér mynd. Bæði kynin, en þó strákarnir alveg sérstaklega eru oft stressuð og stíf í myndatök- unni og byrja ég þess vegna yfirleitt á að spjalla við þau og fá þau til að slappa af. Svo þarf auðvitað reglu- lega að minna fyrirsætur á ung- lingsaldri á að sitja bein í baki.“ Tískan í fermingarljósmyndum er frekar sígild um þessar mundir. „Persónulega er ég mest gefin fyrir svarthvítan bakgrunn og reyni að beita lýsingunni til að draga fram rétta yfirbragðið og fallega skugga. Ég á að vísu til í geymslu gamla marmarabakgrunninn og dreg hann fram ef viðskiptavinurinn endilega vill,“ segir Sigríður. „Svo er líka alltaf gaman að taka myndirnar utanhúss og ef vel viðrar fer ég gjarnan með fyrirsætunum út úr stúdíóinu. Ég er með aðstöðu hér á Strandgötunni í Hafnarfirði og þarf ekki að fara langt til að finna fallegt náttúrulegt umhverfi.“ Allra skemmtilegast þykir Sigríði svo að fara með fermingarbarninu á óvenjulegan og persónulegan stað. „Eitt skiptið fór ég t.d. til fjölskyldu í sveitinni fyrir austan og tók mynd- ir af fermingarbarninu í fjósinu og á hestbaki. Þetta var hreint æðisleg upplifun og frábærar myndir.“ Mömmurnar fá að ráða Sigríður segir líka að fermingar- börnin hafi oft aðrar hugmyndir en foreldrarnir. „Krakkarnir vilja yf- irleitt hafa myndina meira „kúl“ og „öðruvísi“, á meðan mömmurnar og pabbarnir vilja frekar klassíska og sæta mynd af saklausu ferming- arbarni. Mömmurnar ráða yfirleitt mestu á endanum en hægt er að gera öllum til hæfis í venjulegri töku,“ segir Sigríður en vinsælast er að kaupa pakka með 12 prentuðum myndum. „Ég er hrifnust af svart- hvítum myndum en litmyndirnar verða alltaf klassíkar og vinsælar. Brúntónamyndirnar eru hins vegar á undanhaldi.“ Tölvutæknin gerir svo kleift að snurfusa og skreyta myndirnar ef viðskiptavinurinn óskar þess. „Sum- ir vilja láta bæta einhverju inn eins og fugli eða fiðrildi. Ein stúlkan sem var með áberandi blett á andlitinu bað mig um að fjarlægja hann af myndinni og auðvitað ekkert sjálf- sagðara,“ segir Sigríður. „Sjálfri finnst mér skemmtilegt þegar ekki er átt mikið við myndina, því þegar fram líða stundir geta alls kyns gall- ar og smáatriði vakið hjá okkur minningar. Ég held. t.d. mikið upp á mynd sem tekin var af mér og syst- ur minni þegar ég var 5 ára. Kvöldið áður hafði mér tekist að klippa af mér toppinn og þegar við mættum til ljósmyndarans sá ég lausan þráð í sokkabuxunum og dró hann út svo að kom stórt gat. Mamma þurfti því að hlaupa upp og niður Laugaveg- inn í leit að sokkbuxum á mig og fann á endanum blúndusokka- buxur sem voru allt öðru- vísi en þær sem systir mín klæddist. Allt sést þetta á mynd- inni, en hefði verið hægt að breyta sokkabuxunum og laga hártoppinn með tölvutækni dagsins í dag – en þá væru minning- arnar ekki þær sömu.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Á filmu Sigríður ljósmyndari. Flottur Fermingarbörnin vilja oft öðruvísi myndir. Krakkarnir vilja hafa myndina „kúl“ Algengt að ferming- armyndin sé tekin nokkr- um dögum fyrir athöfnina Gaman að hafa myndirnar til sýnis í veislunni Hægt að taka myndir utanhúss og gaman að bregða á leik Myndir sem hafðar eru á besta stað Sigríður segir kreppuna ekki hafa orðið til þess að fólk sleppi fermingarmyndatökunni. Sumir spara með því að velja frekar minni myndatökupakka en áður, en þykir samt ómissandi að eiga þennan minjagrip um þessi tímamót í lífi barnsins. „Svo er algengt að fjölskyldan slái til og láti taka alls kyns aðrar myndir af fjölskyldumeðlimum í leiðinni. Það má þá taka fallega fjölskyldumynd og jafnvel ná nokkrum góðum af hundinum, kettinum eða kanínunni á heim- ilinu líka.“ Fermingarmyndin fær oftar en ekki heiðurssess á heimilinu; er gjarnan höfð innrömmuð á besta stað í stofunni eða á ganginum. „Það er raunin að flestir láta ekki fagmann taka af sér ljósmynd nema nokkrum sinnum á lífsleið- inni og þá helst við fermingu, út- skrift og svo við giftingu,“ segir Sigríður. „Þetta eru myndir sem fólki þykir vænt um og gaman að hafa þessar minningar um ólík skeið lífsins.“ Ef eitthvað er mættu Íslend- ingar fara oftar til ljósmyndara og Sigríði grunar að margir mikli fyrir sér kostnaðinn við mynda- tökuna. „Tími stóru og dýru myndatakanna er liðinn og núna er hægt að skjótast inn til ljós- myndara, ef vel liggur á, og kaupa t.d. lítinn tveggja mynda pakka,“ segir Sigríður. „Oftast sér fólk ekki eftir því að eiga góðar myndir og sér meira eftir að hafa ekki látið taka oftar myndir af fjöl- skyldunni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.